Morgunblaðið - 06.03.2014, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 06.03.2014, Qupperneq 32
32 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MARS 2014 Geislagötu 9, Akureyri, sími 462 1415 www.tonabudin.is Síðumúla 20, Reykjavík, sími 591 5340 www.hljodfaerahusid.is ClavinovaCVP605 Snertiskjár, 1327hljóð, 420 taktar, USBhljóðupptaka ofl. Kynnið ykkur þettamagnaða hljóðfæri í verslun okkar í Reykjavík! Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú ert á milli steins og sleggju. Vertu þolinmóð/ur því þú hefur allt með þér. Gefðu þér tíma til að kanna málin og þá mun allt smella saman. 20. apríl - 20. maí  Naut Það kostar sitt að halda sér í toppformi bæði andlega og líkamlega. Láttu það alls ekki eftir þér að einangra þig, þinna nánustu vegna. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú hefur gleymt einhverju sem þú munt muna rétt upp úr hádegi. Tækni og vís- indi vekja áhuga þinn þessa dagana. Skráðu þig á námskeið eða íhugaðu áframhaldandi nám. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú færð oft góðar hugmyndir en týnir þeim jafnóðum niður. Leyfðu þér að fá útrás á hvaða hátt sem þú vilt og gakktu langt. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Nú skaltu setjast niður og semja áætl- anir um framkvæmd þeirra hluta, sem þú hefur hingað til aðeins látið þig dreyma um. Gakktu sjálf/ur úr skugga um sannleiksgildið. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Yfirmenn og aðrir ráðamenn reyna oft á sjálfsálitið og það er erfitt að láta það ekki á sig fá. Taktu það rólega um sinn og náðu átt- um. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það skiptir engu máli hverrar trúar þú ert, þú trúir einhverju. Vertu óhrædd/ur við breytingar. Notaðu tímann til að byggja þig upp á jákvæðan hátt. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú finnur að áhugi þinn á verald- legum gæðum hefur breyst og skalt hafa það hugfast að allt er breytingum háð. Vertu því varkár í umgengni þinni við aðra. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er allt í lagi að baða sig í vel- gengninni, en gleymdu því ekki að þú varst ekki ein/n að verki. Láttu undrun annarra ekki spilla fyrir. 22. des. - 19. janúar Steingeit Láttu það vera að flýta þér um of því það býður þeirri hættu heim að þú skilir ekki þínu besta. Vertu ákveðin/n og sýndu að þú getir það sem þú ætlar þér. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Nýtt samband virðist byggt á vin- áttu en margt bendir til að ástríðan kraumi undir niðri. Gættu þess að skrifa ekki undir neitt sem gæti komið í bakið á þér seinna. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú ert nú tilbúin/n til að ráðast í þau verkefni sem eru þér ekki beint hugleikin en þó nauðsynleg. Reyndu að eyðileggja ekki góðar samræður á heimilinu. Hallmundur Kristinsson bregð-ur á leik í limru: Afmælisboð og mættum þar við Mundi. Magnús kom þó ekki en bar við fundi. Þar geggjað var grínið og glóandi vínið. „Listamaðurinn lengi þar við undi.“ Ármann Þorgrímsson segist ennþá fá gluggaumslög í póstkass- ann: Skyldi enginn skammast sín skuldir mínar enn í klessu Þú verður að fara Vigdís mín virkilega að taka á þessu. Í gær birtust vísur Ármanns um ættarfylgjur. Hólmfríður Bjart- marsdóttir, Fía á Sandi, bætir við: Átján drauga á ég hér við bæinn. Allir liggja í einum hól upp um nætur reka gól. Davíð Hjálmar Haraldsson kast- ar fram í léttum dúr: „Aðstoðar- framkvæmdastjóri menntamála hjá OECD heldur því fram að kennarar hér á landi gefi nemendum of háar einkunnir. Ekki stenst það sam- kvæmt minni reynslu: Í skólan gekk ég glaður sérkvern dag - gáfaður ég tíðum fékk að heira – Réttritunn mér þótti frábært fag, ég fékk þar jafnan níju eða meira.“ Eysteinn Pétursson viðrar hug- leiðingu á Boðnarmiði: „Eitt sinn ríkti óöld í Líbanon. Þá var Geir Hallgrímsson annaðhvort forsætis- eða utanríkisráðherra (nema hvort- tveggja væri). Þá heyrði ég þessa limru: Ennþá er barist í Beirút og boðskapur friðarins deyr út. Svo til þess þeir hætti ég held að það ætti að hóta að senda hann Geir út. Datt þetta í hug þegar ég sá á það minnst hér á Fasbók, hvort for- seti vor gæti ekki farið og haldið aftur af Pútín (vini sínum).“ Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af Pútín, Beirút og átján draugum Í klípu „ÞETTA HLÝTUR AÐ VERA ALVARLEGT, HANN SVARAR EKKI EINU SINNI TÖLVUPÓSTI.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „VARSTU AÐ AUGLÝSA EFTIR SÖLUMANNI MEÐ REYNSLU Í UNDIRFÖTUM?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... það sem yfirstígur allar hindranir. HVAÐ VARÐ UM BÁTINN OKKAR? ÉG VEIT ÞAÐ EKKI! ÉG VAR REYNDAR AÐEINS EFTIRÁ MEÐ AFBORGANIR AF HONUM ... ÞAÐ SKYLDI ÞÓ EKKI ... ÞAÐ ER ROK OG RIGNING ÚTI, OG FIMBULKULDI. ÚTI ER KJÁNALEGT.Víkverji hefur stundum haft á orðiað hann sakni kalda stríðsins. Allt var svo miklu einfaldara þá, þegar heimurinn var svart-hvítur, eða kannski frekar rauð-blár og allt- af var hægt að treysta því að vondu kommúnistarnir væru á bak við flest allt það sem út af bæri í heiminum. Annað en í dag, þar sem allt er grátt, þó að það sé ekki eins kalt. x x x En fjarlægðin gerir víst fjöllin blá,og Víkverji er ekki lengur svo viss um að hann vilji nokkuð fá kalda stríðið til baka. Alltént ekki ef marka má ónotatilfinninguna sem hann fékk um helgina, þegar Rúss- arnir ákváðu loksins að koma, tutt- ugu og fimm árum of seint. Víkverji hefur nefnilega legið upp á síðkastið yfir bókum um upphaf fyrri heims- styrjaldar og þótti margt í aðdrag- andanum þar óþægilega svipað að- stæðum á Krímskaganum. Náði Víkverji um tíma að sannfæra sjálf- an sig um að stundin væri upprunnin og var hann næstum því þotinn út í búð að kaupa allt þar sem bæri merkinguna „ORA“, áður en hann náði áttum. x x x Víkverji sá fyrir sér í hillingum aft-urhvarf til þess tíma þegar vita- gagnslausar leiðbeiningar um hvernig ætti að lifa af stríð voru í símaskránni og almannavarnaflaut- ur voru þeyttar fyrsta miðvikudag þriðja hvers mánaðar í próf- unarskyni. Eins gott að Rússarnir vissu ekki af því, því að hvað hefði nú verið betra en að láta til skarar skríða einmitt þá, þegar allir héldu að bara væri um æfingu að ræða? x x x En æfingarnar voru einu skiptinsem flauturnar gullu, fyrir utan eitt skipti í Flóabardaganum, þegar yfirmaður almannavarna kom í sjón- varpið og lét okkur vita að flaugar Saddams næðu nú ekki alla leið til Íslands, en hugsanlega gæti hann skotið einhverju á NATO-ríkið Tyrkland, sem gæti þá hugsanlega gert Íslendinga að styrjaldaraðilum. Voru eflaust margir þakklátir fyrir að fá þá útskýringu og önduðu létt- ar. víkverji@mbl.is Víkverji En hvert tré þekkist af ávexti sínum, enda lesa menn ekki fíkjur af þistlum né vínber af þyrnirunni. (Lúkas 6, 44.) Færir þér fréttirnar mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.