Morgunblaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 56
56 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MARS 2014 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Aðaláherslan hjá mér í uppsetning- unni á Ragnheiði er á persónur verksins og samskipti þeirra. Eins hefur markmið mitt verið að leyfa tónlistinni að njóta sín. Hún er það sem allt tekur mið af í óperusýningu. Hins vegar má ekki gleyma því að það er ekki nóg að söngvararnir syngi fallega, þeir þurfa líka að geta leikið, því ópera er leikhús,“ segir Stefán Baldursson, óperustjóri Ís- lensku óperunnar og leikstjóri óp- erunnar Ragnheiðar eftir Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson sem frumsýnd verður í Eldborgarsal Hörpu í kvöld kl. 20. Alls taka hátt í eitt hundrað lista- menn þátt í uppfærslunni. Í hlut- verkum Ragnheiðar biskupsdóttur, Brynjólfs Sveinssonar föður hennar og Daða Halldórssonar kennara hennar eru Þóra Einarsdóttir, Viðar Gunnarsson og Elmar Gilbertsson. Í öðrum einsöngshlutverkum eru Elsa Waage, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Jóhann Smári Sævarsson, Bergþór Pálsson, Ágúst Ólafsson og Björn Ingiberg Jónsson. Petri Sakari stjórnar kór og hljómsveit Íslensku óperunnar, en Guðmundur Óli Gunn- arsson er aðstoðarhljómsveitarstjóri. Gretar Reynisson hannar leikmynd, Þórunn S. Þorgrímsdóttir búninga, Páll Ragnarsson lýsingu, en Ingibjörg Björns- dóttir er danshöfundur. Stéttamunur mikill Aðspurður hvernig tekist hafi að endur- skapa Skálholt í Eld- borgarsal Hörpu tekur Stefán fram að það hafi ekki verið markmiðið. „Leiðin sem farin er í útfærslu leikmyndarinnar er einföld, stílhrein og nútímaleg. Við líkjum ekki raunsæislega eftir staðháttum, held- ur látum leikmynd og ljós skapa við- eigandi umgjörð og stemningar. Við erum ekki að skapa sögusýningu, heldur ríkir ákveðið tímaleysi í leik- myndinni. Hins vegar má segja að meira sé vitnað í söguna í búning- unum, því við erum ekkert að færa söguna til í tíma. Þessir atburðir gerðust fyrir 350 árum upp úr 1660. Þetta er ein sterkasta ástarsaga Ís- landssögunnar. Þetta er okkar Róm- eó og Júlía. Þar eru það ættarerjur sem valda því að elskendurnir fá ekki að eigast, hér er það stéttamunurinn sem stíar þeim Ragnheiði og Daða í sundur. Brynjólfur biskup er búinn að velja dóttur sinni annan mann, sem er af tignum ættum, en Daði er bara skólasveinn í Skálholti.“ Spurður hvort hann nálgist efni- viðinn með tilteknum gleraugum í ljósi þess að um sannsögulega at- burði sé að ræða svarar Stefán því neitandi. „Það hefur óhemjumikið verið skrifað um þessa atburði,“ seg- ir Stefán og bendir í því samhengi m.a. á skrif Guðmundar Kambans, sem lagðist í mikla heimildavinnu áð- ur en hann skrifaði fyrst skáldsögu og síðan leikrit sitt um efnið. Við höf- um að sjálfsögðu kynnt okkur margt af þeim heimildum en hér er það hið frábæra handrit Friðriks Erlings- sonar sem er verkefni okkar að svið- setja,“ segir Stefán og tekur fram að Friðrik taki í raun sömu afstöðu og Guðmundur Kamban gagnvart eið- tökunni. „Það er að Ragnheiður hafi verið saklaus af ávirðingum um ást- arsamband, en sökum þess hversu niðurlægingin vegna eiðtökunnar hafi verið mikil fari hún beint í kjöl- farið og sængi hjá Daða í fyrsta sinn.“ Á erindi út fyrir landsteina Eins og fram hefur komið er Ragnheiður fyrsta íslenska óperan sem ratar á svið í Hörpu. Stefán seg- ir skipta miklu máli að geta sviðsett íslensk verk. „Auðvitað væri æskilegt að geta gert þetta oftar,“ segir hann og bend- ir á að hann hafi augastað á a.m.k. þremur nýjum íslenskum óperu- verkum sem gaman væri að koma á svið. „Það er hins vegar ekkert laun- ungarmál að það er almennt ekki mikil aðsókn á nútímaóperur og áður ósýnd verk,“ segir Stefán. Hann þarf þó ekki að kvarta undan viðtökunum á Ragnheiði sem hafa farið fram úr björtustu vonum. „Gunnar Þórð- arson er náttúrlega meistari mel- ódíunnar og þess gætir vel í þessu verki. Fram til þessa hefur hann ver- ið frægastur fyrir popptónlist sína, en Ragnheiður er samin í klassískum anda. Hún er mjög aðgengileg og á að geta höfðað til stærri hóps heldur en almennt sækir klassískar óperur hjá okkur.“ Að mati Stefáns ætti Ragnheiður það líka skilið að vera sýnd erlendis. „Vissulega er efnið mjög íslenskt, þar sem það sprettur úr sögu þjóð- arinnar. En reynslan sýnir að það sem er þjóðlegast talar oft sterkast til útlendinga,“ segir Stefán og tekur fram að hann finni fyrir miklum áhuga erlendis frá og þannig sé von á óperugagnrýnendum frá virtum óp- erutímaritum og borð við Opera Now og Opernwelt. Fjórar sýningar hafa verið aug- lýstar á Ragnheiði, þ.e. í kvöld og næstu þrjá laugardaga kl. 20 og er þegar uppselt á þrjár þeirra. Morgunblaðið/Ómar Sterkur leikur Stefán Baldursson, óperustjóri og leikstjóri, segir ekki nóg að söngvarar syngi fallega, þeir þurfi líka að geta leikið, því ópera sé leikhús. Hér leikstýrir hann Elmari Gilbertssyni og Þóru Einarsdóttur í hlutverkum elskendanna Daða og Ragnheiðar sem fengu ekki að eigast. „Okkar Rómeó og Júlía“  Íslenska óperan frumsýnir Ragnheiði í Hörpu í kvöld  „Ópera er leikhús,“ segir leikstjórinn Stefán Baldursson  Ein sterkasta ástarsaga Íslandssögunnar Ljósmynd/Gísli Egill Hrafnsson Eiðtakan Þóra Einarsdóttir í hlutverki Ragnheiðar að sverja eiðinn. Óperan Ragnheiður byggist á sannsögulegum íslenskum atburð- um og fjallar um Ragnheiði Brynj- ólfsdóttur, biskupsdóttur í Skál- holti á 17. öld, og ástarsamband hennar við kennara sinn, Daða Halldórsson. Faðir hennar, Brynjólfur bisk- up Sveinsson, fordæmdi sam- band þeirra og neyddi dóttur sína til þess að sverja eið þess efnis að hún hefði ekki átt í holdlegu sambandi við Daða eða nokkurn annan mann. Níu mánuðum eftir eiðtökuna ól hún svo sveinbarn þeirra Daða. Ragnheiði var gert að yfirgefa barn sitt þegar það var aðeins tveggja mánaða gamalt og fá op- inbera aflausn synda sinna í Skál- holtskirkju fyrir skírlífisbrot sitt. Hún sá hvorki Daða né barnið framar og lést ári eftir barnsburð- inn, þ.e. árið 1663, einungis 22 ára gömul. Eiðurinn reyndist afdrifaríkur DRAMATÍSK ÖRLÖG BISKUPSDÓTTUR Á 17. ÖLD Brynjólfur Sveinsson Skálholtsbiskup. Þriðja breiðskífa hljómsveitarinnar Skakkamanage kemur út í dag og nefnist hún Sounds of Merrymak- ing. Hjómsveitin var stofnuð árið 2004 og gaf sína fyrstu plötu, Lab of Love, út árið 2006 og tveimur árum síðar plötuna All Over The Face. Þá hefur hún einnig sent frá sér nokkr- ar smáskífur, jólaplötu og sjö tomma skífu. Hjónin Svavar Pétur Eysteinsson og Berglind Hässler skipa Skakkamanage og þegar tón- leikar eru haldnir bætast við Þor- móður Dagsson trommuleikari og Örn Ingi Ágústsson bassaleikari. Svavar segir að í ársbyrjun 2009 hafi farið að fjara undan Skakkam- anage þar sem þau hafi þá búið á Seyðisfirði og Svavar samið flest lögin sem finna má á plötunni. Um haustið hafi þau flutt til Reykjavík- ur og stofnað menningarafurða- stöðina Havarí. Þegar lítið hafi ver- ið að gera í Havaríi hafi hann farið niður í kjallara og hafist handa við að hljóðrita lögin. Þormóður hafi litið inn og lamið húðir og Berglind sungið og leikið á hljómborð en sú vinna hafi þó átt sér stað með hléum þar til múm-maðurinn Gunnar Örn Tynes tók verkið yfir og fór að hljóðblanda og pródúsera. Pétur Már Gunnarsson og Þórunn Haf- stað hafa nú gert myndband við eitt lag plötunnar, „Free from Love“ sem sjá má á YouTube. Þriðja breið- skífa Skak- kamanage Í kjallaranum Skakkamanage önn- um kafin í kjallara Havarís. Bandaríska harðkjarnasveitin Blacklisted heldur tónleika í Tón- listarþróunarmiðstöðinni, Hólma- slóð 2, í dag ásamt íslensku hljóm- sveitunum Kimono, Grísalappalísu, Klikk, Kælunni miklu og Ofvit- unum. Húsið verður opnað kl. 18 og hefjast tónleikarnir um 30 mín. síð- ar. Liðsmenn Blacklisted búa í Philadelphia í Bandaríkjunum og stofnuðu sveitina árið 2003. Black- listed hefur hlotið þónokkra athygli þungarokksunnenda og leikið víða um heim og þá m.a. á Íslandi, árið 2010 þegar hún tróð upp í Norð- urkjallara Menntaskólans í Hamra- hlíð. „Sveitin er talin hafa tekið við kyndlinum af hinni goðsagna- kenndu harðkjarnasveit American Nightmare og hefur vakið athygli fyrir kraftmikla tónleika, innhverfa texta og öflugar lagasmíðar,“ segir í tilkynningu. Af hinum hljómsveit- unum er það að segja að Kimono vinnur nú að fjórðu breiðskífu sinni, Grísalappalísa þykir með skemmtilegri tónleikasveitum landsins, Klikk leikur hratt og drungalegt þungarokk, Kælan flyt- ur drungalegt ljóðapönk og Ofvit- arnir flytja pönk en sú sveit er skip- uð reynsluboltum úr hinum ýmsu hljómsveitum. Blacklisted snýr aftur Kraftmikil Blacklisted er kraftmikil tónleikasveit, eins og sjá má.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.