Morgunblaðið - 08.03.2014, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2014
herra, Katrínu Júlíusdóttur, er undir
sömu sökina seld. Þar er gengið út frá
því að hægt sé að loka einni flugbraut
af þremur og byggja þar mörg hundr-
uð íbúðir.
Það sama á hér við og um fyrirhug-
aða byggð við Hlíðarfót á Valssvæð-
inu, að Skerjafjarðarbyggðin verður
ekki reist nema norðaustur-suðvest-
urbrautinni verði lokað.
Þessi áform eru ábyrgðarhluti
enda er ekki búið að meta hvort blind-
flugsþjónusta skerðist vegna byggðar
í Skerjafirði, þannig að það þurfi með
einhverjum öðrum leiðum að veita
hana. Það er þekkt að þegar mann-
virki eru reist nærri brautarstefnu og
blindflugsaðflugi hefur byggðin áhrif
á nákvæmni aðflugsgeislans í blind-
flugi. Þetta getur því sett strik í reikn-
ing blindflugs.“
Notuð þegar mest á reynir
Að sögn Sigurðar Inga verður flug-
völlurinn miklu lakari eftir lokun NA-
SV-brautarinnar. Öryggishlutverk
vallarins muni enda skerðast.
„Umræða um að brautin sé lítið
notuð er villandi. Hún er eingöngu
notuð þegar til hennar þarf að taka
vegna þess að hinar flugbrautirnar
geta ekki tekið við umferð vegna veð-
urs. Það gerir í raun ekkert gagn að
opna sambærilega flugbraut á Kefla-
víkurflugvelli. Því má líkja við að vera
með betra varadekk í öðrum bíl.
Áhættunni sem fylgir því að loka litlu
flugbrautinni í Reykjavík verður ekki
afstýrt með því að opna sambærilega
flugbraut annars staðar. Verði það
gert mun skapast svonefndur heima-
vallarþrýstingur á Reykjavíkurflug-
velli. Þegar lenda þarf á varaflugvelli
riðlast öll dagskrá, flugáætlun fer úr
skorðum og það fellur til ýmis auka-
kostnaður. Það verður því ætíð þrýst-
ingur á að koma með áætlunarvélar í
heimahöfn. Það verður til þess að
menn munu reyna jafnvel ítrekað
lendingu við skilyrði sem eru á ystu
nöf. Það hlýtur að auka slysahættu,
sama hvað er gert annars staðar.
Það sama gildir um sjúkraflugið.
Það verður reynt að lenda við ýtrustu
skilyrði í Reykjavík. Ef það tekst ekki
þarf að fara með sjúkling til Keflavík-
ur og flytja hann til Reykjavíkur land-
leiðina. Það getur verið vandasamt.
Reykjanesbrautin hefur verið veikur
hlekkur í þeim veðrum sem NA-SV-
flugbrautin þjónar. Hún þjónar hlut-
verki sínu vel í vondum útsynnings-
beljanda annars vegar og í norðaust-
anbáli hins vegar,“ segir Sigurður.
Mun auka líkur á flugslysum
Forseti Flugmálafélags Íslands gagnrýnir áform um lokun NA-SV-brautar á Reykjavíkurflugvelli
Önnur öryggisbraut í Keflavík geti aldrei komið í staðinn NA-SV-brautin sé mikilvæg í illviðrum
Morgunblaðið/RAX
Í fluginu Sigurður Ingi Jónsson, forseti Flugmálafélags Íslands, telur það munu draga úr öryggi Reykjavíkur-
flugvallar ef norðaustur-suðvestur-brautin verður lokuð. Það er forsenda nýs hverfis á Valssvæðinu að hún víki.
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Gangi áform eftir um lokun norðaust-
ur-suðvesturbrautarinnar er einsýnt
að líkur á flugslysum á Reykjavíkur-
flugvelli muni aukast.
Þetta segir Sigurður Ingi Jónsson,
forseti Flugmálafélags Íslands, en af-
lagning brautarinnar er forsenda fyr-
irhugaðrar uppbyggingar allt að 850
íbúða á Valssvæðinu en til stendur að
hefja framkvæmdir á árinu.
Fram kom í samtali Morgunblaðs-
ins við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur
innanríkisráðherra fyrir helgi að til
stæði að opna nýja öryggisbraut í
Keflavík fyrir lok þessa árs og kæmi
hún í stað NA-SV-brautarinnar.
Sigurður Ingi situr í svonefndri
áhættumatsnefnd sem Isavia setti á
laggirnar til að meta áhrifin af lokun
brautarinnar. „Það er þekkt að ef
NA-SV-brautinni verður lokað mun
Reykjavíkurflugvöllur ekki lengur
uppfylla lágsmarksviðmið um not-
hæfisstuðul eins og hann er framsett-
ur í reglugerðum um flugvelli á Ís-
landi. Sú reglugerð er í raun
innleiðing á reglugerð Alþjóðaflug-
málastofnunarinnar (ICAO). Nothæf-
isstuðull vallarins fer þannig vel undir
95% viðmiðunarmörk ICAO.“
Viðmiðin verði ófullnægjandi
Sigurður Ingi segist hafa komið
þessum sjónarmiðum á framfæri á
fundi með sameiginlegum stýrihópi
borgar, ríkis og Icelandair Group,
undir forystu Rögnu Árnadóttur.
„Ég gagnrýndi þar að Dagur B.
Eggertsson [formaður borgarráðs]
skyldi hafa það í gegn að núllviðmið,
eða grunnviðmið, fyrir miðstöð innan-
landsflugs yrði Reykjavíkurflugvöllur
með tvær flugbrautir.
Ég gagnrýndi harðlega að grunn-
viðmið fyrir miðstöð innanlandsflugs
á Íslandi skuli vera lausn sem upp-
fyllir ekki reglugerðir á Íslandi eða al-
þjóðleg viðmið. Lokun litlu flugbraut-
arinnar (NA-SV) mun hafa í för með
sér að flugvöllurinn fer undir alþjóð-
leg lágmarksviðmið. Það er ekkert
sem breytir því.“
Sigurður Ingi telur að fyrirhuguð
byggð í Skerjafirði geti dregið enn
frekar úr flugöryggi, en þar er gert
ráð fyrir allt að 800 íbúðum.
„Byggðin í Skerjafirði sem kveðið
er á um í samningi Dags B. Eggerts-
sonar við þáverandi fjármálaráð-
Eins og rakið er í grein hér fyrir
neðan lagði Isavia mat á afleið-
ingar þess að loka NA-SV-brautinni
fyrir sjúkraflug.
Bréfið er undirritað af Birni Óla
Haukssyni, forstjóra Isavia.
Sigurður Ingi Jónsson, forseti
Flugmálafélags Íslands, telur að-
ferðafræði Isavia við þetta mat
svo gallaða að hún hjóti að kalla á
afsögn Björns Óla úr embætti.
Við vinnslu skýrslu Isavia sé
stuðst við forsendur sem stangist
á við gildandi reglugerð um flug-
velli. „Tiltekið er að verið sé að
reikna nothæfisstuðul fyrir þá teg-
und flugvéla sem notaðar eru við
sjúkraflug hér á landi, Beechcraft
King Air B200. Í útreikningum fyr-
ir Keflavík er stuðst við 25 hnúta
hliðarvind allt árið. Í Reykjavík eru
það 25 hnútar tímabilið frá apríl
til september og 15 hnútar tíma-
bilið frá nóvember til mars. Ekki er
minnst á skýjahæð eða skyggni.
Viðmiðunarflugtaksvegalengd um-
ræddra flugvéla er undir 1.200 m.
Því hefði, samkvæmt reglugerð
464/2007, átt að reikna nothæfis-
stuðul miðað við 10 hnúta hliðar-
vindsstuðul. Til viðmiðunar hefði
einnig mátt reikna nothæfisstuðul
með 13 hnúta hliðarvindsstuðul,
en 15 og 25 hnúta útreikningar
hafa ekkert gildi í þessu sam-
hengi. Þeir eru í besta falli mis-
lukkuð leið til að fegra niður-
stöður, en geta í versta falli ógnað
öryggi farþega, sjúklinga og
áhafna verði stuðst við þessi gögn
til þess að réttlæta lokun norð-
austur-suðvesturbrautarinnar,“
segir Sigurður Ingi.
„Það eru lágmarkskröfur til
rekstraraðila flugvalla að stuðst sé
við viðurkennt alþjóðlega sam-
þykkt verklag og gildandi lög og
reglugerðir á Íslandi þegar unnar
eru skýrslur sem tengjast tilvist
flugvallarins til frambúðar.
Flugmálafélag Íslands fer fram á
að umrædd skýrsla verði gerð
ómerk og merkt sem slík í skjala-
söfnum. Einnig, ef unnin verði ný
skýrsla um nothæfisstuðul Reykja-
víkurflugvallar og Keflavíkur-
flugvallar, þá verði þær sjálfstæðar
fyrir hvorn flugvöll og unnar af
fagaðilum í samræmi við gildandi
lög og reglugerðir.“
Forstjóri Isavia segi af sér
KRAFA FORSETA FLUGMÁLAFÉLAGSINS
Föstudaginn 13. desember sl. sendi
Isavia innanríkisráðuneytinu bréf
þar sem tilgreindar voru niður-
stöður úr mati á afleiðingum lok-
unar NA-SV flugbrautar Reykja-
víkurflugvallar fyrir sjúkraflug.
Matið var gert að beiðni ráðu-
neytisins og var jafnframt óskað
eftir því að metin yrði þörf fyrir að
„opna samsvarandi flugbraut á
Keflavíkurflugvelli með það fyrir
augum að tryggja megi a.m.k.
óbreytta þjónustu vegna flugvéla
sem notaðar eru til sjúkraflugs“.
„Niðurstaðan er að nothæfis-
stuðull tveggja flugbrauta á hvor-
um flugvelli er umtalsvert hærri en
nothæfisstuðull Reykjavíkur-
flugvallar í núverandi mynd með
þremur flugbrautum. Því er ljóst að
opnun [innsk. nýrrar] flugbrautar á
Keflavíkurflugvelli í þessu skyni er
óþörf aðgerð og yrði fjármunum
ríkisins betur varið til annarra
þarfa, t.d. til aukningar á notkunar-
stuðli flugvalla utan höfuðborgar-
svæðisins.“
Ástand flugbrauta á Keflavíkur-
flugvelli er sagt yfirleitt gott allt
árið, en að í Reykjavík séu meiri
líkur á takmörkunum vegna hálku
að vetri til. Nothæfisstuðull
Reykjavíkurflugvallar með 2 braut-
ir er 94,3% frá nóv. til mars en
97,5% yfir árið. Séu 3 brautir á vell-
inum eru hlutföllin 97,5% og 98,9%.
Sé stuðull 2 brauta í Reykjavík og 2
brauta í Keflavík lagður saman eru
hlutföllin 99% og 99,5%
Telur opnun nýrrar
brautar í Keflavík óþarfa
Morgunblaðið/RAX
Valssvæðið úr lofti Knatthús á að
rísa gegnt Vodafone-höllinni.