Morgunblaðið - 08.03.2014, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.03.2014, Blaðsíða 5
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, fagnar því að nokkur verkalýðsfélög skyldu samþykkja kjarasamninga í gær. Nú geti undirbúningur kjara- samninga með nýju sniði farið á fullt. Stefnt er að því að hefja kjaravið- ræður í haust og semja þá til lengri tíma, ef „viðunandi lausn finnst á grunni peninga- stefnunnar“, eins og Gylfi orðar það. „Við þurfum líka að ganga frá samkomulagi við atvinnurekendur um að endur- skoða tímasetn- ingar í þeirri viðræðuáætlun sem samið var um. Það er ljóst að við erum búin að missa tvo mán- uði vegna þessa. Næsta skref er að fara á fullt. Menn eru þegar byrjaðir að undir- búa aðfarasamn- ingana. Fyrir lok mánaðarins munu félögin skila inn sérkröf- um til atvinnurekenda.“ Gylfi boðar nýjar áherslur. „Það er jafnframt yfirlýst markmið að skoða hvort við getum bryddað upp á nýjungum með gerð atvinnugreina- samninga. Fyrirmyndir geta legið í stóriðjusamningum, en þar semja öll félög á viðkomandi stað um einn kjarasamning, og þau launakjör, starfsaðstæður og fleira sem gildir í viðkomandi verksmiðjum. Ef við yfirfærum þetta á einstakar greinar mætti t.d. skoða ferðaþjónustuna. Við ætlum að byrja á því að kanna hvort við getum stungið út tiltekin svið, þar sem þetta gæti orðið að við- miðun, og fært kjarasamninga nær þeim aðstæðum sem einstakar at- vinnugreinar hafa glímt við.“ Áherslan sé á framleiðni „Jafnframt þarf að opna einhverja glugga fyrir meiri áherslu á hagræð- ingu og framleiðni. Þá þarf að hugsa um ekki aðeins launahækkanir, held- ur líka launakostnað. Ef við getum fundið sparnaðarleið á móti launa- hækkun verður launakostnaður fyrirtækis minni en nemur hækkun- inni … Hér er horft til Dana, Svía og Norðmanna. Þeir hafa borið sig sam- an á grundvelli launakostnaðar. Að bæði launafólk og atvinnurekendur hafi hag af því að finna leiðir til hag- ræðingar og að það skili sér líka með beinum hætti í launum.“ Tvíþætt verkefni framundan Þorsteinn Víglundsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, segir vinnu við aðfarasamninga nýrra kjarasamninga nú geta hafist. „Nú þegar ljóst er að þorri vinnu- markaðar er kominn með samþykkt- an kjarasamning getum við hafið þá vinnu sem til stóð að hefja strax í upphafi þessa árs, þ.e. undirbúning kjarasamninga í haust. Það verður viðfangsefni aðfara- samnings að móta fyrstu tillögur um atvinnugreinasamninga. Verkefnið er tvíþætt. Annars vegar að greina þær atvinnugreinar sem við teljum heppilegar fyrir atvinnugreinasamn- inga og hins vegar að gera einn til tvo atvinnugreinasamninga í næstu lotu. Kjarninn í atvinnugreinalíkaninu byggist á forsendu sem nágranna- löndin hafa unnið út frá, að verja samkeppnishæfni útflutningsgreina og tryggja þeim viðunandi rekstrar- skilyrði. Að hagkerfið sé svolítið að stilla sig af á hverjum tíma út frá því svigrúmi sem þær mögulega geta skapað. Aðstæður voru óvenjulegar eftir gengishrunið en þær hafa jafn- að sig að verulegu leyti í gegnum mjög miklar launahækkanir. Fram á veginn horft þurfum við að horfa til þess að hér sé viðskiptajöfnuður. Stóra málið er hins vegar hvernig við undirbyggjum þann stöðugleika sem við erum farin sjá örla fyrir. Við höfum náð verðbólgumarkmiði Seðlabankans eins og að var stefnt. Það er þá viðfangsefni okkar að tryggja að svo verði áfram, með öll- um tiltækum ráðum. Við sjáum t.d. að verðbólguspár fyrir þetta ár eru ágætar, en horft fram á næstu tvö ár eru þær óviðunandi. Þá er spáð 3-4% verðbólgu. Þær eru hins vegar byggðar á spám um mjög miklar launahækkanir og langt umfram það sem samræmist verðlagsstöðug- leika. Það er þá viðfangsefni okkar að sjá hvernig við getum spyrnt við fótum þar, hvað varðar launaskrið.“ Undirbúa nýja gerð samninga  Forysta ASÍ og SA boða atvinnugreinasamninga í næstu kjarasamningum að norrænni fyrirmynd  Forvinnan hefst strax  Forseti ASÍ segir m.a. horft til atvinnugreinasamninga í ferðaþjónustu Morgunblaðið/Ómar Í Slippnum Unnið verður samkvæmt nýrri aðferðafræði við undirbúning kjarasamninga í haust. Stefnt er að því að semja þá til lengri tíma. Nú hafa flest stéttarfélög greitt atkvæði um skammtímasamning og samþykkt hann. Yfir verðbólgunni » Kjarasamningarnir gilda til 31. desember 2014. » Þeir kveða á um 2,8% al- menna hækkun og að lægstu laun hækki um 9.750 kr. » Til samanburðar mælist 12 mánaða verðbólga nú 2,1%. Þorsteinn Víglundsson Gylfi Arnbjörnsson FRÉTTIR 5Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2014 Dagskrá þingfundar Alþingis næstu daga hefur ekki verið ákveðin. Því er ekki vitað hvenær fyrri umræðu um þingsályktunartillögu ríkisstjórnar- innar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusam- bandinu verður haldið áfram. Tillögunni var dreift á Alþingi 21. febrúar sl. og Gunnar Bragi Sveins- son utanríkisráðherra mælti fyrir henni 27. febrúar. Forystumenn úr stjórnarandstöð- unni hafa lýst óánægju með að stjórnarmeirihlutinn skuli ekki hafa haft frumkvæði að viðræðum við stjórnarandstöðuna um málsmeð- ferð ESB-tillögunnar. Þingfundir hafa legið niðri í vikunni vegna starfa þingmanna í kjördæmunum. Málið var rætt á fundi Einars K. Guðfinns- sonar, forseta þingsins, með þing- flokksformönnum í gær. Einar segir að góður andi hafi ríkt á fundinum og menn verið sammála um að doka við með að ákveða dagskrá þingsins. „Þegar þeir sem eiga að standa fyrir fundi um einhvers konar lausn á deilu láta ekki heyra í sér þá er þetta einhvern veginn á sama stað og í upphafi. Og það er auðvitað á ábyrgð forsætisráðherra,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pír- ata. Hún segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson enn geta boðað til slíks fundar. „En við ætlum bara að bíða róleg og sjá hvort hann brýtur ekki odd af oflæti sínu og hefur sam- band við okkur.“ Óákveðið með um- ræðu um ESB-mál  Beðið með ákvörðun um dagskrá Félagsmenn allra stéttarfélaganna sem sáttatillaga ríkissáttasemjara tók til samþykktu tillöguna nema eitt, Drífandi í Vestmannaeyjum. Af- gerandi niðurstaða var í öllum félög- unum. Sáttatillaga ríkissáttasemjara tók til þeirra félaga sem felldu kjara- samningana sem gerðir voru fyrir jól. Þeir samningar hafa nú tekið gildi hjá þeim félögum sem sam- þykktu sáttatillöguna, með þeim breytingum sem tillagan kveður á um. Kjörsókn var heldur dræm. Þannig tóku aðeins 20% félaganna innan Starfsgreinasambandsins í heild þátt í kjörinu. Til dæmis greiddu að- eins 7,5% félagsmanna Verkalýðs- félags Snæfellinga atkvæði. Tillagan var samþykkt með liðlega 80% greiddra atkvæða hjá Flóa- félögunum þremur, það er að segja Eflingu í Reykjavík, Hlíf í Hafnarfirði og Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur. 85% félagsmanna í Verkalýðsfélagi Akraness sam- þykktu og 81% félagsmanna í Fram- sýn í Þingeyjarsýslum. Mesta fylgið við tillöguna var hjá Verkalýðsfélagi Grindavíkur þar sem 95% fé- lagsmanna samþykktu en minnsta hjá Verkalýðsfélagi Snæfellinga, 75%. Af félögum utan Starfsgreina- sambandsins má nefna að félags- menn í Rafiðnaðarsambandinu og Félagi vélstjóra og málmtækni- manna (VM) samþykktu samn- ingana. Liðlega 61% félagsmanna í Rafiðnaðarsambandinu samþykkti en 37% voru á móti. Tæp 72% fé- lagsmanna í VM samþykktu. Samningarnir eru afturvirkir því þeir miðast við 1. febrúar sl. Þeim fé- lögum innan Starfsgreinasambands- ins sem samþykktu samningana í byrjun ársins stendur til boða að skrifa undir sáttatillöguna og fá þær kjarabætur sem hún skilar til við- bótar samningunum. helgi@mbl.is Öll félögin nema eitt samþykktu sáttatillögu KJARASAMNINGAR Á ALMENNUM VINNUMARKAÐI HAFA VÍÐAST TEKIÐ GILDI Trygging Samningar tuga þúsunda verkafólks eru ekki lengur í lausu lofti. Morgunblaðið/Golli Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið virka daga 10–18, laugard. kl. 11–16, sunnud. 14–16 Opnun kl. 15, laugardaginn 8. mars Allir velkomnir Garðar Pétursson 9. – 24. mars Málaðar minningar með lofti og litum StjörnuSkoðun Vefuppboð nr. 105 Myndlist lýkur 11. mars
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.