Morgunblaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 27
FRÉTTIR 27Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MARS 2014 H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 4 -0 4 7 2 ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi Þú finnur „Mercedes-Benz Ísland“ á Facebook Mercedes-Benz E-Class 250 CDI 4MATIC. Verð frá 9.540.000 kr. Draumabíllinn Nýjasta útgáfa Mercedes-Benz E-Class er sérlega glæsilegur bíll sem sameinar sportlega aksturseiginleika og lúxus. Nýjasta öryggistækni og 4MATIC aldrifsbúnaðurinn tryggja stöðugleika við allar akstursaðstæður t.d. í mikilli úrkomu, ísingu eða snjó. Hann eyðir frá 6,4 l/100 km í blönduðum akstri. Hjá Öskju á Krókhálsi 11 bíður þín glæsilegur E-Class til að skoða og reynsluaka. Bandarískir þingmenn hafa gagn- rýnt breskar og bandarískar njósnastofnanir fyrir að virða frið- helgi einkalífsins að vettugi eftir að skýrt var frá því að þær hefðu safn- að myndum frá vefmyndavélum milljóna netnotenda sem hafa ekki verið grunaðir um nein lögbrot. Breska dagblaðið The Guardian skýrði frá því í fyrradag að skjöl, sem bandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden hefur lekið, sýndu að breska njósnastofnunin GCHQ hefði safnað myndum frá vefmyndavélum, óháð því hvort eigendur vélanna voru grunaðir um lögbrot eða aðild að hryðjuverka- starfsemi. Á sex mánaða tímabili árið 2008 hefði breska njósnastofn- unin safnað myndum frá vefmynda- vélum 1,8 milljóna manna sem not- uðu þjónustu netfyrirtækisins Yahoo. Margar myndanna voru af kynferðislegum toga, að sögn The Guardian. Breska njósnastofnunin geymdi myndirnar í gagnabanka sínum og Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkj- anna (NSA) hafði aðgang að þeim. „Yfirgengilegt virðingarleysi fyrir friðhelgi einkalífsins“ „Við höfum þungar áhyggjur af frétt um að mjög margir ein- staklingar – þeirra á meðal lög- hlýðnir Bandaríkjamenn – kunni að hafa lent í þeirri stöðu að myndum af þeim og fjölskyldum þeirra hafi verið safnað og komið í gagna- grunna án þess að þeir hafi verið grunaðir um að hafa gert eitthvað af sér,“ segir í sameiginlegri yfir- lýsingu þriggja demókrata í öld- ungadeild Bandaríkjaþings, þeirra Rons Wydens, Marks Udalls og Martins Heinrich. „Ef þessi frétt er rétt þá er þetta til marks um yfir- gengilegt virðingarleysi fyrir frið- helgi einkalífsins og réttindum lög- hlýðinna borgara.“ Þingmennirnir sögðust ætla að beita sér fyrir því að málið yrði rannsakað til hlítar og þáttur bandarískra stofnana í þessari njósnastarfsemi. Yahoo fordæmdi einnig njósn- irnar og kvaðst ekki hafa vitað af þeim. Að sögn The Guardian sýna skjölin að breska njósnastofnunin safnaði myndunum á árunum 2008 til 2010 en nýrri gögn bendi til þess að stofnunin hafi haldið því áfram að minnsta kosti til ársins 2012. bogi@mbl.is Safnaði vefmyndum af milljónum manna  Bresk njósnastofnun geymdi myndir frá vefmyndavélum, m.a. margar af kynferðislegum toga 49 ára Frakki, Michel Thierry Atangana, sneri aftur til Frakk- lands í gær eftir að hafa setið í ein- angrun í fangelsi í Kamerún í sautján ár við ömurlegar aðstæður. „Honum var haldið í einangrun í klefa sem var of lítill fyrir hann. Hann gat jafnvel ekki staðið upp- réttur,“ sagði lögfræðingur Atang- ana sem fæddist í Kamerún en fékk franskan ríkisborgararétt eftir að hann kvæntist franskri konu. Atangana var leystur úr haldi eftir að forseti Kamerún, Paul Biya, sem hefur verið gagnrýndur fyrir að hneigjast til einræðis, und- irritaði tilskipun um að allir fangar, sem dæmdir hefðu verið í meira en tíu ára fangelsi fyrir að draga sér opinbert fé, fengju sakaruppgjöf. Atangana var handtekinn árið 1997 og ákærður fyrir að hafa dregið sér opinbert fé, en talið er að ákæran hafi verið af pólitískum rótum runnin. Atangana var þá kosningastjóri Titus Edzoa sem hafði boðið sig fram gegn Biya for- seta og var einnig handtekinn. Atangana var dæmdur í 15 ára fangelsi árið 1997 og síðan aftur í 20 ára fangelsi 2012 þrátt fyrir hörð mótmæli mannréttinda- samtaka og stjórnvalda í Frakk- landi. Hann hefur alltaf neitað því að hann hafi dregið sér opinbert fé. Frjáls eftir 17 ára einangrun AFP Frelsinu feginn Atangana heilsar fjöl- skyldu sinni á flugvelli í París í gær. FRAKKLAND Suðurafríski spretthlauparinn Oscar Pistorius gæti átt yfir höfði sér lífstíðar- fangelsisdóm verði hann fund- inn sekur um að myrða unnustu sína, Reevu Steenkamp, fyrir rúmu ári. Rétt- arhöldin hefjast á mánudaginn kemur í höfuðborg Suður-Afríku, Pretoríu. Saksóknari heldur því fram að hann hafi drepið kærustu sína að yf- irlögðu ráði. Pistorius segir að um sjálfsvörn hafi verið að ræða. Hann hafi talið Steenkamp vera innbrots- þjóf. Búist er við að réttarhöldin standi í marga daga. Þeim verður að hluta til sjónvarpað. Pistorius er 27 ára. Hann er með gervifætur og tengdur Íslandi í gegnum stoðtækjafyrirtækið Össur. Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Oscar Pistorius í spretthlaupi. SUÐUR-AFRÍKA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.