Morgunblaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MARS 2014 Sp ör eh f. Komdu á útivistarkynningu mánudaginn, 3. mars kl. 20.00 hjá Bændaferðum í Síðumúla 2, 2. hæð. Allir hjartanlega velkomnir! Gönguferðir · Hjólaferðir · Hjólað um perlur Tíról · Trítlað við Zell am See · Trítlað í fjallasölum Alpanna · Gönguferð umhverfis Mont Blanc · Þriggja landa Alpaganga · Þjóðgarðar Klettafjallanna · Trítlað í Sölden Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Katrín Júlíusdóttir á stórleikiþessa dagana. Hún fer nú til dæmis fram á að utanríkisráðherra rökstyðji þá afstöðu sína að ekki hafi í raun verið meirihlutavilji á Alþingi fyrir umsókn um að- ild að ESB 16. júlí 2009, heldur hafi umsóknin verið hluti af pólitísku sam- komulagi stjórn- arflokkanna. Og hún spyr hver meiri- hlutaviljinn hafi ver- ið.    Þetta er með miklum ólíkindumen hluti af hinum ógeðfellda spuna sem haldið hefur verið uppi frá því snemma árs 2009. Fyrir ligg- ur að VG keypti sig inn í ríkisstjórn með því að fórna þeirri grundvall- arstefnu sinni og loforði að vilja ekki aðild að ESB.    Þetta er margyfirlýst og kommeira að segja fram í at- kvæðaskýringum þennan stóra svikadag.    Svandís Svavarsdóttir fór þá ít-arlega yfir það hve sannfærð hún væri um að Ísland ætti ekki að ganga í ESB en greiddi svo atkvæði með umsókn.    Álfheiður Ingadóttir sagðist vera„eindreginn andstæðingur þess að Ísland gangi í ESB“ en sagði já.    Katrín Jakobsdóttir núverandiformaður flokksins, sagðist telja hagsmunum Íslands betur borgið utan ESB en innan og sagði svo já.    Þetta eru aðeins þrjú dæmi umþingmenn sem fóru gegn sann- færingu sinni til málsins og ef þeir hefðu ekki gert það hefði Ísland ekki sótt um aðild. Katrín Júlíusdóttir Spurningar spunakonu STAKSTEINAR Veður víða um heim 28.2., kl. 18.00 Reykjavík 5 léttskýjað Bolungarvík 0 skýjað Akureyri 0 snjókoma Nuuk -7 snjókoma Þórshöfn 6 skúrir Ósló 0 slydda Kaupmannahöfn 5 þoka Stokkhólmur 2 þoka Helsinki 1 skýjað Lúxemborg 5 skúrir Brussel 6 skúrir Dublin 7 léttskýjað Glasgow 5 skýjað London 6 skúrir París 6 léttskýjað Amsterdam 7 léttskýjað Hamborg 7 skýjað Berlín 7 skýjað Vín 8 skýjað Moskva 0 heiðskírt Algarve 18 léttskýjað Madríd 15 léttskýjað Barcelona 15 léttskýjað Mallorca 13 léttskýjað Róm 11 skúrir Aþena 12 skýjað Winnipeg -20 snjókoma Montreal -16 léttskýjað New York -8 heiðskírt Chicago -10 skýjað Orlando 15 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 1. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:35 18:46 ÍSAFJÖRÐUR 8:46 18:45 SIGLUFJÖRÐUR 8:29 18:28 DJÚPIVOGUR 8:06 18:14 „Helstu niðurstöður ritgerðarinnar benda til þess að Facebook hafi ekki slæm áhrif á félagslega virkni unglinga heldur þvert á móti,“ segir Alex- andra Eir Andrésdóttir um niðurstöðu BA- ritgerðar sinnar í uppeldis- og menntunarfræði. Hún nefnist: Unglingar og Facebook, samskipti unglinga og félagsleg virkni. Rannsóknarspurningin var eftirfarandi: Hvernig hafa samskiptamiðlar eins og Facebook áhrif á fé- lagslega virkni unglinga á efsta stigi í grunnskóla? Tekin voru viðtöl við sex unglinga, Facebook- notkun þeirra greind og þau beðin um að greina kosti og galla samskiptamiðilsins. „Allir unglingarnir töldu að vinafjöldinn hefði aukist og að auðveldara væri að eignast vini og að þeir hittu þá oftar,“ segir Alexandra. Þá nota unglingarnir Facebook mikið til að koma sér saman um hvort og hvenær þeir ætla að hittast. Þegar horft er til íþrótta og tómstundaiðkunar, þá var ekki hægt að greina að virkni þeirra á Facebook kæmi niður á mæt- ingu þeirra. Alexandra benti á að þvert á móti þá stuðlaði notk- unin að virkari samskiptum, t.d. væri auðveldara að stofna lokaða hópa. Dæmi voru um að þeir sem stunduðu tiltekna íþrótt skiptust á skoðunum og spjölluðu mikið saman í lokuðum hópum. Alexandra sagði að á heildina litið notuðu ung- lingarnir Facebook á jákvæðan hátt. Spurð hvort einhverjir þeirra hefðu orðið fyrir einelti í gegnum vefinn, sagði hún að slíkt hefði ekki komið upp hjá þessum hópi. En það hefði verið nefnt sem einn af ókostunum við Facebook; að auðveldara væri að leggja í einelti en einnig að biðjast afsökunar á framkomu sinni. Þá bentu unglingarnir á að þeim þætti einnig ókostur að þau upplifðu sterk skilaboð frá sam- félaginu um mikilvægi þess að vera með Facebook. thorunn@mbl.is Facebook hefur ekki slæm áhrif Alexandra Eir Andrésdóttir Allir sjö háskólar landsins standa að Háskóladeginum sem haldinn er í dag klukkan 12-16. Þar gefst verðandi háskólanem- endum og öllum öðrum færi á að kynna sér þær námsleiðir sem kenndar eru í íslenskum háskólum. Skólarnir bjóða sameiginlega upp á um 500 námsleiðir. Námskynningarnar fara fram í Háskólanum í Reykjavík þar sem HR og Bifröst kynna sínar náms- leiðir, í Háskóla Íslands þar sem HÍ, Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Hólum og Landbúnaðarháskóli Ís- lands kynna námsleiðir sínar og í Listaháskólanum, Þverholti 11. Fram kemur í tilkynningu að rúta gangi á milli skólanna þriggja sem allir geti hoppað upp í og komist auðveldlega á milli bygginga sér að kostnaðarlausu. Nemendur í sviðs- listadeild Listaháskóla Íslands hafa útbúið myndefni sem sýnt verður í rútunni. Fjölbreytt dagskrá verður í boði í skólunum í dag, þar á meðal ýmiss konar tónlist, vísindabíó, sýningar Sprengjugengisins í Háskólabíói og margt fleira. Morgunblaðið/Kristinn Sprengjur Sprengjugengi Háskóla Íslands mun leika listir sínar í Há- skólabíói í dag í tilefni af háskóladeginum sem allir háskólar standa að. Háskóladagur í dag  Allir sjö háskólar landsins standa að deginum og kynna námsframboð sitt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.