Morgunblaðið - 08.03.2014, Blaðsíða 44
44 MINNINGAR Afmæli
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2014
AKUREYRARKIRKJA | Hátíðar-
messa kl. 11. Prestar eru sr. Hildur Eir
Bolladóttir og sr. Svavar Alfreð Jóns-
son. Ragnheiður Skúladóttir leikhús-
stjóri prédikar. Kór Akureyrarkirkju
syngur. Organisti er Eyþór Ingi Jóns-
son. Sunnudagaskólinn hefst með
stund í Akureyrarkirkju kl. 11 og svo
færir hópurinn sig niður í Safnaðar-
heimilið. Umsjón sr. Sunna Dóra Möll-
er og Hjalti Jónsson. Kaffi og kleinur í
Safnaðarheimilinu að messu og
sunnudagaskóla loknum.
ÁRBÆJARKIRKJA | Fjölskylduguðs-
þjónusta kl. 11. Söngur, biblíusögur
og mikil gleði. Rebbi refur kemur í
heimsókn. Skólahljómsveit Árbæjar
og Breiðholts undir stjórn Snorra
Heimissonar leikur. Prestur sr. Þór
Hauksson ásamt Ingunni Björk Jóns-
dóttur djákna. Undirleikur Kjartan Jós-
efsson. Kaffi og safi að lokinni guðs-
þjónustu.
ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf kl.
11. Kristný Rós Gústafsdóttir djákni
annast samverustund sunnudaga-
skólans. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir
héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir
altari. Kór Áskirkju syngur, organisti
Magnús Ragnarsson. Gídeonfélagar
kynna útgáfustarf sitt. Kaffisopi að
messu lokinni. Sjá askirkja.is.
BESSASTAÐASÓKN | Sunnudaga-
skóli í Brekkuskógum 1 kl. 11. Umsjón
með stundinni hafa Fjóla og Finnur Sig-
urjón.
BORGARNESKIRKJA | Messa kl.
14. Altarisganga. Organisti Steinunn
Árnadóttir. Prestur Þorbjörn Hlynur
Árnason.
BRAUTARHOLTSKIRKJA Kjalar-
nesi | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Gunn-
ar Kristjánsson prédikar og þjónar fyrir
altari, Páll Helgason leikur á orgelið,
félagar úr Karlakór Kjalarness leiða
söng.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa kl.
11. Prestur sr. Gísli Jónasson, kór
Breiðholtskirkju syngur, organisti er
Örn Magnússon. Sunnudagaskóli á
sama tíma í umsjá Steinunnar Leifs-
dóttur. Kaffi, djús og ávextir í safnað-
arheimili á eftir.
BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa kl.
11. Lífleg samvera með bæn, lofgjörð
og fræðslu. Foreldrar, afar og ömmur
eru hvött til þátttöku með börnunum.
Guðsþjónusta kl. 14. Kór Bústaða-
kirkju syngur undir stjórn Jónasar Þór-
is kantors. Messuþjónar aðstoða.
Prestur sr. Pálmi Matthíasson. Mola-
sopi eftir messu.
DIGRANESKIRKJA | Messa og
sunnudagaskóli kl. 11. Prestur sr.
Gunnar Sigurjónsson. Organisti Sól-
veig Einarsdóttir. Kór Digraneskirkju.
Helgistund kl. 15. Prestur sr. Gunnar
Sigurjónsson. Hugleiðing og vitnis-
burður. Tónlist: Kór Digraneskirkju og
Sólveig Einarsdóttir.
DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Séra
Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar
og þjónar fyrir altari. Feðgarnir Björn Al-
exander Þorsteinsson og Þorsteinn
Siglaugsson lesa ritningarlestrana, en
Björn Alexander fermist nú í vor í Dóm-
kirkjunni. Barnastarfið: börnin koma í
kirkjuna en fara síðan í fylgd fræðara
upp á kirkjuloftið, samvera, sögur,
söngur og leikir. Ólafur Jón Magnús-
son og Sigurður Jón Sveinsson annast
barnastarfið. Dómkórinn syngur undir
stjórn Kára Þormars dómorganista.
EIÐAKIRKJA | Fyrsta sunnudag í
föstu er messa kl. 14. Kór kirkjunnar
undir stjórn Kristjáns Gissurarsonar,
organista leiðir almennan safnaðar-
söng. Prestur er Sigríður Rún Tryggva-
dóttir. Eftir messu er boðið upp á kaffi
í safnaðarheimili kirkjunnar.
FELLA- og Hólakirkja | Messa kl.
11. Séra Svavar Stefánsson þjónar
fyrir altari, Ólöf Margrét Snorradóttir,
guðfræðingur, prédikar. Kór Fella- og
Hólakirkju syngur og leiðir almennan
söng undir stjórn Guðnýjar Einarsdótt-
ur organista. Kirkjuvörður Kristín Ing-
ólfsdóttir. Sunnudagaskóli á sama
tíma í umsjá Hreins og Péturs, allir að
koma í búningi. Dýrfirðingamessa kl.
14.
FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnu-
dagaskóli kl. 11. Guðsþjónusta kl. 13.
Kór og hljómsveit kirkjunnar leiðir
sönginn undir stjórn Arnar Arnarsonar.
Skarphéðinn Þór Hjartarson leikur á pí-
anó og Guðmundur Pálsson á bassa.
Basar Kvenfélagsins verður í safnað-
arheimilinu að lokinni guðsþjónustu.
FRÍKIRKJAN Kefas | Sunnudaga-
skóli kl. 11 þar sem kennt verður um
örkina hans Nóa. Mikill söngur, brúðu-
leikrit og hressing í lokin.
FRÍKIRKJAN Reykjavík | Messa kl.
20. Tónlistarmennirnir Gunnar Gunn-
arsson, píanóleikari, Tómas R. Einars-
son, kontrabassaleikari og Ásgeir Ás-
geirsson, gítarleikari sjá um tónlistina
ásamt Sönghóp Fríkirkjunnar. Stundin
er í umsjón sr. Hjartar Magna Jóhanns-
sonar. Hugljúf kvöldstund á ljúfum nót-
um við kertaljós og hugleiðingar séra
Hjartar Magna. Kvöldmessurnar í Frí-
kirkjunni eru með léttu yfirbragði þar
sem tónlistin leikur stórt hlutverk.
GLERÁRKIRKJA | Messa kl. 11. Sr.
Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Kór
Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Val-
mar Väljaots. Sunnudagaskólinn kl.
11. Sameiginlegt upphaf í messu.
GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjón-
usta kl. 11. Séra Petrína Mjöll Jóhann-
esdóttir prédikar og þjónar fyrir altari.
Söngfjelagið syngur. Organisti: Hilmar
Örn Agnarsson. Sunnudagaskóli kl.
11 á neðri hæð. Prestur séra Vigfús
Þór Árnason. Umsjón hefur Þóra Björg
Sigurðardóttir. Undirleikari: Stefán
Birkisson.
GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti |
Guðsþjónusta og barnastarf í Guðríð-
arkirkju sunnudaginn 9. mars kl. 11.
Prestur sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson.
Organisti Ester Ólafsdóttir og kór Guð-
ríðarkirkju syngur. Barnastarf í umsjá
Aldísar R. Gísladóttur og Ruth Rúnars-
dóttur. Meðhjálpari Kristbjörn Árna-
son. Kirkjuvörður Ólafur Hjálmarsson.
Kaffisopi eftir messu.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Fjöl-
skylduguðsþjónusta og sunnudags-
kóli kl. 11. Barnakór Hafnarfjarðar-
kirkju syngur undir stjórn Helgu og
Önnu. Sunnudagaskólinn tekur þátt í
guðsþjónustunni. Umsjón hafa sr. Jón
Helgi, Arnór og Anna Elísa. Kaffisopi á
eftir.
HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11.
Sr. Birgir Ágeirsson prédikar og þjónar
fyrir altari. Félagar úr Mótettukór Hall-
grímskirkju syngja. Organisti er Hörður
Áskelsson. Barnastarf er á sama tíma
í umsjá Ingu Harðardóttur æskulýðs-
fulltrúa. Tónleikar Mótettukórs Hall-
grímskirkju kl. 17.
HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Kór
Menntaskólans við Hamrahlíð syngur
undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur.
Barnastarf í umsjá Arnars og Öllu Rún-
ar. Organisti Kári Allansson. Prestur
sr. Helga Soffía Konráðsdóttir.
HJALLAKIRKJA Kópavogi | Guðs-
þjónusta með passíusálmum kl. 11.
Sr. Halldór Reynisson þjónar. Félagar í
Kór Hjallakirkju syngja undir stjórn
Jóns Ólafs Sigurðssonar organista.
Aðalsafnaðarfundur strax að lokinni
guðsþjónustu. Sunnudagaskóli kl. 13.
HJÁLPRÆÐISHERINN Reykjavík |
Sameiginleg samkoma með Hjálpræð-
ishernum í Reykjanesbæ kl. 14.
Kommandör Peder Refsti talar og
kennir út frá efninu „Að gefa af hjarta“.
HÓLANESKIRKJA Skagaströnd |
„Drottinn gerðu hljótt í hjarta mínu“.
Uppskeruhátíð tónlistardaga kórs
Hólaneskirkju í máli og tónum, kl. 14.
Aðalheiður Þorsteinsdóttir organisti
og Anna Sigríður Helgadóttir söngkona
hafa um helgina verið með raddþjálf-
unarnámskeið fyrir kórinn. Fáum við
að njóta uppskerunnar með fjölbreyttri
tónlist, þar sem Sálmar 2013 skipa
stóran sess. Það verður tónlistarhátíð
með helgiathöfn sem séra Bryndís Val-
bjarnardóttir leiðir. Sunnudagaskólinn
er kl. 11. Veitingar eru í boði á eftir
samveru.
HVALSNESSÓKN | Æskulýðsmessa
í Safnaðarheimilinu í Sandgerði kl. 14.
Barnakórinn syngur, Áttundirnar
syngja. Barn borið til skírnar. Létt kaffi
eftir messu í boði unglinga. Eftir mess-
una verða stöðvar með föndri, perlum,
fræðslu um trú og tónlist o.fl. Prestur
sr. Sigurður Grétar Sigurðsson.
HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía |
Samkoma og brauðsbrotning kl. 11.
Ester Karin Jacobsen prédikar. Kaffi
og samfélag eftir samkomuna. Sam-
koma á ensku hjá Alþjóðakirkjunni kl.
14. English speaking service. Kvöld-
samkoma kl. 18. Helgi Guðnason pré-
dikar.
KEFLAVÍKURKIRKJA | Guðsþjón-
usta kl. 11. Gestir að þessu sinni eru
Oddfellowbræður og systur. Sr. Erla
Morgunblaðið/Sigurður Ægisso
Egilsstaðakirkja
Orð dagsins:
Freisting Jesú.
(Matt. 4)
Það var sam-
staða hjá ís-
lensku þjóðinni
um að starfs-
heitið „ljós-
móðir“ væri feg-
ursta orð
íslenskrar tungu.
En þrátt fyrir
fegurð orðsins
var ljósmóð-
urnámið ekki
fyrsta ósk Stein-
unnar um fram-
tíðarstarf. Ljósmæðraskól-
inn varð fyrir valinu af
fjárhagslegum ástæðum en
bernsku- og þroskaár Stein-
unnar voru í kreppunni
miklu laust fyrir miðja 20.
öld.
Steinunn fæddist 9. mars
árið 1924 og á ekki langt að
sækja alla sína góðu eig-
inleika. Móðir hennar,
Steinunn Magnúsdóttir,
þótti með afbrigðum tón-
elsk og söngvin og gat að
auki spilað nánast á hvaða
hljóðfæri sem var. Hún dó
frá sex börnum sínum eftir
langvarandi veikindi, en
Steinunn var þá á ferming-
araldri.
Faðir hennar, Finnbogi
Guðmundsson, var sjómað-
ur sem gerði út eigin bát.
Hann var þekktur róttækur
verkalýðssinni og hug-
sjónamaður. Steinunn var
alltaf ákveðin að fara í eitt-
hvert nám en þegar í ljós
kom að stúlkur þyrftu að
vera orðnar tvítugar til að
fá inngöngu í Ljósmæðra-
skólann sagði hún við föður
sinn: „Pabbi minn, ég verð
að komast inn núna því
þegar ég er orðin 20 ára
gæti ég verið
trúlofuð og allt
komið í vit-
leysu.“ Faðir
hennar skrifaði
Vilmundi Jóns-
syni landlækni
hvort nokkur
möguleiki væri á
að taka stúlkuna
svo unga í skól-
ann. Landlæknir
svaraði að það
mætti skoða ef
mikilsmetinn og góðkunnur
borgari í Bolungarvík stað-
festi að hún hefði til þess
vit, skynsemi og ráðvendni.
Ekki stóð á slíkri staðfest-
ingu og Steinunn Finn-
bogadóttir flaug inn í Ljós-
mæðraskólann.
Hún starfaði sem ljós-
móðir á Fæðingardeild
Landspítalans, á Sólvangi í
Hafnarfirði, Fæðingarheim-
ili Reykjavíkur og Vöggu-
stofu Sumargjafar. Síðar
vann hún skrifstofustörf hjá
borgardómara í Reykjavík,
Fiskifélagi Íslands og
Landssmiðjunni. Hún var
„bara húsmóðir“ um all-
langa hríð. Steinunn segist
hafa verið eins og börnin í
gamla daga sem tíndu ull-
arlagða til leggja inn í
kaupfélagið því svo mörg
námskeiðin hefði hún tínt
upp í sinn eigin reynslu-
banka. Hún gekk m.a. í Fé-
lagsmálaskóla Hannesar
Jónssonar sem reyndist
henni drjúgt veganesti.
Hún var aðstoðarmaður
Péturs H.J. Jakobssonar
yfirlæknis á fæðingardeild
Landspítalans um fjöl-
skylduáætlanir hjá Ráð-
Steinunn Finn-
bogadóttir 90 ára
✝ Sigríður Sól-veig Krist-
jánsdóttir fæddist
2. desember 1926
í Þverárkoti í
Kjalarneshreppi,
Kjós. Hún and-
aðist á Landspít-
alanum 23. febr-
úar 2014.
Foreldrar henn-
ar voru Kristján
Benediktsson,
verkstjóri í Reykjavík, f. 25.
ágúst 1897, d. 9. sept. 1960,
og Guðfinna Jónsdóttir, hús-
freyja í Reykjavík, f. 22. sept.
1896, d. 9. sept. 1960.
og gengu þau í hjónaband í
Reykjavík hinn 14. júní 1947.
Sæmundur lést 8. janúar 1977
í Reykjavík. Börn þeirra: 1)
Ása Elísabet, f. 24. ágúst
1948, eiginmaður hennar er
Björn Bjarklind, f. 1. sept.
1946. Synir þeirra: a) Sæ-
mundur Bjarklind, eiginkona
hans er María Bjarklind. b)
Benedikt Bjarklind, eiginkona
hans er Rakel Ýr Jónsdóttir.
c) Arnar Bjarklind, eiginkona
hans er Margrét Jóhönnudótt-
ir. Langömmubörnin eru átta
talsins. 2) Guðmundur, f. 14.
mars 1956, d. 2. des. 1956.
Sigríður vann ýmis störf,
m.a. hjá Feldinum á sníða-
stofu og svo lengst af á skrif-
stofu hjá Vöruflutinga-
miðstöðinni.
Útför Sigríðar fór fram í
kyrrþey mánudaginn 3. mars
2014.
Sigríður ólst
upp frá unga
aldri hjá ömmu
sinni og afa, Ásu
Guðmundsdóttur
og Benedikt Ár-
mannssyni, á
Vesturgötu í
Reykjavík.
Sigríður gekk
í Miðbæjarskól-
ann og síðan í
Verzlunarskóla
Íslands.
Um tvítugt kynntist Sig-
ríður eiginmanni sínum, Sæ-
mundi Sigurðssyni hús-
gagnasmið, f. 10. okt. 1925,
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
og bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Guð geymi þig, elsku mamma
mín.
Þín dóttir,
Ása.
Nú er hún farin, Sigríður
tengdamóðir mín, eftir langa og
erfiða sjúkdómssögu. Hún var
baráttukona sem öllum vildi vel og
mátti ekkert aumt sjá. Fjölskyld-
an var henni allt, Ása dóttir henn-
ar og ég ásamt barnabörnunum.
Ekkert var of gott fyrir þau og
nutum við öll af nægtabrunni
gæsku hennar.
Ég var svo heppinn að komast í
kynni við þessa sómakonu þegar
ég fór að venja komur mínar til
dóttur hennar. Alltaf var vel tekið
á móti mér og var mér gjarnan
boðið að borða með þeim. Tókust
góð kynni með okkur og var hún
mér sem besta móðir. Sigríður var
stjórnsöm kona og lá ekki á skoð-
unum sínum og kastaðist stund-
um í kekki milli okkar, en alltaf
endaði það með sáttum og kossi
og allt varð gott aftur.
Sigríður missti eiginmann sinn
aðeins fimmtug að aldri og var það
mikill missir fyrir hana, enda var
mjög kært með þeim. Þau ferð-
uðust mikið um landið með tjald
og nutu náttúrunnar og fallegra
staða með mikilli gleði. Einnig
fóru þau mikið í veiðiferðir.
Sigríður tók andláti Sæmundar
með jafnaðargeði og lagði sig
fram um að búa sér fagurt heimili
og var gleðin mikil þegar synir
okkar Ásu fæddust. Mestur tími
hennar fór í að fylgjast með
þroska þeirra og uppvexti og bar
hún mikla umhyggju fyrir velferð
þeirra.
Tengdamóðir mín varð fyrir því
óláni að missa sjónina og var það
mikill skellur. En enn og aftur
barðist hún áfram og flutti í
Blindraheimilið í Hamrahlíð 17,
þar sem hún tók að þjóna öðrum
með sömu óeigingirninni og áður.
Eftir því sem heilsu hennar hrak-
aði og hún gat gefið minna af sér
var síminn hennar aðaltæki til að
hafa samband við sitt fólk. Á
hverjum degi var beðið eftir
hringingu frá henni, „hvernig líð-
ur ykkur“, og fylltist hún mikilli
gleði þegar barnabörnin komu í
heimsókn.
Hún var lögð inn á Landspít-
alann og barðist þar uns yfir lauk.
Eftir stendur minning um stór-
brotna og elskuríka konu sem lét
sér ekkert aumt óviðkomandi. Það
var mín gæfa að vera henni sam-
ferða um 40 ára skeið.
Blessuð sé minning hennar.
Björn Bjarklind.
Sigríður Sólveig
KristjánsdóttirMorgunblaðið birtir minning-argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is
má finna upplýsingar um inn-
sendingarmáta og skilafrest.
Einnig má smella á Morgunblaðs-
lógóið efst í hægra horninu og
velja viðeigandi lið.
Skilafrestur | Sé óskað eftir birt-
ingu á útfarardegi þarf greinin að
hafa borist á hádegi tveimur virk-
um dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, jafnvel þótt
grein hafi borist innan skilafrests.
Lengd | Hámarkslengd minning-
argreina er 3.000 slög. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda stutta
kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem aðstandendur
senda inn. Þar kemur fram hvar
og hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann
lést og loks hvaðan og hvenær út-
förin fer fram. Þar mega einnig
koma fram upplýsingar um for-
eldra, systkini, maka og börn, svo
og æviferil. Ætlast er til að þetta
komi aðeins fram í formálanum,
sem er feitletraður, en ekki í
minningargreinunum.
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið
sé um annað. Ef nota á nýja mynd
skal senda hana með æviágripi í
innsendikerfinu. Hafi æviágrip
þegar verið sent má senda mynd-
ina á netfangið minning@mbl.is
og gera umsjónarfólki minning-
argreina viðvart.
Minningargreinar
Messur á morgun