Morgunblaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MARS 2014
BAKSVIÐ
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Samfylkingin myndi tapa tveimur af
þremur bæjarfulltrúum sínum í
Kópavogi ef kosið yrði á morgun
samkvæmt nýrri skoðanakönnun
Félagsvísindastofnunar Háskóla Ís-
lands fyrir Morgunblaðið á fylgi
flokka í bænum. Fylgi flokksins
mælist 12,5% en var 28,1% í kosn-
ingunum fyrir fjórum árum. Björt
framtíð, sem ekki hefur áður boðið
fram í Kópavogi, fær tvo menn í
bæjarstjórn og Sjálfstæðisflokk-
urinn bætir við sig einum bæjarfull-
trúa og verða þeir fimm samkvæmt
könnuninni.
Aukið fylgi
Sjálfstæðisflokksins
Niðurstöður könnunarinnar eru
annars þessar: Fylgi Sjálfstæð-
isflokksins mælist 42,2%. Það er
veruleg fylgisaukning frá kosning-
unum 2010 þegar flokkurinn fékk
30,2% atkvæða og fjóra bæjarfull-
trúa.
Björt framtíð er næststærsti
flokkurinn í Kópavogi með 17,3%
fylgi. Samfylkingin kemur þar á eft-
ir og dugar fylgið aðeins fyrir einum
bæjarfulltrúa.
Píratar, sem ekki hafa boðið fram
áður, eiga hljómgrunn í bænum og
mælist fylgi þeirra 9,9%. Þeir fengju
einn bæjarfulltrúa.
Fylgi við Framsóknarflokkinn
hefur aukist lítillega frá síðustu
kosningum. Það er nú 9,1% sem
nægir til að fá mann kjörinn. Í kosn-
ingunum 2010 voru framsókn-
armenn með 7,2% atkvæða.
Tveir listar þurrkast út
Loks fengi Vinstrihreyfingin –
grænt framboð einn mann kjörinn í
bæjarstjórn Kópavogs. Flokkurinn
mælist með 8,5% fylgi sem er minna
en 2010. Þá fékk VG 9,2% atkvæða.
Af þeim sem afstöðu tóku nefndu
0,5% að þeir vildu einhvern annan
flokk en ofangreinda. Listi Kópa-
vogsbúa, sem nú á einn fulltrúa í
bæjarstjórn og aðild að meirihlut-
anum, og Næstbesti flokkurinn, sem
einnig á mann í bæjarstjórn, komust
ekki á blað í könnuninni. Í kosning-
unum 2010 fékk Næstbesti 13,8%
atkvæða og Listi Kópavogsbúa
10,2%.
Könnun Félagsvísindastofnunar
var gerð dagana 18. til 23. febrúar.
Spurt var: Ef sveitarstjórnarkosn-
ingar væru haldnar á morgun,
hvaða flokk eða lista myndir þú
kjósa? Tvær leiðir voru notaðar til
að ná til kjósenda. Annars vegar var
hringt í 135 manna tilviljunarúrtak
úr þjóðskrá á aldrinum 18 ára og
eldri. Hins vegar var send netkönn-
un til 565 manna úrtaks úr netpanel
Félagsvísindastofnunar, Alls feng-
ust 385 svör frá svarendum á aldr-
inum 18 til 95 ára og var svarhlutfall
60%. Vigtaður svarendafjöldi var
einnig 385.
Ef rýnt er í tölurnar með tilliti til
kynferðis þátttakenda í könnuninni
kemur í ljós að Sjálfstæðisflokk-
urinn nýtur mun meira fylgis karla
en kvenna. Styðja 48% karla flokk-
inn en 36% kvenna. Píratar eiga
einnig mun meira fylgi meðal karla
en kvenna, 14% á móti 6%. Þessu er
öfugt farið hjá Samfylkingunni sem
nýtur stuðnings 17% kvenna og 8%
karla.
Meirihlutinn heldur í Kópavogi
Ný könnun Félagsvísindastofnunar á fylgi flokka í Kópavogi Mikil fylgisaukning Sjálfstæðis-
flokksins Björt framtíð fær tvo menn og Píratar einn Samfylkingin tapar tveimur mönnum
Fylgi flokka eftir því hvað var kosið síðast (2010)
Fra
ms
ókn
arfl
.
Kýs nú:
Kaus þá:
Vin
stri
-græ
n
Sam
fylk
ing
Sjá
lfst
æð
isfl.
Ann
an
flok
k
eða
fram
b.
?
Ann
an
flok
k
eða
fram
b.
?
Björt framtíð Framsóknarflokkur Sjálfstæðisflokkur Samfylking Píratar Vinstri-græn Annar flokkur eða framboð
Flokkur ef kosið yrði á morgun til Alþingis
Myndi
kjósa í
sveitar-
stjórn:
Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið 18.-23. febrúar 2014.
Fra
ms
ókn
arfl
.
Myndi
kjósa á
Alþingi:
Sjá
lfst
æð
isfl.
Bjö
rt f
ram
tíð
Sam
fylk
ing
Vin
stri
-græ
n
8%
66%
20%
6%
1%2%
27% 22%
45%
89%
2%
98%
9% 3% 8%
16%
2%
70%
2%2%
10%
87%
7%
78%
4%2%2%
74%
22%
2%
4%
4% 2%
2%
6%
8%
32%
4%
4%
8%
3%
7%
57%
2%
56%
3%
11%
2%
91%
2%4%
3%
SKOÐANAKÖNNUN
KÓPAVOGUR
„Ég er afar ánægður með þessa nið-
urstöðu,“ sagði Ármann Kr. Ólafs-
son, bæjarstjóri í Kópavogi og odd-
viti sjálfstæðismanna, þegar
Morgunblaðið leitaði álits hans í gær
á hinni nýju könnun Félagsvís-
indastofnunar. „Ég lít á þetta sem
stuðning við stefnu okkar um ábyrga
fjármálastjórn í Kópavogi. Tölurnar
eru í samræmi við aðrar kannarnir
að undanförnu. Það bendir til þess
að við eigum góða möguleika á að ná
fimmta fulltrúanum inn sem hefur
verið okkar markmið.“
„Þessi niðurstaða er mér töluverð
vonbrigði,“ sagði Pétur Hrafn Sig-
urðsson, nýr oddviti Samfylkingar.
En kosningabaráttan væri ekki haf-
in og Samfylkingin ætti eftir að
kynna stefnu og nýtt fólk sem væri í
framboði.
Ómar Stefánsson, fráfarandi odd-
viti Framsóknarflokksins, kvaðst
ánægður með að flokkurinn héldi
sínum manni. Hann kvaðst óttast að
umrótið vegna ákvörðunar rík-
isstjórnarinnar í ESB-málinu gæti
haft áhrif á fylgi flokksins í sveit-
arstjórnarkosningunum. „En ég er
gríðarlega stoltur af verkum okkar í
meirihlutanum. Samstarfið hefur
gengið vel,“ sagði hann.
Ólafur Þór Gunnarsson, oddviti
Vinstri grænna, sagði að sér kæmu
tölurnar ekki á óvart. „Kosningabar-
áttan er ekki byrjuð og við erum
ekki búin að stilla upp lista,“ sagði
hann. Tíðindin í könnuninni væru
þau að Sjálfstæðisflokkurinn væri að
styrkjast en fylgi annarra flokka að
dreifast meira en áður. Það væri
sjálfstæðismönnum í hag.
Úrslitin stuðningur
við ábyrg fjármál
„Kosningabaráttan er ekki byrjuð“
Pétur Hrafn
Sigurðsson
Ómar
Stefánsson
Ólafur Þór
Gunnarsson
Ármann Kr.
Ólafsson