Morgunblaðið - 16.01.2014, Síða 47

Morgunblaðið - 16.01.2014, Síða 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2014 B ra nd en bu rg Í kvöld kl. 20:00 í opinni dagskrá. Margir Íslendingar sem ferðast til Lundúna leggja leið sína í British Museum. Þeir eru ekki einir um það því tilkynnt hefur verið að í fyrra kom metfjöldi gesta í safnið, alls 6,7 milljónir manna. Flykktist fólk einkum á vinsælar sérsýningar, eins og um lífið og dauðann í Pom- peii, en á hana komu 471 þúsund gestir. Var það þriðja vinsælasta sýning safnsins frá upphafi en árið 1972 sáu 1,6 milljónir sýningu um Tutankhamon og egypsku faraóana og telja stjórnendur að það verði seint slegið Eldra aðsóknarmetið yfir heilt ár var sex milljónir gesta en British Museum hefur nú verið opið í 225 ár. Senn verður opnuð ný sýning í safninu sem helguð er sögu víking- anna og er búist við mikilli aðsókn. AFP Vinsælt Glæstur gripur á sýningu í Brit- ish Museum um fjársjóði frá Kólumbíu. Nýtt aðsóknarmet sett í sívinsælu British Museum Art Garfunkel sló í gegn með Paul Simon og söng fræg lög þeirra með sinni björtu tenór- rödd. Fyrir fjór- um árum þurfti söngvarinn, sem er orðinn 72 ára gamall, að hætta að syngja þegar raddböndin gáfu sig, vegna reyk- inga að hans sögn. Þá voru fyrir- hugaðir nokkrir endurkomu- tónleikar þeirra Simons og hörmuðu margir þegar þeim var af- lýst. Nú segist Garfunkel hafa jafnað sig að fullu og er við það að leggjast í mánaðalanga tónleikaferð um Bandaríkin. Hann hélt nokkra litla tónleika í lok síðasta árs og sá að röddin var í lagi. „Röddin er komin í lag og ég er á flugi!“ segir í yfirlýsingu frá söngv- aranum. Af Paul Simon er það að frétta að hann kemur fram á nokkrum tón- leikum á stórum leikvöngum í Bandaríkjunum í vor, ásamt Sting. Raddbönd Gar- funkels betri og hann syngur á ný Art Garfunkel Norrænir menn í arabískum mið- aldaheimildum eru í brennidepli í fyrirlestri Þóris Jónssonar Hraundal í dag. Hann segir frá rannsóknum sín- um á arabískum heimildum um ferðir norrænna manna í austurvegi. Þar kemur ým- islegt fram um hlutverk og atgervi norrænna manna sem stangast á við þær myndir sem jafnan eru dregnar upp í öðrum heimildum. Þórir er lauk nýlega doktorsprófi í miðaldafræðum við Björgvinjarhá- skóla og hefur í rannsóknum sínum lagt áherslu á arabískar miðalda- heimildir. Fyrirlesturinn er haldinn á vegum Miðaldastofu Háskóla Íslands í Árnagarði klukkan 16.30. Ferðir norrænna manna í aust- urvegi á miðöldum Þórir Jónsson Hraundal Tilkynnt hefur verið hverjir úr kvikmyndabransanum eru til- nefndir til Razzie-skammarverð- launanna, eða Gylltu hindberjaverð- launanna eins og þau nefnast. Stofnað var til þeirra fyrir 34 árum til að draga fram það sem verst hefur verið gert í kvikmyndagerð, og þá einkum vestanhafs, á árinu. Að þessu sinni er kvikmyndin The Lone Ranger áberandi á listunum en því er spáð að Disney muni tapa um 190 milljónum dala á henni. Jo- hnny Depp er tilnefndur fyrir sinn fyrsta Razzie, myndin er tilnefnd sem sú versta og leikstjórinn Gore Verbinski. Adam Sandler er tilnefndur þriðja árið í röð, fyrir leik í Grown Ups 2. Sú mynd fær flestar tilnefn- ingar, níu alls. Sandler hreppti í fyrra verðlaun sem bæði versti karl- og kvenleikari, sem tvíbura- systkin í kvikmyndinni Jack and Jill. Sylvester Stallone er tilnefndur sem besti leikarinn fyrir þátt sinn í tveimur myndum og Halle Berry er að sama skapi tilnefnd fyrir tvær. Lindsey Lohan er einnig tilnefnd. Tilnefnt til skammar- verðlauna kvikmynda Óvinsæl Johnny Depp er tilnefndur fyrir leik sinn sem Tonto í The Lone Ranger. Félagi hans, Armie Hammer, slapp hinsvegar við tilnefningu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.