Morgunblaðið - 14.02.2014, Síða 24
24 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2014
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík
Sími 567 4840
www.bilo.is | bilo@bilo.is
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík
Sími 580 8900 | bilalind.is
Vantar alltaf
fleiri bíla á skrá!
Fylgstu með okkur á facebook
Fylgstu með okkur á facebook TOYOTA Land Cruiser
200VX disel.
Árgerð 2008,
ekinn 74 Þ.KM,
sjálfskiptur, sumar og
vetrardekk.
Verð 9.800.000.
Ath skipti ódýrari.
JEPPI Á AÐEINS 390.000 kr.
HYUNDAI SANTA FE 4X4
07/2001, ekinn 227 Þ.km,
bensín, 5 gíra. Verð 650.000 kr.
TILBOÐ 390.000 100%kortalán.
Raðnr.251530 áwww.BILO.is
TOYOTA LAND CRUISER
120 LX 35
10/2008, ekinn 103 Þ.km, dísel,
sjálfskiptur. Verð 5.950.000.
TILBOÐ 5.200.000. Raðnr.311027
á www.BILO.is
Valdir bílar á
100% láni
Tapashúsið | Ægisgarður 2, 101 Reykjavík | info@tapashusið.is
TAPASHÚSID BORDPANTANIR
Í SÍMA 512-8181
2 FYRIR 1
Á MÁNUDÖGUM OG RIÐJUDÖGUM
AF TÍVOLÍ MATSEÐLI
GLÆSILEGUR
NÝR MATSEÐILL
LIFANDI TÓNLIST UM H
ELGAR
Þjóðernissinnaðir hindúar komu saman í indverskum borgum í gær til að
mótmæla Valentínusardeginum sem er helgaður elskendum. Þeir kveiktu í
Valentínusarkortum og öðrum varningi, sem tengist deginum, og kröfðust
þess að Valentínusardagurinn yrði bannaður á Indlandi þar sem hann
spillti hefðbundnum gildum hindúa.
Valentínusardagurinn er í dag, 14. febrúar, á messudegi heilags Valent-
ínusar. Hann á uppruna sinn í Evrópu á fjórtándu öld.
AFP
Degi elskenda mótmælt
Fréttamenn án landamæra gagnrýna stjórn Baracks
Obama Bandaríkjaforseta í nýrri skýrslu þar sem lönd-
um heims er raðað eftir því hvar frelsi fjölmiðla telst
mest. Bandaríkin eru nú í 46. sæti á listanum, þrettán
sætum neðar en á liðnu ári og er það einkum rakið til
njósnastarfsemi Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna
(NSA) og aðgerða bandarískra yfirvalda gegn Edward
Snowden og Bradley Manning vegna uppljóstrana
þeirra. Fjölmiðlafrelsið er nú minna í Bandaríkjunum en
í löndum á borð við Papúa Nýju-Gíneu og Rúmeníu.
Bandaríkin hafa þó áður verið neðar á listanum því þau
voru í 47. sæti árið 2011 og 53. sæti 2006. Bandaríkin
komust hæst á listanum árið 2002 þegar þau voru í 17.
sæti. Ísland er nú í áttunda sæti á listanum. bogi@mbl.is
Ísland er í 8. sæti á nýjum lista Fréttamanna án landamæra yfir lönd þar sem frelsi fjölmiðla er mest.
Heimild: Fréttamenn án landamæra (RSF)
Frelsi fjölmiðla í heiminum
Mjög alvarlegt
Erfitt
Vandamál
Viðunandi
Gott
Ástandið
Finnland
Noregur
2
1
3
Holland
Frakkland 39
Kína 175
Rússland 148
Bandaríkin
46
Erítrea
180
Norður-
Kórea
179
Túrkmenistan
178
Pakistan
158
Bandaríkin gagnrýnd í skýrslu um frelsi
Dönsku verkalýðssamtökin 3F
hafa gagnrýnt styrki Evrópusam-
bandsins til fyrirtækja sem hafa
notað féð til að hefja starfsemi í
Póllandi, en sagt upp starfsfólki í
Danmörku.
Fram kemur á fréttavef danska
ríkisútvarpsins að fyrirtækin LM
Wind Power, Royal Greenland og
Flügger hafi fengið háa styrki frá
Evrópusambandinu til að hefja eða
auka framleiðslu í Póllandi. Verka-
lýðssamtökin gagnrýna styrkina
og segja að þeir hafi orðið til þess
að fyrirtækin hafi sagt upp starfs-
fólki í Dan-
mörku. Sam-
tökin telja að
styrkirnir
séu notaðir
til að flytja
dönsk störf
til Póllands
og þeir sam-
ræmist ekki reglum Evrópusam-
bandsins.
Að sögn fréttavefjar danska
ríkisútvarpsins fékk Royal Green-
land 53 milljónir danskra króna,
jafnvirði 1,1 milljarðs króna, í
styrk frá Evrópusambandinu til að
kaupa og endurnýja fiskvinnslu-
stöð í Póllandi. Styrkurinn hafi
orðið til þess að fyrirtækið hafi
lagt niður fiskvinnslustöð í Glyng-
øre í Danmörku.
Að sögn fréttavefjarins var
markmiðið með styrkjunum að
skapa ný störf á fátækum svæðum
í ESB-löndum án þess að fækka
um leið störfum sem fyrir eru á
öðrum svæðum.
Talsmenn fyrirtækjanna þriggja
neita því að þau hafi brotið reglur
Evrópusambandsins um styrkina.
Styrkir til að flytja út störf?