Morgunblaðið - 08.03.2014, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 08.03.2014, Blaðsíða 53
MENNING 53 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2014 Vegna mikillar aðsóknar verður aukasýning á Þremur systrum eftir Anton Tsjekhov í leikstjórn Rúnars Guðbrandssonar hjá Leikfélagi Kópavogs í kvöld kl. 19.30. Fjórtán leikarar og þrír tónlist- armenn taka þátt í sýningunni en auk þeirra leggja fjöldamargir hönd á plóg. Tekið er við miðapöntunum á vefnum kopleik.is. Aukasýning á Þremur systrum Veisla Glatt á hjalla á sviðinu. Upphaf kvikmyndarinnarÞingið gefur góð fyrir-heit. Leikkonu, sem eng-in hlutverk fær lengur, er gert úrslitatilboð: Líkami henn- ar, svipbrigði og tilfinningar verða skannaðar og skráðar gegn greiðslu þannig að úr verður stafrænn leik- ari, sem nota má í myndum af öllum toga. Samningnum fylgir eitt skil- yrði. Leikkonan má hvergi koma fram, hvorki í kvikmyndum né á sviði, ekki einu sinni hjá áhugaleik- húsinu á Skagaströnd þau 20 ár sem samningurinn gildir. Leikkonan er greinilega ekki ein um að fá þetta tilboð. Svo er sem sagt komið í Hollywood að leikararnir eru orðnir óþarfir, en þó er talin ástæða til að notast áfram við þekkt andlit þeirra til að laða að áhorfendur. Leikur sjálfa sig Ekki skemmir fyrir að leikkonan er leikin af sjálfri sér, Robin Wright leikur Robin Wright. Wright fer mikinn þessa dagana sem Claire Underwood, hin kaldlynda eig- inkona stjórnmálamannsins Francis Underwood í þáttunum Spilaborg, sem sýndir eru í sjónvarpi þessa dagana um valdabrölt í Washington. Þegar hún féllst á að leika í Þinginu var ferill hennar hins vegar í öng- stræti og hún fékk engin hlutverk frekar en nafna hennar í myndinni. Wright er góð leikkona og er gaman að fylgjast með henni þegar hún glímir við sjálfa sig um hvort hún eigi að taka tilboðinu. Einnig er gaman að sjá gamla brýnið Harvey Keitel, sem leikur umboðsmann leikkonunnar. Keitel virkar reyndar stirður í upphafi, en nær sér svo á flug, sérstaklega í atriðinu þar sem skönnun leikkonunnar fer fram og hann talar hana í gegnum litróf til- finninganna. Þá er mikið efni í kornungum leikara, Codi Smit-McPhee, sem fer með hlutverk fatlaðs sonar leikkon- unnar. Skemmst er frá því að segja að hin skannaða leikkona, sem að eilífu mun verða ung á hvíta tjaldinu, slær í gegn ólíkt hinni raunverulegu leik- konu, sem misnotaði öll sín tækifæri og ávallt tók rangar ákvarðanir. Sýndarbíó - sýndartilvera Tuttugu árum síðar birtist Wright okkur aftur. Nú er hún á leið á þing framtíðarsinnanna. Afþreyingariðn- aðurinn er kominn á nýtt stig. Kvik- myndaverið, sem lét skanna leik- konuna, býður fólki nú upp á að komast í sinn eigin heim með því að neyta efnablöndu í ampúlu. Sá heimur mótast algerlega af hugar- flugi einstaklingsins og reynist teiknaður í anda teiknimyndanna, sem gerðar voru fyrir tíma staf- rænu tækninnar. Þar skjóta upp kollinum ýmsir einstaklingar, allt frá David Bowie til Tom Cruise, sem reynist vera eitt skjannahvítt bros. Cruise og Wright eru stórleikarar sýndarbíós- ins. Þarna einhvers staðar rekst Wright á kvikmyndamógúlinn, sem á sínum tíma bauð henni skönn- unarsamninginn. Nú vill hann bjóða henni nýjan samning þar sem hún á að vera til taks í heimi heilaspunans þar sem neytandinn getur spunnið sínar eigin sögur og notað val- inkunna leikara. Þingið er byggt á skáldsögu pólska rithöfundarins Stanislavs Lems. Lem skrifaði fjölda vís- indaskáldsagna í Póllandi á tímum kalda stríðsins og er Solaris þeirra þekktust. Leikstjórinn Ari Folman notar sögu Lems hins vegar aðeins sem grunn í mynd sinni. Teiknaði hluti myndarinnar þar sem sögu- hetjan líður áfram eins og í draumi og allt getur gerst er listilega gerð- ur. Í sýndarheiminum ríkir þó ekki eintómur friður, undir niðri kraum- ar og bylting er í vændum. Hvort hún tengist raunheimum þar sem ömurleikinn blasir við er ósagt látið. Folman er Ísraeli og vakti athygli með mynd sinni Vals með Bashir, sem er frá 2008 og var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin. Þar notar hann einnig teiknimyndina til að fjalla um innrás Ísraela í Líbanon 1982. Að gera mynd um hvað sem er Folman sagði áður en Þingið kom út að þegar hann bað menn um að leggja peninga í Þingið hefði fólk sagt að hann væri galinn og ráðlagt honum að gera aðra mynd eins og Bashir. Ætlast væri til þess að ísr- aelskur leikstjóri gerði bíómyndir um hernámið og helförina, palest- ínskur leikstjóri um ástandið á Gaza og svo framvegis. „Aðeins í Banda- ríkjunum má fólk gera myndir um aðra staði,“ sagði Folman. Í þessari mynd vildi hann komast burt frá Mið-Austurlöndum, „ekki vegna þess að ég vildi flýja stjórnmál, heldur vegna þess að ég vildi flýja sjálfan mig og það er ekki til betri flóttaleið en vísindaskáldskapur“. Flótti leikstjórans frá sjálfum sér verður að veislu fyrir augað. Folm- an beinir spjótum sínum í allar áttir, kvikmyndaiðnaðurinn fær sinn skerf, myndin hefur mun víðari skírskotun. Þó er eins og broddinn vanti, þótt hugmyndafluginu sé sleppt lausu er of mikil alvara í far- angrinum og of lítið háð til að drífa ádeiluna áfram. Draumur leikarans? Í myndinni Þingið gerir leikkona samning við kvik- myndaver um að láta skanna sig. Á meðan skannaði leikarinn leikur í hverri myndinni á eftir annarri getur hinn raunverulegi leikari tekið lífinu með ró. Leikstjóri á flótta frá sjálfum sér Bíó Paradís The Congress bbbnn Leikstjóri: Ari Folman. Handrit: Ari Folman, en aðlögunin byggir á skáld- sögu eftir Stanislaw Lem. Leikarar: Robin Wright, Harvey Keitel, Jon Hamm, Paul Giamatti og Codi Smit-McPhee. Ísrael, Þýskaland, Pólland, Lúxemborg, Belgía og Frakkland, 2013. 122 mínútur. KARL BLÖNDAL KVIKMYNDIR Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Furðulegt háttalag hunds um nótt (Stóra sviðið) Lau 8/3 kl. 20:00 frums Fös 21/3 kl. 20:00 6.k Lau 12/4 kl. 20:00 13.k Þri 11/3 kl. 20:00 aukas Lau 22/3 kl. 20:00 7.k Sun 13/4 kl. 20:00 14.k Mið 12/3 kl. 20:00 2.k Sun 23/3 kl. 20:00 8.k Sun 27/4 kl. 20:00 15.k Fim 13/3 kl. 20:00 3.k Fös 28/3 kl. 20:00 aukas Mið 30/4 kl. 20:00 Fös 14/3 kl. 20:00 aukas Lau 29/3 kl. 20:00 9.k Sun 4/5 kl. 20:00 Lau 15/3 kl. 20:00 4.k Sun 30/3 kl. 20:00 10.k Fim 8/5 kl. 20:00 Sun 16/3 kl. 20:00 5.k Lau 5/4 kl. 20:00 aukas Fös 9/5 kl. 20:00 Mið 19/3 kl. 20:00 aukas Sun 6/4 kl. 20:00 11.k Fim 20/3 kl. 20:00 aukas Fös 11/4 kl. 20:00 12.k Ótvíræður sigurvegari á merkustu leiklistarhátíðar Breta Óskasteinar (Nýja sviðið) Lau 8/3 kl. 20:00 20.k Lau 15/3 kl. 20:00 Fös 21/3 kl. 20:00 Sun 9/3 kl. 20:00 21.k Sun 16/3 kl. 20:00 Lau 22/3 kl. 20:00 Fim 13/3 kl. 20:00 Mið 19/3 kl. 20:00 Sun 23/3 kl. 20:00 Fös 14/3 kl. 20:00 Fim 20/3 kl. 20:00 Glænýtt verk eftir Ragnar Bragason. Grátt gaman með ógæfufólki á leikskóla Skálmöld: Baldur (Stóra sviðið) Fim 3/4 kl. 20:00 gen Mið 9/4 kl. 20:00 2.k Mið 23/4 kl. 20:00 4.k Fös 4/4 kl. 20:00 frum Fim 10/4 kl. 20:00 3.k Fim 24/4 kl. 20:00 lokas Þungarokksleikhús sem drífur upp í ellefu! Aðeins þessar sýningar Ferjan (Litla sviðið) Fös 21/3 kl. 20:00 frums Fös 11/4 kl. 20:00 7.k Sun 4/5 kl. 20:00 15.k Þri 25/3 kl. 20:00 aukas Lau 12/4 kl. 20:00 8.k Þri 6/5 kl. 20:00 16.k Mið 26/3 kl. 20:00 2.k Sun 13/4 kl. 20:00 aukas Mið 7/5 kl. 20:00 17.k Fim 27/3 kl. 20:00 aukas Fös 25/4 kl. 20:00 9.k Fim 8/5 kl. 20:00 aukas Fös 28/3 kl. 20:00 3.k Lau 26/4 kl. 20:00 10.k Fös 9/5 kl. 20:00 18.k Lau 29/3 kl. 20:00 aukas Sun 27/4 kl. 20:00 11.k Sun 11/5 kl. 20:00 19.k Þri 1/4 kl. 20:00 4.k Þri 29/4 kl. 20:00 12.k Mið 14/5 kl. 20:00 20.k Mið 2/4 kl. 20:00 aukas Mið 30/4 kl. 20:00 aukas Fim 15/5 kl. 20:00 21.k Lau 5/4 kl. 20:00 5.k Fös 2/5 kl. 20:00 13.k Fös 16/5 kl. 20:00 22.k Sun 6/4 kl. 20:00 6.k Lau 3/5 kl. 20:00 14.k Fyrsta leikrit eins ástsælasta rithöfundar þjóðarinnar Bláskjár (Litla sviðið) Lau 8/3 kl. 20:00 aukas Fös 14/3 kl. 20:00 aukas Sun 16/3 kl. 20:00 lokas Sun 9/3 kl. 20:00 aukas Lau 15/3 kl. 20:00 aukas Nýtt íslenskt verk eftir ungskáldið Tyrfing Tyrfingsson. Aðeins þessar sýningar! Kynfræðsla Pörupilta (Litla sviðið) Sun 23/3 kl. 20:00 Sun 30/3 kl. 20:00 Fræðandi uppistand Pörupilta um það sem allir eru að spá í ÍD: Þríleikur (Stóra sviðið) Sun 9/3 kl. 20:00 lokas Íslenski dansflokkurinn sýnir þrjú ný verk á kvöldinu Þríleikur. Lokasýning Furðulegt háttalag hunds um nótt – Frumsýning í kvöld! HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS leikhusid.is Englar alheimsins (Stóra sviðið) Sun 9/3 kl. 19:30 78.sýn Sun 23/3 kl. 19:30 81.sýn Lau 29/3 kl. 19:30 Aukas. Mið 19/3 kl. 19:30 77.sýn Mið 26/3 kl. 19:30 Aukas. Sun 30/3 kl. 20:00 Lokas. Veilsa aldarinnar - leikrit ársins 2013. Síðustu sýningar! SPAMALOT (Stóra sviðið) Lau 8/3 kl. 19:30 Aukas. Sun 16/3 kl. 16:00 Aukas. Fös 28/3 kl. 19:30 15.sýn Mið 12/3 kl. 19:30 7.sýn Fim 20/3 kl. 19:30 11.sýn Fim 3/4 kl. 19:30 16.sýn Fim 13/3 kl. 19:30 8.sýn Fös 21/3 kl. 19:30 12.sýn Fös 4/4 kl. 19:30 17.sýn Fös 14/3 kl. 19:30 9.sýn Lau 22/3 kl. 19:30 13.sýn Lau 5/4 kl. 19:30 18.sýn Lau 15/3 kl. 19:30 10.sýn Fim 27/3 kl. 19:30 14.sýn Dásamleg, fáránleg della - óbærilega fyndinn nýr söngleikur! Svanir skilja ekki (Kassinn) Lau 8/3 kl. 19:30 5.sýn Sun 16/3 kl. 19:30 Aukas. Fös 28/3 kl. 19:30 12.sýn Mið 12/3 kl. 19:30 Aukas. Fim 20/3 kl. 19:30 9.sýn Fim 3/4 kl. 19:30 14.sýn Fim 13/3 kl. 19:30 6.sýn Fös 21/3 kl. 19:30 10.sýn Fös 4/4 kl. 19:30 15.sýn Fös 14/3 kl. 19:30 7.sýn Lau 22/3 kl. 19:30 11.sýn Lau 5/4 kl. 19:30 16.sýn Lau 15/3 kl. 19:30 8.sýn Fim 27/3 kl. 19:30 13.sýn Sun 13/4 kl. 19:30 17.sýn Nýtt verk eftir Auði Övu Ólafsdóttur um undarlegt eðli hjónabandsins. Áfram Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn) Fim 13/3 kl. 20:00 33.sýn Fös 21/3 kl. 19:30 38.sýn Fim 27/3 kl. 20:00 Fös 14/3 kl. 20:00 34.sýn Fös 21/3 kl. 22:30 39.sýn Fös 28/3 kl. 20:00 Fös 14/3 kl. 22:30 35.sýn Lau 22/3 kl. 19:30 Aukas. Lau 29/3 kl. 20:00 Mið 19/3 kl. 20:00 36.sýn Lau 22/3 kl. 22:30 Aukas. Fim 20/3 kl. 19:30 37.sýn Mið 26/3 kl. 20:00 Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! ÓVITAR (Stóra sviðið) Sun 9/3 kl. 13:00 Lokas. Sun 23/3 kl. 13:00 Aukas. Lokasýning - uppselt. Aukasýning komin í sölu! Karíus og Baktus (Kúlan) Lau 8/3 kl. 13:30 Lau 15/3 kl. 13:30 Lau 8/3 kl. 15:00 Lau 15/3 kl. 15:00 Það miklu betra að hitta Karíus og Baktus í leikhúsinu en að hafa þá í munninum. Pétur og úlfurinn (Brúðuloftið) Sun 9/3 kl. 16:00 Lau 15/3 kl. 13:00 Lau 15/3 kl. 14:30 Undurfalleg og hrífandi sýning Aladdín (Brúðuloftið) Lau 22/3 kl. 13:00 16.sýn Lau 29/3 kl. 13:00 18.sýn Lau 5/4 kl. 13:00 20.sýn Lau 22/3 kl. 16:00 17.sýn Lau 29/3 kl. 16:00 19.sýn Lau 5/4 kl. 16:00 21.sýn 1001 galdur - brúðuleiksýning fyrir 4ra til 94 ára. Allra síðustu sýningar. SVANIR SKILJA EKKI –„Bráðfyndin og skemmtileg sýning...“ Fréttablaðið ★★★★ – SGV, Mblamlet Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is Stóru börnin (Aðalsalur) Fim 20/3 kl. 20:00 Lau 22/3 kl. 20:00 Fös 21/3 kl. 20:00 Sun 23/3 kl. 20:00 AUKASÝNINGAR - Númerið sæti Trúðanámskeið (Aðalsalur) Mán 10/3 kl. 18:00 Þri 11/3 kl. 18:00 Mið 12/3 kl. 18:00 Lúkas (Aðalsalur) Sun 9/3 kl. 20:00 Aukasýning Sun 16/3 kl. 20:00 SÍÐUSTU SÝNINGAR Horn á höfði (Aðalsalur) Sun 9/3 kl. 13:00 Sun 16/3 kl. 13:00 Eldklerkurinn (Aðalsalur) Fim 13/3 kl. 20:00 SÍÐUSTU SÝNINGAR Fyrirgefðu ehf. (Aðalsalur) Lau 8/3 kl. 20:00 Lau 15/3 kl. 20:00 Fös 14/3 kl. 20:00 Sun 30/3 kl. 20:00 Aukablað alla þriðjudaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.