Morgunblaðið - 06.03.2014, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 06.03.2014, Qupperneq 22
» Svo ótrúlegt sem það annars er þá vilja aðildarsinnar setja fjör okkar og framtíð í annarra manna hendur. Ég afsaka ekki að ég hef gjarnan valið það að vera gagn- orður og ætla að reyna að halda því áfram hér. Ég verð þannig að játa það, að ég hafði góðar vonir, en er búinn að fá verulega upp í kok undanfarið, eina ferð- ina enn, af íslenskum stjórnmálum svo ég hef varla haft þrek til þess að tjá skoðanir mínar eða að hlusta á þröngsýna úrtölumenn og þá, sem hafa ekki neitt fram að færa annað en yfirdrepið. Mér finnst einnig að stjórnmálamenn hafi hingað til að mestu aðeins verið með bræðing og verið eitthvað þjakaðir af áræð- isskorti og eru flestar aðgerðir eða tilvonandi aðgerðir þannig hálf- velgjan ein, skot sem ekki hæfa í mark. Of lítið of seint Að mínu viti er ekki verið að nota skynsamlegustu velvirkandi lausnirnar á vandamálum landsins, heldur er sýknt og heilagt verið að lepja upp eftir ýmsum nefndaráð- gjöfum sem upp til hópa virðast vera hugmyndasnauðir fílabeinst- urnbúar, fastir í rétttrúnaði ein- hverrar þrönghugmyndafræði og sýna sig vita lítið um líf almennings niðri á jörðinni og hvað gagnast honum best. Gildir þá einu hvort um er að ræða ráðstafanir til bjargar heimilunum, afnám verð- tryggingarinnar, stórsparnað og snarminnkun ríkisrekstrar, alvöru hækkun bóta og lækk- un skatta eða þá hvernig á að taka á snjóhengjunni og vog- unarsjóðunum og ná milljörðunum til okkar til að borga skuldir með. Þannig má því miður mjög lengi telja. Það gerist of lít- ið og of seint og yf- irlýstar leiðir og markmiðin eru yf- irleitt eitthvað stutt- tíma annað en það sem raunverulega skiptir máli, þ.e. fólkið og vellíðan þess bæði í bráð og lengd. Ljós í myrkri - þó fyrr hefði verið Eitt gott mál er á ferðinni, en nú er sem betur fer og loksins bú- ið að leggja fram þingsályktun- artillögu að umsóknarslitum um innlimun í ESB. Það er eðlilegt að menn séu ekki alltaf sammála um hlutina, en mér hefur fundist sem talsmenn innlimunar séu frekar á trúarlegum nótum en í skynsem- isleit. Þeir ímyndi sér hitt og þetta og hafa ýtt fyrirliggjandi upplýs- ingum til hliðar, blásið á stað- reyndir og röksemdafærslur og svo ótrúlegt sem það annars er vilja setja fjör okkar og framtíð í annarra manna hendur. Það hefur því ekki verið gamanmál að hlusta á málflutning aðildarsinna og hefur þurft talsverða karlmennsku til. En með afturköllun umsóknar ættu loks pakkakíkjur og slíkar rökdellur ekki mikið lengur að kvelja mann, þótt þröngsýnin verði væntanlega víðfeðm áfram og hverfi ekki úr öllum bæjum. Öf- gapína sú sem maður hefur t.d. heyrt frá formanni Samfylking- arinnar og hans líkum verður þó vonandi til þess að fólk sjái hvaða raunsæi og heilindum viðkomandi búa yfir og geti þannig forðast þá í framtíðinni. Einurð Allt tal um að það verði að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um aft- urköllun einhliða umsóknar vinstri flokkanna er auðvitað út í hött. Það var engin þjóðaratkvæða- greiðsla til þess að byrja með svo slík krafa núna er bara enn ein sönnun þess að tilgangurinn helgar meðalið hjá hinum sósíalísku demókrötum. Það passar þeim ekki núna að muna að það var Al- þingi sem gaf og að Alþingi getur tekið til baka og á að gera það, enda málið allt byggt á svo vitlaus- um og veikum grunni að það hálfa væri nóg. Þetta er ekki flóknara en það að þessu sinni. Það þarf að stokka upp utanríkisstefnuna En það þarf meira til í þessum efnum. Undirstaða hvers lands er öryggi þess og þar með frjálsræði þess. Aðild landsins að fríversl- unarsamningnum EFTA vegna viðskipta okkar við Evrópu, veran í Atlantshafsbandalaginu NATO og varnarsamningurinn við Bandarík- in eru hornsteinar sem hlúa ber að og styrkja á allan hátt, enda eru alþjóðleg viðskipti ómissandi fyrir Ísland og vegna skorts á eigin varnarliði og búnaði er okkur enn ómögulegt að verja eigin hendur gegn utanaðkomandi vá. Því þurf- um við smáþjóðin að hugsa breitt. Gagnger endurskoðun á EES- samstarfinu er fyrsta skrefið og gerð tvíhliða viðskiptasamninga við viðskiptalönd okkar, þ.m.t. NAFTA-ríkin, það næsta. Íslandi er það hollast að eiga sem allra best samband við sem allra flest ríki, enda er víðar England en í Kaupmannahöfn eins og karlinn sagði. Það er mjög varasamt að hengja sig einungis við toll- haftabandalag þótt mikilvægt sé, samband sem vill einnig ráða öllu okkar á pólitíska og löggjafarsvið- unum svo maður tali nú ekki um bjargálnir eins og fiskveiðar í eigin lögsögu. Ég vona að varlega verði farið í þessum efnum, en að föst og ákveðin langtímastefna verði tekin. Enginn ratar ef hann veit ekki hvert hann vill fara. Ekkert hálfkák Það þarf forystu, hugsjónir og ákveðni. Leiðtogar, sem vita hvað þeir vilja og stefna að ættu ekki að þurfa að leita skjóls í málamiðl- unarnefndum eða hjá stimp- ilvörðum og kontóristum. Best er að ganga hreint til verks og gera frekar það sem þeir sjálfir telja heiðarlegast, réttast og farsælast fyrir fólkið af góðri hugumstærð og áræði. Þau eru mörg mikilvægu verkefnin sem eru framundan. Er loksins eitthvað bitastætt að gerast? Eftir Kjartan Örn Kjartansson Kjartan Örn Kjartansson Höfundur er fyrrverandi forstjóri. 22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MARS 2014 BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is CLIO DÍSIL 3,4 L/100 KM* ÞÚ TANKAR SJALDNAR Á RENAULT P FRÍTT Í STÆÐI! FRÍTT Í STÆÐI Á MIÐBORGARSVÆÐINU RENAULT CLIO – VERÐ FRÁ 2.390.000 KR. Renault Clio er einn vinsælasti bílIinn á Íslandi. Þegar fallegt útlit, ríkulegur staðalbúnaður, úrval sparneytinna bensín- og dísilvéla, hagstætt verð og einstök ný „Dual Clutch“ sjálfskipting smellur saman er ástæðan augljós. Komdu og reynsluaktu nýjum Renault Clio. www.renault.is GE bílar Reykjanesbæ www.bilahusid.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 E N N E M M / S ÍA / N M 6 13 10 *Miðað við uppgefnar viðmiðunartölur framleiðanda um eldsneytisnotkun í blönduðum akstri. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Meistaramót Suðurnesja í tvímenningi hafið Heldur er þátttakan dræm í meistaramótinu í tvímenningi sem hófst sl. fimmtudag. Hæstu skor fengu annars vegar Svala K. Pálsdóttir og Karl G. Karls- son og hins vegar Oddur Hannesson og Sigurjón Ingibjörnsson en bæði pör skoruðu 61,1%. Garðar Garðarsson og Svavar Jensen voru með 56% og Garðar Þór Garðarsson og Gunnar Guðbjörns- son fjórðu með 52,8%. Mótið á að standa í fjögur kvöld og er ákveðið að hafa opið fyrir pör inn í mótið nk. fimmtudag. Spilað er í félagsheimilinu á Mána- grund kl. 19. Bridsfélag eldri borgara í Hafnarfirði Föstudaginn 28. febrúar var spil- aður tvímenningur með þátttöku 27 para. Efstu pör í N/S Örn Ingólfsson - Örn Isebarn 59,0 Örn Einarsson - Guðlaugur Ellertss. 55,6 Oliver Kristóferss. - Ásgr. Aðalsteinss. 54,2 Bjarni Þórarinss. - Ragnar Björnsson 53,2 Guðm. Sigursteinss. - Auðunn Guðmss. 51,1 A/V Birgir Sigurðss. - Jón Svan Sigurðss. 59,6 Kristrún Stefánsd. - Sverrir Gunnarss. 58,4 Sigr. Benediktsd. - Sigurður Þórhallss. 58,0 Ágúst Vilhelmss. - Kári Jónsson 57,1 Tómas Sigurjónss. - Björn Svavarss. 56,2 Bridsfélag eldri borgara spilar á þriðjudögum og föstudögum í félags- heimili eldri borgara, Flatahrauni 3 í Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.