Morgunblaðið - 14.02.2014, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2014
FLUGKORTIÐ
HAGKVÆMT GREIÐSLU- OG VIÐSKIPTAKORT
• Afsláttur af flugi innanlands
• Sérþjónusta og fríðindi
• Viðskiptayfirlit
FYRIR FYRIRTÆKI OG ATHAFNAFÓLK.
Sæktu um á flugfelag.is eða
sendu póst á flugkort@flugfelag.is
Bjarni Benediktsson fjármálaráð-
herra veitti í gær forráðamönnum
þriggja fyrirtækja sérstakar viður-
kenningar fyrir framúrskarandi ár-
angur á liðnu ári. Verðlaun þessi eru
veitt í þremur flokkum og hlaut
Fasteignasalan Eignamiðlun, sem er
elsta starfandi fasteignasala lands-
ins, viðurkenningu fyrir að vera efst
á lista lítilla fyrirtækja. Efst í hópi
millistórra fyrirtækja var fyrirtækið
Já og var Samherji efstur í hópi
stórra fyrirtækja og listans í heild.
Með valinu er verið að veita viður-
kenningu fyrir stöðugleika og ráð-
deild í rekstri þar sem fyrirtækin
þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði
matsins þrjú ár í röð.
Alls eru 462 fyrirtæki á lista fram-
úrskarandi fyrirtækja í ár, en það
eru um 1,4 prósent af þeim 33.000
fyrirtækjum sem skráð eru hér á
landi. Frá því að listinn birtist fyrst
hefur fjöldi framúrskarandi fyrir-
tækja meira en tvöfaldast en þá voru
fyrirtækin 178 talsins.
Framúrskarandi fyrirtæki
Ljósmynd/Eva Björk Ægisdóttir
Viðurkenning Fjármálaráðherra veitti í gær fulltrúum þriggja fyrirtækja
viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur á liðnu ári.
Samherji, Já og
Eignamiðlun
tróna á toppnum
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Sá fjöldi sem sótti um stöður deild-
arlækna á lyflækningasviði Land-
spítalans sem voru auglýstar í lok
janúar er vonandi til merkis um betri
tíð framundan á spítalanum. Þetta
segir Ómar Sigurvin Gunnarsson,
formaður Félags almennra lækna.
Alls sóttu 25 manns um tólf stöður
á lyflækningasviðinu en mannekla
hefur plagað sviðið síðustu misseri.
„Áður var þetta fjölsótt svið og
talið áhugavert og gott að vera þar.
Síðustu ár hafa ekki verið mjög
gleðileg. Það var skorið alltof mikið
niður þarna og það kom niður á
framhaldsnáminu. Þá sækir fólk
náttúrlega ekki í það. Vonandi horfir
þetta til betri vegar,“ segir Ómar
Sigurvin.
Skipulaginu breytt
Davíð O. Arnar, framkvæmda-
stjóri lyflækningasviðs, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið í gær að ýmsar
skipulagsbreytingar hefðu verið
gerðar á sviðinu sem hefðu hugnast
unglæknum og umskipti hefðu orðið
á afstöðu þeirra til að vinna á spít-
alanum.
Ómar Sigurvin nefnir að skipt hafi
verið um töluvert af fólki í stjórn-
unarstöðum, deildarlæknapró-
grammi hafi verið breytt og kennslu
hafi verið breytt. Unglæknar, sem
fari nú fyrr en áður utan í framhalds-
nám, horfi helst til gæða námsins
sem sé í boði.
„Vonandi með góðum möguleikum
á framhaldsnámi verður fólk lengur
hérna og jafnvel er hægt að bæta í
framhaldsnám á fleiri sviðum,“ segir
hann.
Námið sé samkeppnishæft
Lyflækningasviðið er
stærsta sviðið á Landspít-
alanum og þar er fjöl-
mennasti hópur unglækna
að sögn Ómars Sigurvins. Önnur
svið séu fámennari og voru þau
betur mönnuð.
„En það er mjög gleðilegt að
það séu komnar fleiri umsóknir
en stöðufjöldi og við höfum
reynt að gera okkar besta til
að hjálpa til við það, meðal annars
höfum við verið dugleg að aug-
lýsa þessar stöður til að
trekkja að enda er þetta
sameiginlegt áhugamál
okkar að stöðurnar
séu vel mannaðar
og framhalds-
námið sem boðið
er upp á hér
heima sé samkeppn-
ishæft,“ segir hann.
Gæði fram-
haldsnámsins
haldi í læknana
Skipulagsbreytingar á lyflækninga-
sviði eru sagðar hugnast unglæknum
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
„Það er ekki á dagskránni að byggja
á lóðinni að Geirsgötu 11. Það hefur
verið skoðun okkar bæði borgar-
megin og í stjórn Faxaflóahafna að
hafa þarna öflugt sjávarútvegsfyrir-
tæki og helst fiskvinnslu. Við höfum
alltaf gengið út frá því og okkur hef-
ur skilist á Guðmundi Kristjánssyni
að það væri nákvæmlega það sem
hann stefndi að,“ segir Hjálmar
Sveinsson, formaður stjórnar Faxa-
flóahafna og varaborgarfulltrúi
Samfylkingarinnar.
Í Morgunblaðinu í gær var sagt
frá hugmynd um að gera húsið að
Geirsgötu 11 upp og opna þar fisk-
vinnslu, sýningarsal, fiskmarkað og
veitingahús. Brim hf. á húsið og
sagði Guðmundur Kristjánsson, for-
stjóri fyrirtækisins, að búið væri að
slá þær hugmyndir út af borðinu
vegna fyrirhugaðrar íbúðabyggðar á
lóðinni við Miðbakkann. Guðmundur
sagði að húsið yrði örugglega rifið
og byggð íbúðablokk eða hótel í
staðinn, hann gæti ekki verið með
fiskvinnslu og íbúðablokkir allt í
kring, það tvennt færi ekki saman.
Rammaskipulag ekki bindandi
Ekki stendur til að byggja íbúða-
blokkir á lóðinni við Miðbakkann en
hugmyndir um slíkt hafa þó verið
settar fram, t.d í rammaskipulagi
fyrir Gömlu höfnina í Reykjavík sem
var kynnt síðasta haust.
„Það er bara einhverskonar
rammi og er ekki bindandi. Þegar
það verður búið að byggja í Vest-
urbugt eins og til stendur og við
Austurhöfnina held ég að þetta
svæði fari að verða fullbyggt,“ segir
Hjálmar og bætir við að sú fyrirhug-
aða íbúðabyggð og fiskvinnsla á
Miðbakkanum eigi að geta farið vel
saman. „Þess vegna eru sérstök
ákvæði fyrir skipulagið við Vestur-
bugt um að þeir sem þar búa gangi
að því sem vísu að þeir búi í næsta
nágrenni við atvinnustarfsemi. Lyk-
illinn að því að gamla Reykjavík-
urhöfn sé eins æðisleg og hún er er
að hún verði alvöru sjávarútvegs-
höfn eins og hún hefur verið en ekki
bara ferðamannahöfn.“
Áhugi á sjávarútvegsstarfsemi
Hjálmar segir að mikill áhugi sé á
því að sjá starfsemi tengda sjávar-
útvegi í húsinu að Geirsgötu 11 og
vilji sé til að koma til móts við hug-
myndir Guðmundar um að koma þar
upp fiskvinnslu og veitingastað. „Við
samþykktum teikningarnar frá
Brimi í þeirri trú að það væri full
meining á bak við þær. Við vonumst
til að það fari að gerast eitthvað sem
allra fyrst en uppbyggingarplön fyr-
ir Geirsgötu 11 hafa verið á borðinu
í nokkur ár,“ segir Hjálmar.
Morgunblaðið/Eggert
Miðbakkinn Húsið við Geirsgötu 11 er nú notað sem geymsla en vonast er
til að í því verði fiskvinnsla, veitingastaður o.fl.
Stendur ekki til að
byggja á lóðinni
Vilja sjá starfsemi tengda sjávarútvegi að Geirsgötu 11
Hugmynd í rammaskipulagi að
uppbyggingu á lóðinni að Geirsgötu 11
Loftmyndir ehf.
Landfylling
Geirsgata
Nýjar byggingar
„Það er mjög mikilvægt að hvað sem kemur á Miðbakkann geti lifað við
starfsemi hafnarinnar. Íbúðabyggð út á hafnarbakka er ekki að mínu viti
ákjósanleg staða,“ segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, og
tekur fram að ekki sé gert ráð fyrir íbúðabyggð á Miðbakkanum í aðal-
skipulagi borgarinnar.
„Við viljum sjá þarna áfram tengsl við sjávarútveginn og að starfsemin
á Miðbakkanum og þar í kring taki mið af hafnarstarfseminni. Þannig að
ef Guðmundur hefði áhuga á að framkvæma þær tillögur sem hann er
með þá eru menn tilbúnir til að taka upp viðræður við hann um hvernig
því yrði fyrirkomið. Fiskvinnsla og útgerð við Miðbakkann og í húsinu er
ákjósanlegt og hljómar sem söngur í okkar eyrum,“ segir Gísli.
Fiskvinnsla og útgerð
HAFNARSTJÓRINN
Stjórnendur heilsugæslunnar á
höfuðborgarsvæðinu funduðu
með læknum í sérnámi í heim-
ilislækningum í gær til að ræða
tillögu til úrbóta á kjörum og
starfsaðstæðum þeirra. Könnun
sem hagsmunaráð læknanna
gerði í haust leiddi í ljós
óánægju þeirra með kjör sín og
aðstæður.
Að sögn Sigurveigar Stefáns-
dóttur, sem stóð meðal annarra
að könnuninni, kröfðust lækn-
arnir viðbragða við óskum
læknanna innan mánaðar. Hún
segir læknana í sérnáminu nú
manna stöður sérfræðinga í
manneklu sem hefur verið innan
heilsugæslunnar, m.a. vegna
landflótta úr stéttinni og vegna
þess að heimilislæknar séu að
eldast. Hún bendir á að 40%
heimilislækna komist á aldur á
næstu tíu árum og að gífur-
legan fjölda þurfi til að fylla í
skarð þeirra.
„Það er neyðarástand og
verður það enn frekar ef fólk í
sérnámi hefur ekki hugsað sér
að skila sér í stöður í framtíð-
inni. Það á að vera forgangsmál
að halda fólki í þessum stöðum
og laða fólk að,“ segir Sigur-
veig.
40% heim-
ilislækna á ald-
ur á tíu árum
RÆDDU ÚRBÆTUR