Morgunblaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 40
40 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MARS 2014
✝ Sigurður Hall-grímsson fædd-
ist á Hellissandi 31.
október 1921. Hann
andaðist á dvalar-
og hjúkrunarheim-
ilinu Hjallatúni í
Vík 19. febrúar
2014.
Sigurður var son-
ur Sólborgar Sig-
urðardóttur, f. 14.
október 1901, d. 23.
apríl 1997, og Hallgríms Péturs-
sonar, f. 18. mars 1895, d. 24.
febrúar 1932.
Alsystkini Sigurðar: Pétur, f.
1923, látinn, Vigfús, f. 1925, lát-
inn, Gunnar, f. 1927, Dagur, f.
1929, látinn og Una, f. 1930. Hálf-
systkini: Hrönn Jóhannesdóttir,
f. 1935, og Steinunn Lárusdóttir,
f. 1937. Eiginkona Sigurðar var
Steinunn Þórðardóttir, f. 1. nóv-
ember 1912 á Hæðargarði í
Landbroti, d. 20. september
1984. Þau gengu í hjónaband 20.
nóvember 1943. Hún var dóttir
Þórðar Þorlákssonar, f. 1880, d.
þeirra eru Valdimar Steinar og
Steinunn Olga. Barnabörn 5.
Sigurður og Steinunn áttu alla
tíð heima á Víkurbraut 19 í Vík
(Strönd). Síðustu árin dvaldi Sig-
urður á Hjallatúni í Vík
Árið 1987 hóf hann sambúð
með Svandísi Salómonsdóttur frá
Ketilsstöðum í Mýrdal, f. 1931.
Hennar börn með Jóni S. Sig-
urðssyni, f. 1926, d. 1981 eru: Jón
Kristinn, f. 1953, Vilborg, f. 1954,
Þórhildur, f. 1957, og Salómon, f.
1961.
Sigurður ólst upp á Hellis-
sandi, í Viðey og víðar og fór
ungur til starfa í Mýrdal. Var
fyrst í Eyjarhólum og síðar á
Hvoli og Hryggjum. Hann var í
Bretavinnunni í Reykjavík og
víðar, en starfaði svo lengst af
sem atvinnubifreiðarstjóri í
Reykjavík, Vestur-Skaftafells-
sýslu, Rangárvallasýslu og víðar,
aðallega hjá Kaupfélagi Skaft-
fellinga. Síðast átti hann eigin
vörubifreið. Hann hafði alla tíð
mikinn áhuga á bílum og var afar
minnugur og vel að sér um sögu
atvinnuaksturs á landinu. Sig-
urður hafði góða söngrödd og
söng lengi með kórum í Mýrdal.
Sigurður verður jarðsunginn
frá Víkurkirkju í Mýrdal í dag, 1.
mars 2014, og hefst athöfnin kl.
14.
1968, og Ingibjarg-
ar Tómasdóttur, f.
1891, d. 1937, sem
bjuggu í Hæð-
argarði og Hryggj-
um í Mýrdal. Dóttir
Steinunnar og kjör-
dóttir Sigurðar er:
1) Ingibjörg Þórdís,
f. 1939, m. Sigurður
Nikulásson, f. 1934,
dætur þeirra eru
Steinunn Helga og
Sigrún. Barnabörnin 6 og barna-
barnabörnin 4. Dætur Sigurðar
og Steinunnar eru: 2) Sólborg
Sæunn. f. 1944, m. Sigfús Krist-
inn Svavarsson. f. 1944. d. 2011.
Börn þeirra eru: Ágústa Kol-
brún, Steinunn Björk og Bjarki.
Barnabörnin 7 og barna-
barnabörnin 2. 3) Margrét, f.
1947, m. Þórhallur Sæmundsson,
f. 1943, börn þeirra eru Jóhanna
Sólveig, Sigurður Þór, Sólborg
Halla og Steinar Vignir. Barna-
börn 12 og barnabarnabörn 3. 4)
Jóhanna. f. 1948, m. Einar Ólafur
Valdimarsson. f. 1944, börn
Í örfáum orðum langar mig að
minnast afa míns í Vík sem lést 19.
febrúar. Þau orð sem lýsa honum
best eru, bílakall, ætt- og vinaræk-
in, söngelskur og alltaf að. Það var
gott að koma til ömmu og afa í Vík,
alltaf var maður velkominn.
Reyndar kvartaði afi yfir því að ég
væri eina barnabarnið sem vildi
heldur vera hjá ömmu en honum,
samt skilst mér að hann hafi mikið
reynt að breyta þessu. Ég varð
unglingur og flutti burt en alltaf
voru tengslin góð þó að langt gæti
liðið milli þess að við hittumst.
Amma lést fyrir aldur fram og
varð hann þá einn eftir. Það átti
ekki við hann og seinna kynntist
hann Svandísi sem varð honum
góður lífsförunautur.
Þegar ég stofnaði fjölskyldu var
oft farið í heimsókn til Víkur og
alltaf var mikil tilhlökkun, enda
mjög vel tekið á móti okkur. Töl-
uðum við um að þetta væri eins og
á fimm stjörnu hóteli, þannig dekr-
uðu afi og Svandís við okkur. Ég
held að við fjölskyldan gleymum
aldrei þegar við, eitt sinn, komum
austur og ætluðum að gista í sum-
arbústað. Daginn áður höfðum við
keyrt frá Bolungarvík til Víkur og
krakkarnir orðin leið á keyrslu.
Um kvöldið hittum við afa sem býð-
ur okkur á rúntinn einhvern dag-
inn og vorum við til. Snemma
næsta morgun kom afi og voru þau
Svandís búin að hafa til nesti og allt
tilbúið. Ekki var annað að gera en
drífa sig og klukkutíma seinna vor-
um við lögð af stað. Keyrt var frá
Vík til Hornafjarðar og til baka aft-
ur sama dag. Þrátt fyrir langa
keyrslu var þetta frábær ferð með
stoppi víða á leiðinni og sögur voru
sagðar nánast af hverjum
sveitabæ. Seint gleymist nestis-
stoppið við Jökulsárlón þar sem
tekið var upp heitt hangikjöt með
öllu. Mikið höfum fjölskyldan talað
um þennan rúnt og haft gaman af.
Ekki lét hann afi aftra sér að
keyra vestur til Bolungarvíkur í
fermingarveislur barnanna
minna. Honum fannst afskaplega
gaman að keyra enda hafði hann
haft það að ævistarfi. Í einni slíkri
ferð, þá kominn á níræðisaldur,
keyrði hann ásamt Gunnari bróð-
ur sínum frá Vogum til Bolung-
arvíkur á einum degi, með við-
komu á Hellissandi en þar voru
þeir fæddir og uppaldir. Eins og
afi sagði „það var alveg í leiðinni,“
en á Nesinu átti afi frændfólk sem
hann vildi heimsækja.
Afi var duglegur að hringja og
þegar fór að vora hringdi hann til
að athuga hvort við kæmum ekki
um sumarið. Ef langur tími leið
frá því við höfðum komið fóru
einnig skilaboð að berast í gegn-
um mömmu og pabba. Reyndum
við fjölskyldan að fara austur alla
vega einu sinni á ári enda fannst
börnunum það eftirsóknarvert.
Á síðustu mánuðum hafði heilsu
afa hrakað mikið og erum við
Nonni þakklát fyrir að hafa haft
tök á að heimsækja hann um síð-
ustu jól. Þá varð okkur ljóst að jól-
in yrðu ekki fleiri hjá honum enda
var hann orðinn saddur lífdaga.
Það átti ekki við hann að liggja
rúmfastur og geta ekki séð um sig
sjálfur, farið um og haft eitthvað
fyrir stafni.
Elsku afi, með þessum orðum
kveðjum við fjölskyldan og þökk-
um þér langa og ánægjulega sam-
fylgd í gegnum lífið. Vottum Svan-
dísi, mömmu, systrum hennar og
fjölskyldum okkar dýpstu samúð.
Sigrún Sigurðardóttir, Jón
Þorgeir, börn, tengdabörn
og barnabarn.
Ég sit hér og skrifa mín lokaorð
til þín, Siggi Hall minn. Þú sem
varst alltaf sem afi minn í lífinu ert
nú kominn upp til Sæmundar
frænda og fleiri góðra vina og
langar mig að biðja fyrir kveðju til
þeirra allra.
Í huga mér kemur fyrst hversu
gott var alltaf að koma til þín og
ömmu í Víkina. Alltaf var til góður
hafragrautur sem var sá langbesti
sem ég fékk. Að labba um húsið
var svo vinalegt og heyra hvernig
brakaði við hvert skref var ólýs-
anlegt. Sjá alla þá bíla sem þú
varst búinn að smíða í réttum hlut-
föllum eftir gömlum myndum sem
þú studdist við og þakka ég enn í
dag fyrir rútuna sem þú gafst mér
sem oft stytti mér stundirnar í
barnæsku.
Ein af mínum fyrstu minning-
um er þegar þú komst austur á
Hínó með rótina sem var sett upp í
garðinum heima. Einnig varst þú
alltaf að spila á munnhörpuna, og
hversu fallega þú spilaðir á hana.
Ég á enn munnhörpuna sem þú
gafst mér og langar mig alltaf að
læra á hana svo ég geti spilað á
hana einn góðan veðurdag.
Mikið var gaman að koma við
hjá þér á aðfangadag þegar þú
varst kominn í fínustu fötin til að
taka á móti jólunum og minntir
mann á kærleika jólanna. Orðin
sem þú sagðir um mig í vetur um
að ég kæmi alltaf við hjá þér, þeg-
ar ég væri á ferðinni síðustu árin,
hlýja mér verulega um hjartaræt-
ur.
Þín verður saknað og hlýtt
verður að hugsa til þín um ókomin
ár. Vertu sæll og takk innilega fyr-
Sigurður
Hallgrímsson
✝ Þóra Erlends-dóttir fæddist í
Keflavík 17. maí
1936. Hún lést á
Húsavík 19. febr-
úar 2014.
Foreldrar: Er-
lendur Sigurðsson,
f. 15. júlí 1907, d.
27. september 1970
og Vilborg Eiríks-
dóttir, f. 23. desem-
ber 1912, d. 28. maí
2003. Systkini: Magnús Guðjón
Erlendsson, f. 3. mars 1934, d. 1.
apríl 1934, Ágústa Sigríður Er-
lendsdóttir, f. 23. apríl 1935, d.
15. október 2011, Einar Erlends-
son, f. 18. október 1939, Eiríkur
Sveinbjörn Erlendsson, f. 13.
febrúar 1941 og Sigurður Er-
lendsson, f. 5. febrúar 1947. Maki
frá 28. maí 1955 Hreiðar Jó-
steinsson, f. 28. mars 1933. Börn:
Erla Vilborg Hreið-
arsdóttir, f. 26. mars
1954, m. Már Hösk-
uldsson, f. 14. maí
1957. Þau eiga 5
börn og 7 barnabörn.
Jósteinn Þór Hreið-
arsson, f. 24. sept-
ember 1955, m. Guð-
rún Gunnarsdóttir, f.
26. apríl 1959. Þau
eiga 3 börn og 2
barnabörn. Magnús
Guðjón Hreiðarsson, f. 12. janúar
1958, m. Oddfríður Dögg Reyn-
isdóttir, f. 27. mars 1958. Þau
eiga 2 börn og 3 barnabörn og
Sigmundur Hreiðarsson, f. 23.
júní 1961, m. Steinunn Birna Völ-
undardóttir, f. 9. nóvember 1961,
þau eiga 2 börn og 1 barnabarn.
Útför Þóru fer fram frá Húsa-
víkurkirkju í dag, 1. mars 2014
kl. 14.
Elsku mamma, það er erfitt að
trúa því að þú sért farin og sam-
verustundum okkar, allavega að
sinni, sé lokið, en minning um
yndislega mömmu gleymist aldr-
ei. Sorgin er mikil en, það hjálpar
mér að vita að það er gott fólk
bæði frá Keflavík og Húsavík sem
tekur á móti þér á nýjum stað.
Á sorgarstundu sem þessari
hugsar maður ósjálfrátt til baka
og það sem kemur fyrst upp í hug-
ann er þakklæti, já þakklæti fyrir
allt sem þú hefur gert fyrir mig og
fjölskyldu mína, já önnur eins
mamma, amma og langamma er
vandfundin. Já, þakklæti fyrir að
vera alltaf til staðar og þakklæti
fyrir alla þá manngæsku og annað
sem þú kenndir strákunum mín-
um, þeim Jóhanni Ágúst og
Linda, og er þeim ómetanlegt
veganesti í lífinu, enda gagnkvæm
væntumþykja ykkar á milli
fölskvalaus og lifir svo sannarlega
í minningunni og ekki var nú
væntumþykjan síður fölskvalaus
á milli þín og Steinunnar tengda-
dóttur þinnar.
Mamma mín, ég lofa því að
gera mitt besta til að pabba líði
vel og óska þess innilega að þú
getir hvílt áhyggjulaus í friði.
Já, mamma, þakklæti er fyrst
og fremst ástæða þess að ég rita
þessi fábrotnu orð á blað og í ljósi
þess að ég veit að þú kærir þig
ekki um langar lofræður, þá kveð
ég þig nú og með þessu kvæði.
Mamma, elsku mamma,
man ég augun þín,
í þeim las ég alla
elskuna til mín.
Mamma, elsku mamma,
man ég brosið þitt;
gengu hlýir geislar
gegnum hjarta mitt.
Mamma, elsku mamma,
man ég lengst og best,
hjartað blíða, heita
hjarta, er sakna ég mest.
(Sumarliði Halldórsson.)
Þinn sonur.
Sigmundur
Kæra tengdamóðir.
Börnin, barnabörnin, barna-
barnabörnin áttu hug þinn allan.
Eitt af þínum stærstu verkefnum
í lífinu var að halda utan um fjöl-
skylduna og það gerðir þú af mik-
illi gleði og ótrúlegri þolinmæði.
Þakka þér ást og umhyggju í garð
sona minna og fjölskyldu.
Þá held ég að ljóð Ómars Ragn-
arssonar Íslenska konan eigi vel
við til að lýsa þér. Blessuð sé
minning þín, Þóra mín, og Guð
styrki þig, tengdapabbi, og fjöl-
skylduna alla. Steinunn Birna og
Lindi biðja að heilsa.
Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að
sér.
Hún heitast þig elskaði’ og fyrirgaf þér.
Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og
hlíf.
Hún er íslenska konan, sem ól þig og
þér helgaði sitt líf.
Með landnemum sigldi’hún um
svarrandi haf.
Hún sefaði harma. Hún vakti’er hún
svaf.
Hún þerraði tárin. Hún þerraði blóð.
Hún var íslenska konan, sem allt á að
þakka vor þjóð.
Ó! Hún var ambáttin hljóð.
Hún var ástkonan rjóð.
Hún var amma, svo fróð.
Ó! Athvarf umrenningsins,
inntak hjálpræðisins,
líkn frá kyni til kyns.
Hún þraukaði hallæri, hungur og fár.
Hún hjúkraði’og stritaði gleðisnauð ár.
Hún enn í dag fórna sér endalaust má.
Hún er íslenska konan, sem gefur þér
allt sem hún á.
Ó, hún er brúður sem skín!
Hún er barnsmóðir þín
eins og björt sólarsýn!
Ó! Hún er ást, hrein og tær!
Hún er alvaldi kær
eins og Guðsmóðir skær!
Og loks þegar móðirin lögð er í mold
þá lýtur þú höfði og tár falla’á fold.
Þú veist, hver var skjól þitt, þinn skjöld-
ur og hlíf.
Það var íslenska konan sem ól þig og
gaf þér sitt líf.
En sólin, hún sígur, – og sólin, hún rís, –
og sjá: Þér við hlið er þín hamingjudís,
sem ávallt er skjól þitt, þinn skjöldur og
hlíf:
Það er íslenska konan, – tákn trúar og
vonar,
sem ann þér og þér helgar sitt líf.
(Ómar Ragnarsson.)
Steinunn Birna
Völundardóttir.
Elsku amma mín. Það er svo
erfitt að þurfa að kveðja þig. Þú
hefur verið svo stór partur af
mínu lífi frá því ég kom í heiminn
fyrir nærri fjörutíu árum. Heimili
ykkar afa hefur alltaf verið mitt
annað heimili. Ég hef alltaf getað
gengið inn heima hjá ykkur eins
og ég ætti þar heima. Það sama á
við um hin barnabörnin. Við höf-
um alltaf verið svo velkomin. Og
ef við sáumst ekki í nokkra daga
varstu bara orðin óróleg. Og það
var líka alveg sjálfsagt að mæta
með vini með sér, það fannst þér
bara skemmtilegra. Þú vildir allt-
af hafa fólk í kringum þig. Húsið
þitt stóð alltaf opið. Þú læstir
aldrei útidyrahurðinni því allir
áttu að geta komið þegar þeir
vildu. Og ef þú þurftir að skreppa
í bæinn skildir þú eftir miða í von
um að við myndum staldra við og
bíða eftir þér. Oft kom ég í heim-
sókn bara til að spjalla eða hvíla
mig í sófanum. Þú passaðir líka
upp á að eiga alltaf eitthvað með
kaffinu og þú varst ekki sátt ef
maður vildi ekki borða.
Þú varst alltaf svo þolinmóð og
góð við okkur krakkana. Hafðir
alltaf nógan tíma til að spila og
púsla með okkur. Ég man líka
þegar þú spilaðir plöturnar þínar
og dansaðir með okkur í stofunni.
Þú elskaðir tónlist og vildir oft
spila eitthvað fyrir mig. Þegar ég
var unglingur var ég nú ekki alltaf
ánægð með lagaval þitt en svo
þroskaðist ég og nú get ég enda-
laust hlustað á gamlar dægur-
lagaperlur og hugsað til þín.
Þegar ég náði mér í kærasta
þóttist þú nú eiga einhvern þátt í
því, því þú gafst þessum unga
manni símanúmerið mitt þegar
hann hringdi í þig um miðja nótt
og bað um það. Þú vissir hverra
manna hann var og þér leist vel á
hann. Þú varst ánægð daginn
sem ég sagði þér að við ætluðum
að gifta okkur á 50 ára brúð-
kaupsafmæli ykkar afa. Og ég
hef alltaf verið svo stolt að deila
þessum degi með ykkur. Börnin
okkar fjögur eru heppin að hafa
átt þig að. Hlýjan og væntum-
þykjan sem þú sýndir þeim er
ómetanleg. Ég er svo þakklát
fyrir að þú hittir Dagnýju litlu
nokkrum sinnum. Hún á ekki eft-
ir að muna eftir þér en ég lofa að
segja henni sögur og sýna henni
myndir og hún fær að vita hversu
yndisleg þú varst. Og ég lofa að
afi fær að gefa henni Nóa kropp.
Bara ekki alveg strax.
Þú varst svo heppin í lífinu að
eignast fjögur börn. Og þú hafðir
oft orð á því að ekkert í lífinu
væri dýrmætara. Og þú varst svo
þakklát að hafa þau öll nálægt því
þau hafa alla tíð búið hér á Húsa-
vík. Og flest barnabörnin og
barnabarnabörnin eru hér líka.
Það var ekkert sem veitti þér
meiri hamingju en þessi stóra
fjölskylda þín. Og þú mátt vita að
þetta er allt dásamlegt fólk sem
hefur staðið þétt saman nú í sorg-
inni. Það sem huggar mig núna,
amma mín, er hversu trúuð þú
varst. Þú trúðir á Guð og líf eftir
dauðann. Þú trúðir því að þegar
þú færir tækju foreldrar þínir á
móti þér. Og ég er alveg viss um
að það er rétt hjá þér. Nú ert þú í
faðmi þeirra og systkina þinna.
Og ég veit að þú tekur á móti mér
þegar minn tími kemur. Ég
sakna þín sárt. Hvíldu í friði,
amma mín.
Linda Másdóttir.
Elsku amma Þóra. Margs er að
minnast við kveðjustund sem
þessa. Fallegar minningar um
góða konu leita á hugann og draga
fram bros í gegnum tárin. Þú
varst húsmóðir í húð og hár og
maður var varla kominn inn þegar
þú hófst að hlaða kræsingum á
borðið. Skyrkakan með bleika
hlaupinu, mömmukökurnar og
guðdómlega gumsið klikkaði aldr-
ei, né allt hitt ljúfmetið. Oft skellt-
irðu á borðið röspuðum kótelett-
um, fiskihring eða dróst fram
pönnuna og steiktir egg í brauði
sem maður skolaði niður með ep-
ladjús. Mér fannst maturinn þinn
svo góður að við settumst eitt sinn
niður og ég skrifaði uppskriftir að
ömmu Þóru mat. Þessi bók er mér
dýrmæt í dag. Það kom aldrei til
greina að fara af Ketilsbrautinni
án þess að hafa fengið sér hress-
ingu.
Ef þú varst ekki að stússa í eld-
húsinu sastu gjarnan í stólnum
þínum inni í stofu og leystir kross-
gátur. Það komust fáir með tærn-
ar þar sem þú hafðir hælana í
þeim efnum. A.m.k. veit ég ekki
um neina sem hefur fengið jafn
marga vinninga fyrir réttar lausn-
ir og að sjálfsögðu gafstu vinning-
inn einhverju barnabarninu. Gjaf-
mildi og umhyggjusemi eru orð
sem lýsa þér vel. Þú hugsaðir allt-
af um velferð annarra og hafðir
ósjaldan áhyggjur af þeim sem
þér þótti vænt um. Ég man t.d.
eftir einni af sögunum sem þú
sagðir okkur. Nokkrir fótbolta-
áhugamenn fjölskyldunnar sátu
spenntir yfir leik í sjónvarpinu
þegar þér varð að orði: „Mikið er
ég fegin að þurfa ekki að hafa
áhyggjur af þessum fótbolta.“ Jó-
hann, sem þá var lítill pjakkur,
var ekki lengi að svara: „Já, en
amma, þú hefur líka áhyggjur af
öllu öðru.“ Svo hlóst þú og sagðir
að það væri sennilega rétt hjá
honum. Þú hafðir líka unun af bíl-
túrum ykkar hjóna og að sjá
myndir út úr landslaginu. Eins
lagðir þú gjarnan kapal við eld-
húsborðið eða púslaðir inni í her-
bergi. Þar áttum við sameiginlegt
áhugamál og lögðum stundum
nokkra kubba saman.
Já, þótt þú hafir yfirgefið þessa
tilveru þá hefur þú snert líf okkar
á ógleymanlegan hátt.
Í seinni tíð þegar heilsunni
hafði hrakað og þú flutt inn á
Skógarbrekku var samt alltaf
gotterí í boði. Vilborg Halla var
fljót að læra að maður fengi Nóa-
kropps-kúlu hjá ömmu Þóru og
við foreldrarnir áttum bágt með
að neita þér um að láta það eftir
henni. Hún vissi líka að það virk-
aði best að fara beint til þín með
hvolpaaugun og biðja um kúlu. Þú
naust þess að fylgjast með skott-
unni okkar, sérstaklega þegar
hún tók sporið fyrir þig. Það var
góð stund þegar við leiddumst all-
ar saman í hring og dilluðum okk-
ur í takt við tónlistina. Tónlist átti
hug þinn allan og þar var Liljan
efst á blaði. Mér finnst því vel við
hæfi að enda þetta á nokkrum lín-
um úr ljóðinu fallega sem alltaf
minnir mann á þig. Megirðu hvíla
í friði, elsku Þóra. Þú lifir í hugum
og hjörtum okkar allra.
Ég leit eina lilju í holti,
hún lifði hjá steinum á mel.
Svo blíð og svo björt og svo auðmjúk
en blettinn sinn prýddi hún vel.
Ég veit það er úti um engin
mörg önnur sem glitrar og skín.
Ég þræti ekki um litinn né ljómann
en liljan í holtinu er mín!
(Þorsteinn Gíslason.)
Þín
Ásta Margrét.
Elsku besta langamma í heimi.
Ég man þegar ég var lítill þá
vildi ég alltaf hringja í þig á leið-
inni til Reykjavíkur til að segja
Þóra Erlendsdóttir HINSTA KVEÐJA
Elsku amma Þóra.
Með þessari bæn, sem
þú kenndir okkur, viljum
við kveðja þig í hinsta sinn.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Takk fyrir allt sem þú
hefur gefið okkur. Við lof-
um að fara varlega, alltaf.
Hilmar og Þóra Bryndís.