Morgunblaðið - 06.03.2014, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 06.03.2014, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MARS 2014 Össur Skarphéð-insson fer mik- inn þessa dagana í gagnrýni sinni á þá sem benda á þá aug- ljósu staðreynd að Íslandi byðist engin undankomuleið frá reglum Evrópusam- bandsins ákvæði það að halda áfram aðlögun og gerast aðili að samband- inu.    Hann tekur ekki mark á skrif-uðum opinberum gögnum frá Evrópusambandinu sjálfu, ekki frekar en munnlegum leiðréttingum stækkunarstjórans á draumórum Össurar á blaðamannafundi fyrir nokkrum árum um að hægt væri að búa til sérreglur fyrir Ísland.    Þessa dagana segir hann að nú sé„öllum efasemdum eytt hvað varðar það að sérlausn er fær“. Sú leið sé fullkomlega fær hvað varði ís- lenskan sjávarútveg.    En fyrst Össurtrúir ekki ESB sjálfu skyldi hann þá trúa þessum orðum: „Varðandi þá um- ræðu sem farið hef- ur fram um sjávar- útveg vil ég segja að ég er sammála for- manni Sjálfstæðisflokksins, for- manni Framsóknarflokksins og hæstvirtum fjármálaráðherra um að við munum ekki fá neinar var- anlegar undanþágur frá sameig- inlegu sjávarútvegsstefnunni.“    Þetta eru orð hans sjálfs úr þing-ræðu en þau féllu áður en hann óttaðist að málið eina yrði tekið af Samfylkingunni.    Nú er aðlöguninni og þar með til-vist Samfylkingarinnar ógnað og þá telur Össur öll meðul leyfileg. Össur Skarphéðinsson Össur talar tungum tveim STAKSTEINAR Össur Skarphéðinsson Veður víða um heim 5.3., kl. 18.00 Reykjavík -2 snjókoma Bolungarvík 0 skýjað Akureyri 0 skýjað Nuuk -6 skýjað Þórshöfn 6 skýjað Ósló 1 þoka Kaupmannahöfn 5 skýjað Stokkhólmur 3 skýjað Helsinki 1 léttskýjað Lúxemborg 8 heiðskírt Brussel 11 léttskýjað Dublin 10 skýjað Glasgow 7 skúrir London 12 heiðskírt París 12 léttskýjað Amsterdam 10 léttskýjað Hamborg 10 heiðskírt Berlín 10 skýjað Vín 12 skýjað Moskva 2 alskýjað Algarve 20 heiðskírt Madríd 17 léttskýjað Barcelona 15 léttskýjað Mallorca 15 léttskýjað Róm 15 léttskýjað Aþena 13 skýjað Winnipeg -12 alskýjað Montreal -13 snjókoma New York 1 alskýjað Chicago -6 snjókoma Orlando 17 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 6. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:18 19:01 ÍSAFJÖRÐUR 8:27 19:02 SIGLUFJÖRÐUR 8:10 18:45 DJÚPIVOGUR 7:48 18:30 Á Búnaðarþingi í vikunni samþykkti allsherjarnefnd þess tilmæli til stjórnar Bændasamtaka Íslands um að gerð verði könnun á réttarstöðu þeirra sem ekki njóta útsendinga út- varps og sjónvarps RÚV en greiða samt útvarpsgjald. Mál þetta var tekið fyrir í umfjöll- un um fjarskiptamál, en áherslumál bænda er að dreifbýlið sé jafnsett öðrum byggðum með tilliti til fjar- skipta. Í ályktun segir að málarekst- ur vegna þessa megi hugsanlega hefja með kvörtun til umboðsmanns Alþingis. „Það er óréttlátt að fólk þurfi að greiða útvarpsgjald ef það nær ekki útsendingum. Raunar skiptir öllu, hvar sem fólk er, að fjarskipti séu í lagi. Útvarp, sjónvarp, netið og sím- inn eru sömu hlutir í raun. Því miður er nokkuð líka um það úti á landi að í gsm-kerfinu séu dauðir punktar og það er bagalegt,“ segir Smári Borg- arsson, bóndi í Goðdölum í Skaga- firði og fulltrúi á Búnaðarþingi. Ekki liggur fyrir að sögn Smára hve margir bæir á landinu eru án út- sendinga útvarps – en einkum þó sjónvarps. Í því sambandi eru þó nefndir framdalir á Norðurlandi, sunnanvert Snæfellsnes og útnes á Vestfjörðum. Sumstaðar eru bundn- ar vonir við að úr rætist með öflugri nettengingum og stafrænni tækni. sbs@mbl.is Réttur sjón- varpslausra kannaður  RÚV næst ekki víða í sveitunum Morgunblaðið/Ómar RÚV Sambandið er gisið á Snæfells- nesi og í innsveitum nyrðra. aðalfundur eimskipafélags íslands hf. Aðalfundur Eimskipafélags Íslands hf. verður haldinn fimmtudaginn 27. mars 2014 kl. 16:00 í höfuðstöðvum félagsins að Korngörðum 2, 104 Reykjavík. reglur um þátttöku og atkvæðagreiðslu á fundinum Hluthafar eiga rétt á að fá mál sett á dagskrá, leggja fram ályktunartillögur og spyrja spurninga, með skriflegum eða rafrænum hætti, þar til endanleg dagskrá og tillögur birtast tveimur vikum fyrir fundinn. Nánari upplýsingar um réttindi hluthafa er að finna á vefsíðu félagsins, www.eimskip.is/investors/agm Eitt atkvæði fylgir hverjum hlut í félaginu að frádregnum eigin hlutum sem eru án atkvæðisréttar. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á fundarstað. Hluthöfum sem ekki sækja aðalfund stendur til boða að kjósa um dagskrármál með skriflegum hætti eða veita umboð. Eigi síðar en fimm dögum fyrir aðalfund þarf beiðni hlut- hafa um að kjósa með skriflegum hætti að berast félaginu. Hluthafar geta fengið atkvæðaseðla senda til sín, en einnig má nálgast þá í höfuðstöðvum félagsins þar sem greiða má atkvæði alla virka daga milli kl. 9:00 og 16:30. Atkvæðin skulu berast félaginu fyrir aðalfundinn. Hluthafar geta veitt skrifleg umboð að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Slík umboð skulu berast félaginu áður en aðalfundur hefst eða við skráningu á fundarstað. Nánari upplýsingar um atkvæðareglur og notkun umboða er að finna á vefsíðu félagsins, www.eimskip.is/investors/agm aðrar upplýsingar Skjöl sem lögð verða fyrir aðalfund er að finna á vefsíðu félagsins, www.eimskip.is/investors/agm Hluthöfum stendur einnig til boða að nálgast skjölin í höfuðstöðvum félagsins að Korngörðum 2, 104 Reykjavík, virka daga milli kl. 9:00 og 16:30. Endanleg dagskrá og tillögur verða birtar tveimur vikum fyrir fundinn. Samkvæmt 63. gr. a. hlutafélagalaga nr. 2/1995 má tilkynna um framboð til stjórnar skriflega minnst fimm dögum fyrir aðalfund. Upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar verða birtar eigi síðar en tveimur dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent frá kl. 15:30 á aðalfundardegi. Reykjavík, 6. mars 2014 Stjórn Eimskipafélags Íslands hf. drög að dagskrá 1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess á liðnu starfsári 2. Staðfesting ársreiknings fyrir síðastliðið reikningsár 3. Ákvörðun um ráðstöfun hagnaðar félagsins á reikningsárinu 2013 4. Tillaga um breytingu á samþykktum er veiti stjórn heimild til hækkunar hlutafjár félagsins 5. Tillaga um breytingu á 11. gr. samþykkta félagsins 6. Tillaga félagsstjórnar um starfskjarastefnu 7. Kosning stjórnar félagsins 8. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna, varamanna og undirnefnda stjórnar 9. Kosning endurskoðenda 10. Önnur mál, löglega upp borin Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.eimskip.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.