Morgunblaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 43
og góð er þegar ég var nýlega komin heim eftir gallsteinaað- gerðina. Þú hringdir í mig til að spyrja um líðan mína, þú orðaðir þetta nákvæmlega svona „og fylgdu þessu miklar þrautir?“ Ég stoppaði, hugsaði hvað þú værir að meina og kom ekki neinu fyrir mig nema hvort ég hefði gert mikið af krossgátum eða sudoku á meðan ég lá inni. Þú spurðir hvort ég vissi ekki örugglega hvað þú værir að meina en ég sagðist ekki hafa hugmynd um það og þá bentir þú mér á að það væru verkir eða kvalir. Lengi gátum við hlegið að þessu og þú undraðist að ég hefði aldrei heyrt þetta orð í þessari merkingu. Þú varst líka alltaf fyrstur manna að sjá og benda manni á ef kinnarnar á manni voru eitthvað farnar að minnka. Þú varst alltaf hvetj- andi, duglegur og ákveðinn mað- ur. Þér fannst gaman að fylgjast með einkunnum mínum og varst ánægður með mig á því sviði. Ég man þegar ég fékk 10 í íþróttum og þú varst búinn að vera að hrósa mér fyrir góðar einkunnir í öðrum greinum en bentir mér nú á að þér fyndist skrýtið að það væri gefið 10 í íþróttum, það væri nú alltaf hægt að gera bet- ur. Mér er einnig fast í minni þegar amma sagði við mig: „Þú ert með svo þéttar og sterkar hendur eins og afi þinn.“ Mér þykir ákaflega vænt um það, þú átt þá smáhluta í mér. Það var svo gott þegar þú fluttir til Ak- ureyrar og maður gat skottast til þín eftir skóla í smáheimsókn. Þú tókst alltaf svo vel á móti manni og maður fór aldrei heim án þess að fá konfekt. Þegar ég kom norður í heimsókn í sumar áttum við svo góða stund saman. Þú sast á bekk fyrir utan blokk- ina að spjalla við tvær konur þegar ég birtist. Ég sagðist bara koma seinna um daginn til þín en það hélstu nú ekki, barnabarnið þitt var komið frá Reykjavík og þá þyrftir þú að fara inn að sinna því. Þú kvaddir konurnar og eld- aðir fyrir mig hádegismat og svo sátum við saman góða stund og deildum sögum. Um jólin kom ég svo aftur til Akureyrar og eydd- um við jóladegi saman. Ég sótti þig síðan í jólaboð seinna í des- ember og er það mjög ánægjuleg og hlý minning. Allt sem við höf- um gert saman eru góðar minn- ingar. Þú munt alltaf eiga stað í hjarta og huga mér og þú verður alltaf sami afi minn. Mig langar til þess að kveðja þig með eft- irfarandi textabroti vegna fal- legrar tilviljunar: Því fær enginn breytt sem orðið er. Og öll við verðum yfirleitt að taka því sem að ber að höndum hér. Sama lögmál hjá mér og þér. En það er gott að ylja sér við minninganna glóð lofa allt sem ljúfast var meðan á því stóð. (Stefán Hilmarsson.) Þín Salóme. Elsku afi minn, ekki átti ég von á því þegar ég kom til þín föstudaginn 14. febrúar yrði það í síðasta skiptið sem við myndum spjalla saman. Það er svo erfitt að trúa því að allt í einu varstu bara farinn frá okkur. En við sem sitjum eftir hugsum um all- ar þær góðu stundir sem við átt- um með þér. Það var alltaf svo gott að koma í heimsókn til þín við gátum spjallað um daginn og veginn, þú hafðir mikinn áhuga á vinnunni minni og spurðir mig alltaf hvernig mér gengi og alltaf varstu nú glaður með að heyra þegar allt gekk vel hjá mér. Það er mér ofarlega í huga núna sú stund þegar ég kom í heimsókn til þín í byrjun janúar og sagði þér að það væri von á enn einum afkomandanum hjá þér, þér fannst það nú ekki leiðinlegar fréttir og sagðist vera með töl- una á okkur alveg á hreinu en sagðist samt ekki muna alla af- mælisdagana og það finnst mér ekkert skrítið við erum nú orðin 79 talsins. Þú varst alveg virkilega góður í að muna ljóð og texta, annað eins hef ég ekki vitað, þú gast ávallt vitnað í einhverja texta eða ljóð þegar við vorum að spjalla og þú skrifaðir alltaf ljóð í af- mæliskortin mín þegar ég var yngri. Núna, þegar þessi erfiða stund er runnin upp að þurfa að kveðja þig, elsku afi minn, langar mig að leyfa þessu fallega ljóði að fylgja með. Hvíldu í friði elsku afi Þín verður sárt saknað. Þó sólin nú skíni á grænni grundu er hjarta mitt þungt sem blý, því burt varst þú kallaður á örskammri stundu í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða, svo fallegur, einlægur og hlýr en örlög þín ráðin – mig setur hljóða við hittumst samt aftur á ný. Megi algóður guð þína sálu nú geyma, gæta að sorgmæddum, græða djúp sár. Þó kominn sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Höf. ók.) Þín Signý Sigurmonsdóttir. Við fráfall Steingríms móður- bróður verða kaflaskil í sögu fólksins sem löngum hefur verið kennt við Hátún á Norðfirði: Nú eru öll systkinin látin, stóri hóp- urinn hans Vilhjálms Stefáns- sonar og eiginkvenna hans, Sveinhildar Hildibrandsdóttur (fyrri konu; hún lést ung) og Kristínar Árnadóttur; hún var móðir Steingríms. Steingrímur hélt ungur til náms í Hólaskóla enda stóð hug- ur hans til búskapar. Örlögin höguðu því svo að þar hitti hann ástina sína, Önnu Jónsdóttur frá Brimnesi í Viðvíkursveit, og þau reistu sér bú á Laufhóli, nýbýli úr landi Brimness. Þar bjó Stein- grímur þar til fyrir fjórum árum að hann brá búi, lét jörðina í hendur Eysteini syni sínum og Aldísi konu hans og fluttist til Akureyrar. Þá var Anna fallin frá en hún lést árið 2009. Þau Steingrímur og Anna bjuggu alla tíð við mikla rausn. Þangað var gott að koma og ekki spillti mannvænlegi barnahópurinn. Steingrímur var hávaxnari en hann átti kyn til, léttur í spori og snar í snúningum fram á níræð- isaldur. Hann var kappsamur til orðs og æðis, glöggur á menn og málefni svo og umhverfi sitt. Hann var hafsjór af fróðleik og kunni aragrúa kvæða sem hann fór oft með, hafði áhuga á orðs- ins list, vandaði mál sitt, kvað fast að orði. Langskólanám hefði legið vel fyrir honum. Kristín amma mín, móðir Steingríms, var ljóðaunnandi. Hún mat Steingrím Thorsteins- son svo mjög að henni þótti við hæfi að gefa syninum nafn hans. Nú veit ég ekki hvort frændi minn, sá mikli ljóðaunnandi, orti sjálfur eða hvort hann lét sér nægja að yrkja landið sitt. En það gerði hann af ást og kapp- semi eins og allt sem hann tók sér fyrir hendur. Að leiðarlokum er ljúft að þakka fyrir sig. Jón faðir minn þakkar sjötíu ára einlæga vin- áttu. En að Laufhóli fóru þau foreldrar mínir árlega í tugi ára. Steingrímur Vilhjálmsson kvaddi með reisn en þrotinn að kröftum enda hafði dagsverkið verið drjúgt. Megi moldin hvíla létt á þreyttum manni. Margrét Jónsdóttir. „Þéttur á velli og þéttur í lund.“ Þannig má í fáum orðum lýsa Steingrími á Laufhóli fyrir þeim sem þekktu ekki til gamla hreppstjórans í Viðvíkursveitinni sem nú er genginn fyrir stapann á nítugasta aldursári. Steingrím- ur fæddist austur á fjörðum en lagði sem ungur maður land und- ir fót og settist á skólabekk Bændaskólans á Hólum á stríðs- árunum. Þar voru örlögin ráðin þegar skagfirsk heimasæta náði að leggja þau álög á Steingrím að tuttugu ár liðu þar til hann leit æskustöðvarnar að nýju. „Nú maður taldi sér trú um að maður hefði eitthvað þarfara að gera en vera alltaf að þvælast,“ sagði Steingrímur mér eitt sinn þegar þetta barst í tal. Og vissu- lega var ýmislegt í að líta hjá þeim Önnu. Ungt fólk að hefja búskap, byggja nýbýli upp frá grunni og börnin að fæðast hvert á fætur öðru, alls tíu. Okkur Steingrími var vel til vina. Glöggskyggni hans og orðatiltæki vöktu eftirtekt og saman deildum við áhuga á bú- skap, bókum og bjargráðum svo umræðuefni voru næg. Hann kvað fast að og gat fylgt skoð- unum sínum eftir af þunga þætti honum máli hallað. Á fyrstu Hólaárum mínum sótti ég ásamt fleirum fund um ullarmál hvar forsvarsmaður ullariðnaðarins hélt fyrirlestur um ullarflokkun. Af framhleypni gerði ég smá- vægilegar athugasemdir sam- kvæmt upplýsingum sem ég hafði um ullarmat á rúningsstað. Brást fyrirlesari ókvæða við og vildi reka allt ofaní mig með hörku og eyða málinu. Reis þá Steingrímur úr sæti sínu og mælti af stillingu en ákveðni: „Við erum nú ekki vanir því hér að þessi ungi maður fari með fleipur.“ Mikið var ég honum þakklátur því ég taldi málstaðinn góðan, enda breyttist viðhorf fyrirlesarans við sneypuna. Þeg- ar Steingrímur var orðinn harð- fullorðinn stóð hann eitt sinn á Hólahlaði einn sunnudag í ágúst og vildi ganga með mér í Gvend- arskál en þangað voru skipulagð- ar ferðir farnar um helgar. Sagð- ist hann vilja reyna hvort hann kæmist þetta óstuddur. Hvorki þurfti að bíða eftir honum þá né í hans árlegu ferðum upp frá þessu. Minnisstæð er fjölmenn ganga til helgistundar í Gvend- arskál á kristnitökuafmælinu ár- ið tvö þúsund. Steingrímur gekk þá við forláta staf sem honum hafði nýlega áskotnast. Eitthvað tognaði á hópnum og á stallinum norðan og neðan við skálina snéri Steingrímur sér við og skutlaði stafnum eins og spjót- kastari til móts við göngumann sem eigraði dauðþreyttur langt fyrir neðan, lagði aftur á bratt- ann og sagði við mig fullan undr- unar: „Mér sýndist hann hafa meiri þörf fyrir stafinn en ég.“ Steingrímur var handtakagóð- ur að upplagi. Ráða mátti það af klæðaburði því aldrei brúkaði hann vettlinga og jafnan laus- hneppt í hálsinn, háttalag þeirra hraustu. Í kalsaveðri á Lauf- skálarétt haustið áður en hann brá búi tókum við tal saman í Laufhólsdilknum. Hann brá fleyg á loft sem ég þáði af, sótti svo annan minni í brjóstvasann sem hafði að geyma líkjör og rétti mér með þessum orðum: „Hérna, það er gott að renna bragðinu á eftir.“ Á meðan fólk heldur sögum og tilsvörum á lofti sér og öðrum til dægradvalar verður Steingríms á Laufhóli minnst. Hafi hann þökk fyrir. Aðstandendum öllum votta ég samúð mína. Gunnar Rögnvaldsson. MINNINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MARS 2014 ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSDÍS BJARNADÓTTIR frá Suðureyri við Tálknafjörð, Laugarnesvegi 87, sem lést sunnudaginn 16. febrúar, verður jarðsungin frá Langholtskirkju mánudaginn 3. mars kl. 13.00. Þórey Magnúsdóttir, Bjarni Eiríkur Magnússon, Jóna Þórdís Magnúsdóttir, Salvar Guðmundsson, Guðmundur Sigurður Magnússon, Einar Magnússon, Gunnhildur Konráðsdóttir, Magnús Ásgeir Magnússon, Heiða Hringsdóttir, Kristján Magnússon, Ásdís Ásgeirsdóttir og fjölskyldur þeirra. ✝ Elskuleg systir okkar, mágkona og frænka, BORGHILDUR STEFÁNSDÓTTIR, Bogga, Drekavöllum 14, Hafnarfirði, sem lést á heimili sínu sunnudaginn 16. febrúar, verður jarðsungin frá Hafnar- fjarðarkirkju mánudaginn 3. mars kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Landssamtökin Þroskahjálp. Sigríður Stefánsdóttir, Elínborg S. Kjærnested, Símon Kjærnested, systkinabörn. ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR ELÍASDÓTTIR, Þjóðbraut 1, Akranesi, lést á Kanarí 9. febrúar. Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 4. mars kl. 14.00. Salóme Eiríksdóttir, Sigurður Gunnarsson og ömmubörn. ✝ Elskuleg móðir okkar og systir, GUÐNÝ BALDURSDÓTTIR, Laufvangi 8, Hafnarfirði, lést á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi 23. febrúar. Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 5. mars kl. 13.00. Baldur Bernharðsson, Vilmundur Bernharðsson, Steinar Baldursson. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AÐALHEIÐUR GEIRSDÓTTIR, Víkurbraut 28, Höfn, Hornafirði, sem andaðist á líknardeild Landspítalans mánudaginn 24. febrúar verður jarðsungin frá Hafnarkirkju, Höfn, laugardaginn 8. mars kl. 11.00. Margrét Sigurðardóttir, Sigurjón Arason, Anna Sigurðardóttir, Gunnar Þór Árnason, Halldóra Sigríður Sigurðardóttir, Jóhannes Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar kæra HLÍF ERLENDSDÓTTIR, Hátúni 10a, Reykjavík, lést á heimili sínu þriðjudaginn 25. febrúar. Útförin fer fram frá Áskirkju föstudaginn 7. mars kl. 13.00. Jóna María Eiríksdóttir, Reynir Þorsteinsson, Kristján Hjaltested, Gerður Ómarsdóttir Thinesen Frank Thinesen, Elias Frey og Agnes Maria. ✝ Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og bróðir, STEFÁN JÓNSSON, Vermilion, Ohio, lést föstudaginn 13. desember. Minningarathöfn verður í Árbæjarkirkju sunnudaginn 2. mars kl. 15.00. Magnea Kristjánsdóttir, Jón, Kristján, Anna Gerða og fjölskyldur, Gerða Ásrún Jónsdóttir, Sveinn Óli Jónsson. ✝ Elskulegur maðurinn minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, KARL ÓMAR JÓNSSON, lést sunnudaginn 23. febrúar á hjartadeild Landspítala Íslands. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni fimmtu- daginn 6. mars kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta líknarfélög njóta þess. Ólöf Stefánsdóttir, Stefán Karlsson, Sigurborg Ragnarsdóttir, Kristín Karlsdóttir, Guðmundur I. Sverrisson, Björn Karlsson, Rebekka Silvía Ragnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, amma og langamma, ÓLAFÍA SVEINSDÓTTIR, Sléttuvegi 7, Reykjavík, frá Núpi, V-Eyjafjöllum, lést föstudaginn 21. febrúar Útförin fer fram frá Grensáskirkju þriðjudaginn 4. mars kl. 15.00. Börn, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.