Morgunblaðið - 14.02.2014, Síða 47
MENNING 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2014
Þegar ég var barn spurði égföður minn í undrunhvernig stæði á því að Kín-verjar væru svo miklir
pyntingameistarar, nýbúinn að lesa
Eineygða óvættinn og fleiri sögur
þar sem grimmlyndur Kínverji með
örmjótt yfirskegg og stóran sting úr
stáli vann sín illvirki, pyntaði með
vatnsdropum eða rakhnífum á milli
þess sem hann svældi í sig ópíumi.
Faðir minn
skýrði það fyrir
mér að auðvelt
væri að ljúga upp
á fólk sem væri
langt í burtu og
því fjær sem það
væri mætti ljúga
meiru.
Þegar maður
fylgist með þjóð
úr fjarska verður maður nefnilega
að treysta á þá sem bera fregnir
þaðan, ekki síst þegar málum er svo
háttað að menningin er ekki bara
framandleg, heldur er tungumálið
líka óskiljanlegt og að því er virðist
ólæranlegt; hver getur lært að lesa
tungumál sem á sér tugi þúsunda
bókstafa? Ég viðurkenni það því fús-
lega að kínverskar bókmenntir
þekki ég ekki nema miðlungi vel og
varla það, og fagnaði því er kverið
Umskipti eftir Mo Yan kom út sl.
haust í þýðingu Böðvars Guðmunds-
sonar.
Guan Moye, sem tók sér höfund-
arnafnið Mo Yan, fékk Nóbels-
verðlaunin í bókmenntum fyrir
tveimur árum og varð, og er, mjög
umdeilt. Deilurnar um Yan og verð-
launin snúast ekki síst um það að
mönnum þykir hann skauta framhjá
sögulegum staðreyndum í bókum
sínum og þá til að halda hlífiskildi yf-
ir kínverska kommúnistaflokknum,
sem ber ábyrgð á mörgum mestu ill-
virkjum mannkynssögunnar, þótt
hann hafi vissulega tekið stakka-
skiptum á þeim áratugum frá því
verstu verkin voru unnin. Í stað þess
að fjalla opinskátt um hrylling hung-
ursneyðar og segja sögu allsleys-
ingja sem verða fyrir barðinu á
hyski kommúnistaflokksins grínist
hann með hana, segi afkáralegar
sögur og velti sér upp úr erótík og
ofbeldi. (Groddaskapur Mo Yan er
reyndar engin undantekning í kín-
verskum bókmenntum, við höfum
bara ekki fengið safaríkustu bitana –
sjá til að mynda þá mögnuðu met-
sölubók (í Kína) Bræður eftir Yu
Hua, sem kom út á ensku fyrir fjór-
um árum.)
Reyndar er það óttalega sér-
kennileg tilætlunarsemi þegar þess
er krafist af rithöfundum að þeir
skrifi um annað en þá langar til að
skrifa, að þeir láti innblástur ann-
arra ráða ferðinni, en sú gagnrýni
virðist þó eiga rétt á sér að Mo Yan
telst handgenginn valdhöfum í Kína,
enda fögnuðu stjórnvöld mjög er
hann fékk verðlaunin. (Minnumst
þess að þegar Gao Xingjian fékk
verðlaunin fyrir fjórtán árum sögðu
frammámenn í kínverskri menningu
að ekkert væri að marka nóbels-
nefndina, hina örsmáu klíku svo-
nefndra bókmenntasérfræðinga sem
hefðu óbeit á Kínverjum – en Gao
Xingjian hefur verið mjög gagnrýn-
inn á alræði kommúnistaflokksins.)
Sú bók sem hér er til umræðu er
ekki skáldskapur, eða í það minnsta
ekki skáldskapur að öllu leyti, eða
eins og segir snemma í bókinni:
„[…] en það sem ég segi hér er fyrst
og fremst minningar, og ef ekki allt
sem ég skrifa er sögulega rétt þá er
það vegna þess að minni mitt er göt-
ótt.“
Bókin rekur þroskasögu Mo Yans
frá því hann er rekinn úr skóla 1969,
þá fjórtán ára, og til ársins 2009 er
hann er orðinn landsþekktur rithöf-
undur.
Yan hefst af litlu, sonur bláfá-
tækra foreldra og eftir að hann er
rekinn úr skóla er eina vonin til þess
að öðlast einhvern frama að ganga í
herinn sem hann og gerir um leið og
hann hefur aldur til. Rauður þráður
í gegnum bókina er örlög skóla-
félaga hans, He Zhiwu, sem var
einnig rekinn úr skóla, en fyrir að
gera uppsteyt sem Yan dáir hann
fyrir, og stúlkunnar Lu Wenli, sem
er ein af fallegustu stúlkunum í skól-
anum: „Og það sem gerði hana enn
meira aðlaðandi var að pabbi hennar
ók Gaz 51-vörubíl ríkissamyrkjubús-
ins og okkur fannst hann aka á því-
líkum hraða að augun í okkur stóðu
á stilkum af aðdáun. Í þá daga kom-
ust vörubílstjórar næst keisaratign.“
He Zhiwu er einskonar táknmynd
hins nýja Kína, fær að láni nokkur
hundruð króna og endar sem marg-
milljóneri, en Lu Wenli þá gamla
tímans giftist frekar syni héraðs-
höfðingjans, kommissar komm-
únistaflokksins, sem lemur hana og
heldur framhjá henni, og síðan
gamla kennaranum sínum þegar
fyrri eiginmaðurinn fer sér að voða
fullur á mótorhjóli.
Þessi bók, eða ritlingur, var hluti
ritraðar sem Tariq Ali ritstýrði og
hét Hvað var kommúnismi? Þeirri
spurningu er ekki svarað í bók-
inni … og þó. Má ekki segja að í frá-
sögninni af He Zhiwu og Lu Wenli,
sem getur reyndar vel verið sönn,
birtist broddur af ádeilu, pakkað inn
í afkáralega og groddalega frásögn?
Að því sögðu þá er það aðal Mo
Yans að gefa frekar í skyn en að
segja hlutina beint út; til að mynda
er hann í Beijing-háskóla 1988 sem
voru miklir umbrotatímar og náðu
hámarki í stúdentauppreisninni og
blóðbaðinu á Torgi hins himneska
friðar sumarið 1989. Þeim mann-
skæðu umbrotum lýsir hann aðeins
svo: „En þá hófust stúdentaóeirð-
irnar þar sem spennan jókst dag frá
degi og fæstir fóru til kennslu. Þar
sem mig hefur alltaf skort viljastyrk
notaði ég þetta sem afsökun til að
gera hlé á enskunáminu.“
Eins og fram kemur hér að fram-
an þýddi Böðvar Guðmundsson bók-
ina úr ensku. Þýðingin er prýðileg
þótt málfar sé stundum stirt og
setningaskipan knúsuð, en hún er
það líka í enska textanum og þá lík-
lega líka í þeim kínverska. Líkingar
eru líka venju fremur furðulegar,
„þú ert eins og baunaspíra á úti-
kamri“, en þær eru það líka í öðrum
bókum Mo Yans sem ég hef lesið (á
ensku).
Wikimedia/Bengt Nyman
Umdeildur Kínverski nóbelsverðlaunahafinn Mo Yan rekur æskusögu sína
eftir götóttu minni í Umskiptum sem Uppheimar gáfu út í fyrra.
Sögur eftir götóttu minni
Skáldævisaga
Umskipti bbbmn
Eftir Mo Yan. Böðvar Guðmundsson
þýddi úr ensku. Uppheimar gáfu út
2013. 104 bls. kilja.
ÁRNI
MATTHÍASSON
BÆKUR
Þórunn Elín Pétursdóttir sópran og
Anna Rún Atladóttir píanóleikari
flytja nokkur sönglög Gustavs
Mahlers úr Des Knaben Wunder-
horn á hádegistónleikum í Háteigs-
kirkju í dag kl. 12.00-12.30.
„Ljóðasafnið kom út í upphafi
nítjándu aldar og hafði mikil áhrif á
tónskáldið Gustav Mahler, sem
samdi tónlist við yfir tuttugu ljóð úr
safninu og nýtti sér þau einnig í
þrjár af tíu sinfóníum sínum,“ segir
m.a. í tilkynningu.
Sönglög Mahlers
í Háteigskirkju
Ljóðatónleikar Anna Rún Atladóttir og
Þórunn Elín Pétursdóttir koma fram.
Aukablað
alla þriðjudaga
Nú geta allir fengið
iPad-áskrift
Skráðu þig í iPad-áskrift á
www.mbl.is/mogginn/ipad/
Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is
Óskasteinar –★★★★- EGG, Fbl
Hamlet (Stóra sviðið)
Fös 14/2 kl. 20:00 Fös 21/2 kl. 20:00 Fös 28/2 kl. 20:00
Lau 15/2 kl. 20:00 Lau 22/2 kl. 20:00
Frægasta leikrit allra tíma. Ný kynslóð, nýjir tímar, nýr Hamlet.
Óskasteinar (Nýja sviðið)
Fös 14/2 kl. 20:00 aukas Mið 26/2 kl. 20:00 aukas Sun 9/3 kl. 20:00 21.k
Lau 15/2 kl. 20:00 8.k Fim 27/2 kl. 20:00 aukas Fim 13/3 kl. 20:00
Sun 16/2 kl. 20:00 9.k Fös 28/2 kl. 20:00 16.k Fös 14/3 kl. 20:00
Þri 18/2 kl. 20:00 10.k Lau 1/3 kl. 20:00 aukas Lau 15/3 kl. 20:00
Mið 19/2 kl. 20:00 11.k Sun 2/3 kl. 20:00 17.k Sun 16/3 kl. 20:00
Fim 20/2 kl. 20:00 aukas Þri 4/3 kl. 20:00 18.k Mið 19/3 kl. 20:00
Fös 21/2 kl. 20:00 12.k Mið 5/3 kl. 20:00 19.k Fim 20/3 kl. 20:00
Lau 22/2 kl. 20:00 13.k Fim 6/3 kl. 20:00 aukas Fös 21/3 kl. 20:00
Sun 23/2 kl. 20:00 14.k Fös 7/3 kl. 20:00 aukas Lau 22/3 kl. 20:00
Þri 25/2 kl. 20:00 15.k Lau 8/3 kl. 20:00 20.k Sun 23/3 kl. 20:00
Glænýtt verk eftir Ragnar Bragason. Grátt gaman með ógæfufólki á leikskóla
Bláskjár (Litla sviðið)
Sun 16/2 kl. 20:00 3.k Lau 1/3 kl. 20:00 Sun 9/3 kl. 20:00
Fim 20/2 kl. 20:00 4.k Sun 2/3 kl. 20:00 Fös 14/3 kl. 20:00
Sun 23/2 kl. 20:00 5.k Lau 8/3 kl. 20:00 Lau 15/3 kl. 20:00
Nýtt íslenskt verk eftir ungskáldið Tyrfing Tyrfingsson
Kynfræðsla Pörupilta (Litla sviðið)
Mán 17/2 kl. 10:00 Þri 18/2 kl. 10:00 Sun 23/2 kl. 20:00
Mán 17/2 kl. 11:30 Mið 19/2 kl. 10:00 Sun 30/3 kl. 20:00
Mán 17/2 kl. 13:00 Mið 19/2 kl. 13:00
Fræðandi uppistand Pörupilta um það sem allir eru að spá í
ÍD: Þríleikur (Stóra sviðið)
Sun 23/2 kl. 20:00 4.k Sun 2/3 kl. 20:00 5.k Sun 9/3 kl. 20:00
Íslenski dansflokkurinn sýnir þrjú ný verk á kvöldinu Þríleikur
HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS
leikhusid.is ENGLAR ALHEIMSINS – ★★★★★
„Leikhús á öðru plani...fullkomin útfærsla á skáldsögunni.“ Fbl SÁS
Englar alheimsins (Stóra sviðið)
Fös 14/2 kl. 19:30 73.sýn Sun 2/3 kl. 19:30 76.sýn Mið 26/3 kl. 19:30 Aukas.
Lau 15/2 kl. 19:30 Aukas. Sun 9/3 kl. 19:30 78.sýn Fim 27/3 kl. 19:30 Aukas.
Sun 23/2 kl. 19:30 74.sýn Mið 19/3 kl. 19:30 77.sýn Sun 30/3 kl. 19:30 lokas
Lau 1/3 kl. 19:30 75.sýn Sun 23/3 kl. 19:30 81.sýn
Veilsa aldarinnar - leikrit ársins 2013. Síðustu sýningar!
SPAMALOT (Stóra sviðið)
Fim 20/2 kl. 19:30 Fors. Fim 6/3 kl. 19:30 5.sýn Lau 15/3 kl. 19:30 10.sýn
Fös 21/2 kl. 19:30 Frums. Fös 7/3 kl. 19:30 6.sýn Sun 16/3 kl. 16:00 Aukas.
Lau 22/2 kl. 19:30 2.sýn Lau 8/3 kl. 19:30 Aukas. Fim 20/3 kl. 19:30 11.sýn
Mið 26/2 kl. 19:30 Aukas. Mið 12/3 kl. 19:30 7.sýn Fös 21/3 kl. 19:30 12.sýn
Fim 27/2 kl. 19:30 3.sýn Fim 13/3 kl. 19:30 8.sýn Lau 22/3 kl. 19:30 13.sýn
Fös 28/2 kl. 19:30 4.sýn Fös 14/3 kl. 19:30 9.sýn
Dásamleg, fáránleg della - óbærilega fyndinn nýr söngleikur!
Svanir skilja ekki (Kassinn)
Fös 28/2 kl. 19:30 Frums. Fös 14/3 kl. 19:30 7.sýn Fim 27/3 kl. 19:30 12.sýn
Mið 5/3 kl. 19:30 2.sýn Lau 15/3 kl. 19:30 8.sýn Fös 28/3 kl. 19:30 13.sýn
Fim 6/3 kl. 19:30 3.sýn Sun 16/3 kl. 19:30 Aukas. Lau 29/3 kl. 19:30 14.sýn
Fös 7/3 kl. 19:30 4.sýn Mið 19/3 kl. 19:30 Aukas. Fös 4/4 kl. 19:30 15.sýn
Lau 8/3 kl. 19:30 5.sýn Fim 20/3 kl. 19:30 9.sýn Lau 5/4 kl. 19:30 16.sýn
Mið 12/3 kl. 19:30 Aukas. Fös 21/3 kl. 19:30 10.sýn Sun 13/4 kl. 19:30 17.sýn
Fim 13/3 kl. 19:30 6.sýn Lau 22/3 kl. 19:30 11.sýn
Nýtt verk eftir Auði Övu Ólafsdóttur um undarlegt eðli hjónabandsins.
Áfram Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fös 14/2 kl. 20:00 18.sýn Fim 27/2 kl. 20:00 26.sýn Fös 14/3 kl. 20:00 34.sýn
Fös 14/2 kl. 22:30 19.sýn Fös 28/2 kl. 20:00 27.sýn Fös 14/3 kl. 22:30 35.sýn
Lau 15/2 kl. 20:00 20.sýn Fös 28/2 kl. 22:30 28.sýn Mið 19/3 kl. 20:00 36.sýn
Lau 15/2 kl. 22:30 21.sýn Mið 5/3 kl. 20:00 29.sýn Fim 20/3 kl. 19:30 37.sýn
Fim 20/2 kl. 20:00 22.sýn Fim 6/3 kl. 20:00 30.sýn Fös 21/3 kl. 19:30 38.sýn
Lau 22/2 kl. 20:00 23.sýn Fös 7/3 kl. 20:00 31.sýn Fös 21/3 kl. 22:30 39.sýn
Lau 22/2 kl. 22:30 24.sýn Fös 7/3 kl. 22:30 32.sýn Lau 22/3 kl. 19:30 Aukas.
Mið 26/2 kl. 20:00 25.sýn Fim 13/3 kl. 20:00 33.sýn Lau 22/3 kl. 22:30 Aukas.
Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika!
Pollock? (Kassinn)
Lau 15/2 kl. 19:30 lokas.
Allra síðasta sýning!
ÓVITAR (Stóra sviðið)
Sun 16/2 kl. 13:00 30.sýn Sun 2/3 kl. 13:00
Sun 23/2 kl. 13:00 Sun 9/3 kl. 13:00
Kraftmikil og litskrúðug sýning, þar sem börn á öllum aldri fara á kostum!
Karíus og Baktus (Kúlan)
Sun 16/2 kl. 16:00 Lau 8/3 kl. 13:30 Lau 15/3 kl. 15:00
Lau 1/3 kl. 13:30 Lau 8/3 kl. 15:00
Lau 1/3 kl. 15:00 Lau 15/3 kl. 13:30
Það miklu betra að hitta Karíus og Baktus í leikhúsinu en að hafa þá í munninum.
Aladdín (Brúðuloftið)
Lau 22/3 kl. 13:00 16.sýn Lau 29/3 kl. 13:00 18.sýn Lau 5/4 kl. 13:00 20.sýn
Lau 22/3 kl. 16:00 17.sýn Lau 29/3 kl. 16:00 19.sýn Lau 5/4 kl. 16:00 21.sýn
1001 galdur - brúðuleiksýning fyrir 4ra til 94 ára. Allra síðustu sýningar.
★★★★ – SGV, Mblamlet
Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is
Horn á höfði (Aðalsalur)
Sun 16/2 kl. 14:00 Sun 23/2 kl. 13:00 Sun 23/2 kl. 15:00
Eldklerkurinn (Aðalsalur)
Lau 15/2 kl. 20:00
Ástarsaga úr fjöllunum (Aðalsalur)
Lau 22/2 kl. 14:00 Lau 1/3 kl. 14:00
Fyrirgefðu ehf. (Aðalsalur)
Fös 14/2 kl. 20:00 Frumsýning Fös 21/2 kl. 20:00 Fös 28/2 kl. 20:00
Sun 16/2 kl. 20:00 Lau 22/2 kl. 20:00
Dansaðu fyrir mig (Aðalsalur)
Fim 20/2 kl. 20:00 Lau 1/3 kl. 20:00
Sun 23/2 kl. 20:00 Sun 2/3 kl. 20:00