Morgunblaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MARS 2014 Rjómabolla frá föstudegi til mánudags verð 395,-/stk. ILVA Korputorgi s: 522 4500 www.ILVA.is lau. 10-18, sun. 12-18, mán. - fös. 11-18:30 living withstyle FRÍTT Tvö tilboð bárust í nýtingu reka á fjörum jarða í umsjá Landgræðslu ríkisins í Meðallandi. Bæði tilboðin voru hinsvegar frávikstilboð og ekki var búið að verðmeta þau í gær. Landgræðslan óskaði eftir verð- tilboðum í að hirða rekavið á tveim- ur samliggjandi fjörum, Naustastúf og Skarðsfjöru í Meðallandi. Fjar- an er alls rúmir fjórir kílómetrar að lengd. Tilboðin sem bárust felast ann- ars vegar í því, samkvæmt upplýs- ingum Sveins Runólfssonar land- græðslustjóra, að bændur bjóðast til að græða upp land sem endur- gjald fyrir rekann og hinsvegar býður maður Landgræðslunni hlut í andvirði rekans. helgi@mbl.is Tveir vilja rekavið Reki Enn rekur þokkalega drumba.  Tilboð metin yfir klakann og færið því mun mýkra en hefur verið. Klakinn á hægu undanhaldi Það er þó skammgóður vermir því seinna í vikunni mun kólna og lítils- háttar úrkoma verður í formi slyddu eða rigningar á höfuðborgarsvæð- inu, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu. Þar af leiðandi gæti fær- ið á stígunum hugsanlega eitthvað breyst. Ekki er útlit fyrir að klakinn bráðni allur alveg á næstunni. Um helgina er útlit fyrir þurrt og bjart veður. Sólin sem var á lofti í gær náði eitthvað að bræða þann klaka sem hún náði til en hún er enn of veik til að geta brætt hann í veruleg- um mæli. Mesti klakinn er suðvestantil á landinu, á Norðurlandi er snjór og fyrir austan er rigning, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu. Eykur álagið á fætur hrossa að þramma á hörðum klaka  Reiðhallir vel nýttar vegna mikils klaka á reiðvegunum á höfuðborgarsvæðinu Morgunblaðið/Kristinn Klaki á reiðvegum Mikill klaki hefur verið á reiðvegum á höfuðborgarsvæðinu. Slíkt er ekki gott fyrir fætur hrossanna til lengdar enda hafa hestamenn riðið frekar inni í reiðhöllum á mýkra undirlagi. SVIÐSLJÓS Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Færið á reiðvegunum er vægast sagt leiðinlegt. Það er ekki gott til lengdar fyrir hrossin að vera á reið- vegunum þar sem mikill klaki er á þeim. En undanfarið hefur veðrið verið mjög gott og því ekki skemmti- legt að hafa þurft að hanga mikið inni í reiðhöll til að þjálfa hestana,“ segir Sigurður Vignir Matthíasson, afreksknapi í hestaíþróttum, en hann rekur tamninga- og þjálf- unarstöð í Víðidalnum í Reykjavík. Mikill klaki hefur verið undanfarið á göngu- og reiðstígum á höfuðborg- arsvæðinu. Hestar og hestamenn hafa ekki farið varhluta af færinu og hafa hestarnir þurft að þramma á hörðum klakanum að stórum hluta það sem af er vetri. Þar af leiðandi hafa hestamenn ekki riðið hrossum sínum jafnmikið og ætla mætti. Ekki gott til lengdar „Auðvitað er alltaf gaman að ríða á ís en það er ekki gott fyrir hrossin til lengdar. Til dæmis nær maður ekki að þrekþjálfa hrossin mikið þar sem fet og hægt tölt er helst riðið á klakanum,“ segir Sigurður og bendir á að undirlagið henti ekki vel fyrir mörg ung hross sem eru að stíga sín fyrstu töltspor. Hann bendir þó á að alltaf sé hægt að kvarta yfir veðri og aðstæðum en menn verði að sætta sig við það sem náttúran hefur upp á að bjóða og gera það besta úr stöðunni. „Við værum t.d. í verri stöðu ef það væri enginn klaki á reiðgötunum, þá væri færið enn harðara og sem dæmi þá myndi jafnvel hættan á hófmari aukast.“ Skrapp austur fyrir fjall til að komast á betri reiðvegi Sigurður hefur brugðið á það ráð að keyra með hross í Ölfusið á Suð- urlandi til að þjálfa þau á mýkri reið- götum. Hann segir það skemmtilega tilbreytingu. Sigurður tekur þátt í Meistaradeildinni í hestaíþróttum sem fer fram í Ölfushöllinni. Hann hefur því náð að slá tvær flugur í einu höggi; nýta ferðina til að búa sig undir meistaradeildina og þjálfa hrossin á nýjum stað. Í gær lét Sigurður ekki illa af fær- inu þar sem smá sólbráð var komin Mikið álag er á Landspítalanum þessa dagana vegna inflúensu- faraldra og annarra umgangs- pesta sem ganga nú yfir. Sam- kvæmt upplýsingum frá spítalanum er álagið þó ekki óyf- irstíganlegt og hafi oft verið verra. Búast megi við slíku álagi á þessum árstíma. Meðalrúmnýting á spítalanum er nú 96% svo svigrúmið er lítið, en meðalrúmnýting á sjúkrahúsi eins og LSH þyrfti að vera 80- 85% svo unnt væri að mæta álag- stoppum eins og þessum. Álagið verður líklega mikið á spítalanum langt fram í mars því fjöldi þeirra sem greinast með inflúensu er enn á uppleið sam- kvæmt upplýsingum á vef Emb- ættis landlæknis. Inflúensan er seinna á ferðinni í vetur en þrjá síðastliðna vetur. Hún fór þar að auki hægt af stað en breiðist nú hratt út. Í síðustu viku höfðu 169 einstaklingar greinst með inflú- ensulík einkenni það sem af er árinu. Í síðustu viku (8. viku) var inflúensan staðfest hjá 15 ein- staklingum, þar af voru 14 með inflúensu A(H1)pdm09 og einn með inflúensu A(H3), segir á vef landlæknis. Fjöldi einstaklinga með inflúenskulík einkenni eftir vikum og ári frá 2010 til 8. viku árið 2014 400 350 300 250 200 150 100 50 0 Fj öl di ti lf el la 40 42 650 1446 102 1844 852 1648 124 20 Vika árs 2010-2011 2011-2012 2012-2013 2013-2014 Mikið álag á Landspítalanum  Ekki óyfirstíganlegt  Inflúensan er enn á uppleið „Þetta er góður samningur við gott fólk,“ segir Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands, en í gær var undirritað bind- andi samkomulag við kaupendur að húsnæði í Þrastarlundi í Grímsnesi sem UMFÍ á. „Kaupendurnir er fólk sem er bú- sett á svæðinu og hefur áhuga á að byggja upp þjónustu þar í kring,“ segir Sæmundur sem vildi ekki greina frekar fá högum fólksins. Ekki fékkst uppgefið kaupverð hússins þar sem ekki var búið að ganga að fullu frá kaupsamningum. Húsnæðið í Þrastarlundi hefur ver- ið til sölu frá því í desember sl. Ekki fylgdi með í kaupunum 45 hektara land Þrastarlunds. thorunn@mbl.is Þrastarlund- ur seldur Ljósmynd/Guðmundur Karl Selt Ungmennafélag Íslands hefur selt Þrastarlund í Grímsnesi. „Að ríða hestum á miklum klaka til lengri tíma veldur auknu álagi, tala nú ekki um ef hratt og geyst er riðið. Slíkt er slítandi fyrir fæt- ur hrossanna og reynir á hófa og liði,“ segir Lísa Bjarnadóttir dýra- læknir en hún á og rekur Dýra- spítalann í Víðidal í Reykjavík. Hún segir að enn sem komið er hafi ekki komið hross til hennar með áverka sem hægt er að rekja beint til þess að mikið hafi verið riðið á klakanum á reiðvegunum. Hún segir þó að ekki sé útilokað að slíkt gæti komið upp þar sem enn er mikill klaki á reiðvegum. Hann sé óslétt- ur og því alltaf hætta á að hrossum skriki fótur. Lísa segir að mun minna hafi verið riðið út það sem af er vetri en síðustu ár. „Fólk hefur notað frekar reið- hallirnar en meira líf er að færast í útreiðarnar. En Reykjavíkurborg og Kópavogsbær hafa ekki verið dugleg að sanda og salta reiðveg- ina í vetur.“ Varhugavert að fara geyst REIÐVEGIR Í KLAKABÖNDUM Lísa Bjarnadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.