Morgunblaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 54
TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Það er vel hægt að álykta semsvo að samstarf St. Vincentog David Byrne á plötunni Love This Giant (2012) hafi gert sitt til að kynda undir eftirvæntingunni eftir þessari plötu, sem hefur verið talsverð. Það spilar alveg örugglega inn í en um leið vissu þeir sem hafa fylgst með St. Vincent frá upphafi að eitthvað rosalegt væri í vændum. St. Vincent, eða Annie Clark, hefur verið að fínstilla list sína hægt og örugglega í gegnum fjórar plötur núna og natnin og þolinmæðin er farin að bera ríkulegan ávöxt. Og ekki hefur staðið á viðbrögðunum. Eitt tilkomumesta verk ársins er fram komið, og það í bláendann á febrúar. Sperrt Fólk varð fyrst vart við St. Vin- cent, sem fæddist árið 1982 í Okla- homa, er hún var meðlimur í Po- lyphonic Spree og einnig í sveit Sufjan Stevens. Hún var músíkölsk á unglingsárum og tók þátt í leik- listar- og tónlistarlífi Dallasborgar þar sem hún ólst upp. Hún stundaði nám í hinum virta Berklee í þrjú ár en hætti námi. Þá var hún komin á kaf í alls kyns tónlistardútl og slóst í för með risabandinu Polyphonic Spree árið 2004. Tveimur árum síð- ar hóf hún leika með Sufjan Stevens og var þá með fyrstu stuttskífuna sína í farteskinu, Paris is Burning. Fyrsta breiðskífan, Marry Me, kom svo út 2007 og vakti eftirtekt að Vin- cent lék á heil 13 hljóðfæri á plöt- unni. Innihaldið marglaga skríti- popp og nöfnum eins og Kate Bush og David Bowie var stillt fram í lýs- ingum auk þess sem áhrif frá fyrr- verandi vinnuveitendum eru vel merkjanleg. Næsta plata, Actor (2009), var innblásinn af kvikmynda- tónlist, einkanlega barnamyndum frá Disney að sögn Vincent sem not- aði þær til að stilla sig af eftir mikið tónleikaferðalagaflandur. Platan vakti mikla athygli og gagnrýn- endur hrifust af því hversu auðvelt St. Vincent átti með að hræra saman ólíkum stefnum, straumum og áherslum þannig að út kæmi sann- færandi og heilsteypt verk. Eyru þeirra sem þykjast hafa vit á tónlist voru nú að fullu sperrt. Hélt hún nú ótrauð áfram og 2011 kom Strange Mercy út og voru viðtökurnar enn betri en áður. Sjálf var hún eitursvöl og lýsti því yfir að „ég get ekki sagt að þetta sé það besta sem ég hef gert en góð er hún“. Horft í roðann Hvítserkur St. Vincent, réttu nafni Annie Clark, er fjölkunnug og hljóðfæri af margvíslegum toga leika í höndum hennar. Ári síðar leiddu hún og David Byrne svo saman hesta sína eins og áður er getið. Í upphafi ætluðu þau bara að leika á einum litlum tón- leikum en samstarfið vatt upp á sig, heil plata og tónleikaferðalag og meðal annars heimsóttu þau land elds og ísa í fyrra. Partíplata? Nýja platan var tekin upp í heimaborg hennar Dallas og sá John Congleton (The Mountain Goats, Modest Mouse) um upptökustjórn en hann vann og að tveimur síðustu plötum. Þá vann hún einnig náið með tveimur slagverksleikurum, þeim Homer Steinweiss (Dap-Kings) og McKenzie Smith (Midlake). „Ég vissi að „grúvið“ yrði að vera yfir um og allt í kring,“ segir Vincent í fréttatilkynningu. „Mig langaði til að búa til partíplötu sem þú gætir leikið í jarðarför.“ » Og ekki hefurstaðið á viðbrögð- unum. Eitt tilkomu- mesta verk ársins er fram komið, og það í bláendann á febrúar.  Fjórða plata St. Vincent, samstarfskonu David Byrne, er samnefnd henni  Dómar eru allir á einn veg; meistaraverk 54 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MARS 2014 Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS Laugardagur 1. mars kl. 14 og 15: Ókeypis barnaleiðsögn Sunnudagur 2. mars frá 14-16: Áttu forngrip? Sérfræðingar Þjóðminjasafns greina gripi almennings. Aðeins 40 manns komast að með 1-2 gripi hver. Síðasta sýningarhelgi: Viður við og við á Torgi Þriðjudagur 4. mars kl. 12: Fyrirlestur Árna Hjartarsonar jarðfræðings um Hallmundarhrun- og kviðu. Nýr ratleikur um Silfur Íslands í Bogasal Betur sjá augu – Ljósmyndun íslenskra kvenna 1872-2013 í Myndasal Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár - grunnsýning Safnbúð og kaffihús Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið alla daga nema mánudaga í Þjóðminjasafni 11-17. Listasafn Reykjanesbæjar KRÍA /KLETTUR / MÝ TERN / CLIFFS / SWARM Svava Björnsdóttir 25. jan. - 9. mars Bátasafn Gríms Karlssonar Byggðasafn Reykjanesbæjar Opið virka daga 12-17, helgar 13-17. Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn GERSEMAR - DÝR Í BÚRI 8.11. - 11.5. 2013 FORM, LITUR, LÍKAMI: HÁSPENNA / LÍFSHÆTTA Magnús Kjartansson Sýningin opnar laugardaginn 8. mars kl. 11 SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is Opið daglega kl. 11-17, lokað mánudaga. SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is Sýningin, HÚSAFELL ÁSGRÍMS. Opið sunnudaga kl. 14-17. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is Sýningin, BÖRN AÐ LEIK Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 Þitt er valið síbreytileg sýning valin af almenningi Leiðsögn sunnudaginn 2. mars kl. 15 H N I T Haraldur Jónsson Þriðjudag 4. mars kl. 12 Hádegistónleikar Helga Rós Indriðadóttir sópran Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri. www.hafnarborg.is, sími 585 5790 Aðgangur ókeypis Verið velkomin Viðmið Paradigm Opið kl. 12-17. Lokað mánud. Verslunin Kraum í anddyri Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is Leiðsagnir föstudaga kl. 12.10 ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Málþing verður haldið í dag kl. 13- 16 í Listasafni Reykjavíkur, Hafn- arhúsi, í tengslum við sýningu á verkinu Undirstöðu eftir Katrínu Sigurðardóttur sem var framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum í fyrra. Fjallað verður um arkitekt- úr í verkum Katrínar og mun listamaðurinn ræða ítarlega um verkið sem er nú til sýnis í Hafn- arhúsi. Julian E. Bronner, blaðamaður hjá hinu virta listtímariti Art- forum, mun ræða um verkið við Katrínu og haldnar verða pall- borðsumræður sem fjórir arkitekt- ar sem hafa unnið með Katrínu að verkum hennar taka m.a. þátt í. Þátttakendur á málþinginu eru Pétur H. Ármannsson arkitekt, Sigrún Birgisdóttir, deildarforseti Hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands, Julian E. Bronner, Hólmfríður Ósmann Jónsdóttir og Hrefna Björg Þor- steinsdóttir, arkitektar hjá Arki- búllunni. Einar Örn Benediktsson, formaður menningar- og ferða- málasviðs Reykjavíkurborgar, flytur inngang. Morgunblaðið/Rósa Braga Undirstaða Gestir virða fyrir sér verk Katrínar í Hafnarhúsi. Blaðamaður Artforum á málþingi Tónleikar til heiðurs tónskáldinu Gunnari Reyni Sveinssyni, sem lést árið 2008, verða haldnir í dag kl. 17 í Háteigskirkju. Gunnar fæddist ár- ið 1933 og hefði því orðið áttræður í fyrra. Mörg þekkt verk eftir Gunn- ar verða flutt á tónleikunum sem Kvintett Reynis Sigurðssonar og Kammerkór Mosfellsbæjar standa að og eru þeir á vegum Listafélags Háteigskirkju. Í Kvintett Reynis Sigurðssonar eru auk Reynis, sem spilar á víbrafón, Sigurður Flosa- son á saxófón og flautu, Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar, Gunnar Hrafnsson á bassa og Pétur Grét- arsson á slagverk. Símon H. Ív- arsson flytur einleik á gítar og Heiðrún Guðvarðardóttir syngur einsöng við undirleik Símonar. Kammerkór Mosfellsbæjar syngur nokkur kórverk Gunnars með áherslu á lög hans við ljóð eftir Halldór Laxness. Á fyrri hluta tón- leikanna verða flutt lög sem samin voru af ýmsu tilefni, t.d. fyrir leik- sýningar, kvikmyndir og tónleika. Til heiðurs Gunnari Tónskáldið Gunnar Reynir Sveins- son árið 2003. Hann lést árið 2008. Morgunblaðið/Sverrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.