Morgunblaðið - 08.03.2014, Page 1

Morgunblaðið - 08.03.2014, Page 1
HNÖKRALAUST FLÆÐI OG SAMSPIL BÝR TIL HRÚTA ÚR BIRKI OG ULL ÁGÚSTA GUÐRÚN 10HJALTALÍN Í ÓSLÓ 56 Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Senegal-flúra Seiðin dafna vel í eldisstöð Stolt Sea Farm við Hafnir á Reykjanesi.  Stolt Sea Farm sem byggt hefur upp mikla eldisstöð fyrir senegal- flúru á Reykjanesi er að athuga möguleika á uppbyggingu á ann- arri fiskeldisstöð hér á landi. Hall- dór Óskar Sigurðsson fram- kvæmdastjóri getur ekki gefið frekari upplýsingar um áformin en telur áhuga norska fyrirtækisins ákveðna viðurkenningu á rekstr- arumhverfinu hér á landi. Sam- starfið hafi gengið vel. Eldisstöðin á Reykjanesi er ein stærsta yfirbyggða landeldisstöð í heimi og allavega stærsta flúrueld- isstöð heims. Þar eru nú 1.250 þús- und seiði í eldi. Áætlað er að slátr- un hefjist í október og framleiðslan verði komin á fullt um áramót. »24 Stolt Sea Farm hug- ar að nýrri fiskeld- isstöð á Íslandi Málskostnaður Más » Már höfðaði mál gegn Seðlabankanum til að hnekkja ákvörðun kjararáðs. » Hæstiréttur sýknaði bank- ann og ákvað að málskostn- aður félli niður. Seðlabankinn greiddi engu að síður máls- kostnað Más. Baldur Arnarsson Helgi Bjarnason Stefán Gunnar Sveinsson Seðlabankinn gerði kröfu um það í máli Más Guðmundssonar seðla- bankastjóra gegn bankanum að Már bæri allan málskostnað. Þrátt fyrir það greiddi bankinn kostnað Más, sem nam um 3,5 milljónum króna, samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins. Áætla má því að heildar- kostnaður bankans hafi verið um tvöfalt hærri, eða á bilinu 7-10 millj- ónir króna. Lára V. Júlíusdóttir, þáverandi formaður bankaráðs Seðlabankans, sagði í yfirlýsingu í gær að hún hefði tekið ákvörðunina um að bankinn myndi greiða málskostnað Más, en hún segir í samtali við Morgunblaðið að hún telji sig hafa haft stuðning meirihluta bankaráðsins fyrir ákvörðun sinni. Ragnar Árnason, prófessor og fulltrúi í bankaráði þá og nú, segist eiga von á því að núverandi bankaráð muni taka málið til skoðunar. Ólöf Nordal, formaður bankaráðs, segir að bankaráðið þurfi að afla upplýs- inga áður en hún geti tjáð sig. Málið hafi aldrei komið inn á borð núver- andi bankaráðs og ekki verið rætt þar. Ekki náðist í Bjarna Benedikts- son fjármálaráðherra vegna málsins en samkvæmt heimildum blaðsins er málið í skoðun í ráðuneytinu. Var krafinn um kostnað  Heildarkostnaður Seðlabankans vegna dómsmálsins á bilinu 7-10 milljónir  Þáverandi formaður bankaráðs ákvað greiðsluna  Málið til skoðunar í ráðinu MMál Más verði tekið fyrir »4 Morgunblaðið/Þórður Blóð Enn má greina ummerki at- burðana í Hraunbæ í lok árs 2013. Rúmum þremur mánuðum eftir skot- bardaga lögreglu í Árbæ eru enn um- merki eftir aðgerðirnar á stigagang- inum í Hraunbænum þar sem hinn látni bjó. Blóð er á veggjum og í teppi. Lögreglan var búin að skjóta tölu- verðu magni af gasi inn í íbúðina skömmu áður en farið var inn og var því ekki hægt að gera að sárum skot- mannsins inni í íbúðinni. Var hann borinn helsærður niður í anddyrið þar sem sjúkraflutningamenn reyndu að bjarga lífi hans. Þremur mánuðum síðar er stigagangurinn við Hraunbæ 20 enn litaður af atburðunum. Tekist hefur verið á um það bak við tjöldin hver eigi að bera kostn- aðinn, en að skipta um teppi í stiga- gangi í nálægu húsi árið 2009 kostaði rúma hálfa milljón króna. Tvær vikur eru síðan Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari fékk öll gögn frá tæknideild lögreglunnar, að því er fram kemur í Sunnudags- blaði Morgunblaðsins í dag. Ummerki enn í Hraunbæ  Þrír mánuðir liðnir frá Hraunbæjarmálinu  Lítið hreins- unarstarf farið fram  Ríkissaksóknari fer með málið Áætlað er að um fjögur þúsund ungmenni hafi skemmt sér saman í Laugardalshöll í gærkvöldi. Skemmtunin er hluti af árlegri hátíð Samfés, samtaka félagsmiðstöðva, og er nefnd SamFest- ingurinn. Ungmennaráð Samfés valdi atriðin og í gærkvöldi hélt Kaleo uppi stuðinu ásamt öðrum hljómsveitum og plötusnúðum. Söngkeppni Sam- fés er í kvöld. Þar keppa ungmenni af öllu land- inu, alls 30 atriði, um sigurlaunin. Fjölsóttur SamFestingur í Höllinni Morgunblaðið/Árni Sæberg Stærsta unglingaskemmtun landsins haldin um helgina  Sigurður Ingi Jónsson, forseti Flugmálafélags Íslands, telur Isavia hafa not- ast við gallaða aðferðafræði við mat á afleið- ingum lokunar norðaustur- suðvestur- flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Isavia hafi notast við „mislukkaða leið til að fegra niðurstöður“ um afleiðing- arnar. Því beri Birni Óla Hauks- syni, forstjóra Isavia, að segja af sér. »18 Fer fram á afsögn forstjóra Isavia Sigurður Ingi Jónsson „RÚV á að vera mannúðleg stofnun þar sem jafnrétti er í hávegum haft; það á ríkja gagnvart starfsfólki, við- mælendum í þáttum og umfjöllunar- efnum. Við eigum að stefna að jafnri stöðu kynjanna og landsmanna út frá búsetu. Ég vil efla starfsemi RÚV á landsbyggðinni,“ segir Magnús Geir Þórðarson, nýr út- varpsstjóri, m.a. í viðtali í Sunnu- dagsblaði Morgunblaðsins. Magnús Geir kemur til starfa í Efstaleiti eftir helgina, en hann hef- ur sem kunnugt er verið leikhús- stjóri Borgarleikhússins síðustu misseri. Hann segir að eitt af helstu áhersluatriðum sínum í starfi út- varpsstjóra verði „að opna samtalið um Ríkisútvarp- ið, inn á við og út á við. Ég vil að RÚV hvetji til umræðu og skoð- anaskipta, að starfsfólk hlusti á þjóðina og þannig hafi eigendur meira um starfsemina að segja. Ég vona að þetta leiði til aukinnar sáttar um Ríkisútvarpið og meiri uppbyggilegrar umræðu.“ Jafnrétti gagnvart starfs- fólki og viðmælendum RÚV Magnús Geir Þórðarson Stofnað 1913  57. tölublað  102. árgangur  L A U G A R D A G U R 8. M A R S 2 0 1 4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.