Morgunblaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MARS 2014 1.561,1 m2 skrifstofuhúsnæði í miðbæ Akureyrar við Strandgötu 29-31 Frábært tækifæri til að eignast heila fasteign á besta stað, rétt við menningarhúsið Hof á Akureyri og með fallegu útsýni út á Pollinn. Eignin skiptist í 682 m2 framhús á þremur hæðum og 879 m2 bakhús að hluta til á tveimur hæðum. Bakhúsið er að mestum hluta í útleigu. Samþykktur byggingarreitur vestan við framhúsið. Mjög góð aðkoma er að húsinu og næg bílastæði. Tilvalin eign til útleigu fyrir skrifstofur eða rekstur á hóteli eða gistiheimili. Verð kr. 220.000.000. Allar nánari upplýsingar fást hjá: Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali Sigurður Sveinn Sigurðsson Löggiltur fasteignasali Sími 466 1600, www.kaupa.is TIL SÖLU Ljósmynd Árni Geirsson Þegar ég lít um öxl minnist ég nokkurra sviplegra viðureigna minnaog skólasystkina minna við ákveðin töluorð, sem sé einar, tvennarog þrennar (t.d. buxur). Þessum viðureignum lyktaði oftar en ekkimeð skelfingu og kennarinn okkar fylltist þeirri vandlætingu sem þekkt er meðal móðurmálskennara og brýst út þegar nemendum verður illa á. Okkur græningjunum var meðal annars kennt að par væri eintala og þess vegna mættum við ekki segja tvö pör ef við hugsuðum okkur sokka á tvo fæt- ur; tvö pör væru alls fjórir einstakir sokkar. Við áttum að segja og skrifa: Konan á tvö pör af skóm (hvaða aumingja kona skyldi það nú vera?) Ég verð að viðurkenna að þegar ég fór að kenna notaði ég þessi sömu brögð kennara minna og fylltist sömu vandlætingu þegar í ljós kom að heim- inum hafði ekkert farið fram. En við nemendur mínir eignuðumst marga þjáningabræður og -systur. Þessi sannindi, sem smám saman urðu augljós okkur flestum, náðu ekki til allra eða gleymdust í ólgu- sjóum lífsins. Vandinn með einar, tvennar og þrennar buxur og fleira var viðvar- andi. Sumar starfsstéttir hafa til dæmis háð langa og oft blóðuga baráttu við óvættina og beðið ósigur. Lengi vel auglýstu bílasalar landsins tveggja og fjögurra dyra bíla til sölu og fengu stundum bágt fyrir; vísir menn bentu þeim á að ekki væri til ein dyr, einungis einar dyr. Þeir yrðu því að auglýsa tvennra dyra og fernra dyra bíla. Ekki minnist ég þess að nokkur bílasali hlýddi þessu kalli utan bílasali á Ak- ureyri, sjálfsagt trúr þeirri sannfæringu margra (Akureyringa og annarra Norðlendinga) að íslensk tunga ætti alveg sérlega vel varið vígi á Norður- landi. Þessi vandi með dyrnar leystist sjálfkrafa með því að flestir bílar urðu fernra eða fimm dyra er fram liðu stundir. Stundum sé ég fasteignaauglýsingar sem benda til þess að sölumenn fast- eigna þurfi að taka sig á er kemur að fyrrgreindum vanda. Sumir þeirra hafa um árabil auglýst íbúðir með tveimur svölum í þeirri sannfæringu sinni (að því er virðist) að til sé ein svöl. Um síðustu helgi sá ég einnig auglýsta þriggja herbergja íbúð með tveimur svefnherbergjum og tvennum stofum. Íbúðin var þá allt í einu orðin sex herbergja, með fjórum stofum. (Fyrst ég er farinn að tala um fasteignasölur finn ég mig knúinn til að spyrja hvernig íbúð getur verið fokheld að innan eins og stundum er auglýst). En nóg um þennan vanda; hann leysist víst seint. Sumar starfsstéttir þurfa margoft að tala og rita um verðbólgu. Þá er venjulega talað um háa verðbólgu eða (sjaldan eða aldrei af vissum ástæðum) lága verðbólgu. Orðið verðbólga er samsett orð, úr verð og bólga. Annar liðurinn, hinn fyrri, hefur tekið öll völd og ræður lýsingarorðinu á eftir. Verð er hátt eða lágt en bólga getur ekki verið há eða lág; hún er oftast mikil eða lítil. Miklu eðlilegra er því að segja mikil verðbólga eða lítil verðbólga. Það væri saga til næsta bæjar ef ég kæmi til læknis og segði: Ég er með háa bólgu á fæti! Málið El ín Es th er VEISTU HVAÐ?! ÉG VAR AÐ HJÓLA MEÐ EINARI! „Einni.“ Maður hjólar með einni hendi. Nei, ég var að hjóla með Einari frænda! Íbúð með tvennum stofum Tungutak Þórður Helgason thhelga@hi.is Fyrsti hluti umræðna á Aþingi í síðustu viku umskýrslu Hagfræðistofnunar HÍ um stöðu við-ræðna Íslands við Evrópusambandið og þróunþess snerist um uppgjör við Samfylkingu og Vinstri græna vegna ákvörðunar þeirra sumarið 2009 um að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Skýrslan leiðir í ljós að þáverandi stjórnarflokkar reyndu að fela fyrir þjóðinni þann veruleika að það er engar varanlegar undanþágur að fá frá því grundvallaratriði að við yrðum að afhenda Evrópusambandinu öll formleg yfirráð yfir helztu auðlind þjóðarinnar – fiskimiðunum. Baráttan fyrir yfirráðum yfir fiskveiðilögsögunni, sem stóð í ald- arfjórðung, yrði að engu gerð með aðild. Annar hluti þessara umræðna hófst með gagnsókn fyrrverandi stjórnarflokka á tvennum vígstöðvum. Ann- ars vegar linnulausum umræðum um „fundarstjórn for- seta“ en þær umræður breyta starfi alþingismanna í skrípaleik og hins vegar með ásökunum á Sjálfstæð- isflokkinn sérstaklega um að hann væri að svíkja gefin loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu. Þriðji hluti umræðnanna hófst svo undir miðnætti á miðvikudagskvöld með merkri ræðu Ögmundar Jónassonar, al- þingismanns VG og fyrrum ráð- herra flokksins, sem efndi til uppgjörs við Samfylkinguna um sameiginlega vegferð þess flokks og VG í málinu. Fyrir liggur tillaga rík- isstjórnarinnar um að draga til baka aðildarumsóknina að ESB. Sjálfstæðisflokkurinn getur sagt með réttu að hann hafi aldrei lofað þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort um- sóknina ætti að draga til baka. Slíka yfirlýsingu er hvergi að finna heldur hitt að viðræður, sem gert var hlé á sumarið 2013, verði ekki teknar upp á ný nema að und- angenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Tillaga um að taka þær upp á ný liggur ekki fyrir. En málið er ekki svo einfalt. Skynjun almennings á því sem lofað var í kosningabaráttunni er áreiðanlega sú, að gefið hafi verið fyrirheit um aðkomu þjóðarinnar að málinu. Sú hugsun að gera hlé á viðræðum og taka þær ekki upp á ný fyrr en að undangenginni þjóð- aratkvæðagreiðslu varð ekki fyrst til á vettvangi Sjálf- stæðisflokksins. Hún varð til í umræðum á meðal nokk- urra andstæðinga aðildar til að auðvelda VG að komast út úr þeirri prísund sem flokkurinn var kominn í vegna þessa máls á síðasta kjörtímabili. Fljótlega eftir kosningar mátti finna að innan þing- flokka beggja stjórnarflokkanna voru skiptar skoðanir um það hvað fælist í yfirlýsingum einstakra forystu- manna flokkanna fyrir kosningar um þetta efni og að einhverju leyti bein andstaða við þá skoðun að í þeim fælist loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu á þessu kjör- tímabili. Og vegna þess að ég varð var við þennan skoðanamun snemma sl. sumar lýsti ég þeirri skoðun hér á þessum vettvangi hinn 13. júlí 2013 að eðlilegast væri að fram færi þjóðaratkvæðagreiðsla á þessu kjörtímabili um það hvort Íslendingar vilji ganga í Evrópusambandið eða ekki. Sömu skoðun lýsti Ögmundur Jónasson í þingræðu sinni sl. miðvikudagskvöld. Í grein þessari 13. júlí sl. sagði: „Ef þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um það, hvort halda ætti áfram viðræðum og það yrði samþykkt er auðvitað ljóst að þá yrðu þær hafnar á ný. Yrði slík til- laga felld væri Ísland eftir sem áður „umsóknarríki“ og þá yrði að taka sjálfstæða ákvörðun um það í annarri þjóðaratkvæðagreiðslu, hvort draga ætti umsóknina til baka. Það er lítið vit í slíkum vinnubrögðum. Eðlilegast er að núverandi ríkisstjórn fari með málið aftur á þann byrjunarreit sem það var á snemma sumars 2009 og ákveði að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu á þessu kjörtímabili um það, hvort Ís- lendingar vilji gerast aðilar að Evrópusambandinu eða ekki. Um það grundvallaratriði stend- ur sá ágreiningur, sem er meðal þjóðarinnar – ekki um stöðu við- ræðna.“ Með þingsályktunartillögu sinni um að draga aðild- arumsóknina til baka er rík- isstjórnin að fara með málið á þann byrjunarreit. Stjórn- arflokkarnir verða svo að gera það upp við sig, hvort þeir fylgi þeirri ákvörðun eftir með þjóðaratkvæða- greiðslu síðar á kjörtímabilinu um grundvallaratriði málsins eða hvort þeir vilja ganga til næstu þingkosn- inga við þær aðstæður að þurfa stöðugt að útskýra hvers vegna það hafi ekki verið gert. Það ánægjulega við þessar umræður er hins vegar það, að spurningin um þjóðaratkvæði í stærstu málum er orðin að lykilatriði í þjóðfélagsumræðum. Yfirlýsing Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, í ræðu á fundi í Valhöll fyrir nokkrum dögum var mjög skýr um þetta efni. Hann sagðist vera einlægur í áhuga sínum á því að þjóðaratkvæði yrði þáttur í stjórnskipan landsins. Og í ljósi þess hvernig forystumenn annarra flokka hafa talað um þau mál má ætla að það sé að verða til pólitísk samstaða milli allra flokka um að koma þeirri skipan á. Það er mikil breyting á 10 árum en vorið og sumarið 2004 ríghéldu sumir flokkar og og forystumenn þeirra í þá hugsun að það væri ekkert óeðlilegt við það að slíkt vald væri í höndum eins manns á Bessastöðum. Hvað sem líður þeim deilum sem nú standa yfir á Al- þingi um aðildarumsóknina er tímabært að stjórn- málaflokkarnir setji menn til þeirra verka að móta og út- færa sérstaklega reglur um þjóðaratkvæðagreiðslur sem fastan þátt í stjórnskipan landsins og þar á meðal hvaða lágmarksfjölda kjósenda þurfi til svo að þjóð- aratkvæðagreiðslur verði að fara fram um einstök mál. Á byrjunarreit Það er að skapast pólitísk samstaða allra flokka um þjóð- aratkvæðagreiðslur sem fastan þátt í stjórnskipan landsins. Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Ísíðustu viku sagði ég frá lýsinguAlistairs Darlings, fyrrverandi fjármálaráðherra Breta, á því, hvern- ig stærð einkaflugvéla fundarmanna á ráðstefnum væri jafnan í öfugu hlutfalli við stærð heimalanda þeirra. Hann gerði þessa athugasemd að morgni 7. október 2008, þegar hann var á leið á fjármálaráðherrafund í Lúxemborg og lítil einkaflugvél, sem hann hafði tekið á leigu, renndi á flugvellinum fram hjá tveimur Bo- eing 747 þotum, sem merktar voru Íslandi og stóðu á flugvellinum. Þetta voru hins vegar ekki einkaþotur neinna íslenskra ráðamanna, heldur vöruflutningavélar á vegum Atlanta, sem hafði notað slíkar vélar frá 1993! Í bókinni Back from the brink (2011) segir Darling frá uppgangi Landsbankans í Bretlandi árin fyrir alþjóðlegu lánsfjárkreppuna og bæt- ir við, að nú sæti ýmsar fjárfestingar bankans sakamálarannsókn á Ís- landi. Síðan skrifar hann (bls. 137): „Í tengslum við þetta virtust ýmsir ís- lenskir ríkisborgarar auðgast mjög. Sumir gátu jafnvel veitt breska Íhaldsflokknum rausnarlega styrki.“ Í Bretlandi eru allir styrkir til stjórn- málaflokka, sem einhverju nema, birtir opinberlega. Ég gat ekki séð neina Íslendinga eða íslensk fyr- irtæki á listum yfir styrkveitendur Íhaldsflokksins. Á fundi með Darling í desember 2013 spurði ég hann því, hvaðan hann hefði þessar upplýs- ingar. Hann kvaðst hafa lesið um þetta, á meðan hann var að skrifa bók sína 2011. Hér er líklega skýringin komin. Í júlí 2009 hafði dótturfélag Kaupþings í Lúxemborg verið selt Row- land-fjölskyldunni bresku og tekið upp nafnið Banque Havilland. Fast- eignajöfurinn David Rowland var einn örlátasti styrktarmaður Íhalds- flokksins og átti jafnvel um tíma að verða gjaldkeri flokksins, þótt ekki yrði af því. Í mars 2011 gerði breska lögreglan húsleit í Banque Havilland vegna rannsóknar á Kaupþingi. Vegna sambandsins við Íhaldsflokk- inn var Rowland fréttamatur, þótt rannsóknin beindist ekki að honum. Fyrirsögnin í breska stórblaðinu Daily Telegraph var til dæmis „Efna- hagsbrotadeild gerir húsleit vegna Kaupþings í banka bakhjarls Íhalds- flokksins, Davids Rowlands“. Ef sú er skýringin á ummælum Darlings, þá ruglar hann ekki aðeins saman Landsbankanum og Kaup- þingi, heldur telur hann David Rowl- and tengjast Íslandi af þeirri ástæðu einni, að Rowland keypti ásamt fjöl- skyldu sinni það, sem eftir var af einu dótturfélagi íslensks banka í Lúx- emborg. Á þennan hátt verða þjóð- sögur til. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Darling og styrktar- menn Íhaldsflokksins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.