Morgunblaðið - 16.01.2014, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 16.01.2014, Qupperneq 48
FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 16. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Danskri konu nauðgað af hópi 2. Stofnaði lífi sínu í hættu 3. Leitaði að syni sínum í 17 ár 4. Gráti nær yfir ástandinu »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Um sömu helgi og Sónar hátíðin fer fram í annað sinn á Íslandi, um miðj- an febrúar, verður samskonar hátíð haldin í Stokkhólmi. Meðal þeirra sem koma þar fram er hljómsveitin Sísí Ey, sem sló í gegn á Sónar í fyrra. Sísí Ey kemur fram á Sónar í Stokkhólmi  Við Óðinsgötu hefur verið opnað menningarhúsið Mengi og eiga alls kyns uppákomur sér þar stað. Í kvöld kemur tón- listarmaðurinn Snorri Helgason þar fram, vopn- aður alls kyns gíturum og banjó og hyggst leika þjóðlaga- og sálartónlist eftir aðra ásamt sinni eigin frum- sömdu tónlist. Snorri syngur í menn- ingarhúsinu Mengi  Óhætt er að segja að fræðandi og skemmtilegir sjónvarpsþættir Víkings Heiðars Ólafssonar píanóleikara og Höllu Oddnýjar Magn- úsdóttur mannfræð- ings, Út úr dúr, hafi slegið í gegn í Ríkissjón- varpinu í vetur. Að sögn Víkings stendur nú yfir vinna við fimm nýja þætti sem verða væntanlega sýndir síð- ar á árinu. Von á nýjum þáttum Út úr dúr á árinu Á föstudag og laugardag Austlæg eða breytileg átt, víða 5-10 m/s og skúrir eða él en rigning suðaustantil. Hiti víða 0 til 5 stig. Á sunnudag Fremur hæg norðanátt og stöku él. SPÁ KL. 12.00 Í DAG 5-13 m/s slydda eða rigning austanlands og snjókoma inn til landsins, dálítil él norðvestantil annars úr- komulítið. Hiti 0-7 stig en vægt frost í innsveitum fyrir norðan. VEÐUR „Ég hef alls ekkert afskrifað þann möguleika að leika áfram úti eftir að leiðir mín- ar og Grosswallstadt skilur í vor,“ segir Sverre Andreas Jakobsson, landsliðsmaður í handknattleik. „Eins og staðan er í dag er óljóst hvað ég geri en ég hef full- an hug á að leika hand- knattleik áfram, að minnsta kosti eitt ár í viðbót,“ segir Sverre í viðtali við Morgun- blaðið í dag. »4 Sverre vill spila áfram erlendis Spænsku heimsmeist- ararnir eru andstæð- ingar Ís- lendinga á Evrópu- móti karla í handknattleik í Álaborg í dag. Aron Kristjánsson lands- liðsþjálfari segir að Spánverjar séu ekki ósigrandi en íslenska liðið þurfi fyrst og fremst að spila mjög agaðan og góðan sóknarleik til að eiga einhverja möguleika gegn þeim. »1 Þarf góðan sóknarleik gegn Spánverjum Toppliðin í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik unnu öll sína leiki þeg- ar heil umferð fór fram í gærkvöldi og hefur Snæfell komið sér þægilega fyrir í toppsætinu. Liðið vann auð- veldan útisigur á Njarðvík. Keflavík vann nauman sigur á Hamri í Hvera- gerði en Haukar fóru létt með KR í Vesturbænum. Loks vann Valur stór- sigur á Grindvíkingum. »3 Efstu liðin voru öll áfram á sigurbraut ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Fjórar stelpur af leikskólanum Heiðarborg í Árbæ komu færandi hendi á skrifstofur UNICEF á Ís- landi í vikunni en þá afhentu þær 250.000 krónur sem söfnuðust með sölu á jólakortum sem börnin þar teiknuðu til styrktar hjálparstarfi á Filippseyjum eftir fellibylinn Ha- iyan. Að sögn Geoffrey Pettypiece, eins þeirra sem stóðu að söfnuninni, voru það nokkrir Filippseyingar hér á landi og fólk sem þekkir til lands- ins sem áttu hugmyndina að söfn- uninni. „Fólk var snortið af fréttum sem komu eftir fellibylinn. Það voru alls konar hugmyndir um hvernig við gætum hjálpað,“ segir Geoffrey um tilurð söfnunarinnar. Ákveðið var að leita samstarfs við leikskólann Heið- arborg, þar sem einn úr hópnum þekkti til, um að gera mynd fyrir jólakort. „Hugmyndin var líka að tengja börnin á Íslandi við börnin á Fil- ippseyjum sem þurfa að lifa í gegn- um hörmungarnar þar,“ segir hann. Klipptu saman fimm myndir Upphaflega var hugmyndin að velja eina mynd á kortið en Geoff- rey segir að börnin á leikskólanum hafi verið svo dugleg að teikna fimm. „Okkur fannst leiðinlegt að velja bara eina af fimm þannig að við bjuggum til klippimynd svo að allar myndirnar koma fram á kortinu.“ Á kortunum var svo áletrun á ís- lensku, tagalog og ensku en alls voru þúsund jólakort prentuð. Þau voru aðallega seld innan samfélags Filippseyinga hér á landi en auk þess voru þau seld á borði merktu UNICEF í Smáralind fyrir jólin og nokkrir úr hópnum voru duglegir að selja þau í kringum sig. Að sögn Sigríðar Víðis Jóns- dóttur, upplýsingafulltrúa UNICEF á Íslandi, hefur hjálparstarfið á Fil- ippseyjum gengið vel og daglega sjáist árangur af því. Engu að síður sé ástandið ennþá slæmt enda að- eins rétt rúmir tveir mánuðir liðnir frá því að stærsti fellibylur sem gengið hefur á land í heiminum reið yfir landið. Alls hafa um tíu þúsund Íslend- ingar gefið 25 milljónir króna til hjálparstarfsins á Filippseyjum en við það bætist gjafafé heimsforeldra UNICEF hérlendis. Féð rennur meðal annars til þess að tryggja hreint vatn og hreinlætisaðstöðu, veita lyf og heilsugæslu, bólusetja börn og fleira. „Nú í janúar er átak í samstarfi við stjórnvöld um að koma hálfri milljón barna aftur í skóla eft- ir hamfarirnar,“ segir Sigríður. Teiknuðu fyrir Filippseyjar  250 þúsund krónur söfnuðust með sölu jólakorta Framlag Þær Jórunn Hekla, Katrín Ása, Sæunn Árný og Vigdís Sól afhentu Stefáni Inga, framkvæmdastjóra UNI- CEF (t.v.), söfnunarféð. Með þeim eru Chris Mercado (t.v.) og Geoffrey (t.h.) úr hópnum sem skipulagði söfnunina. List Jólakortið var samsett af fimm myndum frá krökkunum á Heiðarborg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.