Morgunblaðið - 08.03.2014, Blaðsíða 49
fyrir heilar þúsund krónur. Ég varð
montin með þá sumarhýru.“
Lísa var tvo vetur í Réttarholts-
skóla, síðan í Austurbæjarskólanum
og lauk gagnfræðaprófi frá Gagn-
fræðaskóla Austurbæjar. Hún
stundaði nám við Fjölbrautaskóla
Suðurlands um síðustu aldamót, eft-
ir því sem tími vannst til. En árið
2006, þegar börnin voru komin tals-
vert á legg, lét Lísa drauminn ræt-
ast, fór í Garðyrkjuskólann á Reykj-
um, stundaði verknám í Garðyrkju-
stöð Ingibjargar Sigmundsdóttur og
útskrifaðist sem garðyrkjufræð-
ingur 2008.
Lísa var búsett í Vík í Mýrdal
1985-99 og starfaði þar við umönnun
aldraðra í Hjallatúni. Hún flutti síð-
an á Selfoss og starfaði við sundhöll
Selfoss til 2006, en hefur verið bú-
sett í Úlfljótsskála frá 2008. Þar
hafa hún og maður hennar verið
staðarhaldarar, haft umsjón með
sumarbústöðunum á svæðinu og
sinnt gróðursetningu og grisjun.
Áhugamál Lísu snúast um garð-
yrkju, hlaup, fjallgöngur og fjöl-
skylduna. Hún hefur stundað hlaup
frá 2002, hleypur með skokkhópi
Hamars í Hveragerði, hefur hlaupið
fimm marþon, tvö hér á landi og
þrjú erlendis, m.a. í Tíbet, hefur
hlaupið fjölda hálfmarþonhlaupa og
tekið þátt í fjölda 10 km hlaupa.
Besti tími hennar í maraþoni er
3:47:30, besti tíminn í hálfu er
1:43:15 og besti tími í tíu km hlaupi
er 47:13.
Hlaupahópurinn fer svo að jafnaði
í eina fjallgöngu í mánuði en Lísa og
maður hennar sjá um Grafnings-
hlaupið sem er 25 km utanvegahlaup
og verður haldið í fimmta skiptið á
þessu ári. Auk þess aðstoða þau við
Hengilshlaupið, en maður hennar
hefur þjálfað hlaupahópa frá 2003
þegar hann tók við þjálfun Hlaupa-
hópa Námsflokka Reykjavíkur.
Lísa er formaður sóknarnefndar í
Úlfljótsvatnskirkju, formaður um-
hverfisnefndar Grímsnes- og Grafn-
ingshrepps og er aðstoðarþjálfari
skokkhóps Hamars.
Fjölskylda
Sambýlismaður Lísu er Pétur
Ingi Frantzson, f. 6.3. 1955, stað-
arhaldari. Hann er sonur Frantz
Adolphs Péturssonar, f. 5.5 1930,
fyrrv. efnisvarðar hjá SVR, og Sig-
urbjargar S. Kristinsdóttur, f. 26.10.
1929, fyrrv. húsvarðar við Ármúla-
skóla.
Börn Lísu eru Erlingur Bjarni
Hinriksson, f. 28.4. 1981, vélamaður,
búsettur í Svíþjóð og á hann þrjú
börn; Geir Njarðarson, f. 1.2. 1987,
verkamaður í Hafnarfirði en kona
hans er Dórothea Rut Hilmarsdóttir
verslunarmaður og eiga þau tvö
börn; Diljá Ösp Njarðardóttir, f.
18.2. 1990, nemi, búsett í Reykjavík
og á hún einn son; Gígja Njarðar-
dóttir, f. 23.11. 1996, nemi við Fjöl-
brautaskólann á Suðurlandi.
Börn Péturs eru Frantz Adolph
Pétursson, f. 19.5. 1982, rafvirki í
Reykjavík en kona hans er Karen
Ósk Sigþórsdóttir bréfberi og eiga
þau tvö börn, og Jón Guðni Pét-
ursson, f. 27.11. 1985, starfar við
umönnun, búsettur í Reykjavík.
Systkini Lísu eru Brynhildur Sig-
mundsdóttir, f. 28.12. 1962, félagsliði
í Reykjavík; Sigmundur Sigmunds-
son, f. 13.12. 1965, verkamaður í
Reykjavík; Guðjón Sigmundsson, f.
28.6. 1970, verslunarmaður í
Reykjavík.
Hálfsystir Lísu, sammæðra, er
Maranda Shayn Thorsteinsson, f.
31.3. 1992, húsfreyja í Tennessee í
Bandaríkjunum.
Foreldrar Lísu voru Sigmundur
Þorsteinsson, f. 12.1. 1939, d. 16.8.
2002, verslunarmaður í Reykjavík,
og Flora Yuanita Þorsteinsson, f.
3.8. 1944, d. 15.2. 2006, sjúkraliði í
Tennessee í Bandaríkjunum.
Úr frændgarði Sigríðar Elísabethar Sigmundsdóttur
Sigríður Elísabeth
Sigmundsdóttir
Magalen Mary Mayse
húsfr. í Elizabethon
Hubert Lester Mayse
verkam. í Elizabethon í Tennessee í
Bandaríkjunum, af írskumættum
Flora Yuanita Þorsteinsson
sjúkraliði í Elizabethon í
Tennessee í Bandaríkjunum
Friðbjörg M. Guðjónsdóttir
húsfr. á Akureyri
Ólafur Jónatansson
járnsmiður á Akureyri,
af Hvassafellsætt
Brynhildur Ólafsdóttir
húsfr. í Rvík
Þorsteinn Magnússon
verkam. í Rvík
Sigmundur Þorsteinsson
verslunarm. í Rvík
Sigríður Magnúsdóttir
húsfr. í Hvolholtshelli og í Rvík
Magnús Þorsteinsson
b. í Hvolholtshelli í Flóa og járnsm. í Rvík
Afmælisbarnið Lísa hlaupari ársins
hjá íþróttafélaginu Hamri, 2011.
ÍSLENDINGAR 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2014
Bjarni Snæbjörnsson, læknir ogalþm. í Hafnarfirði, fæddist íReykjavík 8.3. 1889. Hann
var sonur Snæbjarnar Jakobssonar,
steinsmiðs í Reykjavík, og Málfríðar
Júlíu Bjarnadóttur húsfreyju.
Snæbjörn var sonur Jakobs Stein-
grímssonar, útvegsb. í Litla-Seli í
Reykjavík og Guðrúnar Guðmunds-
dóttur, en Málfríður var dóttir
Bjarna Kolbeinssonar, útvegsb. í
Bakkakoti á Seltjarnarnesi, og Mar-
grétar Illugadóttur.
Eiginkona Bjarna var Helga Jón-
asdóttir kennari, systir Elísabetar
Maríu húsmæðrakennara, móður
Jónasar Aðalsteinssonar hrl., og syst-
ir Guðnýjar, móður prófessoranna
Halldórs og Jónasar Elíassona.
Börn Bjarna og Helgu: Jónas, yf-
irlæknir í Hafnarfirði; Snæbjörn, vél-
tæknifræðingur; Málfríður, lyfja-
fræðingur á Suður-Reykjum í
Mosfellsbæ; Bjarni, viðskiptafræð-
ingur , endurskoðandi og fram-
kvæmdastjóri, og Kristjana skrif-
stofumaður.
Bjarni lauk stúdentsprófi frá MR
1909, embættisprófi í læknisfræði frá
HÍ 1914, var kandidat á Sct. Josephs
Hospital í Kaupmannahöfn, dvaldi við
nám í Hamborg og í Berlín 1937, í
Stokkhólmi 1947 og í Minneapolis í
Minnesota 1953.
Bjarni var kandidat og læknir á
nokkrum stöðum í Danmörku á ár-
unum 1915-17, staðgengill héraðs-
læknisins á Patreksfirði 1914-15 en
lengst af starfandi læknir í Hafn-
arfirði, frá 1917 og til æviloka. Hann
var yfirlæknir á St. Jósefsspítala í
Hafnarfirði 1933-56 og héraðslæknir í
Hafnarfjarðarhéraði um skeið. Þá var
hann alþm. Hafnfirðinga fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn 1931-34 og 1937-42,
sat í bæjarstjórn í þrígang og sat í
miðstjórn Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni var formaður Rauða kross
deildar Hafnarfjarðar, Krabbameins-
félags Hafnarfjarðar, sat í stjórn
Krabbameinsfélags Íslands, var
stjórnarformaður Sparisjóðs Hafn-
arfjarðar og sat í stjórn Rafha.
Bjarni var kjörinn heiðursborgari
Hafnarfjarðar 1968.
Bjarni lést 24.8. 1970.
Merkir Íslendingar
Bjarni Snæbjörnsson
Laugardagur
90 ára
Ásta Sigvaldadóttir
Jón Jónsson
Sigríður Sigurðardóttir
Þorgerður Kolbeinsdóttir
85 ára
Ástríður Þórey Þórðardóttir
Gunnhildur Njálsdóttir
Hartmann Eymundsson
Reynir Karlsson
Sigurdís H. Erlendsdóttir
80 ára
Erla Traustadóttir
María Albertsdóttir
75 ára
Lilja Guðrún Sigurðardóttir
70 ára
Áslaug Pétursdóttir
Bogi Þórðarson
Elísabet Gígja
Guðbjörg Hermannsdóttir
Guðríður Gígja
Þórunn Sveinbjarnardóttir
60 ára
Frank Friðrik Friðriksson
Guðrún Elíasdóttir
Halldór Þór Grönvold
Helena Alma Ragnarsdóttir
Helgi Pétursson
Kristjana L. Ásgeirsdóttir
Krzysztof Zbigniew Struski
Sigurbjörg H. Rafnsdóttir
50 ára
Auðunn Sólberg Valsson
Bjarni Magnússon
Elín Höskuldsdóttir
Guðmundur Karl Helgason
Guðríður Walderhaug
Guðrún Guðmunda
Björnsdóttir
Karólína Walderhaug
Margrét Óskarsdóttir
María Jónsdóttir
Ólafur P. Steingrímsson
Sigríður Jónsdóttir
Sólveig Anna Jóhannsdóttir
Una Snorradóttir
40 ára
Björn Arnarsson
Guðborg Hrafnkelsdóttir
Hákon Hrafn Sigurðsson
Jóhannes Þ. Ernstsson
Katarzyna Pobojewska
Ragnheiður Baldursdóttir
Samúel Ívar Árnason
Sara Elíasdóttir
Steindór Örvar
Guðmundsson
Sverrir Már Sverrisson
Þórir Valdimar Indriðason
30 ára
Andrea B. Sigurvinsdóttir
Brynhildur A. Hansen
Hafrún Pálsdóttir
Hulda Jónsdóttir
Lárus K. Guðmundsson
Miheret Soka Gignarta
Sesselja María Mortensen
Silvia Heckert
Thomas S. D’agostino
Sunnudagur
95 ára
Ólöf Steingrímsdóttir
Sigurveig Þórarinsdóttir
90 ára
Rósa Bergsteinsdóttir
Steinunn Finnbogadóttir
85 ára
Guðrún Bryndís Jónsdóttir
Halldór Þormar
80 ára
Elín Kristinsdóttir
75 ára
Guðný Daníelsdóttir
Hallgerður E. Sigurð-
ardóttir
Margrét Sigurjónsdóttir
Ragnhildur S. Eggertsdóttir
70 ára
Brynhildur Ósk Gísladóttir
Guðfinna Arngrímsdóttir
Kristinn Þór Ingvarsson
Soffía Gunnlaug Karlsdóttir
Sonja Egilsdóttir
Valdimar Tómasson
Þorgerður Jónsdóttir
60 ára
Bryndís Kristjánsdóttir
Elín HaHermannsdóttir
Gunnar Hilmar Sigurðsson
Hafliði Þórðarson
Helga Steing Sigurðardóttir
Joan Patricia Kelly
Kristjana J. Ólafsdóttir
Oddur Rósant Ólafsson
Richard Hansen
Sigurjón Hörður Geirsson
Sjöfn Jóhannesdóttir
Tryggvi Steinarsson
50 ára
Anna Jóna Gunnarsdóttir
Björgvin H. Pétursson
Djelloul Seghier
Jóhann Hafsteinsson
Jón Ragnar Gunnarsson
Magnús Hörður Högnason
Margrét Einarsdóttir
Ragnhildur Steingrímsd.
Sigríður St. Sigurðardóttir
Sigurbergur Brynjólfsson
Valdimar Tryggvason
Þorkell Magnússon
40 ára
Elín Sigríður Arnórsdóttir
Guðmann Guðfinnsson
Heiðrún Björg Þorkelsdóttir
Hlín Lilja Sigfúsdóttir
Ingvi Stefánsson
Jariya Tuanjit
Jurgita Motiejunaite
Magnús Kristjánsson
Mardita Andini
Riina Elisabet Kaunio
30 ára
Ásta Jónína Ingvarsdóttir
Birgitta Elín Helgadóttir
Dana Björk Erlingsdóttir
Hulda Hildibrandsdóttir
Jón Árni Traustason
Robertas Zilinskas
Viktor Smári Ágústuson
Þórunn Sif Ólafsdóttir
Til hamingju með daginn
Víglundur Möller
Í greininni Merkir Íslendingar um Víglund
Möller sem birtist hér á síðunni fimmtud.
6.3. sl., var sagt að Jakob Þ. Möller lög-
fræðingur sem lengi starfaði hjá Mann-
réttindanefnd Sþ í Genf, og Jóhanna G.
Möller söngkona, væru börn Ingólfs Möll-
er, deildarstjóra hjá Eimskip.
Það er rangt. Þau eru börn Gunnars
Jens J. Möller, framkvæmdastjóra
Sjúkrasamlags Reykjavíkur, en Gunnar
var bróðir Ingólfs. Beðist er velvirðingar
á þessum rangfærslum.
Björn Matthíasson
Í ættargrafi um Reyni Axelsson stær-
fræðing, sama dag, er sagt að Björn
Matthíasson hagfræðingur sé prófess-
or. Það er hann ekki.
Leiðrétt
HJÁ AÐALSKOÐUN ERT ÞÚ
Í GÓÐUMHÖNDUM
Snjallt að
kíkja á okkur
á adal.is
Við erummeð fjórar skoðunarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu og eina í
Reykjanesbæ. Þaulreyndir og þjónustuliprir fagmenn taka á móti þér á
þeim öllum. Hlökkum til að sjá þig!
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
1
3
-0
4
6
7
Aðalskoðun, faggildur skoðunaraðili í 19 ár
Reykjavík
Grjóthálsi 10
Sími 590 6940
Reykjavík
Skeifunni 5
Sími 590 6930
Hafnarfjörður
Hjallahrauni 4
(við Helluhraun)
Sími 590 6900
Kópavogur
Skemmuvegi 6
(bleik gata)
Sími 590 6935
Reykjanesbær
Holtsgötu 52
(við Njarðarbraut)
Sími 590 6970
www.adalskodun.is og www.adal.is
Við getum minnt þig á þegar þú þarft að láta skoða bílinn
á næsta ári. Skráðu þig á póstlistann hjá okkur þegar þú kemur með
bílinn í skoðun og þú gætir unnið 200 lítra eldsneytisúttekt.
Opið kl. 8-17 virka daga – sími 590 6900