Morgunblaðið - 08.03.2014, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 08.03.2014, Blaðsíða 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2014 ✝ Sigfús Guð-mundsson fæddist 23. janúar 1959 í Vík í Mýrdal. Hann lést 24. febr- úar 2014 á gjör- gæsludeild Land- spítalans í Fossvogi. Foreldrar hans eru Guðmundur Sigfússon, f. 27. ágúst 1921 á Arn- heiðarstöðum í Fljótsdal, d. 26. desember 1978, og Ester Guðlaugsdóttir, f. 9. mars 1931 í Vík í Mýrdal. Systk- ini Sigfúsar eru þrjú: 1. Guð- 1999. Faðir hennar er Helgi Örn Frederiksen, f. 1971, d. 2000. Dætur Steinars Orra eru Oddný Svava, f. 1997, og Stefanía Sóley, f. 2000. 3. Bárður, f. 1964. Sigfús ólst upp í Vík í Mýrdal og var alla tíð búsettur þar. Sig- fús vann við ýmis störf í gegnum tíðina svo sem byggingarvinnu, vertíðir á Höfn í Hornafirði og Vestmannaeyjum og afleysingu í póstkeyrslu í Mýrdalshrepp, hans síðasta starf var við ræst- ingu í Víkurskála. Útför Sigfúsar fer fram frá Víkurkirkju í dag, 8. mars 2014, og hefst athöfnin kl. 14. laugur, f. 1949, sam- býliskona hans er Ásta Hallsdóttir. Dóttir þeirra er Est- er, f. 1989. Sonur Ástu er Ágúst Atli, f. 1976. 2. Guðbjörg, f. 1950, fyrrverandi eiginmaður hennar er Bjarni Jón Matt- híasson, þau slitu samvistir. Dóttir þeirra er Ester Elín, f. 1972, sambýlismaður hennar er Steinar Orri Sigurðsson. Son- ur þeirra er Sólon Tumi, f. 2010. Dóttir Esterar er Elva Ösp, f. Elsku Sigfús okkar. Við hefðum aldrei trúað því að þú myndir fara frá okkur svona fljótt. Margar góðar minningar koma upp í hug- ann sem við munum varðveita um ókomna tíð. Við viljum færa fram þökk fyrir allar samverustundir sem við áttum. Sérstakar þakkir viljum við færa þér fyrir alla þá aðstoð og gleði sem þú færðir okk- ur hér heima. Ógleymanlegt er ferðalagið sem þú fórst með mömmu þinni og Siggu föðursyst- ur austur á Hérað sumarið 2009. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Guð geymi þig. Mamma og Bárður. Elsku hjartans bróðir minn, það er erfitt að setjast niður og skrifa um þig minningarorð. Það er af svo miklu að taka en mér er efst í huga þegar þú komst í heim- inn hvað ég var glöð og stolt af þér. Það var svo einstaklega gam- an að keyra þig um í kerrunni úti. Þú varst alltaf brosandi og glað- legur. Þegar þú varðst eldri kom fljótt í ljós hversu greiðvikinn og góður þú varst við mig. Hjálpaðir mér oft í garðinum mínum og gerðir það með glöðu geði. Mér er minnisstætt þegar við mamma sátum einn morguninn að drekka kaffi og hún sagði við mig þegar þú varst á Austurlandinu hvað hún saknaði þín mikið, hvað hún yrði glöð þegar þú kæmir heim til okkar. En svona er lífið, það er bæði sorg og gleði. Ég veit að góð- ur Guð verður með þér. Þú ert náttúrunnar undurfagra smíð, verður hörpu minnar strengur alla tíð. Það er ekki nokkur sem að brosir eins og þú. Og ég lofa gjafir lífsins fyrr og nú. (Stefán Hilmarsson) Kveð þig með söknuði elsku bróðir minn. Þín systir, Guðbjörg. Elsku bróðir minn, laugardag- inn áður en þú kvaddir okkur þeg- ar ég kom á fætur varst þú mér efstur í huga og varð mér hugsað til þín allan daginn. Seinni part dagsins fékk ég síðan símtal frá mömmu um að þú hefðir verið fluttur með snatri í sjúkrabíl til Reykjavíkur, mamma tjáði mér að þú værir mikið veikur en mér hafði aldrei dottið til hugar að þú myndir fara frá okkur rúmum tveimur sólarhringum síðar. Við vorum búnir að ákveða að fara í smáferðalag austur fyrir sand á húsbílnum í sumar. Margar góðar minningar um góðan dreng sem ég mun sárt sakna streyma yfir mig. Ég kveð þig í bili elsku bróðir og þakka fyrir yndislegar stundir á þínu stutta lífshlaupi. Ég veit þú munt vera með mér þangað til við hittumst á ný, en við höfum alla tíð verið samrýndir og góðir vinir. Guð blessi góðan dreng. Þinn bróðir, Guðlaugur. Mig langar í örfáum orðum að minnast mágs míns fyrrverandi, Sigfúsar Guðmundssonar, sem lést 23. febrúar sl. Ótímabært lát hans bar að án fyrirvara og engan grunaði að honum væri ekki ætl- aður lengri tími meðal vor en raun varð á. Ég man vel eftir fyrstu kynnum okkar Fúsa á hans tólfta aldursári þegar ég tók að venja komur mín- ar á heimili fjölskyldunnar að Vík- urbraut 11 og hann mætti mér með glettið bros og örlítilli stríðni í bland. Efalaust hefur honum fundist ég hálfgerður aðskota- gripur á heimilinu á þeim tíma en fljótt urðum við samt góðir vinir og brölluðum ýmislegt gegnum árin sem ekki verður allt í frásög- ur fært en víst er að vinskapur okkar hélst alla tíð þótt samfund- um fækkaði þegar frá leið. Það sem einkenndi Fúsa einna helst var hans ljúfa skaphöfn og hæfileikinn til að sjá hið jákvæða og spaugilega í tilverunni. Ósjald- an féllu gullkorn af hans vörum sem þeir sem þekktu hann gátu og munu geta skemmt sér við að hafa eftir honum. Fúsi var skoðanaf- astur og fylginn sér og hvikaði ekki frá tekinni ákvörðun þótt hún félli ekki endilega í troðnar slóðir. Greiðvikinn og bóngóður eru einn- ig hugtök sem koma upp í hugann þegar Fúsa er minnst og frænd- garð sinn hygg ég að hann hann hafi ræktað betur en margur ann- ar. Fúsi var haldinn bíladellu og átti nokkra kostagripi um ævina sem hann var jafnframt fastheld- inn á. Þar skal sérstaklega getið Toyota-jeppans sem Fúsi eignað- ist eftir afa sinn, Guðlaug Jónsson, sem hann ólst upp með á heimili fjölskyldunnar í Vík. Undirritaður gerði nokkrar at- lögur að því að særa „djásnið“ út úr Fúsa, kannske meira í gríni en alvöru, en það var alltaf sama svarið: Ekki falur fyrir nokkurt fé. Það er sárt að sjá á eftir prýðis- dreng og ljúfmenni svo fljótt og við sem þekktum hann söknum vinar í stað og munum geyma með okkur minningarnar sem hann skilur eftir sig. Takk, Fúsi minn, fyrir að vera mér hinn trausti vinur gegnum öll árin frá því við kynntumst. Megi guðs blessun fylgja þér. Hvíldu í friði. Elsku Ester mín, Gulli, Gugga, Bárður og aðrir aðstandendur. Ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur og bið Guð að styrkja ykkur í sorginni. Bjarni Jón. Elsku Fúsi frændi. Ég veit ekki hvar ég á að byrja, það eru svo ótal margar góðar minningar sem ég á um þig. Alveg sama hvað ég bað þig um, mögu- legt sem ómögulegt, alltaf leystir þú það og með glöðu geði. Við Orri erum mikið þakklát fyrir að börn- in okkar fengu að kynnast þér, þú gafst þeim endalaust af tíma þín- um. Öll hændust þau að þér því þau skynjuðu æðruleysi þitt og djúpstæða góðmennsku. Alltaf Sigfús Guðmundsson ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar og tengdamóður, SIGRÍÐAR MAGNÚSDÓTTUR frá Björgum. Sérstakar þakkir til starfsfólksins í Lögmannshlíð fyrir góða umönnun. Magnús Björnsson, Fanney Þórðardóttir, Gestur Björnsson, Ingibjörg Kjartansdóttir, Sigrún Lára Björnsdóttir, Jón Aðalsteinsson, Kristín Björnsdóttir, ömmu- og langömmubörn. ✝ Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, bróður, afa og langafa, ELÍASAR HALLDÓRS ELÍASSONAR vélstjóra, Kleppsvegi 22, Reykjavík. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki heimahlynningar Landspítalans. Elísa Hjördís Ásgeirsdóttir, Guðrún Hallfríður Elíasdóttir, Davíð Óli Axelsson, Ásgeir Elíasson, Jóna Dís Þórisdóttir, Elías Kristján Elíasson, Ásta Dís Gunnlaugsdóttir, systkini, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, ÁKA GUÐNA GRÄNZ málarameistara, Ytri-Njarðvík. Sérstakar þakkir sendum við til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Garðvangs í Garði. Guðlaug Karvelsdóttir, Guðrún Fjóla Gränz, Bjarni Már Ragnarsson, Anna Margrét Ákadóttir, Sólveig Björk Gränz, Ásgeir Kjartansson, Karvel Gränz, Rebecca Castillon, Carl Bergur Gränz, Guðmundína Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR GRÍMUR JÓNSSON, Álfhólsvegi 90, sem lést mánudaginn 3. mars, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju mánudaginn 10. mars kl. 15.00. Láretta Bjarnadóttir, Bjarni Guðmundsson, Britt-Marie Guðmundsson, Guðmundur Guðmundsson, Rakel Bergsdóttir, Lára Guðmundsdóttir, Jóhann Guðmundsson, Thu Nhing, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir færi ég öllum þeim sem heiðruðu minningu eiginmanns míns, JÓHANNS KRÖYER verkfræðings, Miðleiti 8, Reykjavík. Einnig vil ég þakka hlýhug og vináttu í minn garð við andlát Jóhanns. Arnbjörg Jóhannsdóttir. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför JÓHANNS GÍSLASONAR tannlæknis, Flókagötu 47, Reykjavík. Magný Gyða Ellertsdóttir, Ellert Þór Jóhannsson, Sabrina Hussain, Guðrún Jóhannsdóttir, Matthieu Saillant og barnabörn. Birta, vinátta og kraftur eru orð sem koma í huga minn þegar ég hugsa um líf og starf Sigtryggs. Það var alla tíð bjart yfir honum. Fal- lega silfurhærður, traustur vin- ur, sem ræktaði vináttuna og lét sér annt um alla sína. Maður framkvæmda og frísklegra við- horfa í lífi og leik. Sigtryggur og Brynhildur kona hans voru einlægir vinir foreldra minna. Lilla og Sig- tryggur eru því hluti minninga lífsins og þau samofin svo mörgu sem lífið hefur gefið okk- Sigtryggur Þorbjörnsson ✝ SigtryggurÞorbjörnsson fæddist 13. nóv- ember 1925. Hann lést 22. febrúar 2014. Útför Sig- tryggs var gerð 4. mars 2014. ur að njóta. Sig- tryggur bar með sér ferskan andblæ í fasi og framkomu. Hann var hugsjóna- maður sem hafði sterkar skoðanir á mörgu í mannlífinu. Sigtryggur gaf sér tíma til þess að eiga samræður við okk- ur bræðurna og lét okkur heyra sín viðhorf um pólitík, einkaframtak og dægurmál. Þetta voru oft skemmtilegar samræður og því skemmtilegri sem meira bar á milli. Þá lýsti af mínum manni, sem lagði sig fram um að vinna sinni skoðun fylgi. Væru skoð- anir skiptar þá hældi hann okk- ur fyrir að standa á okkar sann- færingu og hjálpaði okkur að finna rök til að styrkja okkar málstað. Veiðiferðir í Vopna- fjörðinn, sem í þá daga tóku minnst viku, voru fastur liður til fjölda ára. Samverustundir frá þeim tíma þegar fólk kom í heimsókn án þess að vera sér- staklega boðið eru líka hluti minninganna. Framkvæmdir í raflögnum, þar sem Sigtryggur var fyrstur mættur og leysti málin, sögðu um leið frá fag- manninum. Hann ásamt góðum félögum sínum rak fyrirtækið Raforku með myndarbrag og þeir byggðu vel yfir starfsemi Raforku sem var leiðandi fyr- irtæki á sínu sviði á Akureyri. Í starfi mínu sem prestur var gott að eiga Sigtrygg að. Hann hafði þar einlægar skoðanir og lét mig heyra hvað honum fannst um kirkjustarfið. Þar vildi hann mega finna traustan boðskap í frísklegri umgjörð, sem næði að styrkja fólk og hvetja til góðra þátta lífsins. Hann spurði margra spurninga og leitaði svara. Þannig vildi Sigtryggur hafa kraft og þrótt í mannlífinu og var alla tíð talsmaður hins skapandi máttar. Hann var ein- lægur trúmaður sem gott var að hafa nálægan í helgihaldinu og vita um leið að hann gæfi sína umsögn. Sigtryggur var dug- mikill í starfi Oddfellowreglunn- ar á Akureyri og lét sig mjög varða starf hennar og umgjörð. Vinátta Lillu og Sigtryggs við foreldra mína Jóhönnu og Matt- hías er sá þáttur í minningu hugans sem örugglega hefur mótað mig og bræður mína Stef- án og Gunnar, sem og börnin þeirra Ingibjörgu, Stefán, Egg- ert og Guðrúnu. Við fengum að alast upp við einlæg samskipti foreldra okkar þar sem hægt var að vera ósammála um marga hluti án þess að vinátt- unni væri ógnað. Eftir að for- eldrar mínir fluttu suður yfir heiðar mátti glöggt finna hve strengur vináttunnar var sterk- ur. Það gladdi þau mikið þegar Lilla og Sigtryggur fylgdu í kjölfarið og samverustundir urðu sem áður. Fyrir auðnustu- ndir vináttu og bjartra stunda vil ég mega þakka og þá ekki síst fyrir hönd foreldra minna. Með Sigtryggi er genginn einn þeirra manna sem gáfu mannlíf- inu fallegan og bjartan blæ. Börnum hans og fjölskyldum þeirra sendi ég hlýjar kveðjur og bið þeim blessunar Guðs. Pálmi Matthíasson. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðs- lógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfar- ardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín undir grein- unum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent má senda myndina á netfangið minning@mbl.is og gera umsjónarfólki minningargreina viðvart. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.