Morgunblaðið - 08.03.2014, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.03.2014, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2014 HYUNDAI I30 COMFORT DIESEL 06/2009, ekinn 41 Þ.km, 5 gíra, Einn eigandi! Verð 2.150.000. Raðnr.283765 á www.BILO.is SUBARU IMPREZA 2,0R 11/2007, ekinn 112 Þ.km, sjálfskiptur. Verð 1.980.000. Raðnr.283659 á www.BILO.is BMW540i. 04/2000, ekinn 223 Þ.KM, sjálfskiptur, leður, lúga o.fl. Verð 1.590.000. Raðnr.251534 á www.BILO.is LANDROVERDISCOVERY BASE 38“ 06/1998, ekinn 209 Þ.km, dísel, sjálfskiptur. Verð 990.000. Raðnr.284404 á www.BILO.is OPEL ASTRA ENJOY TURBO 09/2008, ekinn 82 Þ.km, 6 gíra. Verð 1.940.00. TILBOÐ 1.590.000. Raðnr.251732 á www.BILO.is SUZUKI GRANDVITARA XL-7 11/2006, ekinn 90 Þ.km, sjálfskiptur, 7 manna. Verð 1.990.000. Raðnr.284328 á www.BILO.is TOYOTA IQ 1.0 SOL 03/2010, ekinn 38 Þ.km, 5 gíra. Verð 1.690.000. Raðnr.250342 á www.BILO.is JEEP GRAND CHEROKEE LIMITED 4X4 Árgerð 2004, ekinn 121 Þ.km, sjálfskiptur. Toppeintak! Verð 1.170.000. Raðnr.251649. á www.BILO.is SUBARU IMPREZA STI 06/2009, ekinn 30 Þ.km, yfir 500 hestöfl, 6 gíra. Skemmtilegt í dótakassann! TILBOÐSVERÐ 4.990.000. Raðnr.251834 á ww.BILO.is HONDA JAZZ 1,4I LS 11/2005, ekinn 89 Þ.km, sjálfskiptur. Einn eigandi! Verð 1.160.000. Raðnr.251830 á www.BILO.is FORD F350 CREW4x4 Árgerð 2005, 37“ breyttur, ný dekk. ekinn 176 Þ.km, dísel, sjálfskiptur, leður, lúga, pallhús. Verð 3.390.000. Raðnr.283597 á www.BILO.is DODGE RAM2500 QUAD 4X4ST 12/2006, ekinn 130 Þ.km, dísel, sjálfskiptur, einn eigandi, innfluttur nýr! Verð 3.350.000. Raðnr.251805 á www.BILO.is Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is Aðstoðummeð ánægju Það er ástæða til að fagna jákvæðum við- horfum til íslensks táknmáls (ÍTM) sem birtast í grein Krist- jáns Sverrissonar, for- stöðumanns Heyrnar- og talmeinastöðvar Ís- lands, í Morgunblaðinu 8. febrúar sl. Mál- efnaleg og opin um- ræða um aðgengi heyrnarlausra barna að íslensku táknmáli og um kuðungsígræðslu (KÍ) er löngu tímabær. Við í sam- félagi heyrnarlausra á Íslandi og í heiminum upplifum nú, í gegnum áherslu á tækninýjungar, að tákn- málsbannsdraugurinn sé kominn aft- ur. Árið 1880, á heimsráðstefnu í Míl- anó um kennslu heyrnarlausra, var tekin sú afdrifaríka ákvörðun fyrir heyrnarlausa um allan heim að banna táknmál. Þessi sama ráðstefna ICED, sem haldin var í júlí 2010, sá ástæðu til að fordæma táknmáls- bannið og biðja heyrnarlausa um all- an heim afsökunar á mistökum Míl- anóráðstefnunnar. Jafnframt voru þjóðir heims hvattar til að muna sögu táknmálsbannsins, að tryggja menntun heyrnarlausa og við- urkenna og bera virðingu fyrir öllum tungumálum. Í þessa sögu vísar Kristján þegar hann segir „ótti heyrnarlausra er skiljanlegur í ljósi sögunnar, en við verðum að treysta því að við endurtökum ekki mistök fortíðarinnar“. Ég tek undir þessi orð Kristjáns og um þau erum við sammála. Þau lýsa jákvæðum viðhorfum og góðum vilja til að virða sögu og menningu döff og íslenska táknmálið en þau endurspegla ekki skiln- ing á umræðunni um mikilvægi tvítyngis (ÍTM og íslenska) fyrir heyrnarlaus börn, börn með KÍ og heyrn- arskert börn. Við erum sammála um að öll börn sem fæð- ast heyrnarlaus eða með skerta heyrn eigi rétt á að alast upp í um- hverfi þar sem þau geta tileinkað sér mál sem er forsenda þorska og menntunar. Framkvæmdin hjá HTÍ hefur aftur á móti ekki verið í sam- ræmi við þessa sýn. Það er t.d. ekki rétt að öllum börnum sem fæðast heyrnarlaus og foreldrum þeirra sé vísað í kennslu í táknmáli. Ég hef hitt foreldra með heyrnarskert börn sem vissu ekki af mikilvægi íslensks tákn- máls fyrr en af tilviljun að þeim var sagt frá því í afmælisveislu, fermingu eða öðrum stöðum. Ég hef líka hitt barn með kuðungsígræðslu sem var mállaust (hafði hvorki vald á íslensku eða ÍTM) því það hafði ekki fengið aðgang að ÍTM. Foreldrar þurfa að fá stuðning og ráðgjöf um máltöku strax og grunur um heyrnarskerðingu vaknar. Tím- inn frá fæðingu og fyrstu árin er svo mikilvægur barninu fyrir allt lífið. Það er alls ekki nóg að fyrstu árin fari í að reyna að gefa barninu ein- hvers konar heyrn. Ef máltakan fer ekki strax af stað byrja ekki að myndast í heilanum þær taugabraut- ir og mynstur sem eru grunnur mannlegs máls. Barn sem fær að- gang að táknmáli frá fæðingu byrjar að mynda sitt fyrsta tákn við 6-8 mánaða aldur og oftast er það komið með góðan táknforða til samskipta við eins árs aldur eða mun fyrr en heyrandi börn á raddmáli. Þessi staðreynd veldur því að margir for- eldrar heyrandi barna læra táknmál og nota það við börn frá fæðingu til þess að geta fyrr átt samskipti við þau. Önnur ástæða fyrir mikilvægi táknmáls fyrir börn með skerta heyrn er að stundum virka hjálp- artæki eins og kuðungísgræðsla eða heyrnartæki ekki eins og ætlast var til. Þetta getur í versta tilviki orðið til þess að börnin eignast ekkert mál þegar þau fá ekki aðgang að íslensku táknmáli. Eins og fyrr segir hef ég hitt börn sem fengu kuðungs- ígræðslu ung og ólust upp fyrstu árin sín án táknmáls án þess að ná mál- töku. Þessi börn töpuðu tíma sem aldrei er hægt að vinna upp aftur. Með aðgengi að táknmálssamfélagi hefðu þau getað verið í góðum sam- skiptum í stað þess að berjast við að eignast eitt móðurmál allt of seint. Ef til vill of seint til að tileinka sér mál. Hversu miklu hafa þessi börn tap- að sem aldrei verður unnið upp? Hver ber ábyrgð á því? Kristján veltir því upp hvort for- eldrar sem hafni kuðungsígræðslu séu með því að svipta barn sitt rétti til heyrandi talmáls, rétt eins og heyrnarlausir voru áður sviptir rétti til táknmáls? Þessar vangaveltur endurspegla að mínu mati einkenni þeirrar orðræðu þegar rætt er um ís- lenska táknmálið, menningu og sögu okkar döff og mikilvægi raunveru- legs tvítyngis fyrir döff börn og börn með skerta heyrn. Orðræðan minnir okkur döff á táknmálsbannið því hún beinist fyrst og fremst að tali en ekki máli. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að mál er ekki sama sem tal. Málið á miklu dýpri rætur í heilanum. Það skiptir nefnilega engu máli hver miðillinn er sem málið fer í gegnum heldur að heilinn byrji að þroskast. Sem dæmi má nefnda döff börn sem eiga döff foreldra, þau fá mál frá fyrsta degi og þau þroskast á fullkomlega eðlilegan hátt. Orðræð- an minnir okkur döff á táknmáls- bannið meðal annars vegna þess að áhyggjur forsvarsmanna HTÍ bein- ast að þeim sjálfum sbr. vangaveltur Kristjáns um hvort heilbrigðisstarfs- menn kunni að eiga það á hættu að börnin komi síðar og stefni heilbrigð- iskerfinu fyrir að hafa ekki veitt þeim þá heyrn sem nútímalæknisfræði er fær um að veita þeim. Áhyggjurnar hafa ekki beinst að þeim börnum sem ekki fá táknmál, þær hafa ekki beinst að þeim börnum sem hafa hvorki náð fullum málþroska í íslensku né ís- lensku táknmáli (eru mállaus), þær beinast ekki að þeim foreldrum sem ekki læra íslenskt táknmál jafnvel þó svo þeir fái upplýsingar um mik- ilvægi þessi í alhliða þroska barnsins. Að sjálfsögðu er ekki aðalatriði hvort einhverjum í kerfinu verði stefnt heldur er velferð barnanna að- alatriði. Þar kemur að ábyrgð HTÍ sem greinir heyrn barnsins. Það er á ábyrgð HTÍ að fyrsta ráðgjöf til for- eldra sé veitt á hlutlausan hátt en áherslan sé ekki eingöngu á fræðslu um kuðungsígræðslu. Þessar hlut- lausu upplýsingar verða að verða til í faglegu teymi og þær verða að vera veittar af virðingu við foreldra, við döff fólk, við íslenskt táknmál, við menningu döff fólks ekki síður en við heyrandi mál og menningu, tækni og lækna. Ég finn fyrir því innan samfélags okkar döff að skortur er á trausti til HTÍ. Döff tala um og þau finna fyrir því að ekki er borin virðing fyrir máli okkar og menningu. Þessu verður að breyta. Ég trúi því að ef á HTÍ væri fyrir hendi raunverulegur skilningur á döff samfélagi og íslensku táknmáli og það sýnt í framkvæmd að íslenskt táknmál er hluti af heyrnarleysi og heyrnarskerðingu þá væri staðan önnur. Ég þekki það vel að vera döff. Ég hef mikla reynslu af að vinna með börnum í þeirri stöðu. Ég veit hversu mikils virði íslenskt táknmál er okk- ur öllum og ég veit að börn með kuð- ungísgræðslu og önnur börn með skerta heyrn þurfa á því að halda að verða tvítyngd á íslenskt táknmál og íslensku til að koma í veg fyrir að hindranir verði á alhliða þroska þeirra. Við erum því sammála um að börn eigi rétt á því að ná sem bestum alhliða þroska. Við þurfum því að taka höndum saman og tryggja rétt allra barna, sem fara í kuðungs- ígræðslu og þeirra sem hafa skerta heyrn, til að læra táknmál og þróa það í samfélagi með öðrum. Sömu- leiðis eiga börnin sem alast upp við íslenskt táknmál og fara ekki í kuð- ungsígræðslu að fá að læra íslensku. Foreldrar eiga ekki að þurfa að velja annaðhvort íslensku eða íslenskt táknmál. Bæði málin þurfa að standa börnunum til boða. Eftir Júlíu G. Hreinsdóttur » Árið 1880, á heims- ráðstefnu í Mílanó um kennslu heyrnar- lausra, var tekin sú af- drifaríka ákvörðun fyrir heyrnarlausa um allan heim að banna táknmál. Júlía G. Hreinsdóttir Höfundur er fagstjóri og MA-nemi í náms- og kennslufræði Háskóla Íslands. Réttindi barna með kuðungsígræðslu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.