Morgunblaðið - 14.02.2014, Page 12

Morgunblaðið - 14.02.2014, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2014 Reykjavíkurborg vinnur nú að því að stilla upp grunnhugmyndum að gagn- gerum endurbótum sem á að ráðast í á Hofsvallagötu með það fyrir augum að samráð við íbúa geti hafist strax í mars. Frá Ægisíðu að Hringbraut Samkvæmt upplýsingum frá borg- inni munu endurbæturnar ná allt frá Ægisíðu að Hringbraut. Hugmyndir geri á þessu stigi ráð fyrir að gatan verði glæsileg borgargata með einni akrein í hvora átt. Einnig verði hjól- areinar á götunni. Alls hafa 150 milljónir króna verið eyrnamerktar til framkvæmda við götuna á þessu ári. Samkvæmt upp- lýsingum borgarinnar er frumkostn- aðaráætlun lausleg og verður hún endurskoðuð þegar ákvarðanir liggja fyrir eftir samráð við íbúa. Þegar heildarmyndin skýrist verði einnig hægt að segjar nánar til um fram- kvæmdatímann. Tímabundnar breytingar voru gerðar á Hofsvallagötu á síðasta ári en þær voru afturkallaðar í desem- ber. Morgunblaðið/Golli Breytingar Hjólareinar eru nú afmarkaðar á Hofsvallagötu með tíma- bundnum hindrunum. Gert er ráð fyrir hjólareinum í endurbótunum. Móta hugmyndir  Framkvæmdir við Hofsvallagötu jafnvel bornar undir íbúa strax í mars BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Greiðslubyrði óverðtryggðra íbúða- lána er tugum þúsunda hærri á mán- uði en af verðtryggðum lánum. Getur sá munur numið samtals um hálfri milljón fyrsta árið eftir lántöku. Þetta leiðir lauslegur samanburður Morgunblaðsins á lánakjörum stóru viðskiptabankanna í ljós, en Íbúða- lánasjóður er hér undanskilinn þar sem hann býður ekki upp á óverð- tryggð íbúðalán. Tilefnið er nýjar upplýsingar frá Seðlabankanum um að verðtryggð íbúðalán hafi verið vinsælli en óverð- tryggð íbúðalán í fyrra. Við samanburðinn hér til hliðar var stuðst við reiknivélar á vefjum bank- anna. Annars vegar er miðað við 3% 12 mánaða verðbólgu, eða eins og hún er hér um bil núna, og hins vegar 5% verðbólgu. Fulltrúum bankanna var boðið að gera athugasemdir við fram- setninguna og benti Kristján Krist- jánsson, upplýsingafulltrúi Lands- bankans, af því tilefni á að lánstími lánanna væri misjafn, þ.e. af lægra láninu í hverju tilviki, og eignamynd- unin því mishröð. En hvert lán er í raun tvískipt. Bjóða ekki breytilega vexti Dögg Hjaltalín, starfandi upplýs- ingafulltrúi Íslandsbanka, varð til svara fyrir bankann. Benti hún á að Íslandsbanki bjóði ekki breytilega vexti af verðtryggðum lánum, heldur séu vextir fastir til 5 ára í senn. Því sé ekki hægt að bera saman vaxtakjör á verðtryggðum lánum hjá Íslands- banka annars vegar við breytilega verðtryggða vexti hjá Arion banka og Landsbankanum hins vegar. Afborg- anir geti enda breyst mjög hratt á breytilegum verðtryggðum vöxtum hjá Arion banka og Landsbankanum, í takt við breytingar á vaxtastiginu hverju sinni. Haraldur Guðni Eiðsson, upplýs- ingafulltrúi Arion banka, staðfesti út- reikningana. „Það er þó rétt að benda á að lánstími lánanna sem þarna eru borin saman er ekki alltaf sá sami sem, eins og gefur að skilja, skekkir verulega samanburð á heildar- endurgreiðslu,“ sagði hann. Tekið skal fram að við þennan sam- anburð er ekki tekið tillit til þess hversu hratt lántakar byggja upp eig- ið fé í fasteign, eftir lánagerðum. Þá er hér ekki tekin afstaða til þess hvor lánagerðin er hagstæðari. Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir aðspurður að minni greiðslu- byrði skýri vin- sældir verð- tryggðra lána umfram óverð- tryggð. „Í fyrsta lagi liggur það í vöxtunum og greiðslubyrðinni. Það kemur fram í gögnum frá Seðlabankanum sem fylgja tillögum hóps um afnám verð- tryggingar að raunvextir af verð- tryggðum lánum hafa að jafnaði verið 1,5% lægri á síðustu árum en af óverð- tryggðum lánum. Það gefur augaleið að sú vara sem á að fara að banna, jafngreiðslulánin, hefur þann kost að þau eru með til- tölulega lága greiðslubyrði í upphafi,“ segir Ari og vísar til hugmynda innan áðurnefnds hóps um að banna þessa gerð lána sem eru lengri en 25 ár. „Jafngreiðslulán eru með sömu raun- greiðslubyrðina allan tímann og eru þá að nafnvirði með lægri greiðslu- byrði í upphafi heldur en önnur lán.“ Bann takmarkar möguleika Oddgeir Á. Ottesen, aðalhagfræð- ingur hjá greiningarfyrirtækinu IFS, telur einnig að lægri greiðslubyrði verðtryggðra lán hafi áhrif. „Aðalatriðið held ég er að greiðslu- byrði verðtryggðra lána er minni. Fólk ræður við að greiða af hærri lán- um með því að taka verðtryggð lán. Bann við 40 ára verðtryggðum jafn- greiðslulánum myndi takmarka val- möguleika fólks. Fólk þarf það þá að kaupa minna húsnæði, eða að leigja áfram. Auðvitað getur vel verið að fólk kjósi hreinlega að taka verðtryggð lán til þess að hafa þá meira af fjármunum til ráðstöfunar í aðra hluti, fólk sem myndi ráða við óverðtryggð lán.“ Spurður um vinsældir verð- tryggðra íbúðalána í fyrra leiðir Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur hjá Samtökum fjármálafyrirtækja, líkur að því að breytt samsetning íbúða- kaupenda geti verið orsakavaldur. Þannig kunni fleira ungt fólk, sem keypti sína fyrstu eign í fyrra, að hafa metið verðtryggðu lánin hagstæðari kost, í ljósi þess að greiðslubyrðin er lægri en af óverðtryggðum íbúða- lánum. „Leigumarkaðurinn hefur líka orðið dýrari sem ýtir þá undir að fólk telji að úr því að það sé að borga mikið í leigu sé þá vænlegra að kaupa. Ég tek fram að þetta eru aðeins tilgátur,“ segir Yngvi Örn. Spurður hvort það stefni í að vaxta- kjör óverðtryggðra íbúðalána verði mörgum ofviða við fyrstu kaup, gangi spár um vaxtahækkanir eftir, segir Yngvi Örn það hugsanlegt. „Með hærri óverðtryggðum vöxtum er ýtt undir þessa þróun,“ segir hann. Verðtryggðu lánin mun ódýrari  Tugum þúsunda munar á mánaðarlegri greiðslubyrði verðtryggðra og óverðtryggðra íbúðalána  Eignamyndunin er þó mishröð  Sérfræðingar telja óhyggilegt að banna verðtryggð íbúðalán Verðtryggð og óverðtryggð íbúðalán - samanburður á mánaðarlegum afborgunum *Samkvæmt reiknivélum á heimasíðum bankanna 13.2.14. Samantektin er lausleg, til dæmis getur lánstími verið misjafn. Fasteignamat er áætlað 24 milljónir hjá Arion banka og Íslandsbanka en það er ekki í boði hjá Landsbankanum að áætla það. **Hér er miðað við afborgun númer 2 af 480. Ástæðan er sú að reiknivélin á vef Íslandsbanka reiknar vexti frá þeim degi sem lánið er reiknað og yrði 1. afborgun því ekki full mánaðarafborgun. Á vefjum Landsbankans og Arion banka reikna reiknivélarnar með fullri mánaðarafborgun. Er þessi framsetning viðhöfð í samráði við Íslandsbanka. ***Reiknivélin á vef Landsbankans gerir sjálfkrafa ráð fyrir að lægra lánið sé með jöfnum afborgunum. Hærra lánið er hins vegar með jöfnum greiðslum. Heimildir: Landsbankinn.is, Íslandsbanki.is, Arionbanki.is. Dæmin miðast við 20 milljóna lán vegna kaupa á 25 milljóna króna fasteign* Verðtryggt - miðað við 3% verðbólgu á lánstímanum og breytilega vexti af láninu** Vextir eru 3,5% af láni 1, 16,8 milljónum sem er til 40 ára, og 4,6% af láni 2, 3,2 milljónum sem er til 25 ára - jafnar greiðslur. Fyrsta afborgun: 83.540 kr. Samtals greitt: 67.921.786 kr. Verðtryggt - miðað við 5% verðbólgu á lánstímanum og breytilega vexti af láninu Vextir eru 3,5% af láni 1, 16,8 milljónum sem er til 40 ára, og 4,6% af láni 2, 3,2 milljónum sem er til 25 ára - jafnar greiðslur Fyrsta afborgun: 83.702 kr. Samtals greitt: 107.539.688 kr. Verðtryggt - miðað við 3% verðbólgu á lánstímanum og fasta vexti af láninu til 5 ára - jafngreiðslulán Vextir eru 3,85% af láni 1, 16,8 m. sem er til 40 ára, og 4,75% af láni 2, 3,2 m., sem er til 25 ára Fyrsta afborgun: 87.787 kr.** Samtals greitt: 71.388.253 kr. Verðtryggt - miðað við 5% verðbólgu á lánstímanum og fasta vexti af láninu til 5 ára - jafngreiðslulán Vextir eru 3,85% af láni 1, 16,8 m. sem er til 40 ára, og 4,75% af láni 2, 3,2 m., sem er til 25 ára Fyrsta afborgun: 88.068 kr.** Samtals greitt: 113.078.959 kr. Óverðtryggt - miðað við breytilega vexti Vextir eru 6,75% af láni 1, 16,8 milljónum sem er til 40 ára, og 7,25% af láni 2, 3,2 milljónum, sem er til 25 ára - jafngreiðslulán Fyrsta afborgun: 124.954 kr. Samtals greitt: 55.727.508 kr. Óverðtryggt - miðað við breytilega vexti Vextir eru 7,05% af láni 1, 16,8 milljónum, og 8,15% af láni 2, 3,2 milljónum. Bæði lánin eru til 40 ára - jafnar greiðslur Fyrsta afborgun:127.862 kr. Samtals greitt: 61.373.808 kr. Verðtryggt - miðað við 3% verðbólgu á lánstímanum og breytilega vexti af láninu Vextir eru 3,5% af láni 1, 17,5 milljónum sem er til 40 ára, jafnar greiðslur og 4,5% af láni 2, 2,5 milljónum, sem er til 15 ára - jafnar afborganir Fyrsta afborgun: 91.522 kr. Samtals greitt: 66.552.649 kr. Verðtryggt - miðað við 5% verðbólgu á lánstímanum og breytilega vexti af láninu Vextir eru 3,5% af láni 1, 17,5 milljónum sem er til 40 ára, jafnar greiðslur og 4,5% af láni 2, 2,5 milljónum, sem er til 15 ára - jafnar afborganir Fyrsta afborgun: 91.668 kr. Samtals greitt: 105.789.859 kr. Óverðtryggt - miðað við breytilega vexti Vextir eru 6,75% af láni 1, 17,5 milljónum sem er til 40 ára, jafnar greiðslur og 7,75% af láni 2, 2,5 milljónum, sem er til 15 ára - jafnar afborganir Fyrsta afborgun: 135.862 kr. Samtals greitt: 54.722.382 kr. *** Ari Skúlason Oddgeir Á. Ottesen Yngvi Örn Kristinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.