Morgunblaðið - 08.03.2014, Blaðsíða 36
36 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2014
Slag eða heilablóð-
fall er þriðja stærsta
dánarorsökin í heim-
inum, á eftir krabba-
meini og hjartaáfalli.
Tölur hafa sýnt að
árlega eru um 410
einstaklingar greind-
ir með einkenni slags
hér á landi, þar af
um 360 í fyrsta sinn.
Áfall er ekki end-
irinn! Því er nauðsynlegt að
bregðast rétt og skjótt við til að
koma í veg fyrir að afleiðingarnar
verði þeim mun meiri. Hver sá
sem kennir sér slags t.d. með
svima, jafnvægisleysi, flökurleika,
óútskýrða þreytu eða er með upp-
köstum ætti að byrja á því að líta
í spegil og vita hvort hann sé með
einhverja sjóntruflun, auk þess ef
hann er með einhverja lömun í
andliti eða útlimum – þá skal hann
leita læknis strax eða hringja í
112!
Því miður leita ekki allir læknis
er fá þessi einkenni, þar sem
dæmi eru um að þau gangi til
baka (T.I.A. eða „forslag“). Það
þýðir þó ekki að þeir þurfi þá ekki
að leita sér læknis, heldur þvert á
móti eiga þeir að láta athuga þetta
sem fyrst. Það að horfast í augu
við sjálfan sig á þessu augnabliki
getur verið dauðans alvara, áfallið
er dunið yfir. Hver og einn ber
ábyrgð á sjálfum sér. Því er ár-
íðandi að viðkomandi bregðist rétt
og skjótt við og sé yfirvegaður þar
til hjálpin berst.
Því miður gefa ekki allir sig
fram við lækni þegar áfallið dynur
yfir og eru því ekki sjáanlegir í
sjúkraskrám heilbrigðiskerfisins
og eru jafnvel ekki til frásagnar.
Því er nauðsynlegt fyrir hvern og
einn að vera á verði og þekkja
þessi einkenni og vera meðvitaður
um slagið og að hann
sé ekki með óheil-
brigðu líferni að skapa
sér áhættuþætti er
leitt gætu til slags,
s.s. með of háum blóð-
þrýstingi, gáttatifi, of-
fitu, reykingum,
streitu, óhollu mat-
aræði, óhóflegri
neyslu vímuefna
o.s.frv.
Yfirvöld hafa eftir
mætti reynt í gegnum
heilbrigðiskerfið og
háskólasamfélagið að ná til allra,
til þess að minnka kostnaðinn við
endurhæfinguna undir yfirskrift-
inni: „Snemmtæk íhlutun um at-
vinnutengda endurhæfingu“. Þetta
er ekki einsdæmi hér á landi og
hefur Heilaheill, félag slagþol-
enda, aðstandenda og fagaðila hér
á landi, unnið að þessum verk-
efnum er varða forvarnir, með-
höndlun og endurhæfingu í
tengslum við erlend samtök og
sem félagið er aðili að, SAFE
(Stroke Alliance for Europe í
tengslum við WSO-World Stroke
Organization) , Slagforeningene i
Norden og Nordiske Afasiråd,
sem Danir veita forystu um þessar
mundir. Borið saman við önnur
lönd stendur velferðarkerfið hér á
landi sig vel gagnvart þessum
sjúkdómi og á sumum sviðum
jafnvel betur.
Slag er dauðans
alvara
Eftir Þóri
Steingrímsson
Þórir Steingrímsson
» Afleiðingarnar geta
verið alvarlegar eftir
slag, jafnvel valdið
dauða. Það er mismun-
andi eins og mennirnir
eru margir og áfallið er
því ekki endirinn.
Höfundur er formaður Heilaheilla.
Nú stendur yfir enn
ein kjaradeilan við
kennara og virðist sem
hart verði barist. Kenn-
arar vilja einfaldlega
meira kaup. Menna-
málaráðherra er sam-
mála því að bæta þurfi
kjör kennara en leggur
áherslu á að nota verði
tækifærið til að hag-
ræða, stytta nám og
gera það markvissara.
Viðbrögð forystumanna kennara við
þeirri hugmynd komu svo sem ekki á
óvart: Einn þeirra lýsti því svo að
hann hefði ekki hugmynd um það
hvert ráðherrann væri að fara.
Flestir sem um þessi mál hugsa yf-
irleitt viðurkenna að það verður að
hækka laun kennara. Hins vegar þarf
ekki að fara langt aftur í tímann til að
fá beint í æð áktök þjóðarinnar um
gildi skólagöngu og menntunar og
það hvort „bókvitið verði í askana lát-
ið“. Hún var kostuleg frásögn Jóns
Björnssonar nýlega í Ríkisútvarpinu
um það þegar sett var upp nefnd árið
1927 til að ráða bót á því vandamáli
hve margir nemendur væru farnir að
innritast í Háskóla Íslands. Benti
nefndin á að þegar háskólinn var
stofnaður árið 1911 hefðu 45 nem-
endur hafið nám „sem hefði verið
hólflegt en nú væru þeir orðnir 150“.
Taldi nefndin þetta vera úr öllu hófi
enda dygði að fjórir byrjuðu ár hvert
í læknisfræði, fjórir í guðfræði, þrír í
lagadeild en nægjanlegt væri að einn
nemandi hæfi nám í íslenskum fræð-
um við skólann þriðja hvert ár. Ekki
var þó farið að þessum vel ígrunduðu
tillögum nefndarinnar.
En aftur til nútímans. Í Vísi 3. des-
ember síðastliðinn mátti lesa þessa
fyrirsögn: „Herfileg niðurstaða úr
nýrri PISA-könnun“ og nýlega sagði
sérfræðingur OECD að hér á landi
væri einkunnaskrið í íslenska skóla-
kerfinu.
Þegar ég rakst á bók um PISA-
könnunina eftir bandaríska blaða-
manninn Amöndu Ripley1) ákvað ég
að kynna mér málið. Að lestri loknum
get ég ráðlagt öllum að
kynna sér þessa bók,
ekki síst skólastjórn-
endum.
Hvað segir svo þessi
ágæta bók? Frá árinu
2000 hafa milljónir ung-
menna í meira en 40
löndum tekið þetta al-
þjóðlega PISA-próf.
Sérfræðingar eru sam-
mála um að þessi próf
gefi samanburðarhæfa
mynd af færni nemenda
þótt ekki séu þau óum-
deild. Erfitt hefur
reynst að skýra hvað veldur þessum
mun á milli landa en hefðbundnar
skýringar, t.d. mismunandi efna-
hagur foreldra og félagslegar að-
stæður unglinganna hafa reynst mun
veigaminni en talið hefur verið. Höf-
undurinn fylgdist með þremur
bandarískum ungmennum sem fóru
sem skiptinemar til Finnlands, S-
Kóreu og Póllands. Almennt kom
þeim á óvart hve miklu meiri kröfur
skólakerfi gistilandanna gerðu til
þeirra samanborið við Bandaríkin.
Þrátt fyrir það voru allar ytri að-
stæður í gistiskólunum miklu verri en
þau áttu að venjast og var svört tafla
og krít helsta hjálpartæki kenn-
aranna.
Pólland fær sérstaka umfjöllun í
bókinni vegna þess að ekkert land
hefur tekið meiri framförum í PISA-
könnuninni og eru Pólverjar nú í
fremstu röð. Þessi árangur er einkum
þakkaður Miroslaw Handke,
efnafræðiprófessor, sem tók við emb-
ætti menntamálaráðherra Póllands
árið 1997. Hann hratt af stað róttæku
umbótastarfi á pólska skólakerfinu
með nýrri námskrá og stöðluðum
prófum. Árangurinn lét ekki á sér
standa. En það sem fljótt á litið virtist
vera hvað óljósast í þessu ferli var þó
það sem skilaði mestum árangri: Að
gera mun meiri kröfur til frammi-
stöðu nemendanna en þekkst hafði
áður. Umbæturnar mættu mikilli
mótstöðu pólskra kennara og sér-
fræðingar í skólamálum spáðu því að
þessar kerfisbreytingar myndu enda
með ósköpum.
Finnland og S-Kórea fá einnig
mikla umfjöllun í bókinni. Svo virðist
sem S-Kórea hafi náð góðum árangri
með því að gera gríðarlegar og í raun
ómannúðlegar kröfur til unglinganna,
nokkuð sem yfirvöld reyna nú að
vinda ofan af með markvissum hætti.
Saga Finnlands er með allt öðrum
hætti. Þar er hefð fyrir því að gera
miklar menntunarkröfur til kennara
sem eru vel launaðir. Finnar sem
þjóð taka menntun mjög alvarlega
enda flykkjast skólafrömuðir nú til
Finnlands til að kynna sér skólamál.
Eftir lestur bókarinnar virðist full
ástæða til þess að endurskoða við-
tekin sannindi um það hvernig góður
árangur næst í skólastarfinu. Til
dæmis þá fullyrðingu að því fámenn-
ari sem bekkir eru því betri verði ár-
angur nemenda. PISA sýnir að þetta
á einungis við um yngstu nemend-
urna. Þá virðist ljóst að gæði kennsl-
unnar skiptir miklu meira máli fyrir
árangur nemendanna en almennur
aðbúnaður. Hins vegar eru gömul
sannindi staðfest: Það að foreldrarnir
lesi fyrir börn sín bætir árangur
þeirra í skólanum og einnig það að
börn alist upp við það að bóklestur sé
hluti af heimilislífinu.
Við stöndum nú á mikilvægum
tímamótum í þróun skólastarfs hér á
landi. Gremja hefur farið stigvaxandi
og vígbúnaður er í fullum gangi. Nú
verður að skoða þessi mál í heild
sinni. Enginn ætti að ganga til þessa
leiks með fastar og óbifanlegar skoð-
anir. Ég mæli með því að menn lesi
bók Amöndu Ripely áður en þeir fara
í blóðugan slag.
1). Amanda Ripey, 2013. The Smar-
test Kids in the World- and how they
got that way. Simon &Schuster, New
York, NY 10020, 306 bls.
Enn um PISA og
íslenskt skólastarf
Eftir Grím Þ.
Valdimarsson » Frá árinu 2000 hafa
milljónir ungmenna
í meira en 40 löndum
tekið þetta alþjóðlega
PISA-próf.
Grímur Þ.
Valdimarsson
Höfundur er ráðgjafi í fiskimálum hjá
atvinnuvega- og nýsköpunarráðu-
neytinu.
Hvern ætlar þú að
gleðja í dag
Margir eiga þá bernskuminningu að
hafa gengið í forskóla. Hér í Ólafsvík
var það fyrir daga leikskólans að
roskin kona setti á stofn lestrarskóla
og rak um árabil í
litla húsinu sínu
sem nefnt var
Snæfell. Þessi
kona hét Krist-
jana Einarsdóttir.
Því var skólinn
hennar alltaf kall-
aður Sjönuskóli.
Eins og gefur
að skilja var ým-
islegt í Sjönuskóla
sem ekki stæðist regluverk nútímans
þó á þeim tíma fengist enginn um
það. Þarna voru allmörg börn saman
komin í litlu rými. Elsti sonur minn
segist muna að hafa stundum setið á
eldavélinni eða uppi á borði og muna
vel alla skóna í forstofunni. Hann
segir, að börnin hafi nær alltaf verið
stillt, enda mjög heitt í litla húsinu.
Og víst er um hjartahlýjuna. Börnin
voru alltaf glöð og svo ánægð, að all-
nokkur þeirra hittust fyrir tíu árum
og minntust þessarar samveru. Börn-
in höfðu frá ýmsu að segja þegar þau
komu heim úr skólanum.
Annar sonur minn sagði eitt sinn
við mömmu sína að stelpur væru al-
veg glataðar í sprænukeppni. Ein
stelpan hefði heimtað að fá að vera
með en staðið sig illa. Skólahald
Kristjönu segir merkilega sögu. Hún
fæddist inn í sára fátækt sem mun
svo hafa orðið hennar förunautur.
Með stofnun skólans sýndi hún bæði
hugkvæmni og skynsemi. Þannig gat
hún sameinað áhuga sinn og vinnuna
og séð sér farborða að nokkru. Krist-
jana hlaut þakklæti samfélagsins og
einhvern smástuðning fyrir fram-
takið.
Til dæmis varð það undir lok starf-
seminnar að Lionsklúbbur Ólafs-
víkur heiðraði hana á fundi sínum.
Gamla konan kom á fundinn í sínu
besta skarti, hlaðin skrauti. Þessi lág-
vaxna kona hafði nefnilega til að bera
mikla reisn sem hóf hana yfir fátækt
og mótlæti. Ekki spillti fyrir á fund-
inum að félagar klúbbsins voru þá á
sínum bestu árum og Kristjana hafði
ávallt auga fyrir því. Þessi dagur var
ein af sigurstundum skólastjóra
Sjönuskóla.
Allir Sjönuskólar
eru lítil hús
úr timbri
klukka á vegg
og Drottinn blessi
heimilið
hæglát gömul kona
sem bendir
með stórum prjóni
á stafi og orð
í kennslubók sem heitir
Ungi lítli
mamma
eða stóra systir
sækja þig
og þú másar
alla leiðina heim
engin próf
þú bara manst
alltaf.
HELGI KRISTJÁNSSON,
Ólafsvík.
Leiðbeint með prjóni
Frá Helga Kristjánssyni
Helgi
Kristjánsson
Bréf til blaðsins