Morgunblaðið - 06.03.2014, Síða 21

Morgunblaðið - 06.03.2014, Síða 21
Síðustu daga hafa háværir menn farið mikinn og ásakað Sjálfstæðisflokkinn um að framfylgja ekki eig- in kosningastefnu. Fjölmiðlamenn hafa tekið virkan þátt í þessu sjálfir og auk þess bergmálað ásak- anir annarra sam- viskusamlega. Og vissulega er gott að vakin sé athygli á því, ef kosningaloforð eru ekki uppfyllt, af einhverjum ástæðum. Sjálfur legg ég einmitt mikla áherslu á að mikilvægasta kosninga- loforð Sjálfstæðisflokksins verði efnt og ég treysti því að þingmenn flokksins láti ekki hræða sig frá því að efna það. Furðuleg áhrif fámenns hóps Sjálfur var ég að mestu leyti horfinn frá því að kjósa Sjálfstæð- isflokkinn síðastliðið vor. Sama heyrði ég á mörgum sem ég þekkti. Fámennur, en einstaklega hávær hópur Evrópusam- bandssinna, þar sem ósvífnin í kröfum og málflutningi virtist jafn takmarkalítil og fjömiðlaað- gangurinn, hafði of oft náð að teyma forystu flokksins afvega. Langverst varð það þegar forystan og meiri- hluti þingflokks samþykkti skyndi- lega þriðja Icesave-samning þeirra Jóhönnu og Steingríms. Ekki fór á milli mála hverjir höfðu ráðlagt það og hverjir fögnuðu þessu mest inn- an Sjálfstæðisflokksins. Margir höfðu því fengið sig fullsadda á furðulegum áhrifum þessa fámenna hóps á ákvarðanir þingmanna Sjálf- stæðisflokksins. Landsfundur tók í taumana Þá gerðist það í aðdraganda síð- ustu kosninga að landsfundur Sjálf- stæðisflokksins tók í taumana. Hann hafnaði þeirri tillögu að gert skyldi hlé á aðlögunarviðræðunum við Evrópusambandið. Hann sló því þvert á móti föstu að Sjálfstæð- isflokkurinn vildi að þeim viðræðum yrði slitið. Ekkert hlé, enginn vand- ræðagangur, heldur einfaldlega aft- urköllun aðildarumsóknarinnar. Þarna markaði landsfundur skýra stefnu sem ekki er á valdi annarra að breyta. Þegar þetta lá fyrir, þessi eindregna yfirlýsing æðsta valds Sjálfstæðisflokksins um að ekki yrði gert neitt „hlé“ á viðræðunum held- ur yrði þeim slitið, ákvað ég að greiða flokknum atkvæði mitt í þingkosningunum. Hvatti ég marga til að gera hið sama og hefur mér verið sagt að ýmsir þeirra hafi kom- ist að sömu niðurstöðu. Handvalin „loforð“ Það er athyglisvert að fjölmiðla- menn, stjórnmálamenn og kjaftask- ar nefna þetta nær aldrei, í sam- felldum svikabrigslum sínum. Þeir telja að ummæli einstakra fram- bjóðenda í sjónvarpskappræðum séu helgir dómar, en skýrar lands- fundarsamþykktir, birtar op- inberlega og víða ræddar, séu bara eitthvert píp. En þannig er það ekki. Með skýrum samþykktum æðsta valds Sjálfstæðisflokksins, sem birtar voru opinberlega, var kjósendum gefið skýrt fyrirheit um hver stefna flokksins væri, og hver hún væri alls ekki. Ég fer fram á það að þingmenn flokksins fram- fylgi þessari skýru stefnu, sem mér og öllum öðrum kjósendum var boð- uð fyrir kosningar. Ég fer einnig fram á það að fréttamenn fjalli um þetta loforð landsfundar af sömu elju og þrautseigju og þeir fjalla nú dag eftir dag um þau ummæli sem þeir sjálfir virðast svo eindregið vilja að hefði verið stefna Sjálfstæð- isflokksins. Eftir Jóhann Gunnar Ólason » Landsfundur sagðikjósendum skýrt að Sjálfstæðisflokkurinn myndi slíta aðlög- unarviðræðunum að ESB. Það loforð á ekki að svíkja. Jóhann Gunnar Ólason Höfundur er flugmaður. Landsfundarsamþykkt er líka kosningaloforð 21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MARS 2014 Grannar gladdir Í Kórahverfinu er sú hefð að skapast að börnin gangi á milli húsa til að gleðja íbúana með söng og þiggja nammi í stað þess að fara í verslunarmiðstöðvar eða fyrirtæki. Árni Sæberg Isavia sem rekur m.a. Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar hefur boðað að efnt verði til forvals á næstunni vegna að- stöðu til verslunar- og veitingareksturs í flug- stöðinni. Fyrir um tíum árum var efnt til forvals um ofangreindan rekstur í Leifsstöð. Í því forvali var boðað að ákveðnir vöruflokkar sem höfðu verið seldir í gegnum Frí- höfnina s.s. raftæki, margmiðl- unarvörur, fatnaður og fleiri vörur yrðu færðar undir forvalið. Með þessu var einkaaðilum á sviði versl- unarreksturs gert betur kleift en ella að stunda viðskipti í flugstöð- inni. Einnig var ákveðið eftir ábend- ingu Samkeppnisstofnunar að að- skilja rekstur og stjórn Fríhafnarinnar frá Flugstöð Leifs Eiríks- sonar hf. (FLE) með stofnun á sérstöku dótturfélagi. Þannig var betur tryggt að að- stöðuveitandi (FLE) væri ekki í beinni sam- keppni við versl- unarrekendur í flug- stöðinni. Þessu samhliða var ákveðið að ráða sérstakan framkvæmdastjóra fyrir Fríhöfnina ásamt því að ekki yrði sami aðili stjórn- arformaður fyrir móðurfélagið (FLE) og dótturfélagið (Fríhöfnina). Markmiðið með þessum breyt- ingum var að efla þjónustu við flug- farþega og auka samkeppni. Í kjöl- far þessara breytinga fjölgaði einkaaðilum á sviði verslunar- og veitingareksturs verulega. Stærsti hluti verslunarrekstursins hafði í gegnum árin verið á hendi ríkisins eða hlutafélaga þar sem ríkið var hluthafi eða með ráðandi hlut. Það var stefna stjórnar FLE að færa mest af þessum viðskiptum fyrir ut- an hefðbundna fríhafnarverslun yfir á einkaaðila á þessu sviði sem höfðu þekkingu, getu og reynslu af slíkum viðskiptum. Það var jafnframt mat stjórnar að hlutafélag í eigu ríkisins eða dótturfélags á þess vegum ætti ekki að vera í almennri verslunar- starfsemi fyrir utan fjóra vöru- flokka, þ.e. áfengi, tóbak, snyrtivör- ur og sælgæti. Einnig var það mat FLE að ef gera ætti breytingar á hefðbundinni fríhafnarverslun væri langeðlilegast að bjóða slíkan rekst- ur út fyrir ofangreinda fjóra vöru- flokka. Það skref var að vísu ekki tekið á þeim tíma. Einkarekstur og viðskipti eða opinber stjórnsýsla Isavia var stofnað árið 2010, tók m.a. við rekstri FLE og Keflavík- urflugvallar árið 2010. Á síðustu ár- um hefur umfang verslunarstarf- semi Fríhafnarinnar, dótturfélags ríkishlutafélagsins Isavia, aukist og vöruflokkar verið færðir yfir til Frí- hafnarinnar frá einkaaðilum án und- angengins útboðs eða forvals svo best sé vitað eða nýir vöruflokkar teknir inn. Fríhöfnin hefur því und- anfarin ár byrjað að selja tískufatn- að og lífstykkjavörur. Þetta er aft- urhvarf frá því sem boðað var í forvalinu á sínum tíma og núverandi rekstrarleyfissamningar um versl- unarrekstur byggjast á. Það getur ekki verið hlutverk ríkisins í gegn- um sitt dótturfélag að reka líf- stykkjabúð og tískufataverslun í flugstöðinni. Það hlutverk er betur komið í höndum einkaaðila með slíka verslunarstarfsemi. Þessi hluti rekstrar samstæðu Isavia er í eðli sínu á sviði einkarekstrar og við- skipta fremur en opinberrar stjórn- sýslu. Til að tryggja trúverðugleika, samkeppni og jafnræði á milli versl- unaraðila í flugstöðinni er mikilvægt að ríkishlutafélagið skilgreini betur hlutverk sitt í verslunarstarfsemi í gegnum sitt dótturfélag áður en boð- uðu forvali um verslunarrekstur í flugstöðinni er ýtt úr vör. Einnig er nauðsynlegt í þessu samhengi að fullur stjórnunarlegur aðskilnaður sé á milli móðurfélagsins Isavia og dótturfélagsins Fríhafnarinnar eins og boðað var. Í dag gegnir sami aðili stjórnarformennsku í þessum tveim- ur félögum. Eftir Höskuld Ásgeirsson » Þannig var betur tryggt að aðstöðu- veitandi (FLE) væri ekki í beinni samkeppni við verslunarrekendur í flugstöðinni. Höskuldur Ásgeirsson Höfundur er rekstrarhagfræðingur og fyrrverandi forstjóri FLE hf. Isavia og lífstykkjabúðin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.