Morgunblaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 14
skyldur í Reynishverfi standa að. Búið er að reisa veggina sem koma tilbúnir frá BM Vallá, og síðan á að steypa gólfplötu, þá leggja þakið og að lokum tyrfa yfir til að húsið falli sem best inn í um- hverfið. Á Reyni er verið að stækka gistinguna og þar er byggt stálgrindaeiningahús sem flutt var af Hellisheiði. Í Görðum á að bæta við einu gestahúsi en þar voru fyr- ir tvö eins hús. Þá er Hótel Vík að ljúka við stækkun hótelsins sem hófst í fyrravetur.    Þrír athafnamenn á svæðinu, þeir Jóhannes Kristjánsson, Sig- urður Elías Guðmundsson og Örn Sigurðsson, hyggjast stofna félag um byggingu á tveimur fimm íbúða raðhúsum í Vík, en skortur á íbúðarhúsnæði hefur lengi verið vandamál, íbúðirnar verða 90 fer- metrar hver og eiga að standa við Sunnu- og Mánabraut.    Þá er smíði nýrrar brúar yfir Múlakvísl í fullum gangi en það er fyrirtækið Eykt sem sér um smíði brúarinnar og fyrirtækið Framrás í Vík sér um jarðvinnuna.    Mýrdælingar eru að undirbúa að stofna hlutafélag um lagningu ljósleiðara heim á flesta sveitabæi á svæðinu en lélegt netsamband er víða vandamál, sérstaklega hjá þeim sem reka ferðaþjónustu. Verkið er unnið í samvinnu við Vodafone og áætlað er að kostn- aður sé 40 milljónir. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Framkvæmdir Mikil uppbygging er í ferðaþjónustu í Mýrdal. M.a. er verið að stækka gistiaðstöðu á bænum Reyni. Mikil bjartsýni í Mýrdalnum ÚR BÆJARLÍFINU Jónas Erlendsson Fagridalur Mýrdalurinn iðar af fram- kvæmdagleði, mikil bjartsýni ríkir um áframhald á þeim fjölda ferða- manna sem streyma í gegnum svæðið enda hefur það upp á margt að bjóða sem heillar ferða- menn. Er því töluverður ávinn- ingur fólginn í því að reyna að fá þá til að stoppa sem lengst. Tölu- verð uppbygging er á svæðinu og margir bændur sjá þarna tækifæri í að auka tekjur sínar enda búin yfirleitt frekar lítil.    Verið er að byggja þjónustuhús í Reynisfjöru sem þrjár fjöl- 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MARS 2014 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Stærstur hluti þeirra einstaklinga sem glímdu við atvinnuleysi í langan tíma eða í hálft ár eða lengur og féllu svo af atvinnuleysisskrá á árunum 2009-2013 er nú í vinnu, eða nálægt 62%. Tæp 5% að auki eru í vinnu samhliða námi og 8% þessa hóps eru í námi. Þetta eru niðurstöður úr könnun Vinnumálastofnunar sem gerð var meðal þeirra sem hafa verið á at- vinnuleysisskrá sem félags- og hús- næðismálaráðherra kynnti á ríkis- stjórnarfundi í gær. 3.500 í atvinnuleit, heimavinn- andi eða hvorki í vinnu né námi Könnunin, sem gerð var meðal 3.000 manna úrtaks, náði til þýðis sem var nálægt 24.000 manns. Fram kemur að ef hlutfallstölurnar eru umreiknaðar í fjölda af þýðinu kem- ur í ljós að af þessum 24.000 manna hópi eru tæplega 17.800 manns í vinnu og/eða í námi en um 3.500 eru enn í atvinnuleit, heimavinnandi eða hvorki í vinnu né námi. Samtals eru því um 74% í vinnu og/eða námi. Könnunin var gerð í lok nýliðins árs meðal þeirra atvinnuleitenda, sem farnir eru af skrá Vinnumála- stofnunar eins og áður segir en höfðu verið á skrá í sex mánuði eða lengur einhvern tímann á árabilinu 2009- 2013. Tilgangur könnunarinnar var að sjá hver staða þessa hóps er í dag. 2.100 af vinnumarkaði vegna aldurs, örorku eða veikinda Fram kemur í niðurstöðum könn- unarinnar að tæp 9% þessa hóps eru farin af vinnumarkaði sökum aldurs, örorku eða lengri veikinda og rúm 2% eru í fæðingarorlofi. Þetta bendir til þess að um 2.100 einstaklingar séu hættir á vinnumarkaði vegna aldurs, örorku eða lengri veikinda, og um 600 manns gefa upp aðrar ástæður s.s. fæðingarorlof og fleira. Eftir standa því tæplega 15% hópsins sem sögðust í könnuninni vera í atvinnuleit, heimavinnandi eða hvorki í námi né vinnu án þess að skilgreina það nánar. Bent er á það í skýrslu um nið- urstöður könnunarinnar að hafa beri í huga að um könnunargögn er að ræða og því tölfræðileg skekkju- mörk á öllum tölum, oft í kringum 3-5% í hvora átt. Meirihlutinn er í vinnu eða í námi  Könnun gerð á stöðu fólks sem var lengi á atvinnuleysisskrá 2009-2013 Morgunblaðið/Golli Atvinna Störfum hefur fjölgað um- talsvert á undanförnum mánuðum. Úrræði og virkni » Þriðjungur hópsins sem könnunin náði til, og eru hvorki í vinnu né í námi eða um 1.240 einstaklingar, hafði fullnýtt rétt sinn innan atvinnuleys- istryggingakerfisins. » Ef niðurstöður könnunar- innar eru umreiknaðar má draga þá ályktun að flestir í þessum hópi, eða um 1.470 einstaklingar, hafi tekið þátt í verkefninu ÞOR – þekking og reynsla og 540 einstaklingar í verkefninu Ungt fólk til at- hafna. Slökkvilið höf- uðborgarsvæð- isins stendur fyr- ir íshokkíkeppni í kvöld til að marka upphaf Mottumarsátaks Krabbameins- félagsins og hef- ur skorað á aðra viðbragðsaðila að mæta. Leikurinn verður í Egilshöll kl. 20 og er öllum opinn en dag- skráin miðast við alla fjölskylduna. Meðan á Mottumars stendur mun Landssamband slökkviliðsmanna selja slaufur í barminn og límmiða fyrir númeraplötur. Allur ágóði rennur í styrktarsjóð til rannsókna á krabbameini í slökkviliðs- mönnum. Keppa í íshokkíi í til- efni af Mottumars Verkáfanga í endurnýjun Hverf- isgötu verður fagnað á laugardag með gleðidagskrá sem hefst kl. 14, að því er kemur fram á vef Reykja- víkurborgar. Skrúðganga með lúðraþyt og sirkusfólki fer um þann hluta Hverfisgötunnar sem hefur verið endurnýjaður eða frá Klapparstíg upp fyrir Vitastíg. Stutt dagskrá verður í kjölfarið við Bíó Paradís þar sem Jón Gnarr borgarstjóri mun opna götuna formlega og boð- ið verður upp á veitingar frá Aust- ur-Indíafélaginu. Ýmislegt fleira verður til skemmtunar, þar á meðal ókeypis kvikmyndasýningar. Nánari dagskrá er að finna á vef Reykjavíkur, rvk.is. Endurnýjað Hluti Hverfisgötu hefur verið endurnýjaður og því verður fagnað í dag. Gleðidagskrá í Hverfisgötu STUTT Árleg byssusýning Veiðisafnsins á Stokkseyri í samvinnu við versl- unina Vesturröst verður nú um helgina í húsakynnum safnsins á Stokkseyri. Fram kemur í tilkynningu að þar verði fjölbreytt úrval skotvopna til sýnis ásamt ýmsu frá landskunnum söfnurum. Þá verða félagsmenn frá Skotfélaginu Ósmann á Sauð- árkróki á staðnum og kynna sína starfsemi. Sýningin verður á laug- ardag og sunnudag klukkan 11-18. Byssusýning um helgina í Veiðisafninu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.