Morgunblaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MARS 2014 BAKSVIÐ Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Samfylkingin myndi tapa tveimur af þremur bæjarfulltrúum sínum í Kópavogi ef kosið yrði á morgun samkvæmt nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Ís- lands fyrir Morgunblaðið á fylgi flokka í bænum. Fylgi flokksins mælist 12,5% en var 28,1% í kosn- ingunum fyrir fjórum árum. Björt framtíð, sem ekki hefur áður boðið fram í Kópavogi, fær tvo menn í bæjarstjórn og Sjálfstæðisflokk- urinn bætir við sig einum bæjarfull- trúa og verða þeir fimm samkvæmt könnuninni. Aukið fylgi Sjálfstæðisflokksins Niðurstöður könnunarinnar eru annars þessar: Fylgi Sjálfstæð- isflokksins mælist 42,2%. Það er veruleg fylgisaukning frá kosning- unum 2010 þegar flokkurinn fékk 30,2% atkvæða og fjóra bæjarfull- trúa. Björt framtíð er næststærsti flokkurinn í Kópavogi með 17,3% fylgi. Samfylkingin kemur þar á eft- ir og dugar fylgið aðeins fyrir einum bæjarfulltrúa. Píratar, sem ekki hafa boðið fram áður, eiga hljómgrunn í bænum og mælist fylgi þeirra 9,9%. Þeir fengju einn bæjarfulltrúa. Fylgi við Framsóknarflokkinn hefur aukist lítillega frá síðustu kosningum. Það er nú 9,1% sem nægir til að fá mann kjörinn. Í kosn- ingunum 2010 voru framsókn- armenn með 7,2% atkvæða. Tveir listar þurrkast út Loks fengi Vinstrihreyfingin – grænt framboð einn mann kjörinn í bæjarstjórn Kópavogs. Flokkurinn mælist með 8,5% fylgi sem er minna en 2010. Þá fékk VG 9,2% atkvæða. Af þeim sem afstöðu tóku nefndu 0,5% að þeir vildu einhvern annan flokk en ofangreinda. Listi Kópa- vogsbúa, sem nú á einn fulltrúa í bæjarstjórn og aðild að meirihlut- anum, og Næstbesti flokkurinn, sem einnig á mann í bæjarstjórn, komust ekki á blað í könnuninni. Í kosning- unum 2010 fékk Næstbesti 13,8% atkvæða og Listi Kópavogsbúa 10,2%. Könnun Félagsvísindastofnunar var gerð dagana 18. til 23. febrúar. Spurt var: Ef sveitarstjórnarkosn- ingar væru haldnar á morgun, hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa? Tvær leiðir voru notaðar til að ná til kjósenda. Annars vegar var hringt í 135 manna tilviljunarúrtak úr þjóðskrá á aldrinum 18 ára og eldri. Hins vegar var send netkönn- un til 565 manna úrtaks úr netpanel Félagsvísindastofnunar, Alls feng- ust 385 svör frá svarendum á aldr- inum 18 til 95 ára og var svarhlutfall 60%. Vigtaður svarendafjöldi var einnig 385. Ef rýnt er í tölurnar með tilliti til kynferðis þátttakenda í könnuninni kemur í ljós að Sjálfstæðisflokk- urinn nýtur mun meira fylgis karla en kvenna. Styðja 48% karla flokk- inn en 36% kvenna. Píratar eiga einnig mun meira fylgi meðal karla en kvenna, 14% á móti 6%. Þessu er öfugt farið hjá Samfylkingunni sem nýtur stuðnings 17% kvenna og 8% karla. Meirihlutinn heldur í Kópavogi  Ný könnun Félagsvísindastofnunar á fylgi flokka í Kópavogi  Mikil fylgisaukning Sjálfstæðis- flokksins  Björt framtíð fær tvo menn og Píratar einn  Samfylkingin tapar tveimur mönnum Fylgi flokka eftir því hvað var kosið síðast (2010) Fra ms ókn arfl . Kýs nú: Kaus þá: Vin stri -græ n Sam fylk ing Sjá lfst æð isfl. Ann an flok k eða fram b. ? Ann an flok k eða fram b. ? Björt framtíð Framsóknarflokkur Sjálfstæðisflokkur Samfylking Píratar Vinstri-græn Annar flokkur eða framboð Flokkur ef kosið yrði á morgun til Alþingis Myndi kjósa í sveitar- stjórn: Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið 18.-23. febrúar 2014. Fra ms ókn arfl . Myndi kjósa á Alþingi: Sjá lfst æð isfl. Bjö rt f ram tíð Sam fylk ing Vin stri -græ n 8% 66% 20% 6% 1%2% 27% 22% 45% 89% 2% 98% 9% 3% 8% 16% 2% 70% 2%2% 10% 87% 7% 78% 4%2%2% 74% 22% 2% 4% 4% 2% 2% 6% 8% 32% 4% 4% 8% 3% 7% 57% 2% 56% 3% 11% 2% 91% 2%4% 3% SKOÐANAKÖNNUN KÓPAVOGUR „Ég er afar ánægður með þessa nið- urstöðu,“ sagði Ármann Kr. Ólafs- son, bæjarstjóri í Kópavogi og odd- viti sjálfstæðismanna, þegar Morgunblaðið leitaði álits hans í gær á hinni nýju könnun Félagsvís- indastofnunar. „Ég lít á þetta sem stuðning við stefnu okkar um ábyrga fjármálastjórn í Kópavogi. Tölurnar eru í samræmi við aðrar kannarnir að undanförnu. Það bendir til þess að við eigum góða möguleika á að ná fimmta fulltrúanum inn sem hefur verið okkar markmið.“ „Þessi niðurstaða er mér töluverð vonbrigði,“ sagði Pétur Hrafn Sig- urðsson, nýr oddviti Samfylkingar. En kosningabaráttan væri ekki haf- in og Samfylkingin ætti eftir að kynna stefnu og nýtt fólk sem væri í framboði. Ómar Stefánsson, fráfarandi odd- viti Framsóknarflokksins, kvaðst ánægður með að flokkurinn héldi sínum manni. Hann kvaðst óttast að umrótið vegna ákvörðunar rík- isstjórnarinnar í ESB-málinu gæti haft áhrif á fylgi flokksins í sveit- arstjórnarkosningunum. „En ég er gríðarlega stoltur af verkum okkar í meirihlutanum. Samstarfið hefur gengið vel,“ sagði hann. Ólafur Þór Gunnarsson, oddviti Vinstri grænna, sagði að sér kæmu tölurnar ekki á óvart. „Kosningabar- áttan er ekki byrjuð og við erum ekki búin að stilla upp lista,“ sagði hann. Tíðindin í könnuninni væru þau að Sjálfstæðisflokkurinn væri að styrkjast en fylgi annarra flokka að dreifast meira en áður. Það væri sjálfstæðismönnum í hag. Úrslitin stuðningur við ábyrg fjármál  „Kosningabaráttan er ekki byrjuð“ Pétur Hrafn Sigurðsson Ómar Stefánsson Ólafur Þór Gunnarsson Ármann Kr. Ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.