Morgunblaðið - 08.03.2014, Blaðsíða 40
40 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2014
✝ AðalheiðurGeirsdóttir
fæddist 11. mars
1923 á Reyðará í
Lóni í Austur-
Skaftafellssýslu.
Hún lést 24. febr-
úar sl. á líknardeild
Landspítalans.
Hún var dóttir
hjónanna Geirs Sig-
urðssonar, bónda á
Reyðará, f. 21.7.
1898, d. 10.2. 1974, og Mar-
grétar Þorsteinsdóttur hús-
freyju á Reyðará f. 18.9. 1896, d.
13.4. 1987. Aðalheiður var elst
fjögurra systkina en þau eru
Sigurður, f. 1924, d. 2004, Þor-
steinn, f. 1926, og Baldur, f.
1930.
Aðalheiður giftist 8. júní 1950
Sigurði Hjaltasyni frá Hólum í
Hornafirði, f. 12. 5. 1923, d.
22.10. 2008. Foreldrar Sigurðar
voru Anna Þórunn Vilborg Þor-
leifsdóttir húsfreyja og Hjalti
Jónsson, bóndi og hreppstjóri í
Hólum í Hornafirði. Dætur Að-
alheiðar og Sigurðar eru: 1)
Margrét iðjuþjálfi, f. 18.8. 1951,
maki Sigurjón Arason, f. 2.5.
þeirra eru a) Ívar Húni, f. 14.10.
1989, og b) Vaka, f. 20.9. 1992. 4)
Sigurborg, f. 22.11. 1964, d. 6.5.
1965. 5) Þórný, f. 26.10. 1968, d.
6.10. 1969.
Aðalheiður ólst upp á Reyð-
ará hjá foreldrum sínum og naut
þess að á heimilinu bjuggu líka
Jórunn Anna Lúðvíksdóttir
Schou, amma hennar, og Hall-
dóra Margrét Einarsdóttir, afa-
systir hennar. Anna, amma Að-
alheiðar, rak barnaskóla og
heimavist í Fundarhúsinu í Lóni
sem börnin á Reyðará gengu í
sem og önnur börn sveitarinnar.
Árið 1942 fór Aðalheiður til
náms við Húsmæðraskólann á
Hallormsstað og lauk þar vefn-
aðarkennaranámi 1948. Hún
kenndi við skólann í tvö ár.
Aðalheiður og Sigurður hófu
búskap í Ártúni árið 1952 þar
sem þau reistu nýbýli úr landi
Hóla. Aðalheiður tók virkan þátt
í félagsstörfum í sveitinni, söng í
kirkjukór Bjarnaneskirkju og
starfaði með Kvenfélaginu Vöku
í Nesjum. Árið 1960 hættu þau
hjón búskap og fluttu til Hafnar.
Aðalheiður var húsmóðir á Höfn
og síðar starfaði hún á skrif-
stofu Hafnarhrepps og einnig á
skrifstofu Sambands sveitarfé-
laga á Austurlandi.
Útför Aðalheiðar fer fram frá
Hafnarkirkju, Höfn, í dag, 8.
mars 2014, og hefst athöfnin kl.
11.
1950, búsett í Kópa-
vogi. Börn þeirra
eru a) Aðalheiður
Una, f. 2.8. 1970,
gift Benjamin
Bradford Lincoln,
f. 7. 3. 1966, synir
þeirra: Alexander
Ari, f. 2002, og
Theodór Alden, f.
2006, b) Sigurður
Ari, f. 13.4. 1981,
maki Guðrún Rósa
Björnsdóttir, f. 3.6. 1976, búsett
í Kópavogi. Dætur þeirra eru
Stefanía Rós, f. 31.7. 2011, og
Heiða Margrét, f. 8.5. 2013. 2)
Anna framkvæmdastjóri, f. 30.8.
1961, maki Gunnar Þór Árna-
son, f. 23.11. 1951, búsett í Kópa-
vogi. Sonur þeirra er Nökkvi, f.
10.2. 2004. Dóttir Gunnars og
Drífu Eysteinsdóttur er Sandra,
f. 29.5. 1970, maki Ólafur Gests-
son, f. 6.4. 1969. Börn þeirra eru
Eggert Óskar, f. 1990, Gunnar
Karl, f. 1993, Drífa Björt, f.
1999, og Benjamín Óli, f. 2008. 3)
Halldóra Sigríður framhalds-
skólakennari, f. 11.8. 1963, maki
Jóhannes Kristjánsson, f. 18.7.
1955, búsett í Reykjavík. Börn
Dagar
dagar sem koma og fara
ólíkir dagar
dagar gleði og vonar
dagar mæðu og hryggðar
bjartir dagar og dimmir.
Dagar sem hverfa hratt
og hinir sem aldrei ætla að líða.
Á almanakinu eru þeir allir eins
og ég ríf þá burt
einn af öðrum.
(A.G.)
Mamma rífur ekki fleiri daga af
almanakinu. Dagar hennar voru
að sönnu dagar gleði og vonar en
hún fékk sinn skerf af sorginni
líka. Að missa tvær dætur með
stuttu millibili var þungbært for-
eldrum okkar. En að fá Heiðu,
fyrsta barnabarnið, og leiða hana
fyrstu skrefin á ævibrautinni
breytti sorg í gleði og nú á síðustu
ævidögunum rifjaði mamma upp
hve mikill sólargeisli Heiða var á
erfiðum tíma.
Mamma var dætrum sínum góð
fyrirmynd í einu og öllu. Hógvær,
réttsýn, gestrisin, smekkleg,
æðrulaus og kærleiksrík gekk hún
að verki; hjúkraði blindum móð-
urbróður um árabil, sinnti ein-
stæðingum, gladdi nágranna með
rjómatertu á jólum. Við lærðum
snemma að það þurfti ekki að hafa
mörg orð um hlutina, áhrifaríkara
var að sýna í verki hvað í huga bjó.
Hæfileikar mömmu lágu víða.
Orðsins list var hennar. Hún
kunni fjölda ljóða og naut þess að
skynja fegurðina og viskuna sem
skáldin miðluðu. Sjálf orti hún
fjölmörg ljóð, jafnt um hversdag-
inn, náttúruna, hverfulleika lífsins
og vandamál heimsins. Leiftrandi
húmor kom vel fram í ótal gam-
anvísum og mörg lausavísan varð
til í góðra vina hópi auk þess sem
hversdagslegir atburðir voru
ósjaldan settir í skemmtilegt og
óvænt samhengi í kveðskap. Á af-
mælum birtist vísa í korti sem
jafnan hitti í mark hjá viðtakand-
anum.
Trúlega beygðist krókurinn
snemma þegar hannyrðir mömmu
eru annars vegar. Í æsku var
grunnurinn lagður og á Hallorms-
stað naut mamma alls sem boðið
var upp á, bóknáms jafnt sem
kennslu í húshaldi og hannyrðum.
Hún hafði einstakt auga fyrir efni-
við, litum og samsetningu þeirra.
Þess sér stað í vefnaði og búta-
saumsverkum að ógleymdu öllu
prjónlesinu og orkeruðum dúllum.
Þegar sjónin tók að bila fyrir
stuttu og útséð var um að hún
gæti saumað fleiri teppi eða prjón-
að vettlinga kom í ljós að hún sá til
að hekla. Hún hannaði sín eigin
teppi og heklaði fyrir Rauða
krossinn sem sendi þau áfram út í
heim til þurfandi barna. Síðasta
sendingin frá mömmu var afhent
fyrir nokkrum vikum.
Við upplifðum smekkvísi
mömmu oft. Þegar velja skyldi föt
og fylgihluti hafði hún skoðanir og
hún lét ekki bjóða sér neitt „kerl-
ingarlegt“ og ósmekklegt!
Mamma ræktaði garðinn sinn
og bar djúpa virðingu fyrir öllu
sem lifði. Hún ræktaði fjölskyldu
sína af alúð. Hún ræktaði líkama
og sál fram á síðasta dag. Ófáar
unaðsstundir átti hún í berjamó,
sveppamó, á göngu eða í sundi og
nutum við félagsskapar hennar í
mörgum lengri göngum í óbyggð-
um allt fram á síðustu ár. Hún
ræktaði skóg í Karlskoti, sum-
arbústaðarlandinu á æskuslóðum í
Lóni, og miðlaði fróðleik um jurtir
og blóm.
Dagarnir hverfa hratt. Okkur
verður ekki lengur fagnað með
pönnukökum og dýrindis máltíð-
um þegar við komum austur en við
þökkum fyrir björtu dagana sem
okkur voru gefnir með yndislegri
móður og manneskju.
Margrét, Anna og Halldóra
Sigríður Sigurðardætur.
Ég á margar kærar minningar
um sumrin sem ég dvaldi með
ömmu minni og afa á Höfn. Það
var alltaf nóg að gera, fullt af
skemmtilegum verkefnum fyrir
strákgemling. Minningar mínar
um ömmu tengjast oft Sval-
barðinu sem var eins og stórt
töfrahús, brattir stigarnir gáfu
færi á alls kyns skemmtilegum
leikjum, háaloftið var fullt af alls
konar fjársjóðum og kynstrin öll
af bókum og blöðum út um allt.
Amma hvatti mig alltaf til að lesa,
og sú hvatning olli því að ég
kynntist heilu ævintýraheimun-
um. Ég las þjóðsagnasafnið henn-
ar ömmu frá upphafi til enda. það
endaði með því að hún gaf mér það
eftir að ég hafði lesið það spjald-
anna á milli (fyrir utan auðvitað
draugasögurnar) mörgum sinn-
um.
Sama má segja um minningar
mínar frá ömmu í Karlskoti, sér-
staklega þegar við vorum að koma
í þetta himnaríki og vorum
kannski seint á ferðinni eins og
svo oft. Við gengum upp stíginn og
maður sá ljósið í Kotinu og á móti
okkur tóku amma og afi með út-
breiddan faðminn. Amma hafði
auðvitað ekki tekið annað í mál en
að vippa fram einhverju heitu
handa okkur, eðal sveppa- eða
humarsúpu með nýbökuðu brauði.
Maður kom aldrei að tómum kof-
unum þegar kom að matseldinni
og bakstrinum hennar ömmu,
pönnukökurnar, hjónabandssæl-
an, döðlusmákökurnar og randa-
línurnar. Það var ekki erfitt fyrir
litla ömmustrákinn að hafa mat-
arást á henni ömmu sinni.
Ég gat alltaf treyst á ást og
hlýju frá henni ömmu minni, það
er vart hægt að finna hjartahlýrri
manneskju. Hún var alltaf jafn
ósérhlífin og nægjusöm. Það mátti
enginn hafa neitt fyrir henni. Það
kom svo greinilega fram á sein-
ustu ævidögum hennar.
Sú staðreynd að amma mín
kynntist dætrum mínum tveimur
er mér ómetanleg. Þær munu eiga
til minningar um langömmu sína
þessi tvö ljóð sem hún gaf hvorri
þeirra í skírnargjöf. Ljóðið sem
hún samdi til Heiðu er líklega það
seinasta sem hún samdi.
Til Stefaníu Rósar:
Heima á hljóðum stundum
hugsa ég oft til þín,
fallega, litla ljúfa
langömmustelpan mín.
Sefur þú vært í vöggu,
vaknar í tímaþröng.
Mælir á þínu máli:
„Mamma nú er ég svöng!“
Umvafin ást og hlýju
ert þú um nótt sem dag
geymi þig góðir englar,
gangi þér allt í hag.
Til Heiðu Margrétar:
Eina veit ég unga snót
með ofursmáa hönd og fót
ljúf og góð hún liggur í sínu bóli.
Hún er alveg eins og ljós
enda fær hún þökk og hrós
mærin fríð í mömmu og pabba skjóli.
Það er alveg eins og fyrr
aldrei stendur tíminn kyrr,
börnin stækka, blómið vex í haga.
Sú er einlæg ósk til þín
elsku litla stúlkan mín:
að gæfan með þér gangi alla daga.
Við munum sakna þín, elsku
besta amma og langamma.
Sigurður Ari, Guðrún
Rósa, Stefanía Rós og
Heiða Margrét.
Ein af mínum allra fyrstu minn-
ingum eru jól á Svalbarði 5 hjá
Öllu ömmu og Sigga afa. Minning-
ar mínar um ömmu endurspeglast
í umhyggjusömu, rólyndu og ljúfu
manneskjunni sem hún var. Ég
man helst eftir henni að nostra við
kræsingar í eldhúsinu eða prjóna
vettlinga – sem iðulega leyndust í
jólapökkunum.
Amma var líka nægjusöm, það
sá ég strax þessi jól. Jólatréð í
stofunni, sem ég hafði vonast eftir
að væri tignarlegur normannsþin-
ur, reyndist vera birkihrísla í
blómavasa. Líklega hef ég æst mig
yfir „jólatré“ þessu, en ömmu þótti
þetta fínasta lausn. Enda æsti hún
sig hvorki yfir einu né neinu –
nema þá kannski við afa.
Amma var róleg og blíð að eðl-
isfari og hafði góða nærveru. Þar
að auki var hún frábær gestgjafi
og sama hvaða vikudag mann bar
að garði – alltaf voru lagðar kræs-
ingar á borð, oftar en ekki pönnu-
kökur og kleinur. Í Karlskoti var
maturinn svo gjarnan sóttur út í
náttúruna – sveppir í lerkiskóginn
umhverfis bústaðinn og grænmeti
í garðinn.
Sveppatínsluferðunum man ég
vel eftir. Öllu ömmu sé ég ljóslif-
andi fyrir mér í stígvélum og
jakka, vopnaða sveppahnífum og
þar til gerðri körfu. Einnig var
alltaf gaman að fylgja henni í garð-
inn til að taka upp kartöflur, gul-
rætur og rabarbara. Það væsti
sannarlega ekki um fjölskylduna
hjá ömmu og afa í Karlskoti.
Það er erfitt að hugsa til þess að
amma verði ekki til staðar næst
þegar fjölskyldan heimsækir Karl-
skot. Verst þykir mér að ég hafi
ekki komist þangað núna nokkur
sumur í röð. Þegar ég talaði við
ömmu fyrir nokkrum vikum sagði
hún mér að nú yrði ég að fá það
skriflegt hjá vinnuveitanda mínum
að ég fengi meira frí næsta sumar!
Elsku umhyggjusama amma mín.
Þegar ég hugsa til ömmu finn
ég hlýjuna frá henni og góðvildina
sem hún hefur sýnt mér, okkur
systkinunum og fjölskyldunni allri
alla tíð. Fyrir það er ég óendan-
lega þakklát.
Vaka Jóhannesdóttir.
Aðalheiður
Geirsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Amma var mjög
skemmtileg.
Vettlingarnir hennar
ömmu voru hlýir og flottir.
Mér fannst alltaf gaman
að fara á Hornafjörð og
heimsækja ömmu.
Pönnukökurnar hennar
voru bestar þegar ég bak-
aði þær með henni.
Mér fannst skemmtilegt
að baka kleinur með ömmu
á Víkurbrautinni eða í
Karlskoti.
Ég sakna ömmu.
Nökkvi.
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
GUÐFINNA HULDA JÓNSDÓTTIR,
sem lést að hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð
2. mars verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju
mánudaginn 10. mars kl. 13.00.
Jóhannes Kristinsson,
Kristinn Jóhannesson, Brynja Pála Helgadóttir,
Steingrímur Jóhannesson,
Sóldís Dröfn Kristinsdóttir, Fanney Rán Arnarsdóttir,
Kristinn Andri Kristinsson, Jóhannes Smári Kristinsson.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
GUNNLAUGUR PÉTURSSON,
Sóleyjarima 19,
lést miðvikudaginn 5. mars.
Jarðarförin fer fram frá Grafarvogskirkju
föstudaginn 14. mars kl. 13.00.
Ásdís Arinbjarnardóttir,
Birna Guðný Gunnlaugsdóttir, Sigurjón Sigurjónsson,
Pétur Þór Gunnlaugsson,
Bryndís Gunnlaugsdóttir, Páll G. Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og bróðir,
HAUKUR HERGEIRSSON,
Einarsnesi 24,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli laugardaginn
1. mars.
Hann verður kvaddur í kyrrþey.
Blóm og minningargreinar eru vinsamlega afþakkaðar, en þeim
sem vildu minnast hans er bent á að láta hjúkrunarheimilið Skjól
njóta þess.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Steinunn Kolbrún Egilsdóttir.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
STEINUNN ÞÓRLEIFSDÓTTIR,
Njarðarvöllum 6,
Reykjanesbæ,
frá Efri-Hólum, Núpasveit,
lést í faðmi fjölskyldu sinnar að morgni
sunnudagsins 2. mars á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Hún verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn
11. mars kl. 13.00.
Hulda Bjarnadóttir, Jóhann Geirdal,
Guðjón Þórhallsson, Guðveig Sigurðardóttir,
Lárus B. Þórhallsson, Hrönn Gestsdóttir,
Magnea Ólafsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
UNNUR ÁRNADÓTTIR,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi
miðvikudaginn 5. mars.
Útförin fer fram frá Selfosskirkju föstudaginn
14. mars kl. 13.30.
Steinþór Óskarsson, Valgerður Anna Guðmundsdóttir,
Hörður Óskarsson,
Ingvar Árni Óskarsson, Ásdís María Jónsdóttir,
Margrét Óskarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
KARL JÓHANN GUÐMUNDSSON
leikari, þýðandi og orðsnillingur
lést aðfaranótt 3. mars á dvalarheimilinu Grund.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 17. mars kl. 15.00.
Fyrir hönd fjölskyldunnar
Soffía Lára Karlsdóttir
Sigríður Helga Karlsdóttir, Garðar Hansen
Steingerður Sigurjónsdóttir
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
MATTHILDUR ÓLAFSDÓTTIR
frá Veðramóti í Gönguskörðum,
lést sunnudaginn 23. febrúar.
Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Aðstandendur þakka starfsfólki á 3. hæð Sólvangs og
Landspítala, deild 21a, kærlega fyrir góða umönnun.
Ómar Skapti Gíslason,
Ólafía Engilráð Gísladóttir, Snorri Magnússon,
barnabörn og langömmubörn.