Morgunblaðið - 08.03.2014, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.03.2014, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2014 ● Í febrúar flutti Icelandair Group hf. 116 þúsund farþega í millilandaflugi og voru þeir 11% fleiri en í febrúar á síð- asta ári. Framboðsaukning í sætis- kílómetrum nam 13%. Sætanýting var 73,3% og var óbreytt á milli ára. Farþegar í innanlandsflugi og Græn- landsflugi voru um 21 þúsund í febrúar sem er fækkun um 10% á milli ára. Framboð félagsins í febrúar var dregið saman um 6% samanborið við fyrra ár. Nánar á mbl.is 11% fjölgun hjá Ice- landair í millilandaflugi Morgunblaðið/Kristinn Icelandair Sætanýting var óbreytt milli ára í febrúarmánuði, 73,3%. ● Heildarhagnaður Eikar fasteignafélags hf. nam 1.236 milljónum króna árið 2013 samanborið við 451 milljónar króna hagnað félagsins árið 2012, sem er 174% aukning. Rekstrartekjur félagsins jukust á árinu og námu 2.029 millj- ónum króna árið 2013, sem er 11% aukning frá árinu áður. Leigutekjur ársins 2013 jukust um 9,3% á árinu 2013 og námu 1.927 milljónum króna. Hreinar leigutekjur, þ.e. allar tekjur af fjárfestingareignum að frádregnum öllum bein- um kostnaði fjárfestingareigna, námu 1.622 milljónum króna samanborið við 1.467 milljónir króna árið áður, sem er aukning um 11%. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Eik fasteignafélagi. Eik fasteignafélag hagnaðst um 1,2 milljarða ● Keahótel ehf. hefur keypt fasteignina Hótel Gíg við Mývatn en félagið hefur stundað þar hótel- og veitingarekstur síðan árið 2002. Samkomulag náðist við félagið KHG European Hospitality Partners sem átti hæsta boð í eignina á uppboði sýslumannsins á Húsavík 11. febrúar síðastliðinn. Nánar á mbl.is Kaupir Hótel Gíg                                     !! ! !  "  !#$ "#   %&'() '*'      +,%-%*./ ,&*'0'12% 34*'1.4   5 !$ ! 5# $ ! !" #"  $# $ " ! ! $5   $ !5 "$  " ! " Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Góð brauð - betri heilsa Handverk í 20 ár Dalvegi 4 - 201 Kópavogur Hamraborg 14 - 200 Kópavogur Opnunartími Dalvegi: Mánudaga til föstudaga frá 6:00 til 18:00 laugardaga frá 6:00 til 17:00 sunnudaga frá 7:00 til 17:00 Þorsteinn Ásgrímsson thorsteinn@mbl.is Nýkjörinn formaður Samtaka iðn- aðarins, Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjöríss, kemur úr Kjörísfjölskyldunni í Hveragerði og hefur verið virk í bæjar- og íþrótta- rmálum síðustu árin. Hún lýsir sjálfri sér í samtali við mbl.is sem félagsmanneskju sem þó glími við vandamálið að vera morgunfúl B- týpa. Guðrún fékk 54,4% greiddra atkvæða á Iðnþingi í fyrradag, en Svana Helen Björnsdóttir, sem læt- ur af formennsku, fékk 45,5% at- kvæða. Guðrún tók við starfi fram- kvæmdastjóra Kjöríss árið 1993, en hefur frá árinu 2008 verið markaðs- stjóri fyrirtækisins. Fjölskyldufyrirtæki í Hveragerði Guðrún er ekki sú eina í fjöl- skyldunni sem hefur áhuga á bæj- armálum, því systir hennar, Aldís Hafsteinsdóttir, er bæjarstjóri Hveragerðis. Guðrún er ein af fjór- um systkinum sem kennd eru við ís- gerðina Kjörís. Hún er dóttir Haf- steins Kristinssonar og Laufeyjar S. Valdimarsdóttur, en Hafsteinn stofnaði Kjörís með bræðrum sín- um, Guðmundi og Sigfúsi, ásamt Gylfa og Braga Hinrikssonum. Í dag er félagið í eigu systkinanna, Laufeyjar og Guðmundar, en sjálf- ur féll Hafsteinn frá árið 1993. Auk Aldísar eru í systkinahópnum þau Valdimar og Sigurbjörg. Valdimar er framkvæmdastjóri Kjöríss, en Sigurbjörg er kennari við grunn- skólann í Hveragerði. Þrátt fyrir að hafa eytt stærstum hluta starfsævinnar hjá Kjörís, meðal annars sem framkvæmda- stjóri, segist Guðrún hafa unnið fjölda annarra starfa, enda hafi fað- ir hennar lagt mikla áherslu á að þau kynntust fjölbreyttari störfum en þeim sem voru í boði í fjölskyldu- fyrirtækinu. Morgunfúl B-týpa Aðspurð hvað hún telji vera kosti sína segir Guðrún að hún hafi alla tíð unnið vel með fólki og haft gam- an af því að vera innan um aðra. Þannig hafi hún verið dugleg í fé- lagsmálum og meðal annars setið í nefndum fyrir Hveragerðisbæ og íþróttafélögin Hamar og HSK. Hún segir sinn helsta galla þó hversu morgunfúl hún geti verið og að erf- itt sé að ná í hana snemma morg- uns. Hún flokkist því sannarlega sem svokölluð B-týpa. Síðustu tvö kjörtímabil hefur Guðrún setið í fræðsludeild Hvera- gerðisbæjar, en áður var hún í skipulags- og umhverfisnefnd. Guðrún var formaður sunddeild- ar Hamars í Hveragerði í 10 ár, þangað til hún lét af embætti nú í janúar, og hefur setið í stjórn Sam- taka iðnaðarins síðustu þrjú ár. Auk þess situr hún í sóknarnefnd og segist hafa komið beint og óbeint að því að fylgja börnum sínum eftir upp í gegnum íþróttastarfið. Hún segist sjálf þó ekki vera nein keppn- ismanneskja í íþróttum, en stundi eðlilega hreyfingu. Nánar á mbl.is Nýr formaður SI hef- ur mörg áhugamál  Virk í bæjar- og íþróttamálum mörg undanfarin ár Morgunblaðið/Sigmundur Sigurgeirsson Nýr formaður Samtök iðnaðarins, SI, kusu sér nýjan formann á Iðnþingi í fyrradag, Guðrúnu Hafsteinsdóttur, markaðsstjóra Kjöríss í Hveragerði. Úr Kjörísfjölskyldunni » Guðrún Hafsteinsdóttir hlaut 54,4% greiddra atkvæða á Iðnþingi í fyrradag, þegar kosið var til formanns. » Guðrún segir sinn helsta galla þó vera hversu morgunfúl hún geti verið og að erfitt sé að ná í hana snemma morg- uns. » Hún hefur bæði verið fram- kvæmdastjóri og markaðs- stjóri Kjöríss um árabil. GreenQloud hefur tilkynnt skipun nýs forstjóra yfir evrópskum mark- aði, Jón Þorgrím Stefánsson. Bala Kamallakharan, fyrrum forstjóri fyr- irtækisins, var um leið skipaður í stjórn fyrirtækisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá GreenQloud, sem er tölvuskýjaþjónusta sem býður upp á sýndarvæddan tölvubúnað og gagnageymslu knúna endurnýjan- legri orku. „Þjónustur GreenQloud eru knún- ar endurnýjanlegri orku og kældar með köldu lofti og taka því ekki þátt í að stækka kolvetnisslóðina og hjálpa viðskiptavinum sínum að taka upp skilvirkari og umhverfisvænni tölvu- vinnslu í leiðinni,“ segir m.a. í til- kynningu. „Ég gekk til liðs við GreenQloud með það að markmiði að láta fyrir- tækið vaxa á heimsvísu, skapa vinnu- staðamenningu á við þær bestu í heimi og að finna nýja fjármögnun fyrir fyrirtækið. Eftir að hafa náð þessum markmiðum er eðlilegt fram- hald að ég taki sæti í stjórn fyrirtæk- isins,“ er m.a. haft eftir Bala Kamal- lakharan. Áður en Jón Þorgrímur tók við forstjórastöðu GreenQloud, sat hann í stjórn fyrirtækisins. Áður var hann framkvæmdastjóri tæknisviðs hjá Vivaldi Technologies sem sérhæf- ir sig í miðlun og félagsnetum, og þar áður framkvæmdastjóri tæknisviðs hjá Opera Software þar sem hann var ábyrgur fyrir allri tæknihlið þjónust- unnar. Jón er löggiltur AIX Unix sérfræð- ingur og hefur víðtæka reynslu af því að vinna í mjög stórum, sýndarvædd- um tölvukerfum í margskonar um- hverfi. Nýr forstjóri GreenQloud  Bala Kamallakharan hættir sem for- stjóri og tekur sæti í stjórn fyrirtækisins Jón Þorgrímur Stefánsson Bala Kamal- lakharan Meira en hundrað þúsund notendur skráðu sig sem notendur QuizUp með Android-snjalltækjum í fyrra- dag, en það var fyrsti dagurinn sem leikurinn var í boði fyrir stýrikerf- ið. Jóhann Þorvaldur Bergþórsson, tæknistjóri Plain Vanilla, sagði í samtali við mbl.is í gær að þetta væri stór áfangi í sögu félagsins, en hann á þó von á að með þessu stökki muni notendafjöldinn tvöfaldast á næstunni, enda er Android með um 79% markaðshlutdeild á snjall- tækjamarkaðinum. Helgin verður ágætur prófsteinn á mögulegar vinsældir leiksins á Android, en Jóhann segir að al- mennt sé mikið um að fólk setjist niður og sæki forrit og leiki um helgar og því verði gaman að sjá á morgun hvernig hafi gengið. Nánar á mbl.is Hundrað þúsund notendur QuizUp fyrsta daginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.