Morgunblaðið - 08.03.2014, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.03.2014, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2014 Nú er komið í ljós að sú ráðstöfunað skipa nefnd til að kanna möguleg flugvallarstæði í Reykjavík var aðeins til þess gerð að hjálpa nú- verandi borgaryfirvöldum við að koma óvinsælu stefnumáli út úr um- ræðunni. Borgin afhjúpaði sig þegar í ljós kom að þrátt fyrir að nefndin væri að störfum væri ákveðið að reisa byggingar á einni af flug- brautum Reykjavíkurflugvallar fyr- ir árslok.    Friðrik Pálsson, formaður sam-takanna Hjartans í Vatnsmýr- inni, bendir á að nú standi til „að þrengja að flugvellinum smátt og smátt með því að skipuleggja byggð hér og þar í kringum hann þangað til að hægt verði að lýsa því yfir að hann standist ekki lengur kröfur“ til flugvalla.    Og Björgólfur Jóhannsson, for-stjóri Icelandair Group, segir „hreint með ólíkindum að sjá borg- ina vinna í þessa átt, á sama tíma og Icelandair Group og vonandi ríkið eru heilshugar að vinna að úttekt á valkostum fyrir innanlandsflug með tilheyrandi kostnaði“.    Björgólfur segir einnig: „Mannisýnist sem nefndin sé í raun að- eins málamyndagerningur og e.t.v. leið til þess að losna við umfjöllun um málið fyrir kosningar á komandi vori. Allir heilvita menn sjá að borg- in er ekki að vinna í þessari nefnd með það í huga að það sé valkostur að Vatnsmýrin sé miðstöð innan- landsflugs fyrir Reykjavík.“    Meirihlutinn í borginni ætlar aðhalda sínu striki og flytja völl- inn í burtu hvað sem samkomulagi líður. En ætlar minnihlutinn líka að hunsa meirihluta borgarbúa? Blekkingar borgarinnar STAKSTEINAR Veður víða um heim 7.3., kl. 18.00 Reykjavík 3 skýjað Bolungarvík 2 skýjað Akureyri -1 léttskýjað Nuuk -8 snjóél Þórshöfn 4 skýjað Ósló 5 skúrir Kaupmannahöfn 6 heiðskírt Stokkhólmur 6 þoka Helsinki 2 skýjað Lúxemborg 12 heiðskírt Brussel 12 heiðskírt Dublin 8 léttskýjað Glasgow 5 léttskýjað London 15 léttskýjað París 13 heiðskírt Amsterdam 11 léttskýjað Hamborg 12 heiðskírt Berlín 10 heiðskírt Vín 7 skýjað Moskva 5 heiðskírt Algarve 18 heiðskírt Madríd 17 heiðskírt Barcelona 15 heiðskírt Mallorca 18 heiðskírt Róm 15 léttskýjað Aþena 15 skýjað Winnipeg -11 snjókoma Montreal -8 léttskýjað New York -1 alskýjað Chicago -3 skýjað Orlando 15 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 8. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:11 19:07 ÍSAFJÖRÐUR 8:19 19:09 SIGLUFJÖRÐUR 8:02 18:52 DJÚPIVOGUR 7:41 18:36 Karl Guðmundsson, leik- ari og þýðandi, lést mánudaginn 3. mars síð- astliðinn. Hann var 89 ára að aldri. Karl fæddist 28. ágúst 1924 í Reykjavík. For- eldrar hans voru Guð- mundur S. Guðmunds- son, vélstjóri og einn af stofnendum Hampiðj- unnar og forstjóri henn- ar til dauðadags, og Lára Jóhannesdóttir húsfrú. Karl útskrifaðist sem stúdent frá MR árið 1944 nam við Handíða- og myndlistaskól- ann. Hann útskrifaðist frá Royal Aca- demy of Dramatic Art í Lundúnum árið 1952. Við heimkomu sína hóf Karl þegar störf sem leikari og starfaði hann mestalla starfsævi sína hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Lék hann í um það bil 100 leikverkum fyrir leikfélagið, en tók einnig þátt í sýningum hjá Þjóð- leikhúsinu, Grímu, Leiksmiðjunni og Nemendaleikhúsi LÍ. Þá lék hann og las upp í Ríkisútvarpinu um árabil. Karl varð fljótt landsþekkt eft- irherma og skemmtikraftur. Líkti hann eftir samtíðarmönnum sínum, einkum stjórnmálamönn- um. Meðal þeirra sem hann hermdi eftir má nefna þá Halldór Kiljan Laxness og Bjarna Bene- diktsson eldri. Karl lék í nokkrum kvikmyndum síðustu árin, og má þar nefna myndirnar Brúð- gumann, Sveitabrúð- kaup, Punktur, punktur, komma, strik og For- eldrar. Karl var mikilvirkur þýðandi og orðsnillingur, en hann þýddi á ævi sinni ótal mörg leikrit og ljóð. Listinn yfir þá höfunda sem Karl þýddi er langur, en þar má meðal annars nefna þá Ari- stófanes, Seamus Heaney, Federico Garcia Lorca, Moliére og Ionescu- .Fyrir síðustu jól kom út á prenti þýð- ing Karls á leikritinu Morð í dóm- kirkju eftir T.S. Eliot. Þýðingar Karls á ljóðum birtust oft í Lesbók Morg- unblaðsins. Einnig starfaði Karl við leikstjórn og kennslu. Eiginkona Karls var Guðrún Ámundadóttir en hún lést árið 1997. Karl skilur eftir sig tvær dætur, fóst- urdóttur, átta barnabörn og fimm barnabarnabörn. Andlát Karl J. Guðmundsson, leikari og þýðandi Óháð ráðgjöf til fyrirtækja Firma Consulting gerir fyrirtækjum tilboð í eftirfarandi þjónustu: • Kaup, sala og sameining. • Verðmat fyrirtækja. • Samningaviðræður, samningagerð • Áætlanagerð. • Fjárhagsleg endurskipulagning. • Samningar við banka. • Rekstrarráðgjöf. Firma Consulting, Þingasel 10, 109 Reykjavík. Símar: 820-8800 og 896-6665. Fax 557-7766 info@firmaconsulting.is, www.firmaconsulting.is Búðarhálsstöð, nýjasta aflstöð Landsvirkjunar, var gangsett í gær. Stöðin framleiðir rafmagn inn á landsnetið. Ákveðið var að ráðast í virkjunina vegna samninga við Rio Tinto Alcan vegna áforma um aukna framleiðslu í álverinu í Straumsvík. Búðarhálsstöð er á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu og verður rekin samhliða öðrum aflstöðvum Lands- virkjunar þar. Uppsett afl hennar er 95 megavött. Með Búðarhálsvirkjun er virkjað áður ónýtt 40 metra fall vatns í Tungnaá úr frávatni Hraun- eyjafossvirkjunar að Sultar- tangalóni. Þar með er virkjað allt fall vatnsins sem rennur frá Þór- isvatni og alveg niður fyrir Búrfell. Aflstöðin hefur verið reynslu- keyrð undanfarnar vikur en hún var tengd við kerfi Landsnets í des- ember. Byggingarkostnaður hefur ekki verið gerður upp enda eftir að ljúka frágangi en kostnaður var áætl- aður í upphafi 240 milljónir Banda- ríkjadala eða sem svarar til 27 milljarða króna. helgi@mbl.is Nýjasta aflstöð Lands- virkjunar gangsett Ljósmynd/Hörður Sveinsson Gangsetning Bjarni Benediktsson og Ragnheiður Elín Árnadóttir gang- settu Búðarhálsstöð með aðstoð Dags Georgssonar, Harðar Arnarsonar og Guðlaugs Þórarinssonar, stjórnenda hjá Landsvirkjun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.