Morgunblaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MARS 2014 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík Sími 567 4840 www.bilo.is | bilo@bilo.is Funahöfði 1 | 110 Reykjavík Sími 580 8900 | bilalind.is Vantar alltaf fleiri bíla á skrá! Fylgstu með okkur á facebook Fylgstu með okkur á facebook OPEL ASTRA ENJOY TURBO 09/2008, ekinn 82 Þ.km, bensín, 6 gíra, ný tímareim. Ásett verð 1.940.000. Raðnr.251732 DODGE RAM2500 QUAD 4X4ST 12/2006, ekinn 130 Þ.km, dísel, sjálfskiptur, leður, einn eigandi, innfluttur nýr. Verð 3.350.000. Raðnr.251805 HYUNDAI Santa Fe crdi 04/2008, ekinn 183 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur. Verð 2.490.000. Rnr.400361 HONDA Cr-v EXE 01/2006, ekinn aðeins 80 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur. Verð 1.790.000. Rnr.400279 Valdir bílar á 100% láni STUTTAR FRÉTTIR ● Hagnaður Spalar, sem á og rekur Hvalfjarðargöng, nam 355 milljónum á síðasta ári, en hagnaður fjórða ársfjórð- ungs var 38 milljónir og hækkaði úr 9 milljónum frá sama tíma árið á undan. Veggjald ársins nam 1.091 milljón, en til samanburðar var það 1.058 milljónir í fyrra. Hækkunin nemur 3,1%. Rekstrarkostnaður Spalar án af- skrifta á síðasta ári nam 329 milljónum og lækkar um tæpar 13 milljónir frá árinu áður. Skýrist þessi lækkun fyrst og fremst af lækkun á tryggingum og aðkeyptri sérfræðiþjónustu, að því er segir í tilkynningu frá félaginu. Nánar á mbl.is Hagnaður 355 milljónir ● Ávöxtun norska olíusjóðsins, sem er stærsti eftirlaunasjóður í heimi, nam 15,9 prósentum í fyrra og hefur aðeins einu sinni áður verið betri. Hagnaður sjóðsins nam 692 millj- örðum norskra króna, jafnvirði rúmlega 13 þúsund milljarða íslenskra króna, í fyrra en heildarverðmæti eigna hans var 95 þúsund milljarðar íslenskra króna í árslok 2013. Ávöxtun sjóðsins á árinu 2012 nam 13,4 prósentum. Nánar á mbl.is Hagnaðist um 13 þús- und milljarða króna Gengi hlutabréfa í Eimskip féll í Kauphöll Íslands um 5,6% í 260 milljóna króna viðskiptum gærdags- ins. Ársreikningur félagsins fyrir ár- ið 2013 var birtur í fyrrakvöld. Við lokun Kauphallarinnar í gær stóð gengi bréfa Eimskips í 234. Fram kom í uppgjöri félagsins að hagnaður þess hefði dregist saman um 1,9 milljónir evra, jafnvirði um 295 milljóna króna, á síðasta ári. Hagnaðurinn nam 10,8 milljónum evra yfir árið í heild, samanborið við 12,7 milljóna evra hagnað árið 2012. Í tilkynningu sagði Gylfi Sigfús- son, forstjóri Eimskips, að afkoma ársins 2013 endurspeglaði erfiðar aðstæður í efnahagslífinu á Íslandi. Slæm veðurskilyrði á Norður-Atl- antshafi og bilanir á nokkrum skip- um félagsins á fjórða ársfjórðungi hefðu sett siglingaáætlanir úr skorð- um og haft neikvæð áhrif á afkom- una. Morgunblaðið/Eggert Eimskip Gylfi Sigfússon, forstjóri, segir að slæm veðurskilyrði á Norður- Atlantshafi og bilanir á nokkrum skipum hafi haft neikvæð áhrif á afkomuna. Minni hagnaður Eimskips í fyrra  Gengi bréfanna féll við opnun í gær Keflavíkurflugvelli á viku á þessu ári og í 254 brottfarir að meðaltali næsta sumar,“ segir Guðjón. Þórólfur Árnason, stjórnarformað- ur Fríhafnarinnar, segir fjölgun far- þega ánægjulega en í flugi milli Evr- ópu og Norður-Ameríku er millilent í Keflavík. „Áskorunin hefur verið að að fá þá farþega sem millilenda hér á landi til að versla í fríhöfninni, segir Þórólfur og bendir á að lagfæringar fyrir verslun og þjónustu í suðurhluta byggingarinnar séu farnar að skila árangri. Gjaldtaka á millilendingar Ekkert þjónustugjald hefur verið rukkað vegna farþega sem millilenda á Keflavíkurflugvelli en í gær til- kynnti Isavia að framvegis yrði lagt á þjónustugjald vegna farþega sem millilenda á flugvellinum. Þórólfur sem einnig er stjórnarformaður Isavia segir slíkt gjald almennt tíðk- ast á flugvöllum og eðlilegt sé að byrja slíka gjaldtöku hér á landi. Í til- kynningu frá Isavia er áætlað að við- bótartekjur vegna brottfarargjalds á skiptifarþega í Atlantshafsflugi verði um 250 milljónir á ári frá og með árinu 2015. Gjaldið á m.a. að ganga upp í kostnað vegna nýframkvæmda og viðhalds vegna fjölgunar farþega um völlinn. Farþegum Icelandair fjölg- að um tæpa milljón frá 2009  Isavia leggur gjald á farþega sem millilenda á Íslandi í flugi milli Evrópu og Ameríku Árangur Farþegum hefur fjölgað úr 1,3 milljónum árið 2009 í tæpar 2,3 milljónir árið 2013 og stefnir félagið á að flytja 2,6 milljónir á þessu ári. Áætlunarflug » Tvöföldun á starfsemi Ice- landair á fimm ára tímabili. » Áætlunarstöðum fjölgað um þrjá á þessu ári. »Mest fjölgun farþega í flugi milli Evrópu og Norður- Ameríku. » Áskorun fyrir Fríhöfnina að hafa tekjur af fjölgun farþega sem millilenda í Keflavík. » Isavia tekur upp þjónustu- gjald á farþega í millilanda- flugi. Fjöldi farþegar Icelandair eftir ári Fjöldi farþegar til Íslands Íslendingar á leið út Beint flug frá Evrópu til Ameríku 2009 2010 2011 2012 2013 1.347.000 1.482.000 1.744.000 2.020.000 2.257.000 48% 48% 28% 38% 24% 38% 37% 38% 38% 17% 45% 20% 42% 24% 39% BAKSVIÐ Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Mikill vöxtur hefur verið í starfsemi Icelandair undanfarin ár og hefur far- þegum fjölgað um tæpa milljón frá árinu 2009 þegar flugfélagið flaug með rúmar 1,3 milljónir farþega milli áfangastaða. „Á síðasta ári voru far- þegar Icelandair um 2,3 milljónir og gert er ráð fyrir því að þeir verði 2,6 milljónir á þessu ári,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Ice- landair. Gangi áform félagsins eftir verður tvöföldun á fjölda farþega á aðeins fimm árum. Guðjón segir að mesti vöxturinn sé á alþjóðamarkaðnum milli Norður- Ameríku og Evrópu. „Í dag eru far- þegar sem fljúga milli Evrópu og Norður-Ameríku um 45 prósent af þeim farþegegum sem við fljúgum með á milli áfangastaða og áætlanir okkar fyrir þetta og næsta ár miða að því að styrkja enn frekar stöðu okkar á þessum markði.“ Fjölgun erlendra ferðamanna Fjöldi Íslendinga sem fljúga út með Icelandair hefur haldist nokkuð stöðugur milli ára en aukning hefur verið á flugi með ferðamenn til lands- ins og helst það í hendur við aukinn ferðamannastraum til landsins. Ice- landair sér því tækifæri í stöðunni og er að fjölga áfangastöðum sínum um þrjá að sögn Guðjóns. „Auk flugs til nýju áfangastaðanna Edmonton, Vancouver og Genfar mun Icelandair fjölga ferðum næsta sumar til flestra núverandi áfangastaða. Þannig verð- ur bætt við 14 ferðum vikulega til Norður-Ameríku og 21 vikulegu flugi til Evrópuborga eða í heild 35 ferðum. Farið úr um 220 brottförum frá                                   !  !   "# $ #    %  "&'()* (+(     ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5                   Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.