Morgunblaðið - 08.03.2014, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.03.2014, Blaðsíða 1
HNÖKRALAUST FLÆÐI OG SAMSPIL BÝR TIL HRÚTA ÚR BIRKI OG ULL ÁGÚSTA GUÐRÚN 10HJALTALÍN Í ÓSLÓ 56 Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Senegal-flúra Seiðin dafna vel í eldisstöð Stolt Sea Farm við Hafnir á Reykjanesi.  Stolt Sea Farm sem byggt hefur upp mikla eldisstöð fyrir senegal- flúru á Reykjanesi er að athuga möguleika á uppbyggingu á ann- arri fiskeldisstöð hér á landi. Hall- dór Óskar Sigurðsson fram- kvæmdastjóri getur ekki gefið frekari upplýsingar um áformin en telur áhuga norska fyrirtækisins ákveðna viðurkenningu á rekstr- arumhverfinu hér á landi. Sam- starfið hafi gengið vel. Eldisstöðin á Reykjanesi er ein stærsta yfirbyggða landeldisstöð í heimi og allavega stærsta flúrueld- isstöð heims. Þar eru nú 1.250 þús- und seiði í eldi. Áætlað er að slátr- un hefjist í október og framleiðslan verði komin á fullt um áramót. »24 Stolt Sea Farm hug- ar að nýrri fiskeld- isstöð á Íslandi Málskostnaður Más » Már höfðaði mál gegn Seðlabankanum til að hnekkja ákvörðun kjararáðs. » Hæstiréttur sýknaði bank- ann og ákvað að málskostn- aður félli niður. Seðlabankinn greiddi engu að síður máls- kostnað Más. Baldur Arnarsson Helgi Bjarnason Stefán Gunnar Sveinsson Seðlabankinn gerði kröfu um það í máli Más Guðmundssonar seðla- bankastjóra gegn bankanum að Már bæri allan málskostnað. Þrátt fyrir það greiddi bankinn kostnað Más, sem nam um 3,5 milljónum króna, samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins. Áætla má því að heildar- kostnaður bankans hafi verið um tvöfalt hærri, eða á bilinu 7-10 millj- ónir króna. Lára V. Júlíusdóttir, þáverandi formaður bankaráðs Seðlabankans, sagði í yfirlýsingu í gær að hún hefði tekið ákvörðunina um að bankinn myndi greiða málskostnað Más, en hún segir í samtali við Morgunblaðið að hún telji sig hafa haft stuðning meirihluta bankaráðsins fyrir ákvörðun sinni. Ragnar Árnason, prófessor og fulltrúi í bankaráði þá og nú, segist eiga von á því að núverandi bankaráð muni taka málið til skoðunar. Ólöf Nordal, formaður bankaráðs, segir að bankaráðið þurfi að afla upplýs- inga áður en hún geti tjáð sig. Málið hafi aldrei komið inn á borð núver- andi bankaráðs og ekki verið rætt þar. Ekki náðist í Bjarna Benedikts- son fjármálaráðherra vegna málsins en samkvæmt heimildum blaðsins er málið í skoðun í ráðuneytinu. Var krafinn um kostnað  Heildarkostnaður Seðlabankans vegna dómsmálsins á bilinu 7-10 milljónir  Þáverandi formaður bankaráðs ákvað greiðsluna  Málið til skoðunar í ráðinu MMál Más verði tekið fyrir »4 Morgunblaðið/Þórður Blóð Enn má greina ummerki at- burðana í Hraunbæ í lok árs 2013. Rúmum þremur mánuðum eftir skot- bardaga lögreglu í Árbæ eru enn um- merki eftir aðgerðirnar á stigagang- inum í Hraunbænum þar sem hinn látni bjó. Blóð er á veggjum og í teppi. Lögreglan var búin að skjóta tölu- verðu magni af gasi inn í íbúðina skömmu áður en farið var inn og var því ekki hægt að gera að sárum skot- mannsins inni í íbúðinni. Var hann borinn helsærður niður í anddyrið þar sem sjúkraflutningamenn reyndu að bjarga lífi hans. Þremur mánuðum síðar er stigagangurinn við Hraunbæ 20 enn litaður af atburðunum. Tekist hefur verið á um það bak við tjöldin hver eigi að bera kostn- aðinn, en að skipta um teppi í stiga- gangi í nálægu húsi árið 2009 kostaði rúma hálfa milljón króna. Tvær vikur eru síðan Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari fékk öll gögn frá tæknideild lögreglunnar, að því er fram kemur í Sunnudags- blaði Morgunblaðsins í dag. Ummerki enn í Hraunbæ  Þrír mánuðir liðnir frá Hraunbæjarmálinu  Lítið hreins- unarstarf farið fram  Ríkissaksóknari fer með málið Áætlað er að um fjögur þúsund ungmenni hafi skemmt sér saman í Laugardalshöll í gærkvöldi. Skemmtunin er hluti af árlegri hátíð Samfés, samtaka félagsmiðstöðva, og er nefnd SamFest- ingurinn. Ungmennaráð Samfés valdi atriðin og í gærkvöldi hélt Kaleo uppi stuðinu ásamt öðrum hljómsveitum og plötusnúðum. Söngkeppni Sam- fés er í kvöld. Þar keppa ungmenni af öllu land- inu, alls 30 atriði, um sigurlaunin. Fjölsóttur SamFestingur í Höllinni Morgunblaðið/Árni Sæberg Stærsta unglingaskemmtun landsins haldin um helgina  Sigurður Ingi Jónsson, forseti Flugmálafélags Íslands, telur Isavia hafa not- ast við gallaða aðferðafræði við mat á afleið- ingum lokunar norðaustur- suðvestur- flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Isavia hafi notast við „mislukkaða leið til að fegra niðurstöður“ um afleiðing- arnar. Því beri Birni Óla Hauks- syni, forstjóra Isavia, að segja af sér. »18 Fer fram á afsögn forstjóra Isavia Sigurður Ingi Jónsson „RÚV á að vera mannúðleg stofnun þar sem jafnrétti er í hávegum haft; það á ríkja gagnvart starfsfólki, við- mælendum í þáttum og umfjöllunar- efnum. Við eigum að stefna að jafnri stöðu kynjanna og landsmanna út frá búsetu. Ég vil efla starfsemi RÚV á landsbyggðinni,“ segir Magnús Geir Þórðarson, nýr út- varpsstjóri, m.a. í viðtali í Sunnu- dagsblaði Morgunblaðsins. Magnús Geir kemur til starfa í Efstaleiti eftir helgina, en hann hef- ur sem kunnugt er verið leikhús- stjóri Borgarleikhússins síðustu misseri. Hann segir að eitt af helstu áhersluatriðum sínum í starfi út- varpsstjóra verði „að opna samtalið um Ríkisútvarp- ið, inn á við og út á við. Ég vil að RÚV hvetji til umræðu og skoð- anaskipta, að starfsfólk hlusti á þjóðina og þannig hafi eigendur meira um starfsemina að segja. Ég vona að þetta leiði til aukinnar sáttar um Ríkisútvarpið og meiri uppbyggilegrar umræðu.“ Jafnrétti gagnvart starfs- fólki og viðmælendum RÚV Magnús Geir Þórðarson Stofnað 1913  57. tölublað  102. árgangur  L A U G A R D A G U R 8. M A R S 2 0 1 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.