Morgunblaðið - 16.01.2014, Page 44

Morgunblaðið - 16.01.2014, Page 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2014 viðarparket Verðdæmi: Eik 3ja stafa kr. 4.590 m2 Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 Nýtt 2-lock endalæsing Undanfarin ár hafa margar bandarískar sin- fóníuhljómsveitir barist fyrir lífi sínu og sumar lagt upp laupana. Víða hafa laun hljóðfæraleikara verið skert og ein hatrammasta launadeilan hef- ur verið í Minneapolis, þar sem hljómsveit borgarinnar hefur verið í verkbanni í rúmt ár. Deilan hefur nú verið leyst, þar sem hljóðfæra- leikararnir sættust á launalækkun en minni en upphaflega var áætluð. Fyrirhugað er að tónleikaröð sveitarinnar í Orchestra Hall hefj- ist að nýju í febrúar. Fyrrverandi stjórnandi Sinfóníu- hljómsveitar Íslands, Osmo Vänskä, stjórnaði sveitinni í Minneapolis þegar deilurnar hófust og sagði hann upp vegna þeirra. Eins árs verkbanni sinfóníuhljóm- sveitar lokið Osmo Vänskä Í kvöld stíga fjórir ungir einleik- arar á svið í Eldborgarsal Hörpu með Sinfóníuhljómsveit Íslands en þeir sigruðu í einleikarakeppni hljómsveitarinnar og Listaháskóla Íslands. Keppnin fer fram árlega og er opin tónlistarnemendum á há- skólastigi, óháð því hvaða tónlistar- skóla þeir sækja, og dómnefnd keppninnar skipar tónlistarfólk í fremstu röð. Að þessu sinni tóku fjórtán nemendur þátt og voru þessi fjögur valin til að koma fram með hljómsveitinni. Það eru þau Baldvin Ingvar Tryggvason klarin- ettuleikari, Björg Brjánsdóttir flautuleikari, Rannveig Marta Sarc fiðluleikari og Sölvi Kolbeinsson saxófónleikari. Baldvin leikur klarínettukonsert eftir Aaron Copland, Björg konsert fyrir flautu og hljómsveit eftir Carl Nielsen, Rannveig Marta fiðlukon- sert eftir Sibelius og Sölvi konsert fyrir altsaxófón og strengja- hljómsveit eftir Alexander Glaz- unov. Stjórnandi á tónleikunum er Bernharður Wilkinson. Frekar súrrealískt „Það var frekar súrrealískt að stíga á svið með Sinfóníuhljóm- sveitinni á fyrstu æfingunni. Það var sérstök tilfinning en núna er þetta bara gaman,“ segir Baldvin og bætir hlæjandi við að nú verði erfitt að hverfa aftur til þess að leika „bara“ með píanóleikara. „Það er ansi magnað og gaman að standa á sviði með þessari hljómsveit,“ segir hann svo. Kons- ertinn sem hann flytur er fyrir klarinett og strengi en Baldvin, sem útskrifast í vor, nemur undir handleiðslu Einars Jóhannesssonar sem einnig leikur með hljómsveit- inni og tók þátt í að velja verkið með honum. „Hann stakk upp á nokkrum verkum að æfa og þá vor- um við ekkert að hugsa um þessa keppni. Mig langaði að leika þetta verk og hálfu ári síðar ákváðum við að ég myndi taka þátt og ég vildi leika konsertinn. Hann var eig- inlega tilbúinn hjá mér.“ – Er hann erfiður í flutningi? „Já, en hann hljómar samt ekki alveg jafn flókinn og hann í raun- inni er. Þetta er mjög erfitt, mikið á háum nótum. Það er nóg að blása.“ Baldvin er 22 ára Álftnesingur og kemur úr tónlistarfjölskyldu, sonur Tryggva M. Baldvinssonar tón- skálds, og hann stefnir nú á fram- haldsnám erlendis. Hann segist hafa komist inn í skóla í London sem líklegt sé að hann muni sækja. Fjölbreytt menntun Þverflautuleikarinn Björg Brjánsdóttir stundaði nám við Tón- menntaskóla Reykjavíkur og Tón- listarskólann í Reykjavík og lauk framhaldsprófi vorið 2012. Frá haustinu 2012 hefur hún lært við Tónlistarháskólann í Ósló og lært hjá ýmsum flautuleikurum. Fiðluleikarinn Rannveig Marta Zarc fæddist í Slóveníu. Fjögurra ára gömul hóf hún fiðlunám hjá Lilju Hjaltadóttur en var næstu ár- in við Tartini-tónlistarskólann í Slóveníu. Þar tók hún þátt í ýmsum keppnum og deildi m.a. 1. verðlaun- um í Alþjóðlegri fiðlukeppni ung- menna. Rannveig Marta flutti til Íslands árið 2006 og gerðist nem- andi við Allegro Suzuki-tónlistar- skólann og síðar hjá Guðnýju Guð- mundsdóttur, núverandi kennara sínum, og fylgdi henni í Tónlistar- skólann í Reykjavík árið 2009. Saxófónleikarinn Sölvi Kolbeins- son hóf nám í Tónmenntaskóla Reykjavíkur sex ára gamall og byrjaði átta ára að læra hjá Haf- steini Guðmundssyni sem var kenn- ari hans í átta ár. Sölvi útskrifaðist frá Tónmenntaskólanum vorið 2010. Hann stundar nú nám bæði í klassískum og djass-saxófónleik hjá Sigurði Flosasyni í Tónlistarskól- anum í Reykjavík og Tónlistarskóla FÍH. efi@mbl.is Ljósmynd/Grímur Bjarnason Efnisfólk Sölvi Kolbeinsson, Baldvin Ingvar Tryggvason, Björg Brjáns- dóttir og Rannveig Marta Zarc koma fram með hljómsveitinni í Eldborg. Gaman að standa á sviði með hljómsveitinni  Ungir einleikarar koma fram með Sinfóníuhljómsveitinni Ákveðið hefur verið að sameina söfn og ýmsa menningarstaði í Reykjavík undir eina yfirstjórn og hefur staða forstöðumanns hins nýja safns verið auglýst. Undir einum hatti stendur til að sameina og samþætta starf- semi Minjasafns Reykjavíkur, Vík- urinnar – Sjóminjasafnsins í Reykja- vík, Ljósmyndasafns Reykjavíkur og Viðeyjar. Safnið verður eitt hið stærsta hér á landi. Þar verður höfð umsjón með menningarminjum í Reykjavík og ber það ábyrgð á söfnun, skráningu, rannsóknum og miðlun á fjöl- breyttum safnkosti: munum, húsum, ljósmyndum og minjum tengdum sjómennsku, siglingum, útgerð o.fl. sem eru einkennandi fyrir menning- ararf borgarinnar og varpar ljósi á sögu hennar og menningu. Hið nýja safn ber jafnframt ábyrgð á skrán- ingu fornleifa, húsa og mannvirkja, rannsóknum og eftirliti þeirra og er ráðgjafi borgaryfirvalda um vernd- un menningarminja í Reykjavík og um önnur menningarsöguleg verk- efni. Undir safnið munu heyra söfnin og sýningarstaðirnir Árbæjarsafn og Landnámssýningin Reykjavík 871+/-2, ásamt sérsöfnum og safn- heildum, Ljósmyndasafn Reykjavík- ur í Grófarhúsi, Sjóminjasafnið á Grandagarði 8 og Viðey. Nýr safnstjóri hefur störf í mars. Morgunblaðið/Einar Falur Ljósmyndasafn Leikarinn Viggo Mortensen undirbýr að hengja upp sýn- ingu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Það verður hluti hins nýja safns. Borgin leitar að for- stöðumanni nýs safns Efnt er til málþings um tónlistar- húsið Hörpu í dag. Tilefni málþings- ins er Mies van der Rohe-hönnunar- verðlaunin sem Harpa hreppti á síðasta ári en nú stendur yfir afmæl- issýning verðlaunanna í Hörpu. Leitast verður við að varpa ljósi á það hvernig byggingin hefur nýst ólíkum notendum, ímynd hennar, hlutverk og það hvaða þýðingu verð- launin geta haft fyrir Hörpu, Reykjavík og arkitektúr á Íslandi. Dagskráin hefst með framsögu og í kjölfarið verður efnt til hringborðs- umræðna undir stjórn Hjálmars Sveinssonar borgarfulltrúa. Fram- sögumenn verða Sigurður Ein- arsson arkitekt, Hilmar Þór Björns- son, arkitekt og bloggari, og Ólöf Örvarsdóttir, arkitekt og sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Þátttakendur í hringborðsumræðunum verða Anna Kristín Einarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Eyjólfur Pálsson, eigandi Epal, og Egill Helgason þáttastjórn- andi. Málþingið hefst klukkan 15 í Norðurljósum. Sjónum beint að Hörpu á opnu málþingi í dag Morgunblaðið/Kristinn Málþing Fjallað verður um Hörpu í Norðurljósasal Hörpu í dag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.