Morgunblaðið - 14.02.2014, Page 46

Morgunblaðið - 14.02.2014, Page 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2014 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Nýtt leikrit eftir Þórdísi Elvu Þor- valdsdóttur, Fyrirgefðu ehf., verður frumsýnt í Tjarnarbíói í kvöld kl. 20 og eins og titillinn gefur til kynna fjallar það um fyrirgefningu. Leikhópurinn Málamyndahóp- urinn stendur að sýningunni og er verkið byggt á yf- ir 70 viðtölum sem hópurinn tók við Íslendinga á aldrinum 5-85 ára og voru þeir spurðir ýmissa spurn- inga sem tengjast fyrirgefningunni. Þórdís Elva er bæði höfundur og leikstjóri verksins en leikarar eru Árni Pétur Guðjónsson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Víðir Guðmundsson og Þóra Karítas Árnadóttir. Í verkinu segir af ungri konu, Evu, sem hefur störf hjá fyrirtækinu Fyrirgefðu ehf. sem býður fólki hreina samvisku og fyrirgefningu í ýmsum deilumálum gegn gjaldi. Eva lærir allt sem læra þarf um „Lög- málið að fyrirgefningunni“ sem nýst hefur tugþúsundum viðskiptavina fyrirtækisins víða um heim og fær hún það verkefni að velja úr um- sóknum fólks í leit að fyrirgefningu. Aflátsbréf enn til sölu „Þegar upp er staðið kemst eng- inn í gegnum lífið án þess að fyr- irgefa og vera fyrirgefið. Öll klúðr- um við einhverju og verður á í messunni. Þetta er eins mannlegt og það verður,“ segir Þórdís Elva um verkið. Það velti upp áleitnum spurningum um fyrirgefninguna í markaðsvæddum heimi. „Í heim- inum sem verkið gerist í er fyr- irgefningin orðin söluvara sem fyr- irtækið gerir út á með tilheyrandi lögfræðiráðgjöf, ímyndarsköpun og sálfræðivinnu eftir þörfum við- skiptavinarins. Við erum með þessu að vekja athygli fólks – með ádeilu- hætti sem leikhúsið gerir hvað best – á því að við erum kannski ekki eins fjarri þessum veruleika og við höld- um í nútímanum,“ segir hún. „Og með þessari djörfu staðhæfingu get ég látið fylgja sem dæmi að þegar áhrifamenn hafa hin síðustu ár gert mistök eða valdið hneykslan, upp komist um kynlífsskandal eða ann- að, þá hefur oftar en ekki verið svið- sett einhvers konar fyrirgefning- arathöfn þar sem viðkomandi les yfirlýsingu sem er skrifuð af ein- hverjum almannatengli, í sjónvarps- sal fullum af ókunnugu fólki með penna og upptökutæki á lofti. Stund- um er þetta algjörlega súrrealískt þegar málið snýst um eitthvað per- Dramatískt og vandmeðfarið efni  Leikritið Fyrirgefðu ehf. verður frumsýnt í Tjarnarbíói í kvöld  Fyrirgefningin orðin að söluvöru  Frásagnir af fyrirgefningu úr viðtölum við yfir 70 Íslendinga koma við sögu í formi umsókna Ljósmynd/Birta Rán Fyrirgefning Ragnheiður Steindórsdóttir tuktar til Árna Pétur Guðjónsson og Víði Guðmundsson á æfingu á leikritinu Fyrirgefðu ehf. sónulegt eins og að hafa haldið framhjá konunni sinni,“ segir Þórdís og nefnir sem dæmi kylfinginn Tiger Woods sem baðst á blaðamanna- fundi fyrirgefningar á því að hafa haldið ítrekað framhjá eiginkonu sinni. „Þetta er atvinnuskapandi fyrir her fjölmiðlafólks og ímyndarfræð- inga sem gera út á markaðs- setningu. Þetta er m.a. það sem við viljum fá fólk til að hugsa um. Þótt það sé auðvelt að sitja úti í sal og hneykslast á þessari gróðavon, að hægt sé að selja iðrun eða fyrirgefn- ingu, má færa rök fyrir því að afláts- bréfasalan lifi góðu lífi og hafi ekki lokið á miðöldum.“ Þórdís segir að í verkinu hafi 95% Íslendinga farið í fyrirgefningarferli hjá Fyrirgefðu ehf. og fyrirtækið því orðið hluti af þjóðarsálinni. Mjög dramatískt efni Hvers vegna valdir þú fyrirgefn- inguna sem umfjöllunarefni? „Leikhús gengur út á átök, það er drama í öllum góðum leikritum. Dramað liggur í átökunum, hvort sem þau eiga sér stað innra með að- alpersónunni eða milli persóna og fyrirgefning á sér aldrei stað nema að undangengnum átökum. Þar af leiðandi er þetta mjög dramatískt efni en hins vegar er það mjög vandmeðfarið því fyrirgefning ein og sér gæti orðið ofsalega væmið viðfangsefni, tilfinningavella, og það skemmtir engum. Við vildum setja á svið mjög einlægar, fallegar og sláandi frásagnir sem vissulega er að finna í verkinu en kontrasta það með þessum klíníska bakgrunni sem fyrirtækið veitir.“ Myndir þú þá segja að þetta væri gamanleikrit með dramatísku ívafi og ádeilubroddi? „Já, það er bara vel að orði komist því grín er mikið notað í verkinu, háð til að undirstrika það þegar fyrirgefning snýst upp í andhverfu sína og verður að hræsni,“ segir Þórdís Elva og nefnir sem dæmi að í verkinu komi við sögu stjórn- málamaður sem eigi svo erfitt með að biðjast fyrirgefningar að það valdi honum ógleði og því þurfi hann að hafa skúringafötu við höndina. „Fólk getur átt svo erfitt með að segja þetta einfalda orð, eins og El- ton John söng svo vel um: „Sorry seems to be the hardest word“,“ segir Þórdís Elva og bætir því við að lagið verði hluti af hljóðmynd sýn- ingarinnar sem tónlistarkonan Jar- þrúður Karlsdóttir, Jara, hannar. Sannar sögur Sem fyrr segir tók Málamynda- hópurinn yfir 70 viðtöl við Íslend- inga og spurði þá ýmissa spurninga sem tengjast fyrirgefningunni. Þór- dís Elva segir svörin hafa verið afar fjölbreytt og borið vitni um ólíka sýn og viðhorf þátttakenda til viðfangs- efnisins. Margar góðar sögur tengd- ar fyrirgefningu hafi komið út úr viðtölunum og þær birtist í formi umsókna í verkinu sem aðalpersóna þess, Eva, þurfi að fara yfir og flokka. Þórdís Elva þreytir frumraun sína sem leikstjóri í Fyrirgefðu ehf. en hún hefur áður gegnt starfi aðstoð- arleikstjóra í fjölda verka. Spurð að því hvernig henni hafi gengið að leikstýra Fyrirgefðu ehf. segir Þór- dís Elva að hún sé „algjört forrétt- indadýr“. „Ég er að vinna með frá- bærum listamönnum. Ég valdi fólk sem ég ber mikla virðingu fyrir og þekki af góðum verkum. Það er búið að ganga vel en auðvitað er þetta svakalegt lærdómsferli og maður vex um þrjú númer við að leikstýra,“ segir Þórdís Elva og hlær. Þú ert m.a. að leikstýra sambýlis- manni þínum og barnsföður, Víði. Hefur hann látið vel að stjórn? „Hann hefur verið mjög leiðitam- ur. Ekki nóg með að hann standi á sviðinu og túlki af hjartans lyst held- ur hefur hann líka smíðað sviðs- mynd verksins. Ég er svo heppin að eiga svona þúsundþjalasmið fyrir mann sem getur gengið í öll verk sjálfstæðs leikhóps,“ segir Þórdís Elva um hinn fjölhæfa unnusta sem hún hyggst ganga að eiga á árinu. Hópurinn sem stendur að sýning- unni hefur m.a. auglýst hana með myndböndum þar sem þekktir ein- staklingar fyrirgefa hinum og þess- um ýmis brot gegn sér og með vef- síðunni fyrirgefduehf.is sem við fyrstu sýn virðist ósköp venjuleg fyrirtækisvefsíða en þó í skrautlegri kantinum. Þá hefur einnig birst sjónvarpsauglýsing þar sem fyr- irtækið auglýsir starfsemi sína. Þórdís Elva segir hugmyndina hafa verið að láta líta út fyrir að fyr- irtækið væri til í raunveruleikanum, sjá hvernig fólk myndi bregðast við og fá það til að spyrja sig þeirrar áleitnu spurningar sem verkið gangi út á í grunninn. „Sem er hvar stönd- um við siðferðislega gagnvart fyr- irgefningu, annars vegar, og hins vegar því að einhver maki krókinn á henni,“ segir hún. Það hafi ruglað einhverja í ríminu að maðurinn sem leikur í auglýsingunni, Hafsteinn Hafsteinsson, hafi starfað sem sátta- miðlari en hann hefur einnig numið leiklist. „Okkur fannst athyglisvert hver viðbrögðin voru við auglýsing- unni og þá sérstaklega við honum,“ segir Þórdís Elva. Dæmi hafi verið um að fólk ýmist fordæmdi fyrir- tækið eða tæki því fagnandi. „Sem undirstrikar það hversu miklar skoðanir fólk hefur á fyrirgefningu,“ segir Þórdís Elva að lokum. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.