Morgunblaðið - 08.03.2014, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2014
Til að standa í skilum með útborg-
unina var ákveðið að gefa út 50
króna skuldabréf en ekki tókst að
greiða stimpilgjöldin fyrr en nokkru
síðar. Landinu fylgdi íbúðarhús,
stórt fjós og hlaða.
Ólafur Sigurðsson, sem á sínum
tíma var formaður Vals, átti mikinn
þátt í kaupunum á landinu og skrif-
aði eftirfarandi í Valsblaðið: „Þó að
kaupin hafi verið gerð er takmark-
inu ekki náð. Þau eru aðeins upp-
hafið. Upphaf þess starfs sem á að
tryggja félaginu fagran og fullkom-
inn samastað, þar sem unnt verði að
einbeita allri orku félagsins að hin-
um eiginlegu verkefnum þess,
íþróttaiðkunum sakir fullkominna
ytri skilyrða og efnahagslegs sjálf-
stæðis … Við verðum að gera til
hans meiri kröfur en nokkurn tíma
hafa verið gerðar hér á landi í þess-
um efnum, svo miklar að þær stand-
ist kröfur tímans um næstu 100 ár
a.m.k.“
Dodge-bifreið í vinning
Í Valsbókinni er birtur kafli úr
viðtali við Jóhannes Bergsteinsson,
sem var meðal leikmanna í fyrsta
Íslandsmeistaraliði Vals árið 1930.
Þar segir m.a.: „Við vorum stöðugt
að leita að framtíðarsvæði fyrir Val,
en það gekk seint. Ákveðið var í
borgarstjórn að hvert félag í
Reykjavík fengi einn völl hlið við
hlið í Öskjuhlíðinni, en ég veit ekki
hvernig átti að framkvæma slíkt.
Við Ólafur fórum á fund háttsettra
manna og vildum fá úthlutun strax
en það gekk ekki eftir.
Á þessum tíma frétti Ólafur að
Hlíðarendi væri til sölu. Mörgum
þótti ekki björgulegt að leggja út í
kaupin, en við bjuggum til 50 króna
skuldabréf, sem við seldum til Vals-
manna og með þeim hætti eignuð-
umst við Hlíðarenda. Þess má geta
að mánaðarlaun verslunarmanna á
þessum árum voru um 250-300
krónur. Það var oft fundað um þessi
kaup því mörgum fannst félagið
ekki ráða við þessa fjárfestingu.
Nokkru eftir kaupin kom upp til-
laga um að selja Hlíðarenda, en sem
betur fer náði hún ekki fram að
ganga. Geir í Hlíð leigði túnið fyrir
kýrnar sínar til að byrja með og það
létti undir með okkur. Við héldum
happdrætti á stríðsárunum sem gaf
okkur um 80.000 krónur. Við höfð-
um keypt Dodge-bifreið af kaup-
félagsstjóra, sem notuð var í vinn-
ing.“
Kaupin á Hlíðarenda ollu nokkr-
um deilum innan félagsins og ádeil-
um útífrá. Skorað var á bæjarstjórn
að taka þúsund króna árlegan styrk
af félaginu sem færi svo gáleysis-
lega með fé sitt. Innanfélagsmenn
vildu einhverjir selja landsvæðið.
Óánægjuraddir þögnuðu ekki fyrr
en 1944 er Hlíðarendanefnd skilaði
af sér tæplega 100 þúsund króna
hagnaði af bílhappdrætti og hluta-
veltu.
Fáir kröfðust greiðslu
Í samtali við Frímann Helgason í
Valsblaðinu 1971 segist Hólmgeir
Jónsson, sem var fyrsti gjaldkeri
Hlíðarendanefndarinnar, ekki minn-
ast þess að hafa innleyst nema tvö
eða þrjú bréf. „Síðan kom svo stríð-
ið og verðgildi peninganna rýrnaði,
50 krónur urðu lítils virði og munu
fáir hafa krafizt greiðslu fyrir bréf
sín,“ segir Hólmgeir.
Hugsað til hundrað ára
Stórhuga Valsmenn keyptu Hlíðarenda 1939 fyrir 30 þúsund krónur Mesta gæfuspor félagsins
Mikið átak Kaupin voru m.a. fjármögnuð með útgáfu skuldabréfa, happdrætti og leigu á túni
Breytingar Myndin er tekin frá Öskjuhlíðinni á svipuðum tíma og Valur keypti jörðina að Hlíðarenda árið 1939. Pólarnir eru handan íbúðarhússins á Hlíðarenda og fjær er Landspítalinn.
Ljósmynd/Knattspyrnufélagið Valur
Ljósmynd/Knattspyrnufélagið Valur
Sjálboðaliðar Mikil vinna var við að hreinsa grjót af Haukalandssvæðinu í Öskjuhlíð svo völlur yrði tilbúinn á 25
ára afmæli Vals 1936. Frá vinstri: Andreas Bergmann, Sigurður Ólafsson, Jón Bergmann og Karl Jónsson.
Nýjar
umbúðir
– sama
innihald
Náttúruolía sem
hundar elska
Við Hárlosi
Mýkir liðina
Betri næringarupptaka
Fyrirbyggir exem
Betri og sterkari fætur
Polarolje
„Hundurinn minn var búinn að
vera í meðferðum hjá dýralækni
í heilt ár vegna húðvandamála
og kláða, þessu fylgdi mikið
hárlos. Hann var búinn að vera
á sterum án árangus. Reynt
var að skipta um fæði sem bar
heldur ekki árangur. Eina sem
hefur dugað er Polarolje fyrir
hunda. Eftir að hann byrjaði að
taka Polarolje fyrir hunda hefur
heilsa hans tekið stakkaskiptum.
Einkennin eru horfin og hann er
laus við kláðann og feldurinn
orðinn fallegur.“
Sigurlín Birgisdóttir, hundaeigandi
Sími 698 7999 og 699 7887
Knattspyrnufélagið Valur var
stofnað 1911 og tengdist starfi
KFUM náið. Árið 1908 var stofnuð
unglingadeild innan KFUM í
Reykjavík og var séra Friðrik Frið-
riksson leiðtogi deildarinnar. Á
þessum tíma fæddist hugmynd hjá
KFUM-drengjunum að stofna
knattspyrnufélag en nokkur slík fé-
lög höfðu þá verið stofnuð í Reykja-
vík; KR 1899, Víkingur og Fram
1908. Það var síðan 11. maí 1911
sem haldinn var fundur á lesstofu
KFUM þar sem sex piltar stofnuðu
Fótboltafélag KFUM en nafninu var
þegar sama ár breytt í Val.
Sagt er að þegar þessir stofn-
endur félagins voru að vinna við að
laga völlinn sinn á stórgrýttum Mel-
unum hafi fálki sveimað yfir höfð-
um þeirra og þar fengu þeir þá hug-
mynd að kalla félagið Val. Fyrsti
Valsvöllurinn var vígður haustið
1911. Séra Friðrik hafði farið á
fund Páls Einarssonar bæjarstjóra,
sem veitti leyfi fyrir vellinum.
Valsmenn fengu ekki notið vall-
arins nema í tvö ár, því skyndilega
lá leið járnbrautar yfir svæðið á leið
með grjót úr Öskjuhlíð í hafnargerð
í Örfirisey. Völlurinn var þá færður
lítillega svo teinarnir lentu utan
vallar. Það reyndist skammgóður
vermir því árið 1917 var byrjað að
reisa loftskeytastöð á Melunum og
teygði styrktarstöng sig það langt
inn á völlinn að ekki var hægt að
nota hann til æfinga.
Haukaland í Öskjuhlíð
Þegar æfingavöllur Vals á Mel-
unum var tekinn af félaginu 1926
undu félagsmenn því illa og unnu
forystumenn félagsins ötullega að
því að félaginu yrði bætt það tjón
með nýju landi. Eftir langa mæðu
fékk félagið loks úthlutað svæði við
rætur Öskjuhlíðar sem nefndist
Haukaland. Haustið 1935 útbjuggu
Valsmenn völl á svæðinu í sjálf-
boðavinnu og var það mikið og erf-
itt verk. Þetta nýja svæði átti eftir
að valda straumhvörfum hjá félag-
inu.
Barningur á Melunum
og flutningur í Öskjuhlíð
Fálki sveimaði yfir og þar varð Vals-nafnið til
Nýr malarvöllur var vígður á Hlíð-
arenda 1949 og 1953 var grasvöll-
ur tekinn í notkun. Íþróttahús var
fullgert á Hlíðarenda 1960. Árið
1971 var hafist handa við und-
irbúning að nýjum grasvelli og
bættum aðbúnaði áhorfenda. Val-
ur varð fyrst Reykjavíkurfélaga til
þess að leika heimaleiki á eigin
grasvelli en hann var vígður 1981.
Árið 1987 var annað íþróttahús
tekið í notkun ásamt vallarhúsi
og félagsheimili.
Framfarir á
Hlíðarenda
VELLIR OG ÍÞRÓTTAHÚSBAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Knattsyrnufélagið Valur keypti
jörðina Hlíðarenda árið 1939 og var
kaupverðið 30 þúsund krónur, sem
samkvæmt framreikningi er um 6,7
milljónir króna að núvirði. Kaupin á
landinu voru mikið átak fyrir félagið
og hugsa Valsmenn af virðingu og
hlýhug til þeirra stórhuga manna
sem lögðu í þetta verkefni. Nú hef-
ur verið skipulögð íbúðarbyggð á
svæðinu og jafnframt eru áform um
frekari uppbyggingu íþróttamann-
virkja á Hlíðarenda.
Gangi áformin eftir mun það færa
félaginu og aðstandendum þess
miklar tekjur á næstu árum.
Í bókinni Áfram, hærra!, sem er
rituð af Þorgrími Þráinssyni og gef-
in var út á 100 ára afmæli Vals árið
2011, er talsvert fjallað um kaupin á
Hlíðarenda. Þar segir meðal ann-
ars: „Þegar litið er yfir 100 ára sögu
Vals og þá rúmlega 100 Íslands- og
bikarmeistaratitla, sem Valur hefur
unnið til í meistaraflokki karla og
kvenna í knattspyrnu, handknatt-
leik og körfubolta, er einn við-
burður talinn öðrum fremri; kaupin
á Hlíðarenda árið 1939. Það var
mesta gæfuspor félagsins. Samning-
urinn var undirritaður 9. maí það
ár.“
Kaupin aðeins upphafið
Mestur hluti landsins var tún, en
allt landið var 5,1 hektari að stærð.
Kaupverðið var 30 þúsund krónur
og skyldi borga út 5.000 kr. Í þá
daga voru þetta miklar upphæðir
fyrir fátækt félag með tóman sjóð.