Morgunblaðið - 14.02.2014, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2014
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Einn ís-lenskustjórn-
málaflokkanna,
Samfylkingin, hef-
ur ætíð haft horn í
síðu íslensks landbúnaðar.
Kannski er það erfðagóss frá
gamla góða Alþýðuflokknum,
sem reyndi, sem fremur smár
flokkur, að skapa sér stöðu
með þess háttar afstöðu.
Alþýðubandalagið, sem
lagði sitt inn í Samfylkinguna
á stofnári og misserin þar á
undan, að frátöldum þeim sem
fóru með Steingrími Sigfús-
syni, var ekki á sinni tíð ginn-
keypt fyrir andstöðuróli krata
við íslenskan landbúnað. Stór-
veldi samsteypunnar sem
gjarnan er kennd við Baug og
síðar varð stærsti skuldari og
vanskilafyrirbæri íslenskrar
sögu gerði reglubundnar árás-
ir á landbúnaðarstarfsemina.
Það var vísast gert til að und-
irstrika að auðhringurinn
væri hinn sanni vinur neyt-
andans sem hann nærðist á.
Það er auðvitað sjálfsagt að
landbúnaðarstarfseminni sé
sýnt aðhald og til hennar séu
gerðar miklar og ríkar kröfur.
Vöruúrval greinarinnar eykst
sífellt og um gæðin verður
ekki deilt.
Þeir sem áhugasamastir eru
um að koma Íslandi í Evrópu-
sambandið hafa í málefna-
legum skorti sínum stundum
látið í veðri vaka að sú aðild
væri forsenda þess að íslensk-
ur landbúnaður yrði fram-
vegis berskjaldaður fyrir er-
lendri samkeppni. Þessir
sömu virðast ekki sjá neina
annmarka á því að slíka staða
kæmi upp. En auðvitað gætu
Íslendingar sjálfir ákveðið, ef
þeir kysu, að þannig skyldi
þetta verða, algjörlega óháð
öllu tali um Evrópusambands-
aðild. Þeir hafa enn lagasetn-
ingarvaldið í eigin landi, sem
yrði raunar orðið mjög tak-
markað ef það
væri gengið í
greipar miðstjórn-
arvaldsins í Bruss-
el.
En það hefur
aldrei staðið meirihlutavilji til
þess að íslenskum landbúnaði
væri gert að búa við skilyrði
sem ógnuðu tilveru hans og
öryggi. Á hinn bóginn er sjálf-
sagt að einstök atriði sem upp
koma á hverjum tíma séu
skoðuð á málefnalegan hátt og
horft í senn til hagsmuna
neytenda og framleiðenda.
Sérstaða íslensks landbún-
aðar er mikil og viðurkennd af
öllum sem sæmilega þekkja
til. Það gera auðvitað ekki all-
ir. Þannig birti íslenska Ríkis-
útvarpið, sem býr við sitt
verndaða umhverfi í íslensk-
um fjölmiðlaheimi og síst lak-
ara en landbúnaður í sínum,
furðulega frétt undir heitinu:
„Íslenskt kjöt gæti sýkt Evr-
ópubúa“. Enginn fyrirvari var
gerður við þessa yfirskrift. En
henni fylgdi undurfurðulegt
viðtal við „þýskan sérfræðing
í matvælaöryggi“. Sérfræð-
ingurinn, doktor Hensel, blés
á umhyggju Íslendinga fyrir
sinni matvælaframleiðslu og
bætti því við að sérstaða henn-
ar væri engin: „Þessi rök
koma alltaf upp hjá nýjum að-
ildarþjóðum (!) sem segja að
þeirra kjöt sé öruggt, að engir
sjúkdómar séu í þeirra kjöti,
en að þeir muni berast frá öðr-
um til landsins.“ Engin dæmi
voru nefnd til stuðnings þess-
um skrítnu alhæfingum dokt-
orsins. Enginn var til and-
svara af hálfu íslenskra
hagsmuna og fréttamaðurinn
spurði ekki einnar einustu
gagnrýninnar spurningar.
Ekki er líklegt að umgengni
þessa „sérfræðings í matvæla-
öryggi“ um staðreyndir hafi
gert það líklegra að Íslend-
ingar vilji farga einu af fjör-
eggjum sínum í hendur slíkra.
Dr. Hensel:
Íslenskt kjöt gæti
sýkt Evrópubúa}
Enn er reynt
Félag sjúkra-þjálfara og
heilbrigðis-
ráðherra náðu
síðdegis í gær
samningi í deilu
sem staðið hefur um hríð og
valdið sjúkraþjálfurum og
þeim tugþúsundum sem njóta
þjónustu þeirra óþægindum
og óvissu. Lausn deilunnar
var þess vegna mikilvæg og
jákvætt innlegg í þær kjara-
deilur sem enn standa yfir.
Heilbrigðisráðherra lýsir
ánægju með samningana í
samtali við Morgunblaðið og
hið sama gerir
formaður Félags
sjúkraþjálfara,
enda er í samn-
ingunum að finna
skynsamleg
ákvæði og þeir eru hóflegir
og í þeim anda sem brýnt er
að sátt náist um víðar.
Eðlilegt er að tekist sé á
um kaup og kjör og verð á
ýmiskonar þjónustu, en
nauðsynlegt er að þau átök
fari ekki úr böndum heldur
leysist áður en í óefni er
komið, líkt og tókst í þessu
tilviki.
Sjúkraþjálfarar og
heilbrigðisráðherra
fundu farsæla lausn}
Deilan leyst
Þ
egar þú vaknar að morgni nýs dags
eru þriðjungslíkur á að viðkomandi
dagur sé alþjóðlegur dagur ein-
hvers. Samkvæmt dagatali Sam-
einuðu þjóðanna eru alþjóðlegir
viðhafnardagar 122 talsins, þeirra á meðal dag-
ur útvarpsins (13. febrúar), dagur móður jarðar
(22. apríl), dagur salernisins (19. nóvember) og
dagur gegn spillingu (9. desember). Þá eru átta
vikur tileinkaðar hinum ýmsu málefnum, s.s.
alþjóðlega brjóstagjafavikan (1.-7. ágúst), árin
sömuleiðis (2014 er m.a. ár samstöðu með pal-
estínsku þjóðinni og ár kristallafræðinnar) og
jafnvel heilu áratugirnir (2015-2024 er áratug-
ur fólks af afrískum uppruna).
Við þessa „daga“ bætast þeir dagar sem hafa
verið ákvarðaðir af hverju þjóðríki fyrir sig, t.d.
sprengidagurinn íslenski og þakkargjörð-
ardagurinn bandaríski, hátíðisdagar á borð við jóladag og
páskadag og aðrir dagar og/eða tímabil sem hin ýmsu
samtök standa fyrir, s.s. bleiki dagurinn og mottumars.
Flestir fara þessir dagar framhjá okkur; við höldum jól
og fögnum afmælum en fæstir gera eitthvað sérstakt á al-
þjóðlegum degi ferðamála (27. september). Það er ágæt-
ishugmynd að tileinka ákveðnu málefni tiltekinn dag, til að
vekja athygli og umtal, en það er spurning hvort aðrir
dagar mega ekki missa sín. Þurfum við t.d. mæðradag og
feðradag til að minna okkur á að vera þakklát fyrir þá sem
gáfu okkur líf?
Nei, sumir dagar virðast ganga út á að læða inn sam-
viskubiti hjá fólki ef það hleypur ekki út í
blómabúð eða skilur við sig fjármuni með öðr-
um hætti til að heiðra foreldri/konu/bónda á
viðkomandi degi. Verstur af þessum dögum er
dagurinn í dag; Valentínusardagur. Tilgerð-
arleg uppfinning markaðsmanna, a.m.k. í
þeirri mynd sem við þekkjum hann. Hvað er
rómantískt við fyrirskipaða rómantík? Það
færi betur á því að sýna ást í verki á hverjum
degi, hvers konar ást, og geyma rómantíkina
fyrir þá stund þegar hennar er síst von; þá er
hún áhrifaríkust.
Ef við hins vegar tökum þann pól í hæðina
að ástin sé eins og hvert annað málefni sem
vert er að minna á og leggja rækt við, má færa
rök fyrir því að tileinka aðra daga öðrum til-
finningum. Við gætum t.d. úthlutað gremjunni
einhvern myrkan vetrardag og tamið okkur að
fá heilbrigða útrás fyrir uppsafnaðan pirring á þeim degi.
Það væri alvöru gagn að því; að létta á hjarta sínu á upp-
byggilegan hátt. 23. nóvember: dagur gremju og sátta. Þá
væri ekki vitlaust að fá önnur ríki til að vera með og sann-
færa Sameinuðu þjóðirnar um að útnefna sama dag al-
þjóðlegan dag geðheilbrigðisstarfsfólks. Eitursnjöll aug-
lýsingagúrú munu vafalaust finna leiðir til að græða á
illindum alveg eins og ástinni. „Ég er ógeðslega pirruð á
því að þú hlustar aldrei á mig. Við vinnum saman á hverj-
um degi; drullastu til að bæta þig,“ krotað í kort með
mynd af fýldum kettlingi. Sérðu það ekki fyrir þér?
holmfridur@mbl.is
Hólmfríður
Gísladóttir
Pistill
Dagur gremju og sátta
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Mér finnst það einna at-hyglisverðast við upp-boðið að það sýnir hvaðmarkaðurinn er sterk-
ur. Þegar leiðrétta þarf verðið vegna
mikillar umframframleiðslu lendir
það samt fyrir ofan framleiðslukostn-
að,“ segir Björn Halldórsson, for-
maður Sambands íslenskra loðdýra-
bænda. Spennuþrungið skinna-
uppboð er í danska uppboðshúsinu
þessa vikuna og þótt gífurleg verð-
lækkun hafi orðið frá síðasta sölu-
tímabili virðist hún minni en bændur
óttuðust.
Eftir ævintýralega hækkun á
minkaskinnum á heimsmarkaði á síð-
ustu árum, þar sem metverð hefur
orðið niðurstaðan á hverju ári, var
komið að skuldadögunum við uppboð
þessa sölutímabils. Í góðærinu jókst
framleiðslan stórlega og langt um-
fram eftirspurn. Verðleiðrétting var
óumflýjanleg en hún kom raunar
vonum seinna.
Íslenskir minkabændur senda
skinn sín til sölumeðferðar hjá Ko-
penhagen Fur í Glostrup í Dan-
mörku, mikilvægasta uppboðshúsi
heims. Sölutímabilið hefst á uppboði í
desember og síðan eru nokkur upp-
boð fram á haust.
Spennuþrungið andrúmsloft
Mikil spenna var á milli kaup-
enda og seljenda fyrir desember-
uppboðið. Seljendur vita um of-
framboðið og veðurfar í helstu
markaðslöndum hefur heldur ekki
orðið til að auka eftirspurn eftir
skinnavöru. Því buðu þeir lágt. Selj-
endur voru ekki tilbúnir í óvissuferð
og drógu skinnin til baka þegar verð-
lækkunin var orðin meira en 25%,
vildu frekar bíða. Niðurstaða upp-
boðsins varð því sú að verðinu var
stýrt í 26% lækkun að meðaltali og
aðeins 20% framboðinna skinna seld-
ust.
Mikil tortryggni var í loftinu fyr-
ir upphaf annars uppboðsins, sem
hófst á sunnudag, en það er með
þeim stærstu og mikið af góðum
skinnum til sölu. Fulltrúar framleið-
enda og uppboðshússins sáu að ekki
gengi að hafa gerviverð á skinnunum
og ákváðu að láta markaðinn ráða.
Reyndu þeir að koma þeim skila-
boðum til helstu kaupenda fyrir upp-
boðið en þeir trúðu ekki. „Mér skilst
að þetta hafi verið eins og í jarðarför
einhvers sem dó ótímabærum
dauða,“ segir Björn um stemninguna.
Verðið féll harkalega í upphafi
en fljótlega fannst nýtt jafnvægi og
samkeppni var um bestu skinnin,
eins og venjulega. Á miðvikudag
höfðu öll skinn selst og verðið al-
mennt 25% lægra en fékkst á desem-
beruppboði. Menn báru samt kvíð-
boga fyrir stærstu skinnaflokkunum,
brúnu skinnunum, sem voru á dag-
skrá í gær og í dag. Brúnu högna-
skinnin seldust vel í gær og fóru á að
meðaltali 33% lægra verði en á des-
emberuppboði. Brúnu læðurnar
verða seldar í dag.
Hefði þurft að lækka meira
Verðbilið á milli gæðaskinnanna,
þeirra dönsku, og skinna frá lakari
framleiðendum virðist vera að lengj-
ast. Íslendingar koma rétt á eftir
Dönum þannig að þeir mega vel við
una.
Björn reiknar með að lakari
framleiðendur minnki talsvert
við sig, þeir geti varla framleitt
á þessu verði. Nefnir hann sér-
staklega Kína í því sambandi.
Segir hann þó að verðið fyrir
lakari skinnin hefði þurft að
lækka heldur meira til að framleið-
endur í lélegri framleiðslulöndum
Evrópu færu að lóga dýrum og
hætta starfsemi.
Minkabændur létu
slag standa á uppboði
Ljósmynd/Kopenhagen Fur
Uppboð Fulltrúar eru í stöðugu sambandi við endanlega kaupendur í Kína
eða öðrum markaðslöndum, ekki síst þegar óvissa er um verðþróun.
Stjórn Sambands íslenskra loð-
dýrabænda, framkvæmdastjóri
og gestir voru á uppboðinu í
gær og fyrradag.
Ef verðþróunin á tveimur
uppboðum þessa tímabils er
borin saman við síðasta ár sést
að helmings verðlækkun hefur
orðið. Björn Halldórsson vekur
athygli á því að enn eigi eftir að
selja töluvert af skinnum fram á
laugardag, meðal annars lakari
verðflokka, en telur að búast
megi við að íslensku skinnin fari
að meðaltali á um 350 kr.
danskar eða sem svarar 7.000-
7.500 kr. íslenskar. „Ef það
gengur eftir erum við í
ágætisrekstri því áætlað
er að 6.500 krónur kosti
að framleiða skinnið.
Við erum vel yfir því,“
segir Björn.
Enn vel yfir
kostnaði
HELMINGS VERÐLÆKKUN
Björn Halldórsson