Morgunblaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MARS 2014 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Aldrei hafa eins margir þátttakend- ur verið skráðir til leiks á Reykja- víkurskákmóti og á því sem stendur yfir 4.-12. mars. Um er að ræða fimmtugasta mótið frá upphafi en það var haldið fyrst árið 1964. Gera má ráð fyrir að keppend- ur verði á bilinu 260-270 frá um 45 löndum en í fyrra voru þeir 227 talsins, sem þá var met. Meðal kepp- enda eru 27 stórmeistarar og 30 al- þjóðlegir meistarar. Um 70% kepp- enda mótsins koma að utan og þar af eru 28 Norðmenn, 26 Þjóðverjar og 16 Bandaríkjamenn. Valið þriðja besta opna mótið Meðal annarra hefur fyrrverandi heimsmeistarinn Gary Kasparov boðað komu sína í tengslum við mótið. Að sögn Gunnars Björns- sonar, formanns Skáksambands Ís- lands, er þetta þriðja heimsókn Kasparovs til Íslands. „Svo er hann í forsetaframboði í Alþjóðaskáksam- bandinu og mun heimsækja gröf meistara Bobbys Fischers hinn 9. mars,“ segir Gunnar. Reykjavíkurskákmótið hefur vax- ið ár frá ári. Þannig voru kepp- endur um 100 árið 2009 en verða 260-270 nú. „Reykjavíkurskákmótið er eitt sterkasta opna skákmót hvers árs. Í fyrra var mótið valið þriðja besta skákmót þess árs af samtökum atvinnuskákmanna,“ segir Gunnar. Hann segir að gera megi ráð fyr- ir því að mótið væri um 10% stærra ef ekki væru öll hótelherbergi upp- bókuð í Reykjavík. Undrabarn og landsliðsmenn Margir sterkir skákmeistarar eru meðal keppenda. Stigahæstur kepp- enda er kínverski landsliðmaðurinn Chao Li. Næststigahæstur er þýski stórmeistarinn Arkadij Naiditsh og sá þriðji hinn ungi Richard Rapp- ort, sem er 17 ára Ungverji. Hann er sá sjötti yngsti í sögunni til að ná stórmeistaratign en þeim titli náði hann aðeins þrettán ára. Að venju verða Íslendingar með sína fulltrúa á mótinu. Þar ber að nefna Hannes Hlífar Stefánsson, sem er sigursælasti skákmaður Reykjavíkurskákmótanna. Þá verða stórmeistararnir Hjörvar Steinn Grétarsson, Henrik Danielsen, Stef- án Kristjánsson og Þröstur Þór- hallsson einnig með. Helsta undrabarn mótsins er hins vegar hinn tíu ára Awonder Liang, heimsmeistari tíu ára og yngri. Hann er sá yngsti sem hefur unnið alþjóðlegan meistara í langri skák, níu ára, og jafnframt sá yngsti sem hefur unnið stórmeistara þegar hann var tíu ára. Ekki næg hótelherbergi  Metþátttaka í Reykjavíkurskákmótinu Morgunblaðið/Ómar Skák Gary Kasparov hefur þrivar heimsótt Ísland. Árið 2004 tefldi hann við 13 ára Magnus Carlsen í Reykjavík. Carlsen er nú stigahæstur skákmanna. Gunnar Björnsson Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Stemningin á fyrstu árum bjórsins var skemmtileg. Fyrstu árin á Kringlukránni var spilað á harmonikku eða píanó og fólk tók und- ir og söng. Á tímabili voru djasskvöld í miðri viku, stærri danshljómsveitir um helgar og margir af þekktustu hljómlistarmönnum landsins hafa komið og skemmt gestum okkar í gegnum tíðina. Sumir höfðu efasemdir um að Íslendingar myndu höndla bjórinn áður en Al- þingi samþykkti að leyfa hann en í dag er kom- in ágætis bjórmenning,“ segir Sophus Sigþórs- son, veitingamaður á Kringlukránni. Löwenbräu og Budweiser Í dag, 1. mars, eru 25 ár frá því bjórlögin tóku gildi. Það voru tímamót á Íslandi og nokkrir nýir veitingastaðir voru opnaðir því samhliða. Þar á meðal var Kringlukráin og tók Sigþór Sigurjónsson við rekstrinum þá um haustið. Sophus sonur hans kom fljótlega inn í fyrirtækið og tók virkan þátt í rekstrinum með honum. Við hlið þeirra hefur Guðmundur Kjartansson framleiðslumaður starfað öll árin og hafa þeir Sophus og Guðmundur séð um og rekið Kringlukrána eftir að Sigþór lést fyrir tveimur árum. Löwenbräu og Budweiser voru vinsælar tegundir á fyrstu bjórárunum. „Hjá okkur hef- ur Egils Gull verið vinsælastur og höfum við selt hann frá upphafi. Í byrjun kostaði kanna með hálfum lítra 350 kr. en lengst 590 kr. Eftir hrun breyttist verð á bjór hratt vegna hækk- unar áfengisgjalda. Nú kostar kannan 950 kr. En í dag verður hægt að stíga upp í einskonar tímavél hér og kaupa Egils Gull á 25 ára gömlu verði. Annars erum við með nærri 15 tegundir af bjór. Gull Egils er sú vinsælasta en almennt hafa sterkari og bragðmeiri tegundir verið að sækja í sig veðrið,“ segir Guðmundur. Fólk geti dansað og skemmt sér Veitingarekstur er sveiflukenndur, en Kringlukráin hefur lifað. „Meginmálið er að vera trúr sínu og huga að rótunum. Útlit stað- arins hefur lítið breyst frá upphafi og svo höf- um við verið mjög heppnir með starfsfólk. Í dag leggjum við áherslu á að reka veitingahús en um helgar er hér lifandi tónlist svo fólk geti dansað og skemmt sér,“ segir Sophus. Íslendingar náðu að höndla bjórinn  Í dag eru 25 ár liðin frá bjórdeginum og Kringlukráin er jafngömul upp á dag  Gullkrúsin fæst á 350 krónur  Harmonika og píanó ráðandi í gamla daga og fólkið í salnum tók undir og söng Morgunblaðið/Þórður Kráin Sophus Sigþórsson og Hjördís Björgvinsdóttir kona hans og lengst til hægri er Guðmundur Kjartansson. Aldarfjórðungur er í dag síðan hin sívinsæla Kringlukrá var opnuð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.