Morgunblaðið - 14.02.2014, Side 28

Morgunblaðið - 14.02.2014, Side 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2014 Hydrovane loftpressur eru lágværar, fyrirferðarlitlar, öflugar og henta alls staðar þar sem þörf er á þrýstilofti. Mikið úrval af hágæðaloftpressum, lögnum og síum. Bjóðum lausnir í þrýstilofti fyrir allar aðstæður. IÐNVÉLAR ehf. | Smiðjuvegi 44-46 | 200 Kópavogur | Sími 414 2700 | idnvelar@idnvelar.is | idnvelar.is Allt annað líf - með hljóðlátri loftpressu Kynntu þér úrvalið á idnvelar.is Mikið er rætt og rit- að um aukningu ferða- manna á Íslandi. Þeir, sem hafa vonir um fjár- hagslegan ávinning, eru kátir og spá fjölgun ferðamanna og vonast eftir miklum hagnaði. Þeir gefa lítið fyrir þau skemmdarverk, sem mikill fjöldi ferða- manna vinnur á nátt- úru landsins á fjallabílum, rútum og hestum. Allt gefur þetta einhverja peninga meðan fárið stendur yfir, en að því loknu fer svo, að eftir sitja ís- lenskir náttúruunnendur með stór- skaðað land en þeir, sem vildu græða, sitja við uppþornaðar pen- ingalindir. Færeyingar flytja útlendinga til Seyðisfjarðar með rútur og fjalla- trukka útbúna til að aka utan vega í trássi við lög og reglur, hlaðnir af fólki, með sín matvæli, áfengi, bens- ín og olíur til þess að þurfa sem minnstu að eyða hér. Sumir koma jafnvel með eiturlyf. Yfirvöld loka augum fyrir þessu og þeir sem græða eru kátir. Þeir, sem hafa fengið að njóta landsins og náttúru þess til skamms tíma, en komast nú ekki lengur að til þess vegna hömlulauss innflutnings á ferðamönnum, eru ekki glaðir. Þeir þakka þó fyrir það, sem þeir hafa fengið að njóta, en þeir vor- kenna afkomendum sínum, Íslend- ingum framtíðarinnar, sem fá ekki að njóta landsins lengur. Reyndar er nú svo komið, að yngsta kynslóð Ís- lendinga kýs að fljúga til útlanda í sínum fríum en hefur ekki áhuga fyrir Íslandi, hvorki byggðum né óbyggð- um. Nú eru reist hótel, hvar sem hægt er að troða þeim niður, til að þjóna útlendum ferða- mönnum og græða peninga. Látum það vera. Hótelrekstur fer í flestum tilfellum að lögum, greiðir skatta, skilar gjaldeyri og stundar ekki svarta at- vinnustarfsemi. Eða hvað? Hitt er óþolandi, að atvinnurekst- ur til að þjóna ferðamönum í skipu- lögðum íbúðarhverfum er orðinn að ófreskju, sem skipulagsyfirvöld og lögregla ráða ekki við. Leigð eru út herbergi (jafnvel í kjöllurum), bíl- skúrar og ris íbúðarhúsa til að græða peninga og stela öllu undan skatti. Mikið af þessu húsnæði er ekki íbúðarhæft. Nú er staðan sú, að veitt hafa verið leyfi til svona at- vinnurekstrar í íbúðarhverfum um alla borg í trássi við lög og siðferði. Þá er réttur íbúa slíkra hverfa einsk- is virtur, og engin ástæða er talin til að bera slíkar leyfisveitingar undir þá. Fordæmið hefur verið skapað og nú geta yfirvöld ekki lengur hafnað nýjum umsóknum. Ólögleg starf- semi blómgast um allt, mergsmogin af skattsvikum, brotum á reglum um erlendan gjaldeyri og svartri at- vinnustarfsemi. Ríkisskattstjóri reynir af veikum mætti að fletta ofan af lögbrotum þessum með ein- hverjum árangri. Flestir sleppa, enda þyrfti her manns til að berjast í þessu stríði við borgara þessa lands, sem eru búnir að missa sjónar á sið- ferði í þessum málum. Ferðamanna- vandamál Eftir Axel Kristjánsson » Allt gefur þetta ein- hverja peninga með- an fárið stendur yfir, en að því loknu fer svo, að eftir sitja íslenskir nátt- úruunnendur með stór- skaðað land. Axel Kristjánsson Höfundur er lögmaður. Komin er fram á Alþingi þingsályktun- artillaga þess efnis að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund. Til vara er gerð sú tillaga að klukkunni verði að- eins seinkað að vetri til. Yrði klukkunni þá breytt vor og haust eins og gert var hér fyrr á árum. Stilling klukkunnar verður alltaf málamiðlun. Þegar núgildandi lög voru sett árið 1968 var megin- ástæðan óánægja fólks með klukkuhringlið. Markmiðið með lagasetningunni var fyrst og fremst það að koma á föstum tíma allt árið. Skoðanakönnun sýndi að fleiri vildu hafa flýtta klukku („sumartíma“) en óbreytta („vetr- artíma“). Eftir breytinguna má segja að friður hafi ríkt um tíma- reikninginn í aldarfjórðung. Það er ekki fyrr en á síðustu árum að komið hafa fram raddir sem kalla á breytingu. Lengi vel gengu til- lögurnar í þá átt að flýta klukk- unni enn frekar en nú er gert, nánar tiltekið yfir sumarið. Nýj- asta tillagan gengur hins vegar í gagnstæða átt. Það að tillögurnar skuli ganga í ólíkar áttir sýnir glöggt að engin lagasetning getur sætt öll sjónarmið. Höfuðmarkmiðið með stillingu klukkunnar hlýtur að vera það að samræma sem best birtutíma og vökutíma. Fullkomið samræmi næst aldrei, allra síst í norðlægum löndum eins og Íslandi þar sem bjart er allan sólarhringinn um há- sumarið en dimmt mestan hluta sólarhrings í skammdeginu. Þegar samþykkt var að skipta jörðinni í tímabelti árið 1883 var við það miðað að hádegi í hverju belti skyldi vera sem næst klukkan 12. Í reynd hafa mörg lönd vikið frá þessum beltatíma, yfirleitt í þá átt að flýta klukkunni til þess að fá betra samræmi milli birtutímans og þeirra vökustunda sem menn hafa tamið sér. Að tala um rétta eða ranga klukku er villandi; still- ing klukkunnar verður að fara eft- ir því hvað menn telja hentugast á hverjum stað og tíma. Það fyrirkomulag sem nú gildir á Ís- landi er ekkert eins- dæmi. Drjúgur hluti heims býr við klukku sem hefur verið flýtt miðað við tímabeltin frá 1883. Sum héruð í Kanada, svo og Arg- entína hafa lengi haft þennan háttinn á, og vestari hluta Kína vík- ur allt að þremur stundum frá beltatíma. Nýlega ákváðu yfirvöld í Rússlandi að breyta til, og gildir flýtt klukka nú allt árið í þessu víðlendasta ríki jarðar sem spann- ar átta tímabelti. Að auki er klukkunni flýtt yfir sumarið í mörgum löndum. Reglur um sumartíma voru settar í Evr- ópu í báðum heimsstyrjöldum og innleiddar á ný í olíukreppunni á áttunda tug síðustu aldar, fyrst og fremst í sparnaðarskyni. Með því að flýta klukkunni fæst betra sam- ræmi milli birtutíma og vökutíma, sem dregur úr þörfinni fyrir raf- lýsingu. Sú röksemd vegur ekki sérlega þungt í norðlægu landi eins og Íslandi, og er það skýr- ingin á því að lítil áhersla hefur verið lögð á orkusparnað í umræðu um stillingu klukkunnar hérlendis. Sparnaðurinn er þó marktækur. Ef klukkunni yrði seinkað myndi fjölga talsvert þeim stundum þeg- ar dimmt er á vökutíma. Í Reykja- vík myndi þessum stundum fjölga um 130-230 á ári, eftir því hvernig myrkurtími og vökutími eru skil- greindir. Seinkun klukkunnar hefði þau áhrif að bjartara yrði á morgnana þegar börn fara í skóla og menn til vinnu. Á hinn bóginn eru bjartari morgnar keyptir því verði að fyrr dimmir síðdegis þegar umferð er meiri og börn á leið úr skóla. Skýrslur sýna að slysahætta er mun meiri á þessum tíma. Á sumr- in myndi seinkun klukkunnar leiða til þess að skemmri tími gæfist til útivistar síðdegis. Þá myndi seink- un klukkunnar auka tímamuninn milli Íslands og annarra Evrópu- landa en minnka muninn til vest- urs. Þar sem samskipti eru meiri við Evrópu en Ameríku hlyti þetta að teljast til óhagræðis. Ekki er úr vegi að geta þess að núgildandi klukka á Íslandi samsvarar mið- tíma Greenwich sem hafður er til viðmiðunar í margs konar alþjóð- legum viðskiptum og rannsóknum. Sem dæmi má nefna flugstjórn og veðurathuganir. Það er til mikils hagræðis fyrir þá aðila sem þarna eiga hlut að máli að þessi tími skuli vera staðartími hérlendis ár- ið um kring. Lítum loks á þá varatillögu að klukkunni skuli seinkað yfir vetr- armánuðina eingöngu. Þetta myndi leiða til verulegrar fjölgunar dimmra stunda á vökutíma (um 110-200 í Reykjavík) og yrði því að teljast neikvætt frá því sjónarmiði að samræma skuli birtu og vöku. Færsla klukkunnar tvisvar á ári hefur aðrar neikvæðar hliðar. Í fyrsta lagi þarf að endurstilla allar klukkur, þar með taldar stimp- ilklukkur, öryggiskerfi og klukkur í tölvukerfum. Þótt nýjasta tækni bjóði í mörgum tilvikum upp á sjálfvirka stillingu fer því fjarri að þetta sé auðvelt verk. Önnur áhrif breytingarinnar myndu snerta almenning öllu meira. Meðan reglur giltu um sér- stakan sumartíma hér á landi var mikið kvartað yfir því að hringlið með klukkuna truflaði svefnvenjur manna og þá sérstaklega ung- barna. Þetta var árviss uppspretta lesendabréfa í dagblöðum. Þá voru alltaf margir sem gleymdu að stilla klukkur sínar og lentu í meiri eða minni vandræðum af þeim sökum. Í sveitum breyttist mjaltatími, og var það til óþæg- inda fyrir bændur. Fyrir flugrek- endur olli þetta líka erfiðleikum þar sem þeir voru bundnir við fasta lendingartíma erlendis. Seinkun klukkunnar þýddi að brottför héðan þurfti að flýta um klukkustund. Hið sama yrði upp á teningnum nú. Af þessu má ráða að sérstakur sumartími sé versti kosturinn af þeim sem til umræðu eru. Að seinka klukkunni allt árið kemur fremur til álita, en ókostir þeirrar breytingar eru þó veruleg- ir. Því hefur verið haldið fram, að seinkun klukkunnar myndi hafa já- kvæð heilsufarsleg áhrif. Líkams- klukkan fari eftir gangi sólar og það valdi togstreitu þegar stað- arklukkan gangi ekki í takt við birtutímann. Þarna gleymist að raflýsing hefur líka áhrif á líkams- klukkuna og raskar því hinni nátt- úrulegu sveiflu. Í nútímaþjóðfélagi ræður sólarljósið ekki stillingu lík- amsklukkunnar nema að takmörk- uðu leyti. Það er því ólíklegt að það hefði umtalsverð áhrif á heilsu fólks að seinka klukkunni. Þegar á allt er litið verður að telja skynsamlegast að halda still- ingu klukkunnar óbreyttri. Á að seinka klukkunni? Eftir Þorstein Sæmundsson » Það að tillögurnar skuli ganga í ólíkar áttir sýnir glöggt að engin lagasetning getur sætt öll sjónarmið. Þorsteinn Sæmundsson Höfundur er stjörnufræðingur. - með morgunkaffinu Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að við- komandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Aukablað alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.