Morgunblaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MARS 2014 flottir í flísum Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is SVIÐSLJÓS Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Ekki er hægt að útiloka að upplýsingar sem eru gefnar um lyfjanotkun Íslendinga séu rangar. Áreiðanleikabrestir eru í lyfjagagnagrunni Emb- ættis landlæknis, að sögn Ingunnar Björnsdóttur, lyfjafræðings og dósents við Oslóarháskóla. „Það er enginn gagnagrunnur 100% réttur en magnið af villunum í lyfja- gagnagrunninum bendir til þess að hann sé óáreiðanlegri en ásættanlegt er,“ segir Ing- unn. „Mæliaðferðin sem hefur verið notuð í samanburði á lyfjanotkun milli landa nefnist DDD, skilgreindir dags- skammtar. Af þeim norrænu vörunúmerum sem við skoðuð- um, sem voru öll lyf í notkun á Íslandi, voru 10 til 20% rangt skilgreind og jafnvel meira.“ Ingunn vann tímabundið að lyfjagagnagrunn- inum hjá Embætti landslæknis en þegar hún hætti í árslok 2012 var aðeins búið að leiðrétta um helm- ing þeirra villna sem þurfti að leiðrétta. „Það var á einum af síðustu dögum mínum í starfi sem það kom í ljós að leiðréttingarnar höfðu ekki allar farið inn. Því vitum við ekki hvað skilaði sér og hvað ekki.“ Ekki Norðurlandameistarar Spurð hvernig villur slæðist inn í lyfjagagna- grunninn nefnir Ingunn tvö dæmi: „Við afhjúp- uðum t.d eina villu sem leiddi til rangrar fréttar í fréttabréfi Sjúkratrygginga. Þar kom fram að Ís- lendingar væru Norðurlandameistarar í notkun á sterkum verkjalyfjum en svo var ekki, þegar búið var að leiðrétta DDD-villurnar vorum við á svip- uðu róli og aðrar þjóðir. Svo kemur fyrir að apótek sendi inn lyfseðla og afturkalli en þeir fara ekki út úr grunninum. Eitt sinn kom allt í einu mikil hækkun á milli ára í einu tilteknu sýklalyfi og var ósamræmi í því sem var selt frá heildsala til apóteka og svo frá apótekum. Það kom í ljós að sjúklingur hafði fengið lyfseðil upp á 71.712 pakka af þessu sýklalyfi. Starfsmaður apóteksins hafði þá óvart slegið hið norræna vöru- númer lyfsins, sem var 071712, inn í afgreiðslu- kerfið í staðinn fyrir pöntunarkerfið og því virtust 71.712 lyfseðlar hafa verið gefnir út. Apótekið aft- urkallaði lyfseðilinn tveimur dögum eftir að hann var gefinn út en hann afturkallaðist ekki úr grunn- inum. Færslan kemur inn í grunninn í október 2010 og uppgötvast ekki fyrr en í nóvember 2011. Engar viðvörunarbjöllur í kerfinu hringdu.“ Í stappi við landlækni Ingunn stendur nú í stappi við Embætti land- læknis um að fá upplýsingar um úttekt á lyfja- gagnagrunninum. Henni hefur m.a. verið synjað um aðgang að tölvupóstum sem embættið taldi vinnugögn. Ingunn kærði þá ákvörðun til úrskurð- arnefndar um upplýsingamál sem úrskurðaði henni í hag 16. ágúst 2013. Hún hefur þó ekki enn fengið gögnin sem hún ætlar að nota við vinnu sína við Oslóarháskóla. „Ég ætla að nota þau til að greina hvers eðlis villurnar voru og skrifa fræði- grein um það,“ segir Ingunn. Hún ræddi málið á námskeiði um gagnagrunnarannsóknir í Gauta- borg og á fyrirlestri í Osló. Á báðum stöðum vakti málið mikinn áhuga og hún hefur verið hvött til að fjalla um það víðar. Ingunn þarf því gögnin frá Embætti landlæknis fljótlega til að geta gert nákvæma greiningu á þeim en hennar tilfinning er sú að allt sé gert til að koma í veg fyrir það. „Fyrst ætluðu þau að afhenda mér gögnin út- prentuð, yfir 5.000 blaðsíður sem ég hefði þurft að slá inn aftur. Ég átti líka að borga pappírsgjald sem gat numið frá hundrað þúsundum króna, ef ég fengi ljósrit, og upp í eina og hálfa milljón ef ég fengi endurgerð skjala. Ég mótmælti þessu og sagði að það væri ódýrara og einfaldara að senda mér þetta rafrænt enda skráin aðeins 300 mega- bæt sem tekur ekki langan tíma að afrita. Það næsta sem berst er að þau ætli að fá verktaka til að afrita þetta rafrænt og ég á að borga kostnaðinn við hann og kostnaðurinn er ekki tilgreindur. Það er dagljóst að þau vona að ég gefist upp. Síðasta fimmtudagsmorgun fór ég aftur til úr- skurðarnefndar upplýsingamála og kærði Emb- ætti landlæknis fyrir að fylgja ekki fyrri úrskurði og hindra aðgengi að gögnunum,“ segir Ingunn. „Til að geta greint villurnar ýtarlega þarf ég póstana. Á sínum tíma áttuðum við okkur á því að sumar af leiðréttingunum sem var búið að gera í stoðskrá fóru ekki alla leið inn í gagnagrunninn og það er það sem ég er að eltast við núna. Hefði verið staðið almennilega að gæðamálum á þessum lyfja- gagnagrunni væri ég ekki að hanga í þessu,“ segir Ingunn. Hún segir skorta á að það sé gæðavökt- unarkerfi hjá embættinu til að koma í veg fyrir villur. „Það er uppi óvissa um af hvaða gæðum upplýsingar sem eru í lyfjagrunninum eru.“ Brestir í lyfjagagnagrunninum  Upplýsingar sem eru gefnar um lyfjanotkun Íslendinga mögulega rangar  Lyfjafræðingur gagnrýnir vinnu við lyfjagagnagrunn landlæknisembættisins og segir hann óáreiðanlegan Morgunblaðið/Sverrir Lyf Lyfjagagnagrunnur landlæknisembættisins er til þess að fylgjast með þróun lyfjanotkunar. Ingunn Björnsdóttir Í svari við fyrirspurn til Embætt- is landlæknis um það hvort upp- lýsingarnar í lyfjagagnagrunn- inum gætu verið rangar segir: „Lyfjagagnagrunnur Embætt- is landlæknis var fluttur í raun- tímauppfærslur á árinu 2012 og er endanlegur flutningur grunnsins til embættisins frá Tryggingastofnun ríkisins á lokastigi. Til undirbúnings þeirri vinnu var rýnd umgjörð hans hvað varðar stoðskrár og inn- flutt gögn í samstarfi við aðrar stofnanir sem koma að grunn- inum. Lyfjaupplýsingar fara í grunninn frá öllum apótekum landsins og þar tengjast gögnin stoðskrám sem styðja við rétta flokkun og skráningu. Við aukna nýtingu á grunninum vegna vöktunar og eftirlits með lyfja- ávísunum hafði komið í ljós að stoðskrár þurftu á uppfærslu að halda. [...] Lagfæringar á stoðskrám lyfjagagnagrunns var einn þáttur í því að bæta gögnin og fleiri skref hafa verið stigin í þá átt, m.a. er reynt að byggja inn sjálfvirkni í villuleit við mötun á gögnum inn í grunninn alls staðar sem það er mögulegt. Nú þegar lyfjagrunn- urinn er uppfærður í rauntíma og læknar eru farnir að nota hann í daglegu starfi koma einnig ábendingar til embættis- ins um misræmi en þær eru fáar og brugðist við þeim sem lið í prófunum á nýja rauntíma- viðmóti.“ Uppfærði stoðskrár EMBÆTTI LANDLÆKNIS Lögregla höfuðborgarsvæðisins handtók tvo karla og tvær konur, öll á þrítugsaldri, á fimmtudag vegna þjófnaða úr verslunum og grunnskóla. Annar mannanna reyndist jafnframt eftirlýstur fyrir aðrar sakir. Fyrst var par hand- tekið í miðborginni eftir hádegið, en þau höfðu stolið fatnaði í ónefndri verslun. Parið var flutt á lögreglustöð og kom þá í ljós að maðurinn var eftirlýstur fyrir aðr- ar sakir. Skömmu síðar var karl á þrítugsaldri handtekinn í austur- borginni, en sá hafði stolið úlpu í grunnskóla. Starfsmenn skólans sáu til þjófsins og létu lögreglu vita. Síðdegis voru svo höfð afskipti af konu á þrítugsaldri, en hún stal vörum úr verslun í Kópavogi. Tekin fyrir þjófnað í skólum og verslunum Margir litu inn á þorra- og góublóti ORG ættfræðiþjón- ustunnar, áhugamenn og fræðimenn, enda á Oddur F. Helgason æviskrárritari og samstarfsfólk hans marga vini. Þorramatur að norðan var á borðum. Ekki skorti umræðuefnið því fólk, ættfræði og þjóðmál eru sameig- inlegt áhugamál gestanna. Góublótið var að vanda haldið í vinnustofu ætt- fræðiþjónustunnar í húsi ÍTR við Skeljanes. Þar er unn- ið alla daga að stækkun hins mikla ættfræðigrunns sem Oddur og samstarfsfólk hans hefur byggt upp á all- mörgum árum. Oddur segir raunar að ættfræðiþjón- ustan grundvallist á fólkinu sem komi inn af götunni og sé því eins konar grasrótarstofnun. Fólkið skiptist á upplýsingum, það fær upplýsingar og veitir upplýs- ingar á móti. ORG býr nú yfir einum stærsta ætta- og æviskrár- grunni sem um getur og samanstendur af upplýsingum um 755 þúsund einstaklinga. Og sífellt bætist í. Meðal gesta á blótinu var Ármann Kr. Ólafsson, bæj- arstjóri í Kópavogi. Morgunblaðið/Golli Ekki skorti umræðuefni á þorra- og góu- blóti áhugamanna um ættfræðigrúsk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.