Morgunblaðið - 08.03.2014, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2014
● Í febrúar flutti Icelandair Group hf.
116 þúsund farþega í millilandaflugi og
voru þeir 11% fleiri en í febrúar á síð-
asta ári. Framboðsaukning í sætis-
kílómetrum nam 13%. Sætanýting var
73,3% og var óbreytt á milli ára.
Farþegar í innanlandsflugi og Græn-
landsflugi voru um 21 þúsund í febrúar
sem er fækkun um 10% á milli ára.
Framboð félagsins í febrúar var dregið
saman um 6% samanborið við fyrra ár.
Nánar á mbl.is
11% fjölgun hjá Ice-
landair í millilandaflugi
Morgunblaðið/Kristinn
Icelandair Sætanýting var óbreytt milli
ára í febrúarmánuði, 73,3%.
● Heildarhagnaður Eikar fasteignafélags hf. nam 1.236 milljónum króna árið
2013 samanborið við 451 milljónar króna hagnað félagsins árið 2012, sem er
174% aukning. Rekstrartekjur félagsins jukust á árinu og námu 2.029 millj-
ónum króna árið 2013, sem er 11% aukning frá árinu áður. Leigutekjur ársins
2013 jukust um 9,3% á árinu 2013 og námu 1.927 milljónum króna. Hreinar
leigutekjur, þ.e. allar tekjur af fjárfestingareignum að frádregnum öllum bein-
um kostnaði fjárfestingareigna, námu 1.622 milljónum króna samanborið við
1.467 milljónir króna árið áður, sem er aukning um 11%. Þetta kemur fram í
fréttatilkynningu frá Eik fasteignafélagi.
Eik fasteignafélag hagnaðst um 1,2 milljarða
● Keahótel ehf. hefur keypt fasteignina
Hótel Gíg við Mývatn en félagið hefur
stundað þar hótel- og veitingarekstur
síðan árið 2002. Samkomulag náðist
við félagið KHG European Hospitality
Partners sem átti hæsta boð í eignina á
uppboði sýslumannsins á Húsavík 11.
febrúar síðastliðinn. Nánar á mbl.is
Kaupir Hótel Gíg
!!
!
!
"
!#$
"#
%&'() '*'
+,%-%*./ ,&*'0'12% 34*'1.4
5
!$
!
5#
$
!
!"
#"
$#
$
"
!
!
$5
$
!5
"$
"
! "
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Góð brauð - betri heilsa
Handverk í 20 ár
Dalvegi 4 - 201 Kópavogur
Hamraborg 14 - 200 Kópavogur
Opnunartími Dalvegi:
Mánudaga til föstudaga frá 6:00 til 18:00
laugardaga frá 6:00 til 17:00
sunnudaga frá 7:00 til 17:00
Þorsteinn Ásgrímsson
thorsteinn@mbl.is
Nýkjörinn formaður Samtaka iðn-
aðarins, Guðrún Hafsteinsdóttir,
markaðsstjóri Kjöríss, kemur úr
Kjörísfjölskyldunni í Hveragerði og
hefur verið virk í bæjar- og íþrótta-
rmálum síðustu árin. Hún lýsir
sjálfri sér í samtali við mbl.is sem
félagsmanneskju sem þó glími við
vandamálið að vera morgunfúl B-
týpa. Guðrún fékk 54,4% greiddra
atkvæða á Iðnþingi í fyrradag, en
Svana Helen Björnsdóttir, sem læt-
ur af formennsku, fékk 45,5% at-
kvæða.
Guðrún tók við starfi fram-
kvæmdastjóra Kjöríss árið 1993, en
hefur frá árinu 2008 verið markaðs-
stjóri fyrirtækisins.
Fjölskyldufyrirtæki
í Hveragerði
Guðrún er ekki sú eina í fjöl-
skyldunni sem hefur áhuga á bæj-
armálum, því systir hennar, Aldís
Hafsteinsdóttir, er bæjarstjóri
Hveragerðis. Guðrún er ein af fjór-
um systkinum sem kennd eru við ís-
gerðina Kjörís. Hún er dóttir Haf-
steins Kristinssonar og Laufeyjar
S. Valdimarsdóttur, en Hafsteinn
stofnaði Kjörís með bræðrum sín-
um, Guðmundi og Sigfúsi, ásamt
Gylfa og Braga Hinrikssonum. Í
dag er félagið í eigu systkinanna,
Laufeyjar og Guðmundar, en sjálf-
ur féll Hafsteinn frá árið 1993. Auk
Aldísar eru í systkinahópnum þau
Valdimar og Sigurbjörg. Valdimar
er framkvæmdastjóri Kjöríss, en
Sigurbjörg er kennari við grunn-
skólann í Hveragerði.
Þrátt fyrir að hafa eytt stærstum
hluta starfsævinnar hjá Kjörís,
meðal annars sem framkvæmda-
stjóri, segist Guðrún hafa unnið
fjölda annarra starfa, enda hafi fað-
ir hennar lagt mikla áherslu á að
þau kynntust fjölbreyttari störfum
en þeim sem voru í boði í fjölskyldu-
fyrirtækinu.
Morgunfúl B-týpa
Aðspurð hvað hún telji vera kosti
sína segir Guðrún að hún hafi alla
tíð unnið vel með fólki og haft gam-
an af því að vera innan um aðra.
Þannig hafi hún verið dugleg í fé-
lagsmálum og meðal annars setið í
nefndum fyrir Hveragerðisbæ og
íþróttafélögin Hamar og HSK. Hún
segir sinn helsta galla þó hversu
morgunfúl hún geti verið og að erf-
itt sé að ná í hana snemma morg-
uns. Hún flokkist því sannarlega
sem svokölluð B-týpa.
Síðustu tvö kjörtímabil hefur
Guðrún setið í fræðsludeild Hvera-
gerðisbæjar, en áður var hún í
skipulags- og umhverfisnefnd.
Guðrún var formaður sunddeild-
ar Hamars í Hveragerði í 10 ár,
þangað til hún lét af embætti nú í
janúar, og hefur setið í stjórn Sam-
taka iðnaðarins síðustu þrjú ár. Auk
þess situr hún í sóknarnefnd og
segist hafa komið beint og óbeint að
því að fylgja börnum sínum eftir
upp í gegnum íþróttastarfið. Hún
segist sjálf þó ekki vera nein keppn-
ismanneskja í íþróttum, en stundi
eðlilega hreyfingu. Nánar á mbl.is
Nýr formaður SI hef-
ur mörg áhugamál
Virk í bæjar- og íþróttamálum mörg undanfarin ár
Morgunblaðið/Sigmundur Sigurgeirsson
Nýr formaður Samtök iðnaðarins, SI, kusu sér nýjan formann á Iðnþingi í
fyrradag, Guðrúnu Hafsteinsdóttur, markaðsstjóra Kjöríss í Hveragerði.
Úr Kjörísfjölskyldunni
» Guðrún Hafsteinsdóttir
hlaut 54,4% greiddra atkvæða
á Iðnþingi í fyrradag, þegar
kosið var til formanns.
» Guðrún segir sinn helsta
galla þó vera hversu morgunfúl
hún geti verið og að erfitt sé
að ná í hana snemma morg-
uns.
» Hún hefur bæði verið fram-
kvæmdastjóri og markaðs-
stjóri Kjöríss um árabil.
GreenQloud hefur tilkynnt skipun
nýs forstjóra yfir evrópskum mark-
aði, Jón Þorgrím Stefánsson. Bala
Kamallakharan, fyrrum forstjóri fyr-
irtækisins, var um leið skipaður í
stjórn fyrirtækisins. Þetta kemur
fram í tilkynningu frá GreenQloud,
sem er tölvuskýjaþjónusta sem býður
upp á sýndarvæddan tölvubúnað og
gagnageymslu knúna endurnýjan-
legri orku.
„Þjónustur GreenQloud eru knún-
ar endurnýjanlegri orku og kældar
með köldu lofti og taka því ekki þátt í
að stækka kolvetnisslóðina og hjálpa
viðskiptavinum sínum að taka upp
skilvirkari og umhverfisvænni tölvu-
vinnslu í leiðinni,“ segir m.a. í til-
kynningu.
„Ég gekk til liðs við GreenQloud
með það að markmiði að láta fyrir-
tækið vaxa á heimsvísu, skapa vinnu-
staðamenningu á við þær bestu í
heimi og að finna nýja fjármögnun
fyrir fyrirtækið. Eftir að hafa náð
þessum markmiðum er eðlilegt fram-
hald að ég taki sæti í stjórn fyrirtæk-
isins,“ er m.a. haft eftir Bala Kamal-
lakharan. Áður en Jón Þorgrímur tók
við forstjórastöðu GreenQloud, sat
hann í stjórn fyrirtækisins. Áður var
hann framkvæmdastjóri tæknisviðs
hjá Vivaldi Technologies sem sérhæf-
ir sig í miðlun og félagsnetum, og þar
áður framkvæmdastjóri tæknisviðs
hjá Opera Software þar sem hann var
ábyrgur fyrir allri tæknihlið þjónust-
unnar.
Jón er löggiltur AIX Unix sérfræð-
ingur og hefur víðtæka reynslu af því
að vinna í mjög stórum, sýndarvædd-
um tölvukerfum í margskonar um-
hverfi.
Nýr forstjóri
GreenQloud
Bala Kamallakharan hættir sem for-
stjóri og tekur sæti í stjórn fyrirtækisins
Jón Þorgrímur
Stefánsson
Bala Kamal-
lakharan
Meira en hundrað þúsund notendur
skráðu sig sem notendur QuizUp
með Android-snjalltækjum í fyrra-
dag, en það var fyrsti dagurinn sem
leikurinn var í boði fyrir stýrikerf-
ið. Jóhann Þorvaldur Bergþórsson,
tæknistjóri Plain Vanilla, sagði í
samtali við mbl.is í gær að þetta
væri stór áfangi í sögu félagsins, en
hann á þó von á að með þessu stökki
muni notendafjöldinn tvöfaldast á
næstunni, enda er Android með um
79% markaðshlutdeild á snjall-
tækjamarkaðinum.
Helgin verður ágætur prófsteinn
á mögulegar vinsældir leiksins á
Android, en Jóhann segir að al-
mennt sé mikið um að fólk setjist
niður og sæki forrit og leiki um
helgar og því verði gaman að sjá á
morgun hvernig hafi gengið.
Nánar á mbl.is
Hundrað þúsund notendur
QuizUp fyrsta daginn