Morgunblaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 32
32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MARS 2014 Ég hef́ann,“ hrópaði mark-vörður Víkings í 2. flokki,Ögmundur Kristinsson,þegar hann kom askvað- andi út úr markteignum í leik Víkings og ÍBV á Hásteinsvellinum í Eyjum sumarið 1971, og uppskar mikinn hlát- ur áhorfenda þegar hann hugðist kýla bolta í burtu en hafði ekki meiri stjórn á atburðarásinni en svo að boltinn skrúfaðist einhvern veginn aftur fyrir hann og sleikti síðan markstöngina. En sá hlær best sem síðast hlær, segir einhversstaðar. Árin 1981 og 1982 var Ögmundur aðalmarkvörður í liði Ís- landsmeistara Víkings og var valinn í A-landslið Íslands árið 1983. Ögmundur var á þessu tíma einn öfl- ugasti ungi skákmaðurinn í Taflfélagi Reykjavíkur, þekktur fyrir sókn- artilþrif og varasama gambíta eins „Marshall-árásina“ og „Búdapestar- bragð“. Taflfélag Reykjavíkur hafði eignast húsnæði við Grensásveg – í miðju hverfi Víkinga og þar steig hann sín fyrstu skref í skákinni. Síðan eru liðin mörg ár en undanfarið hefur Ög- mundur verið að auka þátttöku sína á mótum með styttri umhugsunartíma, og hann er líka að tefla kappskákirnar; var t.d. með á Reykjavíkurskákmótinu í fyrra og sýndi klærnar á nýafstöðnu móti GM Hellis, Nóa Síríus-mótinu. Þar hlaut hann 4 vinninga af sjö mögulegum, náði árangri upp á 2300 elo-stig og hækkaði um meira en 30 stig. Í skák sinni við Andra Áss Grét- arsson úr því móti var það ekki byrj- anakunnáttan sem réð úrslitum, held- ur miklu fremur snemmbær og tvísýn atlaga á drottningarvæng, síðar beindust spjótin að f7-reitnum og loks brast á með innrás eftir c- línunni. Laglegur sigur: Nóa Síríus-mótið; 1. umferð: Ögmundur Kristinsson – Andri Áss Grétarsson Kóngsindversk vörn 1. c4 Rf6 2. Rc3 g6 3. g3 Bg7 4. Bg2 O-O 5. d4 d6 6. Rf3 Rbd7 7. O-O e5 8. b3 He8 9. e3 c6 10. dxe5 dxe5 11. Bb2 Dc7 12. b4?! Svartur á við enga erfiðleika að etja eftir bitlausa byrjun hvíts. 12. … a5 13. a3 Bf8 14. c5 b6 15. cxb6 Dxb6 16. b5!? Gefur peð fyrir spil og nær að rugla Andra í ríminu. 16. … cxb5 17. Rg5 Hb8? Hér lá beinast við að leika 17. … Bb7 en þá þarf að taka með í reikninginn leikinn 18. Rd5 sem hægt er að svara með 18. .. Da7! 18. Db3 He7 19. Rd5 Rxd5 20. Bxd5 Skyndilega er hvítur kominn með óþægilegan þrýsting á f7-peðið. 18. … Rc5? Eftir þetta fer að halla undir fæti. Hér varð svartur að leika 20. … Bb7 og eftir 21. Bxf7+ Kh8 er staðan í jafnvægi. 21. Bxf7+ Kh8 22. Dd5! Öflugur leikur sem hótar 23. Bxe5+ o.s.frv. 22. … Bg7 23. Hac1 Rd7 24. Hc6 Da7 25. Dd6 Bf6 26. Hfc1 Hvítur bætir stöðu sína í hverjum leik. 26. …Bxg5 27. Hxc8+ Kg7 28. H8c7 Hb7 29. Bd5! Og nú fær svartur ekki varist liðstapi. 29. … Db6 30. H1c6 Da7 31. Hxb7 Dxb7 32. Hc7 Db6 33. Hxd7 Dxd6 34. Hxd6 - og svartur gafst upp. Stefán Kristjánsson sigraði á Nóa Sí- ríus-mótinu, hlaut 6 vinninga af sjö mögulegum, Björgvin Jónsson og Davíð Kjartansson komu næstir með 5 ½ vinning og í 4.-7. sæti urðu Bragi Þorfinnsson, Karl Þorsteins, Jón Viktor Gunnarsson og Magnús Örn Úlfarsson, allir með 5 vinninga. Jón Þorvaldsson á allan heiður af framkvæmdinni en honum tókst að laða til keppni marga af bestu skák- mönnum landsins sem tefldu eina umferð á viku í Stúkunni á Kópavogs- velli en keppendur voru 70 talsins. Víkingarnir í skákinni Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Þann 10. febrúar 2014 var gefið út bæj- arblað Félags óháðra borgara í Hafnarfirði, sem margir Hafnfirð- ingar muna eftir frá ár- um áður. Það var gefið út af ríku tilefni, þar sem nú eru liðin 48 ár síðan félagið var stofn- að. Borgarinn, eins og blaðið hét, var fyrst gef- inn út 1966, sama ár og félagið var stofnað. Eftir langvarandi spillingu og óstjórn gömlu flokkanna, Alþýðu- flokks, Framsóknar- og Sjáfstæð- isflokks til 1966, fengu bæjarbúar loksins tækifæri og kusu nýjan bæj- arstjórnarmeirihluta. Það blésu sem- sagt ferskir vindar um Hafnarfjörð vorið 1966. Á nýju kjörtímabili 1966- 1970 var tekið til í öllum fyrirtækjum og stjórn bæjarins, þar sem fjár- málastjórn virtist hafa verið í miklum ólestri. Bærinn tók stakkaskiptum á árunum 1966 til 1986 eða á 20 ára tímabili. Gatnamál voru tekin föstum tökum, fjármálin komust í gott lag, hitaveita var lögð í öll hús, bæj- arútgerðin efld, Norðurbærinn skipu- lagður og fleira mætti telja. Nýtt framfaraskeið hófst með nýjum bæj- arstjóra, Kristni Ó. Guðmundssyni, sem reyndist afar farsæll í starfi eða fram til 1979. En kjölfestan í bæjarmálunum að öðrum ólöstuðum á þessum árum reyndist vera Árni Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður, sem stofnaði Félag óháðra borgara af mikilli bjart- sýni, eldmóði og ekki síst reglusemi í öllu, sem hann tók sér fyrir hendur, hvort sem um áfengis- eða fjármál væri að tefla. Þetta framtak Árna Gunnlaugssonar nú ætti að vera áminning og hvatning fyrir bæjarbúa í þá veru að nú er sérstakt lag fyrir Hafnfirðinga að taka til í sínum ranni og endurtaka leikinn frá 1966. Það er rík nauðsyn að skipta um stjórnarherra í bænum og gefa núverandi meirihluta hvíld. Hann hef- ur fengið sín tækifæri og þau verða ekki fleiri. Á undanförnum árum hafa fyrri meirihlutar komið bænum á von- arvöl með glæfralegum fjármálagern- ingum og ýmsum öðrum röngum áherslum og ákvörðunum. Hafnfirðingar. Vaknið af doða og drunga og stofnið nýtt afl í anda Fé- lags óháðra borgara. Nú er rétti tím- inn að skipta út hinum þreyttu og ráðalausu, sem hafa næstum komið bænum í þrot. Er ekki kominn tími til að fara að dæmi Árna Gunnlaugssonar frá 1966 ? Félag óháðra borgara í Hafnarfirði Eftir Magnús Björn Brynjólfsson Magnús Björn Brynjólfsson »En kjölfestan í bæjarmálunum að öðrum ólöstuðum á þessum árum reyndist vera Árni Gunnlaugs- son, sem stofnaði Félag óháðra borgara af mikilli bjartsýni. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. STOFNAÐ1987 einstakt eitthvað alveg Ú r v a l e i n s t a k r a m á l v e r k a o g l i s t m u n a e f t i r í s l e n s k a l i s t a m e n n S k i p h o l t 5 0 a | S í m i 5 8 1 4 0 2 0 | w w w . g a l l e r i l i s t . i s M ál ve rk : Si g u rb jö rn Jó n ss o n Kringlunni 4 | Sími 568 4900 Vorvörur Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.