Morgunblaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 11
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MARS 2014
DAGSKRÁ
12.30 Fræðslusjóðir og fræðsluaðilar kynna sig á menntatorgi.
13.00 Setning. Margrét Kristmannsdóttir, varaformaður Samtaka atvinnulífsins.
13.10 Svo lengi lærir sem lifir. Dr. Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnuninni OECD.
13.40 Frá handahófskenndri fræðslu til faglegrar fræðslustefnu. Ásberg Jónsson, framkvæmdastjóri Nordic Visitor.
14.05 Samspil fyrirtækja og menntakerfis. Aðalheiður Héðinsdóttir, framkvæmdastjóri Kaffitárs.
Kaffi og með því. Fræðslusjóðir og fræðsluaðilar kynna sig á menntatorgi.
15.00 Mikilvægi iðn- og tæknimenntunar. Bolli Árnason, framkvæmdastjóri Meitils og GT Tækni.
15.25 Hvað vill unga fólkið og hvers vegna? Niðurstöður nýrrar rannsóknar meðal framhaldsskólanema. Dr. Inga Dóra Sigfúsdóttir.
16.00 Menntaverðlaun atvinnulífsins 2014. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra afhendir verðlaunin.
16.30 Ráðstefnulok.
Ráðstefnustjóri er Eggert B. Guðmundsson, forstjóri N1.
Vinsamlegast skráið þátttöku
á vef SA: www.sa.is
Mánudaginn 3. mars á Hilton Reykjavík Nordica kl. 13.00-16.30
ur lærir ekki á því og hvaða áskor-
anir felast í því,“ útskýrir hann.
Ekki kennsla heldur sköpun
Benni segir að tónlistarsköp-
unin sé ekki eiginleg kennsla því ver-
ið sé að búa til tónlist. „Ef ég ætla að
búa til tónlist með nemanda get ég
ekki sagt honum hvernig tónlist
hann á að búa til. Það er margt
spennandi sem kemur þarna inn í.
Til dæmis sé ég það ekki ganga upp
að maður geti verið með agastjórn-
un. Ég get ekki skipað nemanda að
gera tónlist eins og ég vil því þá
missir það algjörlega marks,“ segir
Benedikt
„Ég hef verið að skoða hvað
gerist þegar maður fer inn í bekk,
býr til tónlist og beitir ekki aga, hvað
er erfitt við það og hver árangurinn
er. Um það snýst mastersritgerðin
mín.“
Rannsóknin stækkar
Skólasystir Benedikts í list-
kennslunni hefur haft til rannsóknar
aðgengi fatlaðra að tónlistarnámi.
„Við unnum eitt stutt verkefni í
fyrra sem mér fannst mjög spenn-
andi og kveikti áhugann hjá mér. Við
fengum að búa til verkefni innan
skólans þar sem við erum með nám-
skeið í samstarfi við Fjölmennt og ég
er í raun að gera það sama og ég hef
verið að gera með unglingunum.
Skólasystir mín kemur þar inn með
sérþekkingu í að vinna með fötl-
uðum,“ segir Benedikt.
Hann segir að þau hafi, eins og í
tónlistarsköpuninni með ungling-
unum, fundið út hvað virkar og hvað
ekki, hverjir kostir slíks náms eru og
að sköpunin sjálf sé í brennidepli.
Að baki hugmyndinni liggja
miklar og djúpar vangaveltur um
listina og frumkraftana að baki
sköpun.
„Hvað gerist ef maður skipu-
leggur allt starfið út frá sköp-
unarferlinu og tekur allan annan
strúktúr út? Ég er ekki með nein
markmið um að þau læri einhverjar
tóntegundir, skala eða neitt í þá
veru. Þetta er í rauninni eins og önn-
ur skapandi verkefni og þá er það
jafnvonlaust að skipuleggja
nákvæmlega hvað á að fara fram og
að ákveða hvað á að gera á næstu
hljómsveitaræfingu. Maður getur
ákveðið hvernig maður ætlar að
vinna en ekki hvað gerist,“ segir
Benedikt.
Meira talað en framkvæmt
Ein helsta ástæða þess að Bene-
dikt fór út í rannsóknir af þessum
toga er sú að mikil áhersla er lögð á
sköpun í námskrám og mikið um
hana rætt. „Mér fannst dálítið
spennandi að skoða hverjar áskor-
anirnar eru við að framkvæma þetta
dálítið „extreme“ því mér finnst
meira talað en framkvæmt í þessum
málaflokki. Það eru pælingar um að
mönnum líki við hugtakið en ekki allt
sem því fylgir. Óreiðan í skólastof-
unni, allt í rugli, enginn agi og allt
frekar óþægilegt fyrir alla. Það er
ein pæling,“ útskýrir Benedikt.
Vinnunni með sex manna hópn-
um lýkur í vor og því fullsnemmt að
tjá sig um árangurinn, enda skil-
greiningaratriði hvort og hvernig
eigi að meta árangur við sköp-
unarvinnu.
„Það væri alveg hægt að halda
því fram að það væri algjört klúður
að flytja ekki verkin sem samin voru
fyrir framan hóp af fólki og árang-
urinn því dæmdur lélegur. En í
stærra samhengi er það sem skiptir
máli hvað krakkarnir læra. Mesti
árangur sem ég veit um í svona
starfi er að krakki fari heim til sín og
það hafi kviknað einhver áhugi.
Hann átti sig til dæmis á að sér hafi
gengið vel að semja rapptexta og fer
heim til sín að vinna í því. Það er
hæsta stigið af árangri, eins og ég sé
það,“ segir Benedikt H. Her-
mannsson. Hann verður ásamt
fjölda annarra nemenda í HR að
kynna nám sitt en þétt dagskrá verð-
ur í skólum víða og hana má sjá á
vefnum www.haskoladagurinn.is.
Tónlistarsköpun Benedikt vinnur að áhugaverðu lokaverkefni.
Morgunblaðið/G.Rúnar
Verkáfanga í endurnýjun Hverfis-
götu verður fagnað í dag með gleði-
dagskrá sem hefst kl. 14 en þá fer
skrúðganga með lúðraþyt, þar sem
lúðrasveit Samma „fönkar“ upp
karnivalstemninguna og sirkusfólk
ekur um hjólastíga á freistandi
Lukkuhjóli sem hægt er að festa á
eigin miða, síðan verður dregið úr
potti Lukkuhjólsins kl 14.30. Skrúð-
gangan leggur upp frá Bíó Paradís,
gengið að Frakkastíg, þaðan að
Klapparstíg og endað við Bíó Para-
dís. Alveg tilvalið að hita upp ösku-
dags-grímubúningana með þátt-
töku í skrúðgöngunni. Stutt
dagskrá verður í kjölfarið við Bíó
Paradís þar sem borgarstjórinn,
Jón Gnarr, mun opna götuna form-
lega og boðið verður upp á veit-
ingar frá Austur-Indíafélaginu. Ei-
ríkur Fjalar flytur hátíðarræðu
sem er bæði leikin og sungin en
Laddi mun leiða viðstadda í allan
sannleikann um Hverfisgötu. Þjóð-
þekkt miðborgarrotta flytur frum-
saminn brag og búast má við að ein-
hverjir bresti í söng og almenna
gleði í tilefni dagsins. Fornbíla-
akstur gleður augu og eyru og
plötusnúðarnir Taj Mahal & Ab-
dullahRAJ hræra saman indverskri
Bhangra-tónlist og íslenskum þjóð-
stefjum.
Í Bíó Paradís verða af þessu til-
efni sýndar klassískar Reykjavíkur-
ræmur, s.s. 101 Reykjavík, Sódóma
Reykjavík, Rokk í Reykjavík og
Rotterdam Reykjavík. Ókeypis er
inn á þessar sýningar í tilefni dags-
ins og hefjast fyrstu sýningar kl.
15:30.
Nýrri Hverfisgötu fagnað í dag
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sammi Hann og lúðrablásarar hans kunna að koma fólki í gott skap.
Mikið stuð og ókeypis í bíó
Í dag kl. 15 verður opnuð á aðalsafni
Borgarbókasafns við Tryggvagötu
sýning á myndasögum sem bárust í
árlega myndasögusamkeppni safns-
ins og Myndlistaskólans í Reykjavík.
Í ár er þemað hinn ástsæli Andrés
önd og félagar, í tilefni af 80 ára af-
mæli Andrésar. Um fjörutíu sögur
bárust í keppnina, en verðlaun eru
veitt í tveimur aldurshópum, 10-15
ára og 16-20+. Í dag verða einnig
veitt verðlaun fyrir þær sögur sem
þóttu skara fram úr. Gera má ráð fyr-
ir fjölbreyttum sögum og myndum.
Sýning á myndasögum sem bárust í samkeppni
Myndasögur Höfundar eru ungir.
Ýmsar útfærslur af Andrési önd