Morgunblaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 52
52 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MARS 2014 56 V er ð kr . 2 .1 9 5 · Ja nú ar 2 0 1 4 Brúðarþáttur Nýtt, glæsilegt Prjónablaðið Ýr Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú ert kraftmikil/l en áhrif þín fara í vaskinn ef þú reynir að afreka of mikið í of langan tíma. Nú skaltu söðla um og gefa meira af tíma þínum til þeirra sem þarfnast þín. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú munt að líkindum lesa, skrifa, læra eða ferðast meira á næstunni en vanalega. Hugsaðu um eigin velferð. Láttu það eftir þér að skemmta þér og borða góðan mat í góðra vina hópi. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Ábyrgðin sem blasir við þér, er kannski ekki margslungin, en þú ert eina manneskjan sem stendur undir henni. Biddu einhvern að kenna þér það sem þú vilt læra. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Vertu viðbúin/n, á næstunni gefast tækifæri til ferðalaga, útgáfu og aukinnar menntunar. Einbeittu þér að því að standa við gefin loforð. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Gerðu það eina rétta og brettu upp ermar, þegar hver hlutur er kominn á sinn stað mátt þú vel við una. Vertu leiðtogi. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú ert heillandi og lifir spennandi lífi. Þú hefur sterka löngun til þess að upplifa sem flest og notar hvert tækifæri til þess að gera eitthvað öðruvísi. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er hætt við einhverjum ruglingi í ástamálunum í dag. Leyfðu fólki frekar að gera hlutina á sinn hátt, og síðan má dæma afleiðingarnar. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú hefur mikla löngun til þess að læra eitthvað nýtt í dag. En vertu umfram allt sáttfús og heiðarleg/ur, þá mun allt enda vel. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Fólki fellur vel við þig og verk þín. Reiði hefur þó engan annan tilgang en gera alla leiða og flækja málin enn frekar. Leyfðu öðrum að njóta sín eins og þú vilt fá að njóta þín sjálf/ur. 22. des. - 19. janúar Steingeit Hættu að bera þig saman við ann- að fólk því engir tveir eru eins. Notaðu tím- ann sem þú hefur í einrúmi til þess að end- urmeta það sem þú sjálf/ur vilt. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þér er að takast að klára málið. Notaðu símann, skrifaðu bréf eða tölvupóst til systkina og ættingja sem eru langt í burtu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú veltir fyrir þér lífinu og tilverunni þessa dagana. Farðu vel með það vald sem þú hefur. Ert þú eigandi dauðra hluta í kring- um þig, eða eiga þeir þig? Fyrir viku var þessi gáta í Vísna-horni: Í brekku sá ég bæ einn fagran standa. Vinnumannsins verkalaun var hans nafn og hugarraun. Bóndi sá er býli þessu ræður tvöfalt nafnið bergsins ber búin ekki gátan er. Föðurnafnið finnst mér vera svona: Brunninn viðarbútur einn, beinvaxinn hann er sem teinn. Tinna Kjartansdóttir skrifaði mér til að koma á framfæri þessum upp- lýsingum frá ömmu sinni Kristínu Maríu Hartmannsdóttur: „Þetta er vísa eftir Bergstein Kolbeinsson í Kaupangi í Eyjafirði. Hún amma mín var í sveit hjá honum sem ung- lingur á Leifsstöðum og lærði vís- urnar þar.“ Birgir Marinósson leysir gátuna svona: Kaupangur er kostajörð með kerfilsbrekkur. Bergsteinn nefnist bóndi þekkur, í bændatali er sá rekkur. Klárlega var karlinn þessi af kostum metinn. Af Kolbeini var karlinn getinn. Komin ráðning er ég set inn. Hér kemur gáta eftir Svein Vík- ing og bíður ráðning hennar næsta laugardags: Galli hulinn oftast er. Eyrum við þó kveði hátt. Nafn á synd í heimi hér. Háir þeim, sem eiga fátt. Sturla Friðriksson sendi limru í tilefni umræðna á Alþingi: Til sjálfstæðis lands vors við lítum og lögsögu betur við hnýtum. Og eflum vor bönd við ótalmörg lönd, en Evrópusambandi slítum. Davíð Hjálmar Haraldsson skrifar á Leirinn um snjóinn og Vegagerð- ina með þessari athugasemd: Dregið úr mokstri vegna djúpra snjóganga. Meðan snjókorn sást hér varla á vegi vélaflotar skófu á hverjum degi en þegar fannir öllum leiðum loka lætur Vegagerðin hætta að moka. Og svo er það gamall húsgangur: Láttu ekki illa liggja á þér lundina berðu káta. Óánægju eykur mér ef ég sé þig gráta. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Úr Kaupangssveit og Evr- ópusambandi í snjómokstur Í klípu „ÞIÐ SKULDIÐ ORÐIÐ MEIRA EN ANDVIRÐI HÚSSINS YKKAR, SVO EINN AF INNSTÆÐUEIGENDUNUM OKKAR MUN FLYTJA INN TIL YKKAR, TIL AÐ JAFNA STÖÐUNA AÐEINS.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG ER BÚINN MEÐ VEIKINDA- DAGANA Í ÞESSUM MÁNUÐI.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... góðar, svefnlausar nætur. STRÆTÓ LÁNADEI ÉG ER KOMINN AFTUR FRÁ ENGLANDI, HELGA! ÞÚ GETUR ALDREI GISKAÐ Á HVAÐ ÉG KOM MEÐ HANDA ÞÉR! VONANDI FLEIRI POTTA OG PÖNNUR. VAMPÍRUKETTIR SOFA ALLAN DAGINN. OG ALLA NÓTTINA LÍKA. ÞEIR ERU Í RAUN EKKERT SVO HÆTTULEGIR.Jább, vorið er komið að kveðaburt klakann, eins og stendur í kvæðinu. Sólin er nú loksins farin að skína og daginn er tekið að lengja. Því ber nefnilega að fagna. Þegar Víkverji heldur til vinnu á morgnana þá er ekki lengur kol- niðamyrkur heldur er hreinlega töluvert bjart úti. Það fyllir hjarta Víkverja af gleði. Svo ekki sé nú talað um að þegar vinnudegi lýkur er ennþá bjart og tiltölulega mikið eftir af deginum. Eða svo gott sem. Þetta léttir lundina óneitanlega mikið, að fara á stjá í birtu og koma heim til sín þegar sólin skín inn um gluggann. x x x Þrátt fyrir þessa tiltölulega veikugeisla febrúarsólarinnar er hún samt ansi þrautseig. Hún nær örlít- ið að bræða yfirborðið á þessum hnausþykka klaka sem umlykur allt. Dropinn holar steininn, hægt og örugglega á klakinn eftir að hopa. Sem betur fer. x x x Þar sem Víkverji er jú Íslend-ingur gerir hann sér grein fyrir að vorið er ekki komið. Veðurfræð- ingur á vaktinni fullvissaði Vík- verja um að það færi brátt að kólna og jafnvel myndi úrkoma eitthvað láta á sér kræla. Snjór í vikunni. x x x En það er þessi von sem fylgirvorinu. Um leið og sólin kemur upp er alltaf komið vor í hjarta Vík- verja. Hann leyfir sér að gleðjast þrátt fyrir þá vissu að senn kólni og jafnvel snjói. Snjórinn er samt kærkominn í höfuðborginni því þá kemur örlítil snjóhula yfir allan klakann sem umlykur allt þessa stundina. x x x Því er ekkert betra en að nýtahelgina til góðra verka og úti- vistar í blíðunni. En nú á að vera þrusugott veður og því er eins gott að vera úti, fá loft í lungun og vind í hárið. Alltaf er tilefni til að tala um veðrið enda síbreytilegt og hefur áhrif á skap okkar allra. víkverji@mbl.is Víkverji Því að Drottinn er góður, miskunn hans varir að eilífu og trúfesti hans frá kyni til kyns. (Sálmarnir 100:5)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.