Morgunblaðið - 14.02.2014, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 14.02.2014, Qupperneq 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2014 Elsku Erna. Mig langar að minnast þín með nokkrum orðum í tilefni af- mælisdags þíns 11. febrúar. Eftir erfið veikindi kvaddir þú okkur allt of fljótt. Við vorum æskuvinkonur og frænkur og ól- umst upp undir Eyjafjöllum í Rangárvallasýslu. Við brölluðum margt saman í sveitinni eins og gengur og gerist, lékum okkur saman í langbolta, feluleikjum og öðrum skemmtilegum leikjum. Oft vorum við úti langt fram á kvöld eftir að hafa klárað þau störf sem ætlast var til af okkur þá daga í sveitinni. Það var svo gam- an þegar við komum saman krakkarnir á bæjunum til að dansa. Við æfðum okkur m.a. í haughúsinu eða reyndar bara hvar sem við fundum auðan blett. Mér er minnisstætt þegar við vor- um fengnar til að hjálpa til við að taka upp kartöflur hjá föður- bræðrum þínum í Drangshlíð, þeim Ísleifi og Bjössa. Við þóttum standa okkur svo vel, að að laun- um fór Ísleifur með okkur í bíltúr út í Hjörleifshöfða á gamla Willys- jeppanum sínum. Þessi ferð var mikið ævintýri fyrir okkur stelp- urnar. Erna mín, þú varst alltaf svo mikill húmoristi og alveg einstak- Erna Stefanía Gissurardóttir ✝ Erna Stefaníafæddist 11. febrúar 1941. Hún lést 30. mars 2013. Útför Ernu fór fram 8. apríl 2013. lega orðheppin og skemmtileg í tilsvör- um. Við systurnar komum oft í heim- sókn til ykkar systr- anna í Selkoti. Það var ávallt glatt á hjalla þegar við vor- um saman. Einu sinni þegar við vor- um að stelast til að reykja uppi á lofti hjá ykkur þá komst það upp. Blessunin hún mamma þín þorði ekki að sofa um nóttina, því loftið var allt fullt af hefilspæn- um og hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum ef glóð hefði farið niður. Við fengum nú líka stund- um að gista hjá ykkur í Selkoti. Þá hringdi annaðhvort Þóra eða þú í mömmu og pabba til að fá leyfi, því þau áttu miklu erfiðara með að segja nei við ykkur en okkur. Þegar þið Matti voruð farin að búa saman í Reykjavík fékk ég leigt hjá ykkur herbergi um tíma. Það var góður tími og alltaf gott hjá ykkur að vera. Þótt síðustu ár hafi ekki verið mikið samband okkar á milli, þá muntu alltaf vera ein af mínum kærustu vinkonum. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa átt þig að og er svo óendanlega glöð yfir að hafa hitt þig hressa og káta stuttu áður en þú kvaddir. Ég mun ætíð minnast þín kæra vinkona. Hvíldu í friði elsku Erna mín. Elsku Matti, Birna og fjöl- skylda, ég sendi ykkur mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Þín Guðný. ✝ Kristrún AnnaFinnsdóttir fæddist á Ytri-Á í Ólafsfirði hinn 9. ágúst 1918. Hún lést á dvalarheim- ilinu Hlíð, Akureyri 29. janúar 2014. Foreldrar henn- ar voru Sigurbjörn Finnur Björnsson, f. 16. september 1895, d. 29. maí 1986, og Mundína Freydís Þor- láksdóttir, f. 8. apríl 1899, d. 5. desember 1985. Kristrún var næstelst 20 systkina, hin eru Birna Kristín, f. 1917, d. 1990, Anton Baldvin, f. 1920, d. 2014, Gunnar, f. 1922, d. 1929, Sig- urjón, f. 1924, dó á barnsaldri, Guðmundur Sigurjón, f. 1925, d. 2009, Laufey Haflína, f. 1926, d. 2010, Bjarni Sigurður, f. 1928, d. 1995, Gunnar Konráð, f. 1929, Stefanía Gunnlaug, f. 1930, stúlka, f. 1931, dó ung, Eva, f. 1933, Bára, f. 1934, d. 1937, Jón Albert, f. 1935, Sólrún Guðrún, f. 1936, Aðalgeir Gísli, f. 1938, Fjóla Bára, f. 1939, Héðinn Kristinn, f. 1941, Bragi, f. 1943, d. 1995, og Óskar Þráinn, f. 1945. Kristrún var tví- gift. Fyrri maður hennar, Skarphéð- inn Pétursson, f. 13. ágúst 1915, lést langt um aldur fram úr berklum 25. apríl 1946. Síð- ari maður Krist- rúnar var Gunnar Sigmar Sig- urjónsson húsasmíðameistari, f. 27. febrúar 1912, d. 13. mars 1999. Kristrún og Gunnar bjuggu alltaf á Akureyri, lengst af á Ásvegi 4, en það hús byggðu þau. Kristrún var mikil hann- yrða- og saumakona og vann mikið við það. Lengst af starfs- ævi sinni, í um þrjátíu ár, vann hún á saumastofu Amaro og síð- an á Saumastofunni Írisi við fatasaum. Útför Kristrúnar Önnu fór fram frá Akureyrarkirkju 6. febrúar 2014 og fór athöfnin fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Í dag kveðjum við föðursystur okkar, Kristrúnu Finnsdóttur. Kristrún var næstelst tuttugu systkina frá Ytri-Á á Kleifum í Ólafsfirði. Af þessum tuttugu systkinum komust sextán til full- orðinsára. Kristrún var ein þriggja systkina sinna sem fædd- ust í gamla bænum á Ytri-Á. Snemma byrjaði Kristrún að taka til hendinni og kornung hóf hún að sauma. Það leið ekki á löngu áður en hún var farin að sauma flíkur á heimilisfólkið og skipti þá engu hvort það var einfaldur eða flóknari saumaskapur því hún hafði þetta í sér og náði að rækta og þroska þann hæfileika það vel að hún vann síðar lengi við saumaskap. Í minningunni er ákveðinn æv- intýraljómi yfir því þegar farið var í heimsókn á Ásveginn en þar höfðu Kristrún og Gunnar komið sér fyrir og var húsið í okkar aug- um sem höll. Það var ekki hefð- bundið hús. Girðingin í kringum húsið var steyptir stólpar með steyptu skrautmilliverki. Það voru súlur undir svölunum og eitt hornið bogadregið. Þegar inn var komið var vítt til veggja og allt í röð og reglu. Okkur þótti stiginn einstaklega vel heppnaður og góður til að renna sér í honum. Með aldrinum fórum við að velta fyrir okkur fjölskyldusög- unni og þá var gott að ræða við Kristrúnu því hún var stálminnug og hafði upplifað miklar breyting- ar. Hún hafði frá mörgu að segja. Frá húsinu á Ytri-Á fyrir stækk- un hússins, hvernig herberjaskip- an var, að þar hafi hvorki verið klósett né þvottahús, stiganum upp á efri hæðina, strákaherberg- inu, heimilishaldi og hver var hvar í húsinu. Einnig fræddi hún okkur um störfin úti við bæði til sjós og lands. Þó svo að Kristrún hafi ekki eignast börn þá átti hún eitthvað í öllum fimmtíu og tveimur systk- inabörnunum og hún var óspör að láta í ljós skoðun sína á því sem hún taldi að betur mætti fara í fari okkar. Við erum þakklát fyrir að hafa notið fróðleiks og samveru- stunda við hana. Hvíldu í friði, frænka. Lilja, Steinunn, Guðmundur Finnur, Kristín Björk og Jón Birgir. Látin er í hárri elli Kristrún Anna Finnsdóttir, eiginkona föð- urbróður okkar bræðra, Gunnars Sigurjónssonar frá Skefilsstöð- um. Hægt en örugglega raknar sá strengur er tengir okkur við for- tíðina. Fortíð sem er í örfjarlægð í hafsjó tímans en í órafjarlægð frá raunverleika nútímans eins hann birtist frá degi til dags. Kristrún er sú síðasta af kyn- slóð föðurfólks okkar sem nú hverfur sjónum og með henni lífs- reynsla og viðhorf sem skópst í upphafi síðustu aldar. Við minn- umst konu sem við litum aðdáun- araugum fyrir styrk og mildi, og var hin bjargfasta lifandi tenging bæði við liðna tíð og nútímann. Kristrún var fædd og uppalin á Ytri Á við Ólafsfjörð ein af tutt- ugu systkinum. Kristrúnu og Gunnari var ekki barna auðið, en reyndust okkur bræðrum sem bestu foreldrar og þá sérstaklega Guðmundi og Sigurjóni sem dvöldu oft á sumrin hjá þeim ágætu hjónum. Minnisstæð er okkur stór kommóða sem var á heimili Kristrúnar og Gunnars á Ásveginum þegar við dvöldum þar. Kristrún sagði okkur að þetta hefði verið rúm yngstu systkina sinna. Hver skúffa var dregin mislangt út og nýtt sem rúm fyrir þau yngstu,og rúmuðust 6 börn í skúffunum. Yndisleg saga, en erf- itt er að ímynda sér hvernig þetta hefur verið í raunveruleikanum. En af hverju var Kristrún okk- ur svo kær og mikilvægur hluti af lífi okkar bræðra. Já, það tengist flughræðslu móður okkar. Móðir okkar bræðra hélt að mögulegur dauði byggi við hvert flugtak og öruggur dauði við hverja lend- ingu. Þess vegna fóru foreldrar okkar alltaf með skipi til útlanda, sem tók marga daga. Og hvað hef- ur þetta með hana Kristrúnu á Akureyri að gera? Jú, bræðurnir voru sendir norður í pössun til Kristrúnar og Gunnars á meðan foreldrar okkar dvöldu í útlöndum. Þær eru ógleymanlegar sumardvalirnar á Akureyri, þar sem Kristrún stjanaði við okkur. Og veitti okk- ur allt það besta sem hún átti til. Hlýrri og skapbetri konu höf- um við ekki kynnst, enda var allt- af tilhlökkun þegar foreldrar okk- ar voru að fara til útlanda því þá fengum við að fara til Kristrúnar norður á Akureyri. Alls þessa atlætis Kristrúnar nutum við vegna flughræðslu móður okkar og góðvildar hennar í okkar garð. Með þessum fáu lín- um viljum við kveðja merka konu sem ávallt hló að lífsviðhorfum Skeflanna: „að troða ekki öðrum um tær,“ gerði ekkert með það og hélt þannig utan um ættartengsl sem annars hefðu glatast. Kristrún vann ekki einungis róðrarkeppni Ólafsfirðinga – hún vann hug og hjörtu okkar allra sem kynntust henni. Akureyri heldur áfram að vera fallegastur bæja, en blærinn yfir bænum hefur breyst í okkar huga. Við minnumst kærrar frænku með eftirsjá, eins og gengur og gerist, en samt í þeirri vissu,sem hún ekki fyrir svo löngu trúði okkur fyrir, að hún sé nú þar í eilífðinni sem hún helst vildi vera. Stefán, Guðmundur og Sigurjón Benediktssynir. Kristrún A. Finnsdóttir Hún elsku Bogga frænka hefur nú kvatt þennan heim. Hún skilur eftir sig hlýjar minningar. Það var mikill samgangur á milli Boggu og mömmu. Fyrst voru Bogga og Þröstur heimsótt í hverri ferð til Patreksfjarðar og svo var hist á Nesinu eða heima í Miðstræti eftir að þau fluttu í bæ- inn. Mikið sem manni þótti nú gaman að liggja á hleri og hlusta á mömmu og Boggu skrafa um ýmsa hluti. Bogga frænka var hnyttin í tilsvörum og kom manni oft á óvart með fyndnum athugasemdum. Einu sinni fóru foreldrar okkar til útlanda og sögðu að Bogga ætl- aði að passa okkur. Okkur leist nú ekki á blikuna, vildum auðvitað hafa foreldrana heima og héldum að Bogga yrði ströng en auðvitað var hún ljúf sem lamb, vakti okkur á morgnana, snaraði fram morg- unmat og kom okkur af stað í skól- ann. Hana munaði sko ekki um að hjálpa til og stökkva inn á barn- margt heimilið (fjögur börn og einn köttur) í fjarveru foreldranna og hugsa um okkur af alúð og elsku. Einu sinni bauð Bogga upp á nýbakaða kleinuhringi sem voru allsberir. Okkur leist ekki á blik- una að fá svona súkkulaðilausa Guðbjörg Friðþjófsdóttir ✝ Guðbjörg Frið-þjófsdóttir, Bogga, fæddist 14. júní 1941. Hún lést 1. febrúar 2014. Út- för Boggu fór fram 10. febrúar 2014. kleinuhringi en við vorum vel upp aldar og sögðum auðvitað já takk, sem betur fer því Bogga bak- aði heimsins bestu kleinuhringi sem bráðnuðu hreinlega uppi í manni. Að lokum er ekki hægt að sleppa dásamlegu ferðinni okkar vestur á Pat- reksfjörð með Boggu og mömmu í stóra flotta bílnum þeirra Boggu og Þrastar. Í þá daga var ekkert mikið um að börnin sætu spennt í aftursætinu og á þessum sólríka degi vorum við stelpurnar því dinglandi í skottinu á bílnum að kafna úr hita, leika okkur, hlusta á Michael Jackson og drekka hálfvolgan sítrónusvala. Á meðan sátu mamma og Bogga þolinmóð- ar í framsætinu og náðu nú lík- lega að spjalla svolítið saman þrátt fyrir Jackson. Leiðin var löng og Bogga var ekkert að flýta sér. Í minningu okkar var þetta ein af skemmtilegri bílferðum til Patreksfjarðar og nóg pláss til að leika sér á leiðinni. Okkur finnst sárt að geta ekki tekið þátt í kveðjustundinni heima á Íslandi en yljum okkur nú og í framtíðinni við góðar og skemmtilegar minningar um ein- staka frænku okkar. Elsku Þröstur, Helgi Leifur, Guðrún Rós, Lilja, Skúli og börn, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og hugsum til ykkar. Ásdís og Bergdís Guðnadætur. Elsku kallinn minn, þinn tími er kominn og þú ert farinn til englanna. Ég sem hélt að kvöldin okkar í Skeiðarvog- inum yrðu svo miklu fleiri. Ég sem hélt að knúsin frá þér yrðu miklu fleiri. Ég sem hélt svo margt. Minningarnar eru margar. Kvöldin heima hjá þér þar sem við mamma þín sátum og lærð- um og þú máttir ekki trufla okk- ur, en komst samt „bara aðeins“, af því þú þurftir að segja mér dálítið. Sögustundirnar voru hver annarri skemmtilegri. Einu sinni komstu á boxerbuxunum einum fata, en það skipti engu máli. Þú settist samt niður og ræddir málin. Þetta varst þú. Þú komst til dyranna eins og þú varst klædd- ur, brosandi eða með stríðnis- glottið þitt fallega og með út- breiddan faðminn, alltaf tilbúinn til að hjálpa. Ég var engin undantekning þar á, enda vinátta okkar sér- stök. Þú varst alltaf fyrstur til að bjóða fram aðstoð. Skipti engu máli hvað þyrfti að gera, tiltekt, þrif, barnapössun, þetta var bara ekkert vandamál. Þú vildir eiga síðasta orðið og lést ekki slá þig út af laginu, enda fæddur sigurvegari. Einu sinni sátum við og skoðuðum myndir af þér þar sem þú varst klæddur upp og farðaður eins og glæsilegasta dragdrottning. Ég skaut eitthvað á þig og ætlaði að stríða þér, en þú svaraðir um hæl að þetta hefði nú bara verið skemmtilegt og ekki mikið mál, enda værir þú 100% öruggur með þína kynhneigð og því ekk- ert því til fyrirstöðu að dressa sig aðeins upp. Í annað skipti voru strákarnir „mínir“ að metast um það hvern ég héldi mest upp á af þeim. Þú horfðir á mig í smástund og sagðir svo með stríðnissvip: „Ég verð alltaf uppáhaldspungurinn þinn.“ Svona varst þú. Ég man líka eftir því þegar þú sagðir mér að nú værir þú byrj- aður með stelpu. Þú varst svo stoltur af henni Önnu Jónu. „Þér á pottþétt eftir að líka við hana.“ Þú komst svo með hana hingað heim, brostir hringinn, komst með faðminn útbreiddan og sagð- ir að nú gæti ég tekið hana út. Eitthvað hef ég verið lengi að taka við mér, því þú sagðir: „Ætl- arðu ekki að knúsa hana líka?“ Knúsið sem ég fékk frá þér þetta kvöld var síðasta knúsið. Þú lifðir lífinu hratt, en þó að tími þinn hér væri ekki langur skildirðu meira eftir en margur. Hugarfarsbreyting hefur orðið af þínum völdum í öllu þjóðfélag- inu og á eftir að verða um ókomna tíð. Þetta gerðir þú og þú einn. Elsku Skarphéðinn minn, það er heiður að hafa fengið að kynn- ast þér, ég er betri manneskja fyrir vikið. Ég sem ætlaði að kenna þér svo mikið með öllum fyrirlestrunum um lífið og til- veruna, en svo þegar upp er staðið varst það þú sem kenndir mér. Ég verð þér ávallt þakklát fyrir það. Ég kveð þig með tilvitnun úr Spámanninum sem hefur verið ofarlega í huga mínum síðustu vikur og á svo vel við: „Þegar þú ert sorgmæddur skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá að Skarphéðinn Andri Kristjánsson ✝ SkarphéðinnAndri Krist- jánsson fæddist 1. mars 1995. Hann lést 28. janúar 2014. Útför Skarp- héðins Andra fór fram 8. febrúar 2014. þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ (Khalil Gibran) Elsku Steinunn, Kiddi og fjölskylda. Ég sendi ykkur innilegar samúðar- kveðjur, megi Guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tím- um. Þín vinkona, Sigurbjörg (Sibba). Ég sit hér og reyni að skrifa niður minningar um þig, elsku frændi, en ég veit ekki hvernig á að byrja þar sem það er svo margs að minnast. Ég hef trú á að það sé tilgangur með öllu í líf- inu, ekkert sé sjálfsagt. Þú kvaddir þennan heim allt of ung- ur en varst búinn að lifa vel og hratt, naust hverjar mínútu í gleði og sorg. Þú máttir ekkert aumt sjá, sama hvað eða hver það var þá komst þú. Á þínum yngri árum varstu með það á hreinu að þú værir sautján og al- veg að fá bílpróf og því varð ekki haggað, þú varðst að hafa síðasta orðið með það enda gafst ég upp á að reyna leiðrétta það. Eins varstu með það á hreinu að þú værir eldri en ég þar sem þú átt- ir afmæli þrettán dögum á und- an mér. Þær voru ófáar ferð- irnar í kjallarann eftir að ég flutti í Vorsabæ og stundum vissi ég ekki hvort ég var að tala við barn eða fullorðinn. Stundum læddistu inn, beint til Kollu frænku þínar án þess að nokkur vissi nema hún, því það var til- tektardagur og þú áttir að taka til í herberginu þínu og hún var alveg til í að fela þig. Það kom nú líka fyrir að þú næðir að plata hana til að hjálpa þér, en sú hjálp var fólgin í því að þú sagðir henni hvar hlutirnir ættu að vera og sast í hengistólnum. Í laun fékk hún kannski einn nammimola. Þegar Kolla byrjaði í Árbæjarskóla komst hún undir þinn verndarvæng og þú kynntir hana fyrir vinum þínum og vildir helst af öllu að hún kæmist í þinn bekk. Það gekk ekki eftir en þú misstir aldrei sjónar á henni. Ótalmargar minningar koma upp sem ekki er hægt að koma á blað en ég geymi þær á góðum stað í hjarta mínu. Þín verður ætíð minnst og síst gleymum við góðmennsku þinni alveg til síð- asta dags, dagsins sem þú kvaddir okkur. Það skipti þig miklu máli að fjölskyldan hittist því þú varst félagsvera og hafðir gaman af góðum félagsskap og ekki skemmdi fyrir ef eitthvert góðgæti var á borðum. Elsku Steina, Kiddi, Einar, Ágúst, Sigga og Steinunn Björg, ég veit að missirinn er mikil og söknuðurinn sár, stórt skarð í fjölskylduna höggvið, en við lær- um að lífa með þessum missi og vitum að hann á eftir að láta vita af sér í tíma og ótíma ef ég þekkti hann rétt. Nú er hann kominn til Önnu Jónu sinar og ganga þau saman um græn engi og fallegu blómin, fullt af góðu fólki sem tekur á móti þeim. Hvíldu í friði, elsku Skarphéð- inn, við sjáumst þegar minn tími kemur. Þú ert sem bláa blómið svo blíð og hrein og skær. Ég lít á þig og löngun mér líður hjarta nær. Mér er sem leggi ég lófann á litla höfuðið þitt, biðjandi Guð að geyma gullfagra barnið mitt. (Þýð. Benedikt Gröndal) Elín Jóna (Ella Jóna frænka).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.