Morgunblaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MARS 2014 ✝ Metúsalem Óla-son fæddist í Þingmúla í Skrið- dal hinn 23. mars 1921. Hann lést á Hjúkrunarh. HSA Egilsstöðum 21. febrúar 2014. Foreldrar hans voru Margrét Ein- arsdóttir, f. 1891, d. 1978, og Óli Ein- arsson söðlasmiður, f. 1878, d. 1965. Systkini Metú- salems voru; Einar, f. 1914, d. 1972, Sölvi, f. 1915, d. 2004, Jón- ína Salný, f. 1918, d. 1974, Berg- ur Guðlaugur, f. 1919, d. 2010, Bergsteinn, f. 1926, og Jóhann Kristinn, f. 1931, d. 1969. Hinn 20. október 1946 kvæntist Metú- salem eftirlifandi eiginkonu sinni Rósu Bergsteinsdóttur, f. 9. mars 1924, frá Ási í Fellum. For- eldrar hennar voru Margrét Jónsdóttir, f. 1894, d. 1969, og Bergsteinn Brynjólfsson bóndi, f. 1891, d. 1973. Metúsalem og Rósa eignuðust fjögur börn; 1) Guttormur mjólkurfræðingur, f. 12.5. 1947, kvæntur Nönnu Snæ- dísi Jóhannsdóttur, f. 18.8. 1948. Dætur þeirra eru; a) Gyða Þor- björg, f. 1972, gift Aðalsteini Þórhallssyni, f. 1968, og eiga þau Sali var tvo vetur í Alþýðu- skólanum á Eiðum, nýorðinn tví- tugur. Kominn undir fertugt settist hann á skólabekk að nýju í Iðnskóla Fljótsdalshéraðs og útskrifaðist þaðan sem vélvirki og fékk síðar meistararéttindi. Sali og Rósa voru meðal frum- byggja á Egilsstöðum og hófu þar búskap 1946 í kjallara ný- byggðs sjúkrahúss. Þau bjuggu síðan í Hlíð, húsi Einars bróður Sala til 1959, þegar þau fluttu í eigið hús, Víðihlíð, síðar Selás 21, þar sem þau bjuggu til 2010. Sali vann fyrstu árin við bygg- ingarvinnu og aðra tilfallandi verkamannavinnu s.s. við bygg- ingu sjúkrahússins á Egils- stöðum. Árið 1952 var sam- vinnubúið Búbót stofnað og við það vann Sali þar til það var selt 1956, síðustu þrjú árin sem bú- stjóri. Þá hóf hann störf á véla- verkstæði Steinþórs Eiríkssonar og síðar á vélaverkstæði Gunn- ars og Kjartans. Árið 1973 hóf hann störf hjá Rarik, fyrst við byggingu Lagarfossvirkjunar og gæslustörf þar og síðan á verk- stæðinu á Egilsstöðum, sem einnig sinnti viðhaldi rafstöðva og vélgæslu um allt Austurland þar til hann lét af störfum árið 1991. Útför Metúsalems fer fram frá Egilsstaðakirkju í dag, 1. mars 2014, og hefst athöfnin kl. 14. þrjá syni, Almar, Unnar og Steinar, b) Linda Karen, f. 1975, gift Pálmari Hreinssyni, f. 1974, eiga þau tvö börn, Heklu Sól og Ísak Mána. 2) Bergljót Ragnheiður, f. 5.2. 1949, d. 12.9. 1968. 3) Óli Grétar verk- fræðingur, f. 27.7. 1954, kvæntur Ragnheiði Kristjánsdóttur, f. 10.6. 1953. Börn þeirra eru; a) Einar Örn, f. 1978, kvæntur Agnesi Mörtu Vogler, f. 1979, eiga þau tvo börn, Völund Ara og Hugrúnu Hröfnu, b) Eva Dag- björt, f. 1983, c) Eiríkur, f. 1991. 4) Bergsteinn Hilmar verkfræð- ingur, f. 5.12. 1959, kvæntur Rannveigu Sigurjónsdóttur, f. 20.3. 1962. Sonur þeirra er Sig- urjón, f. 1999. Börn Rannveigar eru; a) Hafdís, f. 1986, unnusti Magnús K. Gylfason, eiga þau eina dóttur, Aldísi Emilíu, b) Birkir, f. 1989. Metúsalem, eða Sali eins og hann var alltaf kallaður, ólst upp í Þingmúla og bjó fjölskyldan þar til 1946 að einu ári und- anskildu er þau bjuggu á Reyð- arfirði. Nú þegar faðir minn hefur lok- ið langri ævi langar mig að minn- ast hans hér með örfáum orðum. Hugurinn er fullur af minning- um, sumar eiga erindi til annarra, aðrar ekki. Ég veit að barnabörnin muna hann sem síglaðan, stundum stríðinn en fyrst og fremst ástrík- an afa. Hann var einstaklega barngóður og kannski sá ég hann síðast brosa þegar herbergið fylltist í haust af kátum krökkum komnum til að heilsa upp á Rósu frænku og Sala. Og sá hann gráta þegar ellin meinaði honum að njóta tækninnar og spjalla augliti til auglits við langafabörnin í Hamborg gegnum nýjasta tækni- undrið í lófa mínum. Ég veit að samferðamenn hans muna hann sem duglegan, hjálp- saman og ósérhlífinn samborg- ara, sem sjaldan féll verk úr hendi. Félagslyndan og vinmarg- an. Bændur sem komu með bil- aðan traktor voru teknir með heim í hádegismat og ungir æv- intýramenn úr öðrum landshorn- um, sem ferðuðust um og grófu sundur mýrar landsins, voru um tíma tíðir gestir. En mig langar til að minnast hans sem eins síðasta fulltrúa þeirra ungu karla sem fyrir miðja síðustu öld, fluttu úr sveitunum hér í kring og settust að með fjöl- skyldum sínum á ásunum austan við Egilsstaði. Stofnuðu þar heimili og byggðu sér hús, að manni finnst nú, með dugnaðinn einn í farteskinu og bjartsýnina sem sitt öruggasta lifibrauð. Eyddu allri starfsævi sinni og kröftum í þágu þessa samfélags, sem hér varð til. Hér bjuggu þau móðir mín saman í tæp sjötíu ár, þar af í meira en sextíu ár við sömu götu. Hér vildi hann búa og hér vildi hann deyja. Hann var ekki kröfuharður maður. Held að hann hafi aðeins beðið mig um eitt á lífsleiðinni, kannski var það krafa en ekki bón. Þegar þau móðir mín þurftu að dveljast tímabundið á hjúkrunarheimilinu á Uppsölum á Fáskrúðsfirði og framhald dvalarinnar kom til um- ræðu sagði hann við mig: „Ég vil að síðasta heimili okkar verði á Egilsstöðum.“ Þessi ósk var að sjálfsögðu uppfyllt og hann lést síðan á sjúkrahúsinu hér, við- byggingu við gamla sjúkraskýlið, sem hann tók þátt í að byggja á upphafsárum þorpsins. Og enn svaf við hlið hans konan, sem hann hóf ævilanga samferð með handan við hornið fyrir tæpum sjötíu árum. Og ég vil líka minnast hans fyrir hvernig hann tók þeim áföll- um sem yfir dundu með styrk, æðruleysi og dugnaði. Á áttræð- isaldri glímdi hann við hjartveiki, sem farin var að ganga nærri honum. Loks þegar hann var kominn yfir áttrætt var hann sendur í stóra aðgerð og mér er minnisstætt hvernig þeir hjarta- læknirinn töluðu um hana eins og fyrir dyrum stæði að skipta um pípulagnir í miðstöðvarklefa. Upp úr sjúkrarúminu reis hann og byggði upp á nýjan leik sinn gamla skrokk, með þeirri stað- festu og dugnaði sem honum var eiginleg. Hann náði fyrri reisn, sem hann hélt þar til elli kerling beygði hann loks nærri leiðarlok- um. Loks vil ég minnast hans sem trausts föður, sem alltaf var til staðar, þó ekki bæri alltaf mikið á, og borgaði undir mig farið heim að vori, þegar sumarhýran entist ekki skólavistina alla. Óli Grétar. Nú hefur Sali afi kvatt okkur, tæplega 93 ára gamall. Við vor- um svo lánsamar að fá að alast upp í návist hans og Rósu ömmu og vera í nálægð við þau alla okk- ar tíð. Afi var auðvitað einstakur og upp hrannast myndskeið og myndbrot þar sem hann er í að- alhlutverki en amma þó aldrei langt undan. Flestar tengjast þessar myndir litla húsinu þeirra á Selásnum þar sem þau bjuggu í rúm 50 ár; afi á fjórum fótum að leika við okkur í ganginum, inni í eldhúsi að hella upp á kaffi eða setja í uppþvottavélina, úti í garði að slá, á stuttbuxum og ber að ofan ef einhver sólarglenna var, gera við og dytta að innan- dyra sem utan, eitthvað að bjástra í bílskúrnum, skjótast í búðina fyrir ömmu, moka bíla- stæðið. Svona gætum við haldið lengi áfram. Afi var alltaf að, það átti ekki við hann að sitja lengi kyrr nema þá helst við að ráða krossgátur eða leggja kapal. Þá má ekki gleyma ófáum stundum þar sem hann „sat“ við sjónvarpið til að fylgjast með „einhverjum bolta“ eins og amma sagði því hún skildi ekki hvað hann gat setið lengi við þegar stórkeppnir voru í gangi. Afi var mikill íþróttamaður, létt- ur á sér og lipur og höfum við heyrt að hann hafi gengið álíka mikið um á höndum og fótum þegar hann stundaði nám á Eið- um ungur að árum. Hann lét sig ekki muna um að skunda upp á Þingmúlann á klossunum eða skokka upp á næstu hæð til að kanna hvað leyndist handan hennar. Þá var hann tíður gestur í sundlauginni og hittumst við oft þar. Já, hann afi var um margt ólík- ur mönnum af hans kynslóð. Hann tók virkan þátt í heimilis- störfum frá því við munum fyrst eftir, færði ömmu alltaf blóm á konudaginn og sá einn og sjálfur um að kaupa afmælis- og jóla- gjafir handa henni. Hann var líka frekar nýjungagjarn og voru ým- is tól og tæki til hjá afa og ömmu löngu áður en þau komu inn á heimili foreldra okkar. Fátt af þessu breyttist þó ald- urinn færðist yfir. Þá tók við leik- ur og sprell með langafabörnun- um. Bjástrið í bílskúrnum varð að glæsilegum gripum sem urðu til í rennibekknum og var efnið stundum bara sótt út í garð. Hann hélt áfram að hella upp á kaffið og skjótast í búðina fyrir ömmu og fannst mesti óþarfi að við værum að aðstoða hann við sláttinn eða moksturinn. Við erum afar þakklátar fyrir að hafa átt svona frískan, fjörug- an og svolítið stríðinn afa sem gat allt, var alltaf til staðar og okkur flott fyrirmynd á svo margan hátt. Þó alltaf sé sárt að sjá á eftir fólki sem er manni kært, þá erum við fegnar því að afi hafi lengst af getað gert flest það sem hann var vanur og að hann var ekki lengi upp á aðra kominn. Nú er það okkar að reyna að fylla í skarð afa og hugsa vel um ömmu sem hefur haft hann sér við hlið í tæp sjötíu ár. Elsku Sali afi, takk fyrir allt og allt. Þínar Gyða og Linda. Kæri afi Sali, takk fyrir allt það sem þú gerðir fyrir mig og vera svona sprækur miklu lengur en aðrir afar. Mig langaði að gera svo margt fleira með þér og tala svo mikið meira við þig. Ég hefði helst viljað að þú yrðir 100 ára og Metúsalem Ólason ✝ Sigrún Jóns-dóttir fæddist í Norðurhjáleigu í Álftaveri hinn 27. febrúar 1935. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Suður- lands, Ljósheimum, hinn 22. febrúar 2014. Sigrún var dótt- ir hjónanna Jóns Gíslasonar, f. 11.1. 1896, d. 2.4. 1975, og Þórunnar Pálsdóttur, f. 5.9. 1896, d. 27.10. 1989. Systkini Sigrúnar voru Þórhildur, f. 1918, d. 1996, Júlíus, f. 1920, d. 2009, Gísli, f. 1921, d. 2010, Pálína, f. 1923, d. 2010, Böðvar, f. 1925, d. 2013, Sigurður, f. 1926, d. 2009, Guðlaug, f. 1927, dó sama ár, Guðlaugur, f. 1930, Jón, f. 1931, Fanney, f. 1933, Sigþór, f. 1937, og Jónas, f. 1939. Hinn 25.2. 1956 giftist Sigrún eftirlif- andi eiginmanni sínum, Stefáni Ármanni Þórðarsyni, f. 30.9. 1929. Börn þeirra eru; 1) Ing- unn, f. 18.8. 1956, barn hennar með Sigurði Reyni Óttarssyni 1989, Hrafnkell Áki, f. 1991, Fannar, f. 1995, og Þórir Gauti, f. 1998. 5) Rut, f. 15.1. 1964 en börn hennar með Leifi Sigurvin Helgasyni eru Rakel Dóra, f. 1988, og Ingi Björn, f. 1997. Barnabarnabörnin eru 4 tals- ins. Sigrún ólst upp í foreldra- húsum í Norðurhjáleigu. Hún tók fullnaðarpróf frá barna- skólanum í Álftaveri 1950 og landspróf frá Skógaskóla 1953. Hún vann verslunarstörf hjá Kaupfélagi Vestur-Skaftfell- inga á Klaustri og í Vík 1953- 57. Sinnti húsmóðurhlutverkinu í fullu starfi frá 57-68 en árið 1967 fluttu þau hjónin úr Vík á Selfoss og starfaði Sigrún í Sundhöll Selfoss frá 1968-74. Frá 1974-77 var hún sauð- fjárbóndi á Höfðabrekku í Mýr- dal en vegna veikinda eig- inmannsins fluttu þau aftur á Selfoss 1977. Þá hóf hún versl- unarstörf hjá Kaupfélagi Ár- nesinga og starfaði þar til árs- ins 1985. Frá 1985-91 vann hún umönnunarstörf á öldr- unarheimilinu Ljósheimum á Selfossi. Útför Sigrúnar fer fram frá Selfosskirkju í dag, 1. mars 2014, kl. 15. er Stefán Jökull, f. 1979. Börn hennar með Þorfinni Snorrasyni eru Einar, f. 1986, Snorri, f. 1988, Eva, f. 1994, og Sigrún Drífa, f. 1997. 2) Þórður, f. 7.1. 1958, barn hans með Margréti Lilliendahl er Stef- án Ármann, f. 1987, og börn hans með Huldu Brynjólfsdóttur eru Guðlaugur Ingi, f. 1996, Anna Guðrún, f. 1997, og Agnes Fríða, f. 2005. 3) Brynjar Jón, f. 9.7. 1960, börn hans með Elínu Árnadótt- ur, d. 1997, eru Sigrún Arna, f. 1987, og Böðvar Dór, f. 1995. Fósturbörn hans með Rann- veigu Árnadóttur eru Díana, f. 1988, og Sverrir, f. 1989, en saman eiga þau soninn Brynjar Jón, f. 2001. 3) Páll, f. 15.12. 1961, en barn hans með Mar- gréti Sigurðardóttur er Hólm- fríður Ásta, f. 1981, og börn hans með Eddu Björk Ólafs- dóttur eru Ólafur Tryggvi, f. Í dag verður hún móðir okkar, Sigrún Jónsdóttir, borin til graf- ar í Selfosskirkjugarði. Á slíkri stundu fer í huga okkar af stað flæði hugsana og rót tilfinninga s.s. tregi, söknuður, fallegar minningar, ógleymanlegar stundir og svo margt fleira. Ekki síður hugsum við hver hún mamma var, hvaða mann hún hafði að geyma og hvernig henni hefði liðið að eiga okkur. Öllum þeim sem þekktu Sig- rúnu Jóns á fyrri hluta lífsskeiðs hennar ber saman um að þar hafi farið einstaklingur fullur lífs- gleði, glettni, hreysti og ham- ingju. Í æsku hafði hún alltaf meira gaman af því sem strák- arnir voru að gera heldur en að stússast við störf meðal kvenna inni í bæ. Á skólaárum hennar í Skógaskóla er haft fyrir víst að hún hafi ekki alltaf verið stillt og prúð. Hún var eftirsótt í íþrótt- um, sérstaklega í handbolta, að hennar eigin sögn vegna þess að hún skaut boltanum svo fast að ef hann lenti á andstæðingnum skrækti viðkomandi alltaf af sársauka. Sagði hún okkur systkinunum oftar en einu sinni frá því að hún hefði sem ungling- ur verið svo snögg að hlaupa að hún hefði leikið sé að því að hlaupa uppi hálfsmánaðar gömul lömb. Já, það var oft gaman að hlusta á sögurnar hennar mömmu þegar hún hvatti okkur til dáða og góðra verka. Það var svo margt sem hún kenndi okkur fljótt sem börnum og unglingum s.s. að spila á spil, dansa og syngja auk allra þeirra hluta sem voru svo sjálfsagðir í hennar uppeldisgildum. Má þar nefna kurteisi, virðingu fyrir okkur eldra fólki, lestur góðra bóka, lærdóm ljóða og vísna, trú á Jesú Krist og jafnvel á Framsóknar- flokkinn. Það má með sanni segja að fáir hafi verið eins póli- tískir og hún Sigrún Jóns og væri hægt að segja margar sög- ur því til stuðnings. Með dugnaði sínum og elju komu þau mamma og pabbi okk- ur systkinunum til manns og leyfi ég mér að fullyrða að það hafi oft verið langir og strangir vinnu- dagar hjá þeim báðum, í æði mörg ár aðeins með eina fyrir- vinnu utan heimilisins. Upp úr miðjum aldri, jafnvel fljótlega eftir að við systkinin fæddumst, fór að bera á heilsu- bresti hjá móður okkar. Með ár- unum jukust líkamleg og geð- ræn einkenni sem hún reyndi lengi vel að dylja. Stóð sú bar- átta í mörg ár og olli henni og föður okkar áreiðanlega miklum raunum á lífsleiðinni. Með þeirri vitneskju sem við búum yfir í dag á þeim sjúkdómi sem hrjáði hana hvað mest hefði örugglega mátt gera líf hennar mun bæri- legra. En þrátt fyrir að oft hafi verið dimmir dagar á seinni árum lífs þíns, elsku mamma, þá léstu okkur finna vel fyrir því hversu stolt þú varst af okkur og hversu vænt þér þótti um okkur öll og börnin okkar. Svo sannarlega þótti okkur vænt um þig. Far þú í friði. Hafðu þökk fyr- ir allt og allt. Ingunn, Þórður, Brynj- ar Jón, Páll og Rut. Í dag verður Sigrún Jónsdótt- ir, tengdamóðir mín, jarðsungin. Við kynntumst fyrir hartnær þrjátíu árum þegar ég kom inn í fjölskyldu hennar og eiginmanns hennar Stefáns Ármanns og gift- ist frumburði þeirra Ingunni Stefánsdóttur. Það fór strax vel á með okkur Sigrúnu og við urð- um góðir vinir með árunum. Við vorum nú ekki alltaf sammála um hlutina og tókumst oft á í pólitíkinni þar sem við vorum á sitt hvorum kantinum, hún að sjálfsögðu framsókn í takti við uppruna sinn, en ég íhald eins og hún kallaði það og fannst bölvað. Það hvein stundum í eldhúsinu á Skólavöllum 6, sérstaklega ef við vorum aðeins við skál. En við skildum ætíð sátt enda höfðum við bæði lúmskt gaman af. Við deildum bæði áhuga á hesta- mennsku, en Sigrúnu var í blóð borið að elska allan búfénað, og þá sérstaklega fé. Hún var glögg á fé eins og margt hennar fólk og minntist oft æskuáranna og bú- skaparáranna á Höfðabrekku með söknuði. Sigrún hafði sterka málvitund og talaði kjarnyrt og gott mál og sagðist ekki ansa neinu „hæ og bæ kjaftæði“. Þar fengum við góðan liðsmann þeg- ar börnin fóru að verða fasta- gestir á Skólavöllunum. Þangað fóru þau í hádegishléinu í skól- anum og fengu eitthvað gott í gogginn. Fengum við stundum að heyra það, foreldrarnir, að það væri munur að koma til ömmu og afa, þar væri alltaf til eitthvað gott að borða! Við fjölskyldan á Selfossi 4 eigum margar góðar minningar af Skólavöllunum sem við þökk- um fyrir og minnumst.Við þökk- um þér samfylgdina í gegnum lífið, og óskum þess að nú gætir þú fjár í grænum brekkum þar sem aldrei sölnar gras. Þorfinnur og fjölskylda. Í dag kveð ég tengdamóður mína Sigrúnu Jónsdóttur sem ég kynntist fyrir rúmlega 15 árum er ég fór að vera með Brynjari Jóni syni hennar. Gaman hefði verið að kynnast henni áður en hún veiktist svona mikið, því margar skemmtilegar sögur hef ég heyrt af henni fyrir veikindin. Samband okkar varð strax með ágætum og hélt ég með rétta lið- inu sem var Liverpool, því hún sat yfir boltanum ef hún mögu- lega gat. Tengdamamma sagði manni alltaf hvað henni fannst hvort sem það gladdi mann eða særði, þetta var bæði stór kostur og galli hjá henni Sigrúnu minni en góðan húmor hafði hún fyrir sér og sínum. Man ég vel þegar ég hitti tengdaforeldra mína í fyrsta sinn og við búin að sitja og tala saman í svona 20 mín. þá kemur snöggur jarðskjálfti sem okkur bregður öllum við og þá segir Sigrún hvað helvíti tekur þetta á að hitta þig en það er nú samt gaman að kynnast þér. Við drukkum saman marga kaffi- bolla á skóló og sagði tengdó mér frá lífi sínu þegar hún var að alast upp í Norðurhjáleigu í Álftaveri og þegar hún var að ala upp börnin sín, en skemmtileg- ast þótti henni að tala um rollur. Sigrún var mjög stolt af börn- unum sínum og ánægð að þau skyldu erfa sveitagenin hennar og halda skepnur. Sigrún átti erfið ár á lokasprettinum og var hvíldinni fegin, þeir sjúkdómar sem sjást ekki að utan eru oft erfiðir við að eiga. Sigrún kom inn í tilveru mína og færði mér reynslu sína sem auðgaði líf mitt. Vil ég þakka Sigrúnu fyrir tímann sem hún gaf mér með sér. Elsku Stefán, skrefin fram- undan eru erfið en þú átt góð börn sem gera allt sem þau geta fyrir þig. Að lokum langar mér að þakka starfsfólki Ljósheima fyrir góða umönnun og hlýju við Sigrúnu. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Rannveig. Sigrún amma mín hefur nú fengið hvíldina sína. Mér brá þegar ég fékk símtalið frá mömmu um að amma væri farin. Elsku amma. Sigrún amma mín var ótrúlega góð kona. Það er það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég hugsa til hennar. Ég eyddi mörgum stundum heima hjá ömmu og afa, bjó hjá þeim í smá tíma þegar ég var smápolli og mamma var að klára ljós- mæðranámið sitt og ég man hvað mér leið alltaf vel hjá þeim. Það var eitthvað við andrúmsloftið sem var svo afslappað og nota- legt enda bæði mikið sómafólk. Amma og afi hafa reynst mér ómetanleg og kennt mér margt í gegnum árin. Það er margs að minnast um ömmu. Ég minnist þess sérstak- lega þegar amma sýndi mér litla gróðurhúsið sitt úti í garði fyrst. Þar ræktaði hún meðal annars jarðarber sem okkur krökkunum Sigrún Jónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.