Morgunblaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 47
Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MARS 2014 Raðauglýsingar Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Austurbrún 30, 201-9949, Reykjavík, þingl. eig. Guðrún Gunnarsdóttir, gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf., Lífeyrissjóður verslunarmanna og Orkuveita Reykjavíkur-vatns sf., fimmtudaginn 6. mars 2014 kl. 11:00. Krummahólar 8, 204-9620, Reykjavík, þingl. eig. ÞorsteinnYngvi Jónsson, gerðarbeiðendur Krummahólar 8, húsfélag, Landsbankinn hf. og Orkuveita Reykjavíkur-vatns sf., fimmtudaginn 6. mars 2014 kl. 13:30. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 28. febrúar 2014. Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Grettisgata 54, 200-7983, Reykjavík, þingl. eig. Sigfús Sveinsson, gerðarbeiðendur Innheimtustofnun sveitarfélaga og Reykjavíkurborg, miðvikudaginn 5. mars 2014 kl. 10:00. Þórðarsveigur 15, 226-5839, Reykjavík, þingl. eig. Katrín Rut Reynis- dóttir og Óttarr Örn Guðlaugsson, gerðarbeiðendur Arion banki hf., Orkuveita Reykjavíkur–vatns sf. og Reykjavíkurborg, miðvikudaginn 5. mars 2014 kl. 13:30. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 28. febrúar 2014. Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Fellsbraut 1 (213-8839), Skagaströnd, þingl. eig. Rakel Sara Gunnars- dóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Sveitarfélagið Skaga- strönd, föstudaginn 7. mars kl. 09:30 Sturluhóll (145446), Blönduósi, þingl. eig. Eva Gunnarsdóttir og Guðjón Jónsson, gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf, Blönduósbær, Sjóvá-Almennar hf og Íbúðalánasjóður, föstudaginn 7. mars kl 10:30 Brekkubyggð 2 (221-9857), Blönduósi, þingl eig. Alva Kristín Kristín- ardóttir, gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf og Íbúðalánasjóður, föstudaginn 7. mars kl 12:00. Víðigerði (213-5488, 144-644), Húnaþingi vestra, þingl. eig. Kristíana ehf, gerðarbeiðendur Húnaþing vestra og Landsbankinn, föstudaginn 7. mars kl 14:00. Gauksmýri (225-2762), Húnaþingi vestra, þingl. eig. Lárus Þórarinn Valdimarsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, föstudaginn 7. mars kl 15:15. Fitjar (231-8744, 217-772), Húnaþingi vestra, þingl. eig. Níels Ívarsson, gerðarbeiðendur Landsbankinn hf og Húnaþing vestra, föstudaginn 7. mars kl. 16:15. Sýslumaðurinn á Blönduósi, 28. febrúar 2013, Bjarni G. Stefánsson, sýslum. Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Víðimýri 16, 740 Fjarðabyggð, fastanr. 216-9812, 0202, þingl. eig. Jón Hilmar Kárason og Heiða Berglind Svavarsdóttir, gerðarbeiðendur Bensínorkan ehf., Fjarðabyggð, Íbúðalánasjóður ogTryggingamið- stöðin hf., fimmtudaginn 6. mars 2014 kl. 09:30. Blómsturvellir 39, 740 Fjarðabyggð, fastanr. 216-8991, þingl. eig. Bjarnheiður S. Helgadóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Íslandsbanki hf., fimmtudaginn 6. mars 2014 kl. 09:45. Bleiksárhlíð 61, 735 Fjarðabyggð, fastanr. 217-0156, þingl. eig. Hildi- gunnur Jörundsdóttir og Rúnar Þórlindur Magnússon, gerðarbeið- andi Fjarðabyggð, fimmtudaginn 6. mars 2014 kl. 10:45. Mánagata 5, 730 Fjarðabyggð, fastanr. 217-7263, þingl. eig. Svana Bjarnadóttir, gerðarbeiðendur Fjarðabyggð og Íbúðalánasjóður, fimmtudaginn 6. mars 2014 kl. 11:30. Vallargerði 10, 730 Fjarðabyggð fastanr., 217-7358, þingl. eig. Óskar Alfreð Beck, gerðarbeiðendur Fjarðabyggð, Íbúðalánasjóður og Stapi lífeyrissjóður, fimmtudaginn 6. mars 2014 kl. 11:45. Skólavegur 51, 750 Fjarðabyggð, fastanr. 217-8067 , þingl. eig. Ásgeir Már Andrésson, gerðarbeiðendur Fjarðabyggð og Vátryggingafélag Íslands hf., fimmtudaginn 6. mars 2014 kl. 13:30. Búðavegur 24, 750 Fjarðabyggð, fastanr. 217-7829, þingl. eig. Guð- laugur Ingi Steinarsson og Dagný Ösp Helgadóttir, gerðarbeiðendur Fjarðabyggð, Íbúðalánasjóður og Landsbankinn hf, fimmtudaginn 6. mars 2014 kl. 13:45. Búðavegur 28, 750 Fjarðabyggð, fastanr. 217-7834, þingl. eig. Ásta G. Hafberg Sigmundsdóttir og Bastian Hans Fritz Stange, gerðarbeið- andi Íbúðalánasjóður, fimmtudaginn 6. mars 2014 kl. 14:00. Sýslumaðurinn á Eskifirði, 28. febrúar 2014, Helgi Jensson, fulltrúi. Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga þínum verndarvæng. Þó þú værir oft glettinn og stríðinn þá mátt- irðu ekki aumt sjá og varst fljótur að stökkva okkur til varnar ef hallaði á. Heilræði og föðurlegum ráðleggingum laumaðirðu svo að okkur þegar lítið bar á og baðst okkur ævinlega að fara varlega. Loks beygði þreytan þína dáð, hið þýða fjör og augnaráð; sú þraut var hörð – en hljóður nú í hinsta draumi brosir þú. Svo hvíl þig, vinur, hvíld er góð, – vor hjörtu blessa þína slóð (Jóhannes úr Kötlum) Það er svo erfitt að hugsa til þess að eiga ekki eftir að standa með þér á hlaðinu milli Rangár og Ófeigsstaða í kvöldsólinni, horfa yfir sveitina okkar, hlusta á náttúruna og hlæja að einhverri bölvaðri vitleysu. Læra enn meira hvernig íslenskt mál getur verið fléttað listilega saman í skrautlegum lýsingum á mönn- um og málefnum. Við vitum að þú varst ekki mikið fyrir væmni og vellu svo við reynum ævinlega að heiðra minn- ingu þína með gleði og þakklæti fyrir að hafa borið gæfu til að þekkja þig og umgangast. Takk fyrir allt og við förum varlega. Marga gafstu gleðistund og góð ráð fengu hnokkar. Í friði eigðu æviblund, elsku Kuggi okkar. Jóhann Kristinn Gunnarsson, Hilmar Valur Gunnarsson, Ófeigur Óskar Stefánsson. Í dag kveðjum við kæran vin, sem látinn er eftir snörp en erfið veikindi, Baldur Ófeig Einarsson, eða Kugga eins og hann var oftast kallaður. Leiðir okkar sem þetta rita og Kugga lágu saman er hann hóf störf á Akureyrarflugvelli, fyrst hjá Flugfélagi Íslands, en síðan með okkur hjá Flugmála- stjórn við umsjón með flugvöllum á Norðurlandi. Ekki þurfti lengi að vera með honum til að sjá mannkosti hans og hæfileika. Hann var afburða starfskraftur, með góða verk- kunnáttu í fagi sínu sem bifvéla- virki, og einstaka lagni í störfum á hverskonar vinnuvélum, stórum og smáum. Um langt árabil sá hann, með öðrum, um yfirborðs- merkingar á öllum flugbrautum hér á landi, fyrir utan Keflavík- urflugvöll, er því handtök hans víða að finna um landið. Hann undirbjó sig mjög vel fyrir þau verk sem voru framundan, og vann þau síðan með natni og út- sjónarsemi bóndans. Kuggi var glaðsinna og hrein- lyndur, hafði gjarnan gamanmál og vísur á hraðbergi, en gat verið hvassyrtur ef honum fannst það við eiga. Segja má að hann hafi verið hrókur alls fagnaðar hvar sem hann kom, og það þóttu lé- legri samkomur ef hann vantaði. Hann tók mikinn þátt í frístund- astarfi með vinnufélögum sínum, sérstaklega í endurbótum og út- gerð Vonarinnar, sem var sam- eiginlegt áhugamál þeirra. Þó var hestamennskan hans mesta áhugamál og var hann þar mjög virkur. Erfitt er að finna bónbetri mann en Kugga, hann var ein- staklega hjálpsamur og alltaf tilbúinn að hjálpa vinum sínum og félögum ef á þurfti að halda. Þá fór ekki fram hjá okkur vinnu- félögum hans sú umhyggja sem hann sýndi foreldrum sínum, og gamla heimili sínu á Ófeigsstöð- um. Var hann sífellt að draga eitthvað að, eða útbúa til að fara með austur til að endurnýja og bæta. Það var mikið gæfuspor þegar hann kynntist henni Huldu sinni, sem varð síðan lífsförunautur hans. Hann sagði það á sinn hátt, að hann hefði greinilega þurft að komast í umsjá þroskaþjálfa, og var ánægður með það. Sveitin togaði í hann, og ákváðu þau að flytja á heimaslóðir hans fyrir nokkrum árum, og undu hag sín- um vel þar. Tengsl okkar við þau rofnuðu samt aldrei, og þegar áætlunarflug hófst aftur til Húsa- víkur var starfskrafta óskað að nýju við það verkefni. Ferjan hefur festar losað farþegi er einn um borð mér er ljúft af mætti veikum mæla nokkur kveðjuorð. Þakkir fyrir hlýjan huga, handtak þétt og gleðibragð, þakkir fyrir þúsund hlátra, þakkir fyrir liðinn dag. (J. Har.) Um leið og við þökkum Kugga samfylgdina, sendum við Huldu og fjölskyldunni allri okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Ásgrímur, Grétar Berg, Guðmundur, Gunnar Örn, Hjördís, Lárus, Þorlákur Snær, Þórhallur. Elsku, kæri vinur. Nú er komið að kveðjustund, alltof fljótt. Takk fyrir vináttu þína og góðmennsku. Takk fyrir allt sem þú varst okkur. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka þér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Við söknum þín og munum halda fast í dýrmætar minningar. Minningar um bóndann, góðan vin og félaga. Guð mun gæta þín. Eydís (Dísa) og Atli, Arnar Logi, Kristófer Orri, Sara og Hrönn. HINSTA KVEÐJA Góður drengur genginn er, gafst mér vel í alla staði. Frjáls hann nú á fjallið fer, finnst mér að því mikill skaði. (Sigurður Hermannsson) Þinn vinur og fyrrum samstarfsfélagi. Sigurður Hermannsson ✝ Helga AndreaLárusdóttir fæddist í Reykjavík 29. október 1925. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Skjóli 10. febrúar 2014. Foreldrar henn- ar voru Unnur Helgadóttir frá Flateyri í Önund- arfirði og Lárus Pálmi Lárusson frá Álftargróf í V-Skaftafellssýslu. Helga var þriðja í röð níu systkina, hin eru: Guðfinna Lárusdóttir (látin), Unnur Lárusdóttir (látin), Berg- ljót Kristjánsdóttir (látin), Birg- ir Kristjánsson, Rósinkrans Kristjánsson, Klara Sjöfn Krist- jánsdóttir, Erlendur Lárusson janúar 1944, gift Margeiri Rúnari Daníelssyni, f. 1941, dæt- ur þeirra eru Rósa, f. 1970, og Helga Andrea, f. 1975. Faðir Unnar var Gunnlaugur H. Stephensen. 2 ) Haukur Harð- arson, f. 20. mars 1952, kvæntur Svanlaugu D. Thorarensen, f. 1960, börn þeirra eru Haukur Örn, f. 1981, og Sara, f. 1986. 3) Hörður Harðarson, f. 20. mars 1952, kvæntur Brynhildi Péturs- dóttur, f. 1962, synir þeirra eru Hörður Gautur, f. 1996, og Brynjar Gautur, f. 2004. Dætur Harðar og fyrri konu hans, Önnu Margrétar Guðmunds- dóttur, eru Anna Björk, f. 1979, og Hrönn, f. 1981. Faðir Hauks og Harðar var Hörður G. Al- bertsson. Barnabarnabörn Helgu Andreu eru níu, Thelma Sól, Daníel Andri, Margeir Þór, Theódór Unnar, Kristján Dag- ur, Mikael Darri, Léon, Marikó Dís og Kira Athena. Útför Helgu Andreu fór fram frá Fossvogskapellu 17. febrúar 2014. (látinn) og Pálmi Lárusson. Helga Andrea giftist 12. ágúst 1964 Sigurjóni Kristbjörnssyni frá Birnustöðum á Skeiðum, f. 28.2. 1921, d. 17.10. 2003. Börn Helgu og Sigurjóns eru: 1) Kristján Sigur- jónsson, f. 20. jan- úar 1958, kvæntur Dúnu Magn- úsdóttur, f. 1954, börn þeirra eru Sunna Dís, f. 1984, og Anton Orri, f. 1995. 2) Helga Sig- urjónsdóttir, f. 16. nóvember 1964, gift Guðrúnu Kötlu Hen- rysdóttur, f. 1968. Fyrir átti Helga Andrea þrjú börn, þau eru: 1) Unnur Stephensen, f. 10. Elsku besta amma. Þú varst stór hluti af lífi okkar systkin- anna áður en veikindi þín gerðu þig sífellt fjarlægari. Það munu seint gleymast sunnudagarnir sem við fjölskyldan mættum til ykkar afa í mat. Þar voru ætíð á boðstólum dýrindis kræsingar, eins og ykkur einum var lagið. Við nutum alltaf þessara sam- verustunda með ykkur afa, og munum búa að þeim áfram. Jólin héldum við einnig hátíð- leg saman til fjölda ára og okkur systkinunum fannst hreinlega ekki geta verið jólahátíð án ykk- ar. Þið afi komuð yfir til okkar og ég man glöggt eftir því hve fín og vel tilhöfð þú varst alltaf. Þú varst sannarlega glæsileg kona, elsku amma. Ógleymanlegt er einnig að þið afi fenguð alltaf ógrynni af gjöfum og sátuð gjarn- an á kafi í pakkaflóði að rökræða um hver ætti hvað og frá hverjum tiltekin gjöf væri. Þessar indælu jólastundir hafa orðið að minn- ingum sem við munum ætíð varð- veita. Við erum viss um að allir sem höfðu kynni af þér gegnum tíðina tóku glöggt eftir því hvað þú bjóst yfir mikilli reisn. Þú varst tign- arleg og afar ákveðin kona sem vildir hafa hlutina á hreinu og allt á sínum stað. Jafnframt varstu þó barnagæla mikil, dásamleg amma og alltaf tilbúin að grípa í spil til að stytta stundir. Þrátt fyrir að þú sért nú horfin á braut þá hefur þú skilið eftir þig ótal minningar sem eru okkur afar dýrmætar í dag. Hvíldu í friði, ljósi og kær- leika elsku amma. Sunna Dís og Anton Orri. Elsku Helga amma mín. Ég mun alltaf muna eftir þér dans- andi í eldhúsinu í Glaðheimum með okkur barnabörnunum, þú komin yfir sjötugt. Liðug og þokkafull eins og drottning, með útlit kvikmyndastjörnu, krullurn- ar í hárinu óaðfinnanlegar og ilm- aðir eins og rósarunni. Þú kenndir okkur að vera góð hvert við annað. Að vera hug- rökk, heiðarleg og snyrtileg. En umfram allt kenndir þú okkur hversu dýrmætt það er að rækta fjölskylduna sína. Takk fyrir allt sem þú gafst mér, amma mín. Þín Sara. Elskuleg amma mín, margar góðar minningar koma fram í hugann er ég hugsa um þig og okkar samverustundir í gegnum árin. Flestar tengjast minningum mínum er við áttum saman að Glaðheimum 12 en þar áttu amma og afi Sigurjón fallegt heimili í rúm 40 ár. Ég er elst af 10 barna- börnum ömmu og fékk þann heið- ur að dvelja mikið hjá ömmu og afa í barnæsku. Ein af mínum fyrstu æskuminningum er ein- mitt frá Glaðheimum er ég var um þriggja ára gömul. Þá hafði amma sett mig út í vagn á sval- irnar fyrir síðdegisblundinn. Ég vaknaði af værum blundi og kall- aði á ömmu. Hún kom brosandi að vörmu spori og tók mig í faðm sinn – í faðmi hennar leið mér alltaf vel. Amma var mikill kven- skörungur, afar ákveðin og fylgin sér og ef hún hafði bitið eitthvað í sig, varð henni ekki haggað. Sök- um hreinskilni sinnar gat hún sagt hluti beint út við fólk, orð sem stundum særðu, en þannig var bara hún amma – kom hreint fram og sagði það sem henni fannst. Amma var líka einkar fal- leg kona, hafði mikla útgeislun og með eindæmum hláturmild, hlóg- um við stöllurnar mikið saman. Ég var mikið fiðrildi sem barn, stundum eins og hvirfilbylur, en amma hafði einstakt lag á mér. Ég man ekki að hún hafi þurft að skamma mig nokkurn tímann þrátt fyrir öll mín uppátæki. Hún horfði bara beint í augu mín, með sínum fallegu bláu augum, og sagði: „Rósa mín“ og ég varð stillt og prúð á sömu sekúndu, ég gat ekki annað en hlýtt þessari sterku og fallegu konu. Líf ömmu var ekki alltaf dans á rósum. 27 ára hún orðin einstæð móðir með þrjú börn; mömmu mína Unni og eineggja tvíburana Hauk og Hörð. Það var erfitt hlutskipti að vera einstæð móðir með þrjú börn á þessum árum, mun erfiðara en nú á tímum. En með sínum einstaka dugnaði og þrautseigju náði hún ein að ala upp börnin sín 3 með miklum sóma. Þegar ég upplifði sama hlut- skipti og elskuleg amma mín, að vera einstæð móðir með þrjú börn; stúlku og eineggja tvíbu- rastráka, varð mér oft hugsað til ömmu á erfiðum stundum. Ég vissi hvað hún hafði átt erfitt og gengið í gegnum og því hugsaði ég með mér; fyrst amma gat þetta á sínum tíma, þegar tímarn- ir voru mun erfiðari, þá hlaut ég nú að geta þetta. Fallega og sterka amma mín varð því mín mesta og stærsta fyrirmynd í líf- inu, mitt helsta haldreipi og hvatning á erfiðum stundum. Án hennar hefði líf mitt getað orðið mun erfiðara en ella og verð ég henni ævinlega þakklát fyrir. Amma eignaðist síðan tvö börn með afa Sigurjóni, Kristján og Helgu, og urðu því börnin fimm talsins, allt myndarbörn sem hef- ur vegnað vel í lífinu. Fyrir rúmum tíu árum veiktist amma af hinum erfiða sjúkdómi Alzheimer. Hægt og sígandi fjar- lægðist amma okkur ástvinina. Hún hætti að þekkja okkur smám saman og að lokum hvarf hún okkur í huga sínum, hugur henn- ar var farinn í aðra vídd. Veikindi ömmu reyndust okkur fjölskyld- unni mjög erfið. Amma var þarna í líkama sínum en samt var hún farin. Síðustu ár dvaldi hún á hjúkrunarheimilinu Skjóli þar sem vel var hugsað um hana í alla staði. Hjúkrunarfólkið og aðrir sem sinntu henni eiga allar mínar þakkir skilið. Þó ég syrgi nú ömmu, þessa yndislegu konu, er ég þó þakklát fyrir að hún hafi fengið að kveðja þennan heim, því ég veit að afi Sigurjón er búinn að bíða lengi eftir elskunni sinni. Nú er amma komin upp til himna og í faðm afa, þar eru þau nú bæði heilbrigð og hamingjusöm. Kærleikskveðja, Rósa Margeirsdóttir. Helga Andrea Lárusdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.