Morgunblaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 51
Þjóðleikhússins 1990-2001, sat í
stjórn Grænlandssjóðs frá 1987, í
stjórn Norrænu stofnunarinnar á
Grænlandi, NAPA, um árabil, sat í
Flugráði 1987-2001 og var stjórn-
arformaður Sjóminjasafns Íslands
um árabil frá 1987.
Árni sat í fjárveitinganefnd Al-
þingis 1983-87, í fjárlaganefnd 1983-
87 og 1991-2001, í samgöngunefnd
1991-2001 og 2007-2013 og var for-
maður hennar 1999- 2001, sat í
menntamálanefnd 1991-2001, í fé-
lagsmálanefnd 2007-2013, sat í Ís-
landsdeild Vestnorræna ráðsins
1994-2001 og 2007-2013 og var for-
maður nefndarinnar 1996-2001 og
varaformaður frá 2007.
Árni hefur haft frumkvæði að og
stýrt framkvæmdum fjölmargra
verkefna á sviði sögu og menningar,
s.s. byggingu bæjar Eiríks rauða og
Þjóðhildarkirkju á Grænlandi, Staf-
kirkjunnar í Vestmannaeyjum,
Herjólfsbæjarins í Herjólfsdal í
Vestmannaeyjum og Þorláksbúðar í
Skálholti, svo eitthvað sé nefnt.
Út hafa komið eftirtaldar bækur
eftir Árna: Eldar í Heimaey, 1973;
Kvistir í lífstrénu, samtalsþættir,
1982; Kristinn í Björgun, 1986;
Fleiri kvistir, samtalsþættir, 1987;
Þá hló þingheimur, ásamt Sigmund,
1990; Enn hlær þingheimur, 1991,
Lífsins melódí, 2004 og Kristinn á
Berg, 2005. Auk þess hefur hann rit-
að fjölda bókarkafla og mörg hundr-
uð greinar í innlend og erlend blöð
og tímarit og gjarnan birt eigin ljós-
myndir með þeim en hann á 50.000
mynda ljósmyndasafn.
Út hafa komið eftirfarandi hljóm-
plötur með Árna: Eyjaliðið; Milli
lands og Eyja; Þú veist hvað ég
meina; Ég skal vaka (lög Árna og
fleiri við ljóð Halldórs Laxness);
Vinir og kunningjar; Stórhöfða-
svítan; Gaman að vera til I og II, og
Fullfermi af sjómannalögum I og II.
Hann hefur samið nær hundrað
sönglög og texta, tvær svítur fyrir
sinfóníuhljómsveit, Stórhöfðasvít-
una og Sólarsvítuna og er nú að
ljúka upptöku á plötum með 130
barnalögum, flestum þeim þekkt-
ustu sl. hálfa öld. Þá hefur hann gert
tugi myndverka í grjót, stál og fleiri
efni.
Í tilefni afmælisins heldur Árni
upptökutónleika í Salnum í Kópa-
vogi með landsþekktum tónlist-
armönnum. Þar verða leikin og
sungin 40 gullfalleg íslensk sönglög
með undirtektum salarins en textum
verður varpað á tjald.
Fyrir tónleikana verður boðið upp
á gúllassúpu og frumsýnd Sól-
arsvítan sem Sinfóníuhljómsveit
Úkraínu tók upp í sumar.
Fjölskylda
Eiginkona Árna er Halldóra Fil-
ippusdóttir, f. 17.2. 1941, flugfreyja.
Hún er dóttir Filippusar Tóm-
assonar trésmíðameistara og Lilju
Jónsdóttur húsfreyju en þau eru
bæði látin.
Sonur Árna og Halldóru er Breki,
f. 10.5. 1977, atvinnuflugmaður, bú-
settur í Vestmannaeyjum en sonur
hans er Eldar Máni.
Dætur Árna frá fyrra hjónabandi
með Margréti Oddsdóttur eru Helga
Brá, f. 25.8. 1966, starfsmaður við
HÍ, búsett í Reykjavík en maður
hennar er Jón Gunnar Þorsteinsson
og eru dætur þeirra Margrét Lára
og Þórunn Helena; Þórunn Dögg, f.
15.1. 1968, kennari og starfar við
ferðaþjónustu, búsett í Hafnarfirði
en maður hennar er Jón Erling
Ragnarsson og eru dætur þeirra
Una, Andrea og Telma.
Stjúpsonur Árna er Haukur A.
Clausen, f. 9.10. 1959, tölvuforritari,
búsettur í Reykjavík.
Hálfsystkin Árna, sammæðra, eru
Margrét Áslaug Bjarnhéðinsdóttir,
f. 3.1. 1950, kaupkona; Þröstur
Bjarnhéðinsson, f. 13.5. 1957, stund-
ar veitinga- og hótelrekstur; Elías
Bjarnhéðinsson, f. 6.7. 1964, tölvu-
fræðingur.
Foreldrar Árna voru Ingibjörg Á.
Johnsen, f. 1.7. 1922, d. 21.7. 2006,
kaupmaður í Vestmannaeyjum, og
Poul C. Kanélas, nú látinn, var bú-
settur í Detroit í Bandaríkjunum, af
grískum ættum. Stjúpfaðir Árna var
Bjarnhéðinn Elíasson, f. 27.8. 1921,
d. 8.10. 1992, skipstjóri og útgerð-
armaður í Vestmannaeyjum.
Úr frændgarði Árna Johnsen
Árni
Johnsen
Poul C. Kanélas
af grískum ættum
Ingibjörg Jónsdóttir
húsfr. í Suðurgarði
Jón Guðmundsson
b. í Suðurgarði í Eyjum
Margrét Marta Jónsdóttir
húsfr. í Suðurgarði í Eyjum
Árni Johnsen
útvegsm. í Suðurgarði í Eyjum
Sigfús M.J. Johnsen
bæjarfógeti í Eyjum
Baldur G. S. Johnsen
læknir og forstöðum. Helbrigðiseftirlits ríkisins
Gísli J. Johnsen
útgerðarm. og
stórkaupm. í Eyjum
og Rvík
Ingibjörg Á. Johnsen
kaupmaður í Vestmannaeyjum
Sigfús J.Á. Johnsen
kennari og félagsmálastj.
Anna Sigríður
Árnadóttir Johsen
húsfr. í Eyjum
Jóhann Jörgen Johnsen
kaupm. og útvegsm. Í Eyjum
Árni Sigfússon
bæjarstj. í
Reykjanesbæ
Gylfi Sigfússon
forstj. Eimskipa-
félags Íslands
Sif Sigfúsdóttir
fyrrv. borgarfulltr.
Sigríður Gísladóttir
húsfr. í Eyjum og Rvík
Soffía Gísladóttir
Árnason húsfr. í Rvík
Gísli Ísleifsson
hrl.
Gísli J. Ástþórsson
blaðam., ritstj. og
teiknari
Árni Ísleifsson
hljóðfæraleikari
ÍSLENDINGAR 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MARS 2014
Valur Arnþórsson bankastjórifæddist á Eskifirði 1.3. 1935.Foreldrar hans voru Arnþór
Jensen, pöntunarfélagsstjóri á Eski-
firði, og k.h., Guðný Anna Péturs-
dóttir húsfreyja.
Arnþór var sonur Peters Jensen,
kaupmanns og útgerðarmanns á
Eskifirði. Móðir Peters var Jóhanna
Pétursdóttir, systir Kjartans, afa
Aðalsteins Jónssonar, útvegsmanns
á Eskifirði. Móðir Arnþórs var Þór-
unn Markúsdóttir, systir Einars,
föður Maríu Markan söngkonu.
Guðný Anna var dóttir Péturs,
prests í Eydölum, bróður Guðnýjar,
ömmu Gísla Magnússonar píanóleik-
ara. Móðir Guðnýjar Önnu var Hlíf,
systir Soffíu, ömmu Magnúsar Thor-
oddsen hæstaréttardómara. Hlíf var
dóttir Boga Smith, smiðs á Arnar-
bæli á Fellsströnd.
Eftirlifandi eiginkona Vals er Sig-
ríður Ólafsdóttir og eignuðust þau
fimm börn.
Valur lauk landsprófi frá Eiðum
og samvinnuskólaprófi, var við nám í
trygginga- og verslunarfræðum í
London 1955-56 og við sænska sam-
vinnuskólann, Vår Gård, 1965.
Valur var skipulagður, vel látinn
og vinsæll stjórnandi og helsta von-
arstjarna SÍS þegar erfiðleikar voru
farnir að steðja að kaupfélögunum.
Hann starfaði hjá Samvinnutrygg-
ingum 1953-65, varð fulltrúi kaup-
félagsstjóra Kaupfélags Eyfirðinga
1965, var kaupfélagsstjóri KEA
1971-89 og bankastjóri Landsbank-
ans frá ársbyrjun 1989.
Valur sat í bæjarstjórn Akureyrar
1970-78, var forseti bæjarstjórnar
1974-78, stjórnarformaður Laxár-
virkjunar, sat í Orkuráði og stjórn
Landsvirkjunar, var ritari stjórnar
SÍS og síðan stjórnarformaður 1978-
89, stjórnarformaður margra fyrir-
tækja á vegum KEA, varaformaður
stjórnar Samvinnutrygginga hf.,
Endurtryggingafélags Samvinnu-
trygginga hf., Andvöku og Olíu-
félagsins hf. og stjórnarformaður
Plasteinangrunar hf., Kaffibrennslu
Akureyrar og Útgerðarfélags KEA.
Valur lést 13.10. 1990 er einka-
flugvél sem hann flaug fórst í
Skerjafirði.
Merkir Íslendingar
Valur
Arnþórsson
Laugardagur
90 ára
Baldvin Einarsson
85 ára
Ásdís H. Jóhannsdóttir
Guðný Ágústsdóttir
Hákon Torfason
80 ára
Dagbjört Þórðardóttir
Sæunn Kristjánsdóttir
75 ára
Guðlaug H. Þorbergsdóttir
Herbert Ármannsson
María Ármannsdóttir
70 ára
Einar Sturlaugsson
Guðjón Jóhannsson
Helga Árnadóttir
60 ára
Fannlaug S.
Snæbjörnsdóttir
Guðrún Guðmundsdóttir
Hulda Sigríður Skúladóttir
Jón Brands Theódórs
Tryggvi Ingvar Ólafsson
50 ára
Ása Kristín Margeirsdóttir
Guðbjörg E. Friðfinnsdóttir
Guðný Fjóla Árnmarsdóttir
Hrönn Pétursdóttir
Jóhanna B. Þórhallsdóttir
Jóhannes Freyr Baldursson
Kristín Sigríður
Þórðardóttir
Sigrún Elíasdóttir
Sigurjón Ingvi Hauksson
Svandís Georgsdóttir
Unnur Óskarsdóttir
Úlfhildur J. Sigurðardóttir
40 ára
Aníta Björk Helgadóttir
Arnkell Logi Pétursson
Benedikt Jónsson
Bozena Katarzyna
Nowacka
Bryndís Ásmundsdóttir
Eva Lind Þuríðardóttir
Gunnlaugur Árnason
Halldór Ólason
Helga Dröfn Þórarinsdóttir
Jóhann Örn Þórarinsson
Jónas Oddur Jónasson
Krzysztof Tomasz
Mieszaniec
Rosemarie Hermilla
Haraldsson
Sólrún Júlíusdóttir
Úrsúla Ragna
Ásgrímsdóttir
Þorkell Máni Pétursson
30 ára
Annecke Macrander
Bjarni Þór Steindórsson
Ester Inga Alfreðsdóttir
Geir Ingi Sigurðsson
Hafsteinn Bergmann
Árnason
Halldór Fannar Halldórsson
Hjalti Þór Hreinsson
Hugborg Hjörleifsdóttir
Ingibjörg Einarsdóttir
Margrét Birgitta
Davíðsdóttir
Margrét Magnúsdóttir
Matthildur Sunna
Þorláksdóttir
Pétur Magnús Pétursson
Silja Jóhannesdóttir
Steinunn Anna
Kjartansdóttir
Steinunn Þyri
Þórarinsdóttir
Svanur Þór Halldórsson
Tryggvi Rósmundsson
Sunnudagur
80 ára
Aage Petersen
Ágústa Markúsdóttir
Ásgeir Karlsson
Bjarney Kristín
Viggósdóttir
Ingibjörg Jónsdóttir
75 ára
Ásgeir Stefánsson
Dagný Kjartansdóttir
Elsa Hanna Ágústsdóttir
Guðlaug I. Arilíusardóttir
Kristján Magnússon
Orri Hrafnkelsson
Sigurður Gizurarson
Sigurveig Þóra
Árelíusdóttir
Svava S. Gestsdóttir
Valborg Rakel
Gunnarsdóttir
70 ára
Edda Hinriksdóttir
Grétar Kristjónsson
Sveinn Snæland
60 ára
Bergsteinn Vigfússon
Guðni Kjartan Þorkelsson
Ingibjörg Bjarnadóttir
Jens Sigurðsson
Jón Sigurpáll Salvarsson
Kolbrún Ingólfsdóttir
Sigurjón Páll Högnason
50 ára
Bergsteinn Gunnarsson
Guðný Ingimarsdóttir
Guðrún Sigríður
Vilhjálmsdóttir
Guðrún Vilhjálmsdóttir
Helgi Kristófer Helgason
Hulda Rós Rúriksdóttir
Jasinta Kerketta
Sigtryggur Ásgrímsson
Sæmundur Helgason
Thelma Hansen
Þorsteinn J. Vilhjálmsson
40 ára
Einar Bjarnason
Gísli Örn Sturluson
Guðmundur Jóhannes
Guðmundsson
Guðni Þór Ragnarsson
Heiðar Már Hlöðversson
Hjörný Snorradóttir
Kolbrún Anna Björnsdóttir
Magnea Sigríður
Sverrisdóttir
Magnús Þór Guðjónsson
Malgorzata Lis
Waraporn Chanse
30 ára
Aðalsteinn Ragnar
Benediktsson
Ari Jónsson
Bernharður Guðmundsson
Edda Lára Lúðvígsdóttir
Einar Grímsson
Fjölnir Fjalarsson
Ívar Már Svanbergsson
Jothimani Sathiyamoorthy
Jónína Pálmarsdóttir
Kristjana Jokumsen
Rósa Stefánsdóttir
Sóley Fjalarsdóttir
Steven John Clark
Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift
að Morgunblaðinu í einnmánuð.
Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón