Morgunblaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MARS 2014 ✝ SteingrímurVilhjálmsson fæddist í Hátúni á Nesi í Norðfirði 16. nóvember 1924. Hann lést á Sjúkra- húsinu á Akureyri 19. febrúar 2014. Foreldrar hans voru Vilhjálmur Stefánsson, f. á Hofi í Norðfjarð- arsveit 28.4. 1877, d. í Hátúni í Neskaupstað 12.4. 1953, og Kristín Árnadóttir, f. í Grænanesi í Norðfirði 8.10. 1887, d. í Neskaupstað 12.10. 1936. Börn þeirra voru: Sveinhild- ur, Laufey, Sigfinnur, Sigurður Björgvin, Bjarni, Þorbjörg Guð- ríður, Helga, Árni, Friðrik, Guðni, Valgeir Gunnlaugur og Steingrímur. Auk þessara barna eignuðust þau dreng 1916 og stúlku 1928 sem bæði lifðu skamma stund og þrjár stúlkur fæddust andvana, 1926, 1930 og 1933. Fyrri kona Vil- hjálms var Sveinhildur Hildi- brandsdóttir, f. 20.11. 1876 í Sandvíkurseli, d. 6.1. 1907 í Há- túni. Börn þeirra voru: Brandur Ágúst, Sigurlín, Þórunn, Stefán Valgeir (1) og Stefán Valgeir (2) og drengur sem dó í fæð- ingu 1907. Guðrún, stjúpdóttir Vilhjálms, dóttir Sveinhildar og fyrri manns hennar Brands grímur, Tinna Sif og Sandra Marín. 6) Sigurður, f. 1958, maki Kristjana Friðriksdóttir. Dætur þeirra: Ásdís og Hugrún. Fyrir átti Sigurður Sigurdísi Ösp. 7) Sigurlaug Guðrún, f. 1959, maki Eyjólfur Árnason. Dætur þeirra: Guðbjörg, Anna Vala og Eyrún. 8) Anna Hall- fríður, f. 1960, maki Hafþór Hermannsson. Börn Önnu og Sigurmons Þórðarsonar: Jörg- ína Þórey, f. 3.2. 1980, d. 21.2. 1980, Sigurður Örvar, Silja Rós, Signý og Salóme. 9) Auður, f. 1963, maki Guðmundur Sveins- son. Börn þeirra: Sveinn, Anna Lóa og Svala. 10) Eysteinn, f. 1965, maki Aldís Guðrún Axels- dóttir. Synir þeirra: Elmar, Ey- þór og Reynir. Afkomendur Steingríms og Önnu eru 79. Steingrímur lauk búfræði- prófi frá Bændaskólanum á Hólum 1944. Var á síld eina vertíð, fjósamaður á Hólum, ráðsmaður í Garði í Hegranesi og kenndi við barnaskóla Við- víkursveitar. Steingrímur og Anna hófu búskap í Brimnesi en stofnuðu nýbýlið Laufhól ár- ið 1952 og þar var Steingrímur bóndi til ársins 2011. Stein- grímur gegndi trúnaðar- störfum, var hreppstjóri, í sveitarstjórn, formaður og gjaldkeri sjúkrasamlags og búnaðarfélags. Var sýslunefnd- armaður í 18 ár, deildarstjóri KS, í stjórn Sjúkrahúss Skag- firðinga og í áfengisvarn- arnefnd og skólanefnd. Stein- grímur verður kvaddur í Sauðárkrókskirkju í dag, 1. mars 2014, kl. 14, en jarðsett verður í Viðvíkurkirkjugarði. Jónssonar, ólst upp í Hátúni. Systkini Steingríms eru öll látin. Eiginkona Steingríms var Anna M. Jóns- dóttir, f. á Svaða- stöðum 6.8. 1922, d. á Sauðárkróki 14.7. 2009. For- eldrar hennar voru Jón Pálmason á Svaðastöðum, f. 7.10. 1900, d. 12.8. 1955, og Sig- urlaug Guðrún Sigurðardóttir frá Hvalnesi, f. 6.5. 1903, d. 23.2. 1971. Börn Steingríms og Önnu eru: 1) Gunnlaugur, f. 1948, maki Svala Jónsdóttir. Börn Gunn- laugs og Sigríðar Steinunnar Óladóttur: Guðlaug Anna, Þor- steinn og Valdís María. Börn Gunnlaugs og Valbjargar Fjól- mundsdóttur: Sindri Víðir og Fjóla Björk. 2) Símon Rúnar, f. 1949, maki Sigrún Höskulds- dóttir. Synir þeirra: Pálmi og Einar. 3) Vilhjálmur, f. 1953, maki Ásdís Garðarsdóttir. Börn þeirra: Anna Freyja, Dagný Ösp og Garðar Freyr. 4) Hall- dór Sigurbjörn, f. 1955, maki María Soffía Steingrímsdóttir. Börn þeirra: Hjörvar, Steinunn Anna og Ragnheiður. Fyrir átti María Steingrím Óskarsson. 5) Kristín Sigurlaug, f. 1956. Börn hennar: Sigurbjörg Ósk, Stein- Það eru rúm þrjátíu ár síðan ég hitti Steingrím Vilhjálmsson, tengdaföður minn, í fyrsta sinn. Auður taldi að tími væri kominn á formlega kynningu, hún hafði undirbúið mig og sagt mér á hverju ég mætti eiga von. Og það gekk eftir. Í eldhúsinu tók Anna á móti mér glaðleg og fyllti eld- húsborðið kræsingum. Ég var sestur í hornið þar sem ég átti eftir að sitja svo oft. Steingrímur kemur inn, heilsar mér með þéttu handabandi og fær sér sæti. Fljótlega komu spurningar sem ég reyndi að svara eftir bestu getu um mig, mitt fólk og sitthvað fleira en yfirheyrslan varð býsna löng. Stundirnar við eldhúsborðið áttu eftir að verða margar þar sem hin ýmsu mál voru rædd og oft var slegið á létta strengi. Áhugi okkar á ljóðagerð og íslensku máli tengdi okkur ágætlega saman og ófáar vísur og ljóð var ég búinn að fá að heyra í eldhúsinu á Laufhóli reyndar frá þeim hjónum báðum. Búskapurinn var líka oft ræddur og mál honum tengd. Eftir því sem ég kynntist tengdaföður mínum meira hafði ég gaman af því að koma með óvænta vinkla á hin ýmsu mál og þá var bóndinn oft hugsi. Oft var hringt til mín eftir að ég var kominn heim þar sem ég þurfti að standa fyrir máli mínu. Það var ekki hægt að fara með hálfkveðnar vísur fyrir Stein- grím á Laufhóli. Hann var mikill nákvæmnismaður, skarpgreind- ur, minnugur, þrjóskur og þrár ef því var að skipta. Tengdaföður mínum voru falin ýmis trúnaðarstörf fyrir sína sveit og sitt hérað þar sem hans eðliskostir nutu sín vel til góðra starfa. Mig grunar að þeir kostir sem reyndust honum sem best hafi oft á tíðum einnig laumast svolít- ið aftan að honum á stundum og verið til trafala. En mér og mínu fólki reynd- ust þau Laufhólshjón afburðavel og var það mitt lán að kynnast þessu sómafólki og fyrir það verð ég ævarandi þakklátur. Börnin mín minnast afa sem var alla tíð áhugasamur um þeirra hagi og lét sér annt um þau til hinsta dags. Ævistarfið var drjúgt, Lauf- hóll byggður upp og komið á legg stórum barnahópi sem ber foreldrum og góðu uppeldi gott vitni. Steingrímur var farsæll bóndi sem spilaði vel úr þeim spilum sem hann hafði. Fyrir tæpum tveim árum var brugðið búi og flutt til Akureyr- ar. Mér fannst hann hálfráðvillt- ur eftir þessar miklu breytingar á sínum högum og þótt börnin sem búsett eru á Akureyri dekr- uðu við hann var hugurinn í Skagafirði. Og hann stefndi þangað. Í Skagafirði vildi hann eyða sínum síðustu árum en eng- inn ræður sínum næturstað. Þegar við Auður keyrðum norð- ur til vera hjá honum síðustu nóttina var mikið sjónarspil hjá almættinu. Norðurljósin döns- uðu um himinhvolfið og ég er ekki frá því að þau hafi myndað óslitna braut úr Eyjafirði yfir í Skagafjörð um Hörgárdal og Hjaltadalsheiði og þessa braut hefur Steingrímur eflaust notað til síns hinsta ferðalags. Ég þakka ógleymanleg kynni og bið þig fyrir kveðju til tengda- mömmu. Guðmundur Sveinsson. Steingrímur Vilhjálmsson, föðurbróðir minn, er látinn, tæp- lega níræður að aldri. Það kom á óvart, hann hætti búskap fyrir stuttu, hélt heimili fram á síðasta dag og bar sig vel. Steingrímur var ekki aðeins föðurbróðir minn, hann var fóstri minn, upp- fræðari og besti vinur. Við systkinin höfðum kynnst öðrum systkinum pabba áður en ég hitti Steingrím. Þau bjuggu í Neskaupstað og á Djúpavogi, þegar þau áttu leið til höfuðborg- arinnar bjuggu þau á heimili okkar. Öll nema Guðni, sem bjó lengi nálægt okkur og Brandur, sem bjó í Reykjavík og skaut skjólshúsi yfir okkur þegar mest lá við. Við elskuðum hann og Dóru og nutum nærveru þeirra. Steingrímur var yngstur systk- inanna, hann hafði farið frá Norðfirði á Bændaskólann á Hólum kornungur. Þar hitti hann Önnu sína og þá var ekki ástæða til að fara heim aftur. Þau hófu búskap á Laufhóli í Viðvíkursveit, fyrstu árin í gamla bænum í Brimnesi hjá móður og stjúpa Önnu. Þar fæddust þrír elstu synirnir. Það var einmitt vegna þeirra sem leiðir okkar lágu saman. Vorið 1954 sögðu foreldrar mínir mér að ég hefði verið dug- leg að sinna bræðrum mínum. Nú væri kominn tími til að fara út í hinn stóra heim, norður í Skagafjörð að gæta Vilhjálms á öðru ári. Það þurfti ekki að líta eftir herrunum Gunnlaugi og Símoni 5 og 4 ára. Þeir tóku að sér að leiða frænku sína í allan sannleika um búskaparhætti, sýndu gamla bæinn, blómagarð ömmu sinnar, nýja fjósið og Fergusoninn og fóru með vísur þess á milli. Síðar smíðuðu þeir hjólbörur til að létta henni barnagæsluna. Ég sinnti Vil- hjálmi undir handleiðslu Önnu og þvoði upp eftir matinn á með- an hann svaf. Vinnumanni þeirra og öðrum í Brimnesi 11 og 12 ára gömlum fannst ekki mikið vit í að fá stelpu frá Reykjavík til að skoða hænuungana dag eftir dag. En ég tók það ekki nærri mér. Mér leið vel, hafði sérher- bergi með mynd af fallegum engli vakandi yfir mér. Næsta sumar hafði fjórði sonurinn bæst í hópinn, ég fór norður með rút- unni um leið og skólinn var bú- inn. Halldór litli svaf mikið en það þurfti að skipta á honum, baða hann og gefa honum pel- ann. Skyldurnar urðu fleiri, sækja kýrnar, taka þátt í hey- skapnum og ég fékk lamb að launum um haustið. Kristín fæddist næsta sumar, hún var yndisleg. Enn bættust í hópinn Sigurður og Sigurlaug, ég var að springa úr stolti að eiga öll þessi fallegu fósturbörn. Eftir mín sex sumur eignuðust þau hjónin Önnu, Auði og Eystein. Eysteinn er aðeins árinu eldri en Bjarni sonur minn, síðan átti ég Stefán og Steingrím yngstan. Stein- grímur og Anna höfðu gantast með að ég hefði fengið nóg af barnaamstri á þessum árum. Þeim skjátlaðist þar en ég keypti mér snemma uppþvottavél. Smátt og smátt áttaði ég mig á því að það var jafnaðarhyggja foreldra minna sem sá til þess að ég fór norður fyrsta sumarið. Börnum Önnu og Steingríms og fjölskyldum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi þau öll. Önnu og Steingrími þakka ég fóstrið og umhyggjuna, fyrir að kenna mér að þekkja fugla og plöntur og reyna að kenna mér vísur. Ég sakna þeirra beggja. Elísabet Bjarnadóttir. Nú þegar afi er kvaddur rifj- ast upp margar heimsóknirnar til hans og ömmu í sveitinni. Það var svo gott að koma til ykkar, alltaf tekið svo vel á móti manni. Þá var byrjað að hlaða á borð- ið, sest niður og spjallað um dag- inn og veginn. Hvernig gengi í skólanum og hvað ég ætlaði nú að verða þegar ég væri orðin stór . Mér er minnisstætt þegar ég fór með afa að tína ber og fékk ég þá dós hjá ömmu til að tína í. Amma beið heima eftir okkur meðan við skruppum í berja- móinn. Þegar ég var búin að fylla boxið héldum við heim og þegar ég kom inn til ömmu sagði ég „nú verður afi mjög glaður með mig, ég er búin að tína fullt box af krækiberjum handa honum“. Amma leit þá ofan í boxið, klapp- aði saman lófunum og brosti til mín. „Já, Valdís mín, hann afi verður mjög svo glaður með þetta. Við skulum nú bara sýna honum þau og vita hvað hann segir um þessi ber sem þú tínd- ir.“ Þegar kom að því að sýna afa boxið með berjunum sem ég tíndi, brostu þau bæði til mín og sögðu að við ættum ekki að borða þessi ber sem ég hefði tínt handa afa. Ég spurði af hverju hann gæti ekki borðað berin mín eins og sín? Við hefðum tínt þau á sama stað! Þá sýndu þau mér í boxið hans afa þar sem falleg krækiber var að sjá, en mín ber voru örlítið stærri og flottari að mér fannst. En það verra var að það voru víst bara lítil lamba- spörð sem ég hafði tínt í dósina. Já, svona er þetta, sögðu þau. Við færum bara aftur seinna og tíndum saman í box, sem við gerðum. Einnig er mér minnisstætt þegar við fórum í ferðalag sam- an, pabbi, afi, amma og ég. Við stönsuðum og fengum okkur hressingu við fallegan stein sem ég gat klifrað upp á og setið á. Afi sá hvað ég var búin að koma mér vel fyrir á steininum og ákvað að klifra upp til mín. Pabbi var fljótur að taka upp mynda- vélina og mynda okkur afa þar saman. Síðan sögðu þeir við mig „ekki vera að vola þetta, brostu bara þegar verið er að taka mynd af þér“. Sem ég reyndi, en afi bara heyrði ekki að ég var að segja honum að hann stæði ofan á litlaputtanum á mér. Já, margar eru minningarnar um afa og ömmu í sveitinni. Minningar um það þegar við frænkurnar gistum hjá afa og ömmu, ég og Steinunn Anna. Við gistum á bekknum í stofunni og afi settist hjá okkur og sagði sög- ur. Slíkar minningar lifa og gleðja. Elsku afi, takk fyrir allt. Nú ert þú kominn til ömmu. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku pabbi og aðrir aðstand- endur, ég sendi innilegar sam- úðarkveðju til ykkar allra. Valdís María. Sumrin 1985 og 1986 voru minn gæðatími með afa. Þá fór- um við yfir landsmálin í nútíð og fortíð: samvinnuhreyfinguna, landbúnaðarpólitík, karakúlféð og skoska hrúta, svona til að nefna það helsta. Það voru for- réttindi að dveljast hjá afa og ömmu á Laufhóli sumarlangt, umkringdur frændfólki og skag- firskum fjöllum. Þetta voru ekki sumarfrí í hefðbundnum skiln- ingi því „bændur eiga aldrei frí“. Fjörið var enda í því fólgið að fá að taka á, spreyta sig og finna jafnvel svolítið til sín. Afi passaði þó að hafa jafnvægi í hlutunum; morgunkaffitíminn, fréttirnar og hádegisblundurinn voru alltaf á sínum stað og að mestu leyti var frí á sunnudögum þrátt fyrir allt. Það var magnað að hlusta á afa fara með kvæði og kynstrin öll kunni hann utanbókar. Radd- blærinn minnti mig á hetjur Ís- lendingasagna og það var eins og þessi sterki maður með sínar stóru hendur yrði stundum svo- lítið meyr í síðustu vísuorðunum. „Sá eg ei fyrr svo fagran jarðargróða, fénaður dreifir sér um græna haga, við bleikan akur rósin blikar rjóða. Hér vil eg una ævi minnar daga alla sem guð mér sendir. Farðu vel, bróðir og vinur!“ – Svo er Gunnars saga. (Jónas Hallgrímsson) Einar Símonarson. Ljóð eru það fyrsta sem kem- ur upp í hugann þegar ég hugsa um afa á Laufhóli. Alltaf var hann tilbúinn að fara með vísur og sýndi ótrúlega þrautseigju við að fá okkur yngri kynslóðina til þess að hlusta og læra af sér. Á ferðalögum okkar á sumrin var stundum eins og hann væri óþrjótandi uppspretta ljóða og indælt að líða um landið og hlusta á hrjúfu röddina hans fara með heilu kvæðin. Sögurnar sem afi sagði eru líka minnisstæðar og hann var skemmtilegur sögumaður. Sum- ar fjölluðu um fyrstu búskaparár hans og ömmu í gamla bænum og hvernig það hefði verið að flytja ungur frá Neskaupsstað í Skagafjörð. Þegar við pabbi renndum í Laufhól voru amma og afi undir eins komin út á stétt til þess að heilsa okkur og bjóða í bæinn. Allir voru velkomnir í Laufhól og bæði amma og afi sérstaklega gestrisin. Samstundis var farið að huga að því hvar Fóstri væri niðurkominn og hvort reiðtygin væru til taks. Eitt sinn fórum við afi upp á Flóa saman og fundum jarpa klárinn. Ég vildi fara á bak undireins en engin reiðtygi voru meðferðis. Afi dró blá bagga- bönd úr vasanum, hnýtti beisli og leysti málið eins og hans var von og vísa. Þannig brokkuðum við Fóstri niður í Laufhól. Afi var sterkur og ákveðinn persónuleiki og dvölin á Laufhóli mótaði mig á margan hátt. Þarna lærði ég að vinna og stökk alltaf til þegar afi fór út, þótt ekki væri nema til að athuga með kind- urnar. Ósjaldan leiddumst við hönd í hönd upp í fjárhúsin, það kom ekki til greina að sitja heima verkalaus. Afi hafði þann sérstaka eiginleika að láta manni alltaf finnast sem maður hefði mikilvægu hlutverki að gegna í sveitinni, sama hverju unnið var að. Brynna þurfti skepnum, loka hliðum og halda á fjárbókinni. Jafnvel þegar ég fór á hestbak gantaðist hann með að núna væri ég væri að þjálfa hestinn fyrir göngurnar um haustið. Aldrei dró afi úr því sem ég tók mér fyrir hendur en hvatti mig frekar til verka enda sjálfur unnið gríðarlega mikið um æv- ina. Eitt sinn björguðum við Hugrún örsmáu dauðvona lambi með hárþurrku í þvottahúsinu og fengum mikið hrós fyrir. Afi var óspar á hrósið þegar vel var gert. Í einni heimsókninni á Lauf- hól var mér boðið á hestbak í Brimnesi. Ég kom seint til baka og amma og afi sofnuð. En afi hafði kveikt á lampa inni hjá mér og lagt þar hjá kvæði eftir Þor- stein Erlingsson sem hann hafði skrifað upp þá um kvöldið, og byrjar svo: Ef byggir þú, vinur, og vogar þér hátt, og vilt, að það skuli ekki hrapa: þá leggðu þar dýrustu eign, sem þú átt, og allt, sem þú hefur að tapa. Og fýsi þig yfir til framtíðarlands og finnist þú vel getir staðið, þá láttu ekki skelfa þig leiðsögu hans, sem leggur á tæpasta vaðið. Mér hlýnaði verulega um hjartaræturnar og lærði allt kvæðið utanbókar svo ég gæti nú farið með það fyrir hann yfir hafragrautnum morguninn eftir. Elsku besti afi minn. Ég mun ylja mér við vísurnar sem þú kenndir mér og hugsa hlýlega til allra þeirra dýrmætu stunda sem við áttum saman. Dætur mínar fá að heyra af þér margar sögur og þú munt lifa í minn- ingum okkar. Ásdís Sigurðardóttir. Margs er að minnast og margs er að sakna er ég minnist afa míns. Hugurinn leitar til baka og ég er komin í sveitina til afa og ömmu á Laufhóli, þar sem mér þótti svo gott að vera og sótti það stíft frá barnsaldri. Var ég dugleg að koma mér þangað þó foreldrar mínir gætu ekki alltaf keyrt mig í sveitina þegar mig langaði til þess. Athugaði ég þá hvort ekki væru einhverjir staddir í kaupfélaginu á Hofsósi sem ættu leið þar hjá. Einnig naut ég þess að fara með Villa frænda er hann var á ferðinni og seinna meir fór ég með skóla- bílnum þegar Eysteinn var kom- inn í grunnskólann á Hofsósi. Er ég horfi um öxl og minnist afa kemur einnig alltaf minning um ömmu. Þau voru mér svo mikils- verð og á ég þeim svo margt að þakka. Hjá þeim lærði ég að vinna. Ég var mest við útistörfin í sveit- inni þó ég hafi líka reynt að hjálpa ömmu við heimilisstörfin. Minnist ég svo margs sem ég gerði með þeim og eru það minn- ingar sem ég á með mér. Erf- iðasta ákvörðun mín var sumarið sem ég varð 16 ára, en þá ákvað ég að það yrði mitt fyrsta sumar sem ég yrði ekki sumarlangt í sveitinni og reyndi fyrir mér við annarskonar störf. Mörg voru ljóðin og vísurnar sem afi fór með, þuldi hann oft yfir mér eina meðan við borð- uðum morgunmatinn og átti ég svo að læra hana og fara með er ég kæmi inn í hádegismatinn. Er ég honum afar þakklát fyrir að deila þessum áhuga með mér. Minnist ég afa fara með heilu ljóðabálkana, svo sem Gunnars- hólma ásamt fleirum. Samveru- stundunum fækkaði eftir að ég flutti til Reykjavíkur, í staðinn kom að við heyrðumst oftar sím- leiðis. Er afi lét af bústörfum flutti hann til Akureyrar. Þar hafði hann komið sér vel fyrir í íbúð sinni að Víðilundi og kom ég nokkur skipti til hans þangað. Elsku afi, mér finnst ég svo lánsöm og rík að hafa átt þig að. Minningar sem ég á um þig ylja mér. Stolt get ég sagt börnunum mínum sögur úr sveitinni. Hvíldu í friði, þú ert og verður alltaf í hjarta mér. Takk fyrir allt sem þú gafst mér og varst mér alla tíð. Margt er það og margt er það sem minningarnar vekur, og þær eru það eina sem enginn frá mér tekur. (Davíð Stefánsson) Þín Guðlaug Anna Gunnlaugsdóttir. Elskulegi afi minn. Nú er kveðjustundin okkar að ganga í garð. Ég trúi því ekki ennþá að þú sért búinn að kveðja þennan heim. Þú sem fylgdist alltaf svo vel með þínu fólki og fannst svo gott að fá fréttir af okkur barna- börnunum. Mér hlýnaði afskap- lega í hjartanu þegar mamma sagði mér að þú hefðir spurt um mig vegna ofnæmisins meðan þú lást inni. Mér fannst frábært að vita að þú hefðir hugsað til mín á þínum síðustu dögum. Minningin sem er mér efst í huga, svo sterk Steingrímur Vilhjálmsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.