Morgunblaðið - 08.03.2014, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.03.2014, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2014 Sölusýning í dag frá kl. 10 til 16. Í dag efnum við til sölusýningar í verslun okkar í Nóatúni 4. Þar gefst tækifæri til að skoða allt það nýjasta sem við bjóðum, m.a. flexInduction spanhelluborð sem veitir umtalsvert frelsi við eldamennskuna, kæliskápa með tækni sem tryggir lengur ferskleika grænmetis og ávaxta, i-Dos þvottavélar sem skammta þvottaefnið sjálfar, þvottavélar með sérkerfi fyrir útivistarfatnað, þurrkara með sjálfhreinsandi rakaþétti og fleira og fleira. Fjöldi tilboða í tilefni dagsins. Veittur verður verulega góður afsláttur. Látið sjá ykkur og njótið dagsins með okkur. Það verður heitt á könnunni! Sölusýning Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tók í gær þátt í utanríkisráðherrafundi Norður- landanna, Eystrasaltsríkjanna og Visagrad- ríkjanna Póllands, Slóvakíu, Tékklands og Ung- verjalands. Málefni Úkraínu, öryggis- og varn- armál, orkumál og samgöngumál voru aðalumfjöllunarefni fundarins. Gunnar Bragi segir í tilkynningu utanrík- isráðuneytisins að áríðandi sé að diplómatískar leiðir finnist til að miðla málum í Úkraínu og fagnar því að samtöl hafi átt sér stað milli evr- ópskra, bandarískra og rússneskra ráðamanna síðustu daga. „Það vekur ugg að rússnesk stjórn- völd skuli hegða sér með þessum hætti. Friður og öryggi í stórum hluta Evrópu er í húfi. Það hefur komið skýrt fram á þessum fundi að vinir okkar í Eystrasaltsríkjunum og Mið-Evrópu telja þróunina mjög hættulega og þeir óttast um ör- yggi sinna ríkja. Þetta eru okkar bandalagsríki innan Atlantshafsbandalagsins og við tökum áhyggjur þeirra mjög alvarlega,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson ennfremur. Friður og öryggi stórs hluta Evrópu er í húfi  Utanríkisráðherrar funduðu í Eistlandi um Úkraínu AFP Fundað Gunnar Bragi Sveinsson ásamt Erkki Tuomioja, utanríkisráðherra Finna, á fundinum. Samstöðufundur til að mótmæla fyrirætlun ríkis- stjórnarinnar um að draga umsókn að ESB til baka og krefjast þjóð- aratkvæða- greiðslu um fram- haldið verður haldinn á Aust- urvelli kl. 15 í dag. Um 8.000 manns mættu á slíkan fund fyrir viku. Að sögn Sifjar Traustadóttur, eins skipuleggjenda fundarins, verða ræðumenn Ólafur Stefánsson handboltaþjálfari, Jón Kalman Stefánsson rithöfundur og Margrét Kristmannsdóttir, formaður Sam- taka verslunar og þjónustu. „Við finnum að það er mikill áhugi fyrir þessu og stuðningur. Í skoðanakönnum var yfir 80% og meirihluti í öllum flokkum fyrir því að það ætti að kjósa um áframhald- ið, óháð því hvort fólk er fylgjandi aðild eða ekki. Þetta er stórt hags- munamál fyrir Ísland og það er sjálfsagt að Íslendingar fái sjálfir að kjósa um þetta, líka svo það sé hægt að hætta að rífast um það. Það verður enginn friður fyrr en það er búið að útkljá það,“ segir Sif. Samstöðufundur í dag á Austurvelli Frá síðasta fundi. Páskabjórinn er nú kominn í Vín- búðirnar en alls verða sjö tegundir í sölu þetta árið. Salan hófst á öskudag og stendur til loka dymbilviku sem er síðasta vikan fyrir páska. Síðasti söludagur verður því laugardagurinn 19. apr- íl. Tegundirnar sjö af páskabjór þetta árið eru allar frá íslenskum framleiðendum. Þær eru: Víking páskabjór, Páskakaldi frá Brugg- smiðjunni, Víking Páska Bock, Páskagull frá Ölgerðinni, Gæð- ingur páskabjór, Jesús nr. 24 frá Borg og Þari páskabjór frá Brugg- húsi Steðja. Páskabjórinn er kominn í Vínbúðirnar Heimsókn Sigmundar Davíðs Gunn- laugssonar forsætisráðherra til Ed- monton í Kanada lýkur í dag. Í gær ávarpaði hann Viðskiptaráð Ed- monton og kynnti sér ferðamála- iðnaðinn og olíuiðnaðinn í Alberta- fylki. Hann átti einnig fund með menningarmálaráðherra fylkisins og hélt móttöku til heiðurs Vestur- Íslendingum á svæðinu, sem eru fjölmargir. Sigmundur átti á fimmtudag fund með borgarstjóra Edmonton, Don Iveson. Þar tilkynnti borg- arstjórinn að eftirleiðis yrði 6. mars ár hvert sérstakur Íslandsdagur. Afhenti hann Sigmundi Davíð árit- að skjal því til staðfestingar. Heimsókn forsætisráðherra hef- ur vakið mikla athygli í Kanada og kanadískir fjölmiðlar tekið fjölda viðtala. Sigmundur Davíð hefur í ræðum sínum vakið athygli á aukn- um samskiptum og viðskiptum Ís- lands og Kanada í kjölfar bættra flugsamgangna. Beint flug Ice- landair til Edmonton og fleiri borga í Kanada muni hafa þar mikið að segja og gefa tækifæri í ferða- mennsku, viðskiptum og samvinnu á sviði auðlindanýtingar. Ljósmynd/forsætisráðuneytið Kanada Sigmundur Davíð á fundi með Al- ison Redford, forsætisráðherra Alberta. 6. mars Íslands- dagur í Edmonton
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.